Þjóðviljinn - 02.09.1972, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.09.1972, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN>augardagur 2. september 1972 DJOÐVIUINN MÁLGAGN SÖSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÖÐFRELSIS Útgefandi: Útgáfufélag Þ|óðvil|an*. Framkvamdastióri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Sigurður Guðmundaaon, Svavar Geataaon (áb.). Auglýaingaatjóri: Haimir Inginrwsraaoii. Ritstjórn, afgreiðsla, augiýsingar: Skólav.at 19. Simi 17500 (5 linur). Aakriftarvarð kr. 225.00 á mánuðf. Lauaasöluverð kr. 15.00. Prentún: Blaðaprent h.f. HEFÐBUNDINN ARÐRÁNSRÉTTUR OG PÓLITÍSKT SIÐLEYSI Segjum að þú eigir ibúð, jafnvel þótt hún sé litil. Segjum að þú hafir setið lang- timum saman i biðstofum bankastjóranna til þess að slá fyrir ibúðinni, að þú hafir sveitzt blóðinu i aukavinnu fram á nætur við að eignast þessa ibúð og þér sé þess vegna sárt um hana og viljir fyrir alla muni halda i ibúðina. Hún er réttilega eign þin. Setjum svo að siðan komi atvinnu rekandi þinn til þin einn góðan veðurdag og segi: Nú hefur þú unnið hér i 30 ár. Ég hef grætt á þvi að kaupa vinnuafl þitt og þess vegna hef ég hefðbundinn rétt til að græða á þér. Þú ert aftur á móti farinn að eldast og til þess að tryggja að ég geti grætt á þér jafnmikið i framtiðinni verður þú einnig að afhenda mér arðinn af ibúð þinni. Segjum að atvinnurekandinn beiti fantaskap og ofbeldi til þess að knýja fram þessa sérdeilis óbilgjörnu ósk. Þetta sem hér er sagt kann að virðast fjarstæða — en hliðstæð dæmi eru til og það i samskiptum þjóða. Þessum eða hlið- stæðum aðferðum er beitt af þjóðum sem sjálfar telja sig aðalmálsvara lýðræðis og frelsis — jafnvel af rikisstjórn sem hefur handhafa friðarverðlauna Nóbels i broddi fylkingar. íslendingar hafa ákveðinn sið- gæðismælikvarða, samkvæmt þeim mæli- kvarða er framkoma atvinnurekandans i dæmisögunni hér á undan siðlaus og svi- virðileg. En litum á afstöðu Breta og Vest- ur-Þjóðverja i landhelgismálinu: Litil þjóð— sem á engin önnur auðæfi en fiskinn á miðunum — færir út landhelgi sina samkvæmt aðferðum sem gilt hafa með öllum þjóðum alla tið. Að undanförnu hafa aðrar þjóðir fært út landhelgi sina i allt að 200 milur — og enginn hefur mót mælt þvi hvað þá leyft sér að brjóta lög- sögu þessara þjóða eftir útfærsluna. Við Island gerist það aftur á móti að tvær þjóðir senda skip á íslandsmið til þess —■ undir vernd stórra skipa — að brjóta lög- sögu Islendinga. Þessi lögbrot eru framin eingöngu á þeirri forsendu — samkvæmt upplýsingum forustumanna togara- eigenda þessara þjóða — að þeir hafi hefð- bundinn arðránsrétt gagnvart íslending- um. Þannig er framkoma þeirra hliðstæð ofbeldisaðferðum atvinnurekandans sem minnzt var á hér að framan. En forustu- menn þessara þjóða bæta gráu ofan á svart: Þeir blanda saman alls óskyldum málum og neita að standa við gerða samninga. Islendingar höfðu undirritað samkomulag um ákveðin viðskipti við Efnahagsbandalagið. Þegar íslendingar svo ákveða að færa út landhelgi sina, rifta sömu aðilar samningunum við Islendinga og neita að endurnýja þá nema þvi aðeins að Islendingar falli frá þvi að færa út land- helgina i 50 milur. í kjölfar þessa fylgja hótanir um verzlunarbann, um hafnbann, um einangrun íslendinga á viðskipta- sviðinu og efnahagslegt samsæri riku þjóðanna gegn Islandi. Þetta eru aðfarir sem eru fordæmanleg- ar út frá pólitisku siðgæðismati. Hefð- bundinn réttur til aðrðráns er að sjálf- sögðu ekki til og hann munu íslendingar i engu virða — en tilraunin til þess að þrengja að fslendingum og eiangra þá er dæmd til þess að mistakast og mun einungis auka fyrirlitningu íslendinga á slikum aðförum og auka samheldni þeirra og styrk til þess að vinna fullnaðarsigur. VIÐ HVIKLJM EKKI ÞUMLUNG Islenzka rikisstjórnin sýndi það með samningatilboðum sinum fyrir 1. septem- ber að hún var reiðubúin til þess að veita Bretum umþóttunartima innan islenzku landhelginnar. Rikisstjórnin verður þvi á engan hátt sökuð um óbilgirni gagnvart þeim þjóðum sem hafa veitt á miðunum umhverfis landið. Það sýna lika samningarnir við Færeyinga sem gerðir voru I siðasta mánuði. Nú hefur hins vegar tvennt gerzt sem hlýtur að hafa áhrif á af- stöðu islenzku þjóðarinnar i þessum efn- um: Hið fyrra er úrskurður alþjóðadóm- stólsins, sem torveldar beinlinis að unnt sé að ná nokkru samkomulagi. Hið siðara er alvarlegra, en það eru lögbrot Breta og Vestur-Þjóðverja innan islenzku land- helginnar. Lögbrotin hafa það i för með sér að íslendingar erustaðráðniríað hvika ekki þumlung frá rétti sinum til 50 milna fiskveiðilögsögu. Lögbrjótar eru yfirleitt ekki verðlaunaðir með sérstökum ivilnun- um og það á heldur ekki að eiga sér stað með Breta og Vestur-Þjóðverja i land- helgismálinu. Lögbrotin hafa þvi engin áhrif önnur en þau að þjappa tslendingum fastar saman um þá skoðun að hvika hvergi og gefa ekki þumlung eftir. Forsíður blaðanna fyrir 14 árum iðBViuiMer (Hí ríkí uöurkéiina miííi.i íaod- hiöjjiiia i vcrki - ncrna Hri'lar i* 4Í V&a&jMMn yn&t vztmi xr**#-* btrtfáí** Bmar rödast m í íslerrkö Jœié ' i". ,4 eg f®RB i skjáfi tervalds Alþúöublaöiö isfaárí sw>fot*&!t****% ■... - . tAí-.-i i Brezki flotinn iátinn vernda veíði- jjjófa í íslenzkri íiskveiðiíandltclgi im Msr iMJsr hwtói v i>>4rekat<ö* '■ .' .;• ■ ■.'V • . Ireiplan sújldi i ve<t iyrir Y/. rrf.t »*.•.* V, • • ...,•■•.*** strax komið til átaka á Morgunblaðið: miðunum. Fyrirsagnir „Brezk herskip fremja blaðanna sýna það ofbeldisverk I islenzkri ótvirætt: landhelgi.” Nú hafa lesendur blaðanna séð forsiður þeirra frá landhelgisút- færslunni 1972 og tii samanburðar birtum við hér myndir af forsiðum blaðanna frá útfærslu landhelginnar 1958. 1. september bar þá upp á sunnudag þannig að blöðin gátu öll skýrt itarlegar frá þvi sem gerzt hafði á miðunum en unnt var i morgun- blöðunum í gær. Af for- siðunum frá landhelgis- deginum fyrir 14 árum má ráða að þá hefur ★ Þjóðviljinn: „öll riki viðurkenna 12 milna landhelgi i verki — nema Bretar. Bretar ráðast inn i islenzka landhelgi og ræna i skjóli hervalds.” ¥ Alþýðublaðið: „Utan- rikisráðherra mótmælir ofbeldi Breta harðlega.” ¥ Timinn: „Brezki flotinn látinn vernda veiðiþjófa i islenzkri fiskveiðilandhelgi. ’ ’ „íslenzk varðskip sem litlar skeljar undir járn- þili brezku vigdrek- anna.” ★ Visir: „Freigátan sigldi ætið i veg fyrir varðskipin!’ Gífurleg aðsókn að sænsku heimilisiðnaðarsýningunni Norræna húsið og Heimilisiðnaðarfélag islands í samvinnu við Landssamband sænskra heimilisiðnaðarfélaga standa fyrir sýningunni, sem opnuð var 26. ágúst. Aðsókn hefur verið gífur- leg, einn daginn komu 1.000 manns. — Margir munir hafa selzt. Börnin flykkjast i vefstólinn, þar sem þau fá leiðbeiningar í að vefa. — Sænsk kona á þjóðbúningi leiðbeinir gestum, sem óska eftir því. — Þetta er i fyrsta sinn, sem svo yfir- gripsmikil sænsk sýning er sett upp utan Svíþjóðar. A sýningunni kennir margra grasa: ullarflikur, tin- og silfur- munir, munir úr beinum, list Lappa i Norður-Sviþjóð auk tré- vara. Uppsetningin hefur hlotið einróma lof sýningargesta. Sýningin er opin daglega kl. 14—22 og lýkur henni 10. sept. n.k.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.