Þjóðviljinn - 27.08.1972, Page 15

Þjóðviljinn - 27.08.1972, Page 15
Sumiudagur 27. ágúst 1972 ÞJÓDVILJINN — StÐA 15. Gullhrúturinn og frændi hans? Nú, þegar skákfrömuðir kcppast við að skemmta andskotanum, er ekki úr vegi að birta þessa teikningu af „göfugri kyrrð taflsins”. Kr hún eftir rússneskan mann, Pakhomof að nafni. Leigutakar Framhald af bls. I. um að ræða bilun vegna slits. Hugkvæmist leigusala að láta gera endurbætur á ibúð sem i leigu er, þá er leigutaka skylt að rýma svo til. að unnt reynist að gera endurbætur, — ,,og á hann enga kröfu til leiguhækkunar eða bóta fyrir." • Og siðasta tilvitnunin i samn- inginn: ,,Sé leigan ekki greidd á réttum gjalddaga. . . skal honum skylt að rýma húsnæðið tafar- laust er leigusali krefst þess; ella má leigusali eða réttur umboðs- maður hans láta bera hann tafar- og fyrirvaralaust út með aðstoð fógeta, en á kostnað leigutaka. Er þá jafnframt fallin i gjalddaga öll leigan fyrir leigutimabilið, og SKAL LEIGUSALI TAKA HANA SEM SEKT FYRIH SAMNINGS- ROFIN.” — Þess má svo geta að lokum, að þegar sá timi kemur að leigu- samningur er úti, missir leigutaki af ibúðinni ,,án uppsagnar." Ilver er réttur leigutaka? Af lestri þessa plaggs má ljóst vera, að hvergi i þvi er orði minnzt á rétt leigutakans gagn- vart leigusalanum, heldur ein- vörðungu rétt leigusalans gagn- vart leigutakanum, og skyldur þær sem leigutaki ber — en skyld- ur leigusalans, hverjar eru þær? Hver er lögskýring orða eins og „yfirleitt i leigufæru standi”, og „tafarlaust?” Er ekki verðugt verkefni fyrir opinbera aðila hverju nafni sem nefnast er hafa með húsnæðismál að gera að kynna sér þessi mál, — hvort ekki er visvitandi verið að láta fólk sem undir slika samn- inga skrifa, ef til vill i neyð, semja af sér mannréttindi sem þvi eiga að vera tryggð i stjórnar- skránni. Varið ykkur á leigu- samningum! — úþ. Tyrkland Framhald af bls. 4 hlut borgarastéttarinnar. með 5 ára áætlunum. Þetta tók ekki til einkaiðnaðar. sem er um 70% iðnaðarins. Arið 1964 tengdist Tyrkland EBE, og sex árum siðar hól'st annað stig að fullri aðild. Með fullri aðild opnast einok- unarauðvaldi EBE greið leið að yfirráðum yl'ir efnahagslifi lands- ins. Samhliða aukinni kúgun heims- valdasinna og innlendrar borgarastéttar harðnar og eykst barátta róttækra afla og verka- lýðsstéttarinnar fyrir þjóðfrelsi og sósialisma. Um leið gripa tyrknesk stjórnvöld til æ harðari fasiskra gagnaðgerða með ó- beinni aðstoð NATO og Banda- rikjanna. Má þar nefna: Sérþjálf- un herliðs til „öryggisgæzlu ’, sameiginlegar heræfingar NATO- liðs. Bandarikjamanna og Tyrkjahers. vopnasölu Banda- rikjamanna. starfsemi CIA. þátt- taka i stjórnum leynilögreglunn- ar. bandariskar sjónvarps og út- varpsstöðvar i Tyrklandi og margt fleira. Fyrst um sinn voru róttæku öfl- in undir forystu Verkalýðsflokks Tyrklands (TIP), er var stofnað- ur árið 1961 — lögleg samfylking, og TKP, sem var ólöglegur kommúnistaflokkur. TIP var nokkuð hægfara, en hafði mikið fylgi og náði 15 mönnum (af 450) inná þing árið 1965. Mikil áróðursstarfsemi var höfð gegn þessum flokkum og starfsemi þeirra sifellt trufluð af öryggislögreglunni. Vinstri hóp- arnir kröfðust þjóðlegrar lýð- ræðisbyltingar — en kommúnist- ar töldu réttilega þörf á sósialiskri byltingu og alræði ör- eiganna og sögðu að baráttan gegn heimsvaldastefnunni og fyr- ir sósialismanum yröi að haldast i hendur. Ýmsir klofningar hafa orðið innan vinstri hreyfingarinnar i Tyrklandi. en nú er Þjóðfrelsis- flokkur alþýðunnar (TPLP) leið- andi afl. og lýtur hann kommúniskri forystu. Höfuöverk- efni flokksins er vopnuð skæru- liðabarátta og skipulagning allra þeirra sem vilja heyja baráttu fyrir þjóðfrelsi og sósialisma. Flokkurinn veitir samfylkingu al- þýðunnar gegn heimsvaldastefnu og innlendri kúgun forystu. Að visu eru bæði þessi samtök til- tölulega fámenn enn, en þau eiga sterkan baráttugrunn meðal al- þýðu landsins, þótt við harðvitug- an andstæðing sé aö etja. Og andstæðingurinn beitir æ harkalegri aðferðum tii þess að bæla frelsisöflin niður. Fasiskar tilraunir borgarastéttarinnar og hersins hófust fyrir alvöru með valdaráni nokkurra hershöfð- ingja i marz 1971. Þeir settu fljót- lega herlög i gildi og hófu geysi- legar ofsóknir á hendur andstæð- ingum sinum. TIP og önnur vinstri sinnuð samtök voru bönn- uð og forystan fangelsuð, sumir mannanna liflátnir. Jafnvel Þjóðfrelsisfiokkurinn varð fyrir tjóni þótt starfsemi hans væri leynileg. i ..hreinsununum" voru þúsundir verkamanna, náms- manna, menntamanna og kenn- ara settir i fangelsi og margir beittir pyndingum. Sérstakir her- dómstólar voru settir á laggirnar. Nokkur dagblöð og vikublöð bönnuð og verkföll eða samkomur einnig. Kennsla i háskólum er undir eftirliti lögreglunnar og yfirmaður útvarpsins hershöfð- ingi. Fasistastjórnin sýnir Kúrdum enga miskunn, og allar tilraunir til varnar eru miskunnarlaust barðar niður.Hafafréttamenn náð myndum af aðförunum. Vestrænir fjöimiðlar segja furðu lostnir frá dauðadómum og brotum á algengustu mannrétt- indum. Nú siðast birtust frásagn- ir um hengingar þriggja forystu- manna kommúnista, og þar áður var sagt frá dauðadómum yfir 18 námsmönnum. sem grunaðir voru um þátttöku i byltingar- starfsemi. Þannig er varðstaðan um „frelsi og menningu. sem byggð er á lýðræðisgrunni, einstaklings- frelsi...” i „vestrænni samvinnu NATO-rikja”. Malbiksihaldié Framhald af bls. 9. verzlunarlega. Hið sama gildir um umhverfið. Þetta er hinn raunverulegi vandi borgarfulltrúans, sem hætt er við að reynist óleysanlegur. nema gripið verði til „skólakenn- ingarinnar” margnefndu. Það út af fyrir sig er þó ekkert gaman- mál. þvi erfiðasti andstæðingur- inn er þrátt fyrir allt það þjóðfé- lagsskipulag, sem á flestan hátt vinnur gegn félagslegum lausn- um á þeim sviðum. er græða má á með einkaneyzlu. Leiðarahöfund- ur Þjóðviljans er á réttri leið þann 26. júli ’71, er hann kveður það vera „i þágu fjármagnsins þegar sú stefna er tekin upp i skipulagi. að byggja og reisa geymslustaði utan borgarinnar iyrir þreytt vinnuafl. Fjármagnið (sé) miðpunktur þess skipulags, sem hliðsjón hefur verið höfð af við byggingu borga — blikkbeijan (sé) tákn fjármagnsins”. — Það verður þvi beðið eftir umferðar- pólitik vinstri flokkanna i næstu borgarstjórnarkosningum með forvitni. . . . — Sigurður Ilarðarson — Nixon Framhald af bls. 3. dag i frjálsum framlögum! Kosn- ingabarátta Nixons kostar sem svarar 15 milj. isl. kr. á dag. Bandariska timaritið News- week birtir i siðasta hefti sinu niðurstöður skoðanakannana sem eiga að sýna mismun viðhorfa til Nixons og McGoverns. Hverjir eru kostir þeirra eöa ókostir? Kostur / ókostur Nixon McGovern Rökviss, gáfum. 36% 14% Alvörumaður 32% 21% Hlustar á aðra 32% 22% Raunsær 29% 23% Auðv. að ræða við 24% 21% Skemmtil. persónul. 19% 16% Kímnigáfa 18% 11% Talar bara 12% 21% Snobbaður 6% 4% Leiðinlegur 6% 4% Kaldur, fráhrind andi 8% 6% Ja hérna! Eru Banda- rikin enn svona? Dagskrá Framhald af bls. 3. 22.05 Frá heimsmeistaraein- viginu i skák. Umsjónar- maður Friðrik Ólafsson. 22.25 Að kvöldi dags. Biskup Islands, herra Sigurbjörn Einarsson, flytur kvöldhug- vekju. 22.35 Dagskrárlok. MÁNUDAGUR 2S. ágúst 1972. 18.00 Frá Olympiuleikunum. Fréttir og myndir frá Ólym- piuleikunum i Miinehen, teknar saman af Ómari Ragnarssyni. (Evrovision) llié. 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 llver er Sean Kenny? Brezk mynd um hönnuðinn Sean Kenny, sem kunnur hefur orðið fyrir hin ný- tizkulegu verk sin. En þau voru m.a. áberandi á heimssýningunni i Montreol 1967. Þýðandi Jón O. Ed- wald. 20.55 Skólahljómsveit Kópa- vogs. Hljómsveitin leikur nokkur bandarisk lög. Stjórnandi Björn Guðjóns- son. 21.05 Titanic-slysið. Þýzk bió- mynd frá árinu 1943, byggð áð verulegu leyti á söguleg- um heimildum um mesta sjóslys, sem orðið hefur, þegar risaskipið Titanic lórst á Atlantshafi og með þvi hátt á annað þúsund manna. Leikstjóri Herbert Selpin. Aðalhluíverk Sybille Sehmitz, Kirsten Heiberg og Hans Nielsen. Þýðandi Ósk- ar Ingimarsson. I april árið 1912 leggur risaskipið Titan- ie af slað frá Southamton i sina fyrstu og siðustu ferð. Eigandi skipsins, skipafé- lagið White Star, hefur var- ið of fjár til smiðinnar og rambar á barmi gjaldþrots. Illutabréfin falla stöðugt og forstjóri félagsins hyggst koma þvi altur til vegs og virðingar með nýju hraða- meti i Atlantshalssiglingu. Hann sinnir engu tilkynn- ingum um rekis á halinu, og krefst þess, að vélarorka skipsins sé nýtt til hins ýtr- asta. En nóttina áður en koma á til New York dynur ógæfan yfir. Inn i þessa slysasögu fléttast svo við- buröir um borö og einkamál Ismey forstjóra og ýmissa íarþega. 22.30 Dugskrárlok. BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32 LJÓSASTILLINGAR HJÚLflSTILLINGAR IVIÚTORSTILLINGAR Látiö stilla i tíma. Æ Fljót og örugg þjónusta. I 13-10 0

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.