Þjóðviljinn - 02.09.1972, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 02.09.1972, Blaðsíða 2
2.S1ÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 2. september 1972 Horn ✓ 1 Að biðjast afsökunar Oft á tiftum hcndir það blaða- mcnn að þurfa að taka ein eða önnur ummæii sin til baka. Ósjaldan stafar slikt af þvi að við- mælcndur eða heimildarmenn hafa fcngið eftirþanka vcgna um- mæla sinna, sérstaklega ef þau hafa komið við kaun einhvers cin- hvcrsstaðar. Kinnig stafar slikt oft af þvi, að þótt hlaðamaður hafi haft citt- hvað orðrétt eftir viðmælanda, þykir viðmælanda sem ummælin séu ckki nógu fagurlcga orðuð. I»á vcrða mistök annarra oft til þess að blaðamaður vcrður að draga i land. Hér vcrður sagt frá cinum slikum mistökum. Sunnudaginn 13. ágúst birtist í Morgunhlaðinu fréttatilky nning frá 5 mönnum af 7 í stjórn Sambands islenzkra rafvcitna. Kréttatilkynning þessi var hið ámáttlcgasta yfirklór vegna vinnubragða meirihluta stjórnar SÍK i ákvcðnu máli. Þessi frétta- tilkynning hafði og vcrið send öðrum blöðum. og hafði Þjóðvilj- inn til dæmis birt hana degi fyrr cn Morgunblaðið, og þá athuga- scmdalaust. Þann sunnudag scm fréttatil- kynningin birtist i Morgunblað- inu, birtist hún þar einnig sem auglýsing, en sem slik ekki i neinu öðru blaði. Slík málsmeðferð 'þðtti un'dir rituðum harla ómerkileg, þar sem það hafði ekki tiðkazt fyrr, að opinberir aðilar keyptu auglýsingarpláss í einu blaði und- ir yfirlýsingar sinar, og skrifaði greinarkorn um málið i dálki þcssum, undir fyrirsögninni „Amáttlegt yfirklór”. Siðan gerist það ekki alls fyrir löngu, að starfsmaður StR lætur undirritaðan vita af þvi að um- rædd yfirlýsing hafi fyrir mistök lent á auglýsingaskrifstofu Morgunblaðsins, yrði ekki greidd scm slik, og óskaði jafnframt eft- ir þvi að fram yrði borin afsökun fyrir umræddum skrifum. Þarna er sem sé komin upp sú skringilega staða, að blaðamanni á Þjóðviljanum er ætlað að biðjast afsökunar fyrir mistök, sem áttu sér stað á auglýsinga- skrifstofu Morgunblaðsins. Nú hafá mál svo skipazt að undirrituðum hefur borizt i hcndur Ijósrit af bréfi auglýsingastjóra Morgunblaösins til StK, þar sem scgir að um mis- tök hafi verið að ræða hjá Morgunblaöinu, og auglýsingin ekki rciknuð til gjalda. Knn hefur Morgunblaðið ckki séð ástæðu til að birta leiðréttingu hér á, á siðum sinum, hvað þá heldur afsökun. Undirritaður bcr þvi fram af- sökun fyrir skrif þau um óskam mfeilni Aðalsteins (iuðjohnssens, scm birtust hér i blaðinu þann 15. ágúst. Afsökunin nær þó aðeins til þeirra þátta skrif anna sem að auglýsingu þessari lúta, en ekki annarra. Jafnframt skorar undirritaður á Morgunblaðið að birta afsökun vcgna þeirra mistaka sem þar urðu og framkölluðu öll þessi skrif. —úþ. Er miðnefiidin stóra enn í sumarfrii? Þriðjudagskvöld eitt i vor hóp- uðust allmargir gunnreifir hug- sjónamenn saman til fundar og létu þung orð og stór falla. Þetta voru hernámsandstæðingar, að sögn, og viðfangsefni fundarins var hvernig haga skyldi barátt- unni fyrir niðurlagningu banda- risku herstöðvanna hér á landi og rætt var um möguleikana á stofn- un samtaka er leiða skyldu bar- áttuna til sigurs. Svo var ákafinn mikill og hugsjónatryggðin að sjálfur Jóhannes skáld úr Kötlum var hafður við orð og skyldi nafn hans haft að leiðarljósi i baráttu hins góða gegn hinu illa. „Breiðfylking” var mynduð. Starfið hófst og meö hækkandi sól þóttust menn eygja von um að takmarkinu yrði brátt náð vegna tilkomu öflugrar alþýðuhreyfing- arsem skotið hefði upp kollinum, án afskipta atvinnupólitikusanna og þvi sem þeim fylgir. En ein- hverra hluta vegna virtist þessi „breiðfylking” hafa allan sinn kraft frá ljúfustu veðurguðunum, þvi að er hausta tók fóru að heyr- ast hryglustunur deyjandi fyrir- bæris frá skrifstofu samtakanna i Kirkjustræti. Hvað er það sem olli þessum nálegu örlögum ágætrar hreyf- ingar, einmitt þegar mest lá við? Fóru 25-menningarnir allir i sumarfri i einu eða hélt þessi ágæta lýðræðiskosna (sic!) mið- nefnd að nóg væri að prenta ein ingartáknið, selja mönnum það á 50 kr. og bjóða þeim siðan i göngutúr frá Hafnarfirði til Reykjavikur? Og tilgangurinn mun vist hafa verið sá að stappa stálinu i bieikustu stuðnings- mennina eða storka strákunum uppi á Mogga — eða hvað? Að visu var töluverður hópur manna skráður i starfshópa og leshringi, en siðan ekki söguna meir. Var þetta öll hugsjónatryggðin og vit- undin um nauðsyn þess að útlend- ur her hyrfi úr landi? Sannleikurinn er iiklega sá að allflestir þessara 25-menninga eru litiisverðar og hugsjónalaus- ar strengjabrúður sem láta stjórnast af flokksbræðrum sin- um frá hærri stöðum. Fyrir þeirra tiiverknað er hin ágæta ,,breiðfylking”„hernámsandstæð- inga allra flokka” orðin að ömur- legu tákni þess sem átti að verða en varð aldrei. Einar Ágústsson utanrikisráð- herra hefur sagt aö ekki verði hreyftvið hernámsmálunum fyrr en landheigisdeilan sé til lykta leidd. 25-menningarnir virðast á sama máli. Er trúin á málstað og ævarandi hugsjón skáldsins úr Kötlum virkilega svo kirfilega skorin við nögl? Við völd situr rikisstjórn sem kallar sig til vinstri. En látum það ekki villa okkur sýn. Fram- sóknarforystan hefur löngum iýst yfirþeim vilja sinum að þjóðarat- kvæðagreiðsla verði látin skera úr um brottför hersins. Þvi eru allar likurá að svo verði i reynd. Einmitt þess vegna er svo mikil þörf á þróttmiklu starfi og öflugri upplýsingastarfsemi. ekki aðeins hér á Rvk-svæðinu, heldur og ekki sizt úti um land allt. Fyrri hreyf- ing hernámsandstæðinga treysti á fallvaltan stuðmng rótgróinnar borgarastéttar Reykjavikur og nágrennis og sá stuðningur reyndist haldlitill þegar á reyndi. Aðeins með stöðugum fjöldafund- um, útgáfustarfsemi og les- hringjum, þar sem upplýsingar eru veittar, tekst okkur að gera að raunveruleika drauminn um friðlýst land. Sú barátta verður ekki leidd til sigurs ef i forsvari eru pólitiskir rugguhestar og bitl- ingasafnarar, heldur með þátt- töku þess fjölda er sér hag sinum borgið er siðasti hermaðurinn hverfur úr landi fyrir fullt og allt. Herinn burt! island úr NATO! Valþór Hlöðversson. Chichester og flugvél hans árið 1929 er hann kom úr 36 daga sóló- flugi milli London og Sydney. Ofurhuginn Francis Chichester Francis Chichester, enski ofurhuginn sem er nýlátinn, var prestssonur. Það kom snemma i ljós, að hann var haldinn ævintýraþrá. 17 ára gamall gerðist hann innflytj- andi til Nýja Sjálands og 26 ára gamall var hann orðinn vel stæður sem sölmaður fast- eigna. Þegar kreppan skall á fékk hann alvarlegan fjárhags- skell, og sneri hann sér þá að flugi fyrir alvöru. Hann flaug fyrstur manna einsamall frá Nýja Sjálandi yfir hafið til Astralinu árið 1931, en það þótti mikið afrek á þeim tima. Siðar ætlaði hann að fljúga i kringum jörðina einsamall, en þá varð hann fyrir þvi óhappi i byrjun feröar að fljúga á simalinur, sem hann sá ekki vegna ofbirtu sólar, og slasað- ist hann þá mikið. Chichester kom til Englands rétt áður en heimsstyrjöldin siðari brauzt út. Hann ætlaði að ganga i brezka flugherinn um leið og striðið byrjaði, en var synjað vegna aldurs, en hann var þá 37 ára. Siðar komst hann þó að sem sigl- ingafræöingur hjá RAF. Eftir striðið fór hann aö höndla með kort, og tómstund- um eyddi hann i siglingar. Ar- ið 1959 varð hann alvarlega veikur og læknar töldu að hann væri með lungnakrabba. Chichester vildi ekki ganga undir uppskurð og náði sér á undraverðan hátt. Ari siðar vann hann einmenningskeppni siglara yfir Atlanzhafið og eft- ir það varð nafn hans mörgum kunnugt. Arið 1966 leggur hann af stað einn á báti frá Plymouth i Englandi oger ferð inni heitið til Sydney i Ástraliu. Þangað kom hann eftir 107 daga. Þá ákvað hann að halda áfram siglingu i kringum hnöttinn, og lauk hnattferðinni á 274 dögum (þar af eyddi hann 48 dögum i Astraliu). Þá var Chichester 65 ára gamall, og orðinn heimsfrægur. Ekki vildi Chichester setjast i helgan stein við svo búið. Nú vildi hann reyna að sigla 4000 milur á 20dögum, þ.e. sigla að meðaltali 200 milur á sólar- hring. Hann lét smiöa sérstak- an bát fyrir þessa ferð, Gypsy Moth V., en honum mistókst ætlan sin — hann lauk 4000 milna siglingu á 22.3 dögum! 1 sumar lagði Chichester enn af stað einn sins liðs yfir Atlanzhafið, en þeirri ferð lauk hann aldrei eins og blaða- lesendum er kunnugt. Chichester hlaut margskon- ar viðurkenningu um ævina. Hann var ágætur rithöfundur og skrifaði nokkrar bækur, þar á meðal sjálfsævisöguna Thc Lonely Sea and The Sky. íþróttakonur taka hormónapillur til að rugla tiðir Iþróttakonur hafa á klæðum eins og aðrar konur, og það er ekki sama i hvaða ástandi konurnar eru þegar þær eiga að keppa á stórmótum eins og Olympíuleikum. Flestar brezku stúlkurnar hafa tekið hormónapillur, sem eiga að stilla af tiðir, þ.e. fresta þeim eða flýta með tilliti til hvenær stúlkurnar keppa. Læknar byrjuðu að stilla tiðir stúlkn- anna fyrir rúmu ári, en sýnt þótti að árangur stúlknanna er lakastur á siðari hluta tiðatimabilsins. Sumar stúlk- ur vildu ekkert meö ráð lækn- anna hafa og aörar komu svo Danmörk og EBE: í ágúst voru 41% með og 35% á móti inngöngu seint inn i liðið, að ekki þótti rétt aö reyna nein brögð á skömmum tima. Þrátt fyrir allar varuðarráöstafanir mega stúlkurnar búast við að náttúran sjálf gripi i taumana og setji tiöir i gang vegna hins gifurlega álags á sál og lfk- ama i slikri keppni. Ekki er vitað hvernig þessu er hagað hjá öðrum þjóðum, en talið er fullvist að rúss- nesku og austurþýzku stúlk- urnar notist við einhver hjálparmeðul og bandarisku stúlkurnar einnig, þar sem pillutæknin er á svo háu stigi i heimalandi þeirra. En venju- legar stúlkur frá venjulegum löndum verða sennilega að hlýða kalli náttúrunnar hvenær sem það kemur. 2. október næstkomandi munu danskir kjósendur ganga til kosninga um það hvort Danmörk skuli ganga i Efnahagsbandalagið eða ekki. Að undanförnu hafa veriö gerðar Gallupkannanir um af- stöðu almennings til málsins. Fyrsta könnun er gerð árið 1961, en þá eru 53% spurðra með inngöngu, 9% á móti, 38% óákveðnir . 1 september 1968 eru 60% með, 7% á móti, 33% óákveðnir og er þetta hæsta prósentutala með fyrr og siðar. Taflan árið 1972 litur þannig út: Meö Móti Óákv. Alls Jan. 38 35 27 100 Feb. 41 32 27 100 Marz 39 31 30 100 April 48 28 24 100 Maí 41 30 29 100 Júni 46 31 23 100 Agúst 41 35 24 100 Þá var spurt: Ef Noregur gerist ekki aöili að Efnahags- bandalaginu (kosningar fara fram þar) eruö þér þá með eða á móti þvi að Danmörk gerist aðili? I ágúst 1972 svöruðu 38% með, 38% á móti, óákveönir 24%. . . . að vinna bug á kvefi! Forrlkur Breti andaðist fyr- ir skömmu. Hann haföi skömmu fyrir dauöa sinn látið á sér skiljast að hann myndi gefa allar jarðneskar eigur sinar til styrktar læknavisind- unum —■ „til að rannsaka og fyrirbyggja þann sjúkdóm sem hefur valdið mér mestu angri s.l. 81 ár. . . .” Og þegar erfðaskráin var opnuö kom i ljós að peningana átti að nota til að vinna bug á kvefi, en gamli Bretinn átti alltaf erfitt meö að þola kvef- aö fólk.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.