Þjóðviljinn - 02.09.1972, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 02.09.1972, Blaðsíða 3
Laugardagur 2. september 1972 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Myndasaga af miðunum Varðskipsmenn á Óðni renndu sér upp að hlið togaranna, stöðvuðu skipið og með einhverjum ráðum tókst þeim að ná nafni og númerum nokkurra togara þótt klint hefði verið yfir. Myndir og texti: Gunnar Steinn il«;w Varðskipiö Óðinn á fullri ferö að einum brezku togaranna sem voru að veiðum utan tsafjarðardjúp I gær. Þessi skuggalegi landhelgisbrjótur og veiðiþjófur blikkaöi siglingaljósunum vinalega til ljósmyndarans er hann þeyttist framhjá og skaut i grið og erg — en aðeins með inyndavél i höndunum. Þessi var að toga norövestur af Horni og eitthvað cr flausturslega sctt einn skipverjanna veifa til vélarinnar en annar steytir hnefann grimm- yfir nafnið á þessum landhelgisbrjót. Ef myndin prentast vel má sjá úðlega. Klukkan 14.15 i gær lagði ljós myndari Þjóðviljans af stað á- leiðis á miðin út af Vestfjörðum en þar er nú mikill fjöldi brezkra togara við veiðar inn i 50 milna landhelgi lsiands. Haldið var yfir Snæfellsnes og flogið vestur yfir Látrabjarg. Um 30 sjómilur suðvestur af ísafjarðardjúpi, um 20 milur fyrir innan 50 milna landhelgina sáust fyrstu togararnir. Þeir voru þar ýmist að toga eða gera að aflan- um og að sjálfsögðu var málað yf- ir nafn og númer þeirra. Varð- skipið Óðinn var þarna á næstu grösum og nálgaðist togarana, sem voru þrir, á mikilli ferð og tók stefnuna á þann togarann sem var að toga. Óðinn kom mjög ná- lægt togaranum, varla hafa meira en 40 metrar verið milli skipanna, og stöðvaði þar. Tog- aramenn skeyttu þessari heim- sókn ekkert, en greinilega fannst þeim þó truflandi að hafa Islend- ingana svona fast upp i sér. Eftir að hafa myndað þessar aðfarir i bak og fyrir var ferðinni haldið áfram og flogið á norðlæg- ari mið, norðvestur af Horni en þar voru margir togarar að veið- um. Um 30—35 sjómilur norð- norð-vestur af Horni var stór hóp- ur togara að veiðum en engin varðskip eða brezk eftirlitsskip voru þar sjáanleg. Þarna var þó talið að brezka eftirlitsskipið Mir- anda væri, en það hafði verið út af Vestfjörðum i fyrrinótt. Þegar flugvélin flaug lágt yfir togarana var ýmist að sjómenn- irnir vinkuðu eða steyttu hnefann. Þó var framkoma eins mat- sveinsins frábrugðin. Hann kom hlaupandi út á þilfar og veifaði stórri hvitri skyrtu, — sem friðar- fána? Flestir. togaranna i hópnum voru nafn- og númerslausir. Einn færeyskur togari sást að veiðum — en hann reyndist vera fyrir ut- an 50 milna landhelgismörkin. Eftir að flugvélin hafði lónað nokkra hrið var haldið til baka. Þá sást Óðinn enn að lóna kring- um togarana og truflaði hann veiðar þeirra greinilega. Sam- kvæmt upplýsingum sem okkur bárust svo siðar náði áhöfn varð- skipsins nöfnum og númerum nokkurra togara þótt búið hefði verið að mála yfir þau. Eins sýndist okkur að togararnir væru myndaðir i bak og fyrir af varð- skipsmönnum og þannig má ef- laust þekkja þá sem ekki náðist nafn á. Þá fréttum við einnig seint'i gærkvöldi að 12 v-þýzkir togarar hefðu verið við veiðar suðvestur af Reykjanesi eða alveg á mörk- unum. Ekki höfðu þeir málað yfir nöfn og númer. Greinilegt var á aðförum is- lenzka varðskipsins að stefna skipherranna er að ,,taka brezku landhelgisbrjótana á taugum”, með þreytandi truflunum, sem hindra veiðar þeirra i landhelg- inni. Þegar vetrarveðrin leggjast við þessa bardagaaðferð er ljóst að Bretarnir verða að láta undan. — Ekki dró til neinna tiðinda á miðunum i gær. Erlendu skipin héldu uppteknum hætti að halda sig i hópum umhverfis landið. Frásögnum bar ekki saman um heildarfjölda erlendu togaranna innan landhelginnar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.