Þjóðviljinn - 02.09.1972, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 02.09.1972, Blaðsíða 5
Laugardagur 2. september 1972 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5. Lúðvik Jósepsson sjávarútvegsráðherra á fundi með erlendum fréttamönnum: Bretar eru að eyðileggja samningamöguleika sína Eftir því sem lengri timi liðuosvo aö megin- hluti brezkra togara óvirði gildandi lög og reglur íslands, óhlýönist íslenzkum yfirvöldum og valdi e.t.v. vandræðum og árekstrum á Islands- miöum, eftir því verður erfiðara fyrir Breta að ná nokkrum samningum við okkur islendinga um undanþágur og tilslak- anir þeim til handa innan hinnar nýju fisk- veiðilögsögu okkar. is- lenzka þjóðin sættir sig ekki við samninga við þá menn sem stela af okkur og ógna siðan með her- valdi. — Þetta var kjarninn í því sem Lúð- vik Jósepsson sjávarút- vegsráðherra sagði er- lendum fréttamönnum í gær um möguleika á samningum við Breta um landhelgismálið. t gær boðaði Lúðvik Jóseps- son sjávarútvegsráðherra til fundar með erlendum frétta- mönnum, sem hér eru staddir til aö fylgjast með framvindu landhelgismálsins. Sóttu fund- inn fjölmargir fréttamenn er- lendra blaða, sjónvarps- og útvarpsstöðva, frá Bretlandi, Norðurlöndum, Vestur— Þýzkalandi og Frakklandi. Sjávarútvegsráðherra var að þvi spurður hvort það þýddi ekki tapaða orustu á fyrsta sólarhring þorskastriðsins, að 60-70 brezkir togarar veiddu innan nýju fiskveiðilögsög- unnar án þess að islenzku varðskipin reyndu að stugga við þeim. Lúðvik Jósepsson sagði að Landhelgisgæzlan hefði sin fyrirmæli og sinar aðferðir, en veiðiþjófarnir mundu áreiðan- lega eiga eftir að lenda i vanda. Það væri auðvelt að þekkja þá þótt þeir reyndu að dyljast með þvi að mála yfir nafn og einkennisstafi. En hann vildi vekja athygli á þvi að islcndingar hefðu þegar vinninga á hendinni. i fyrsta lagi væru landhelgisbrjótarnir i tveimur afmörkuðum hólf- um, cn önnur svæði nýju land- helginnar væru hrein. í öðru lagi væri sá afli sem fengist mcð þessum aðferðum. Hvað skyldi hann vera mikill eftir fyrstu nóttina? Lúðvik fullyrti að með þessum aðferðum væri ekki hægt aö afla og þcir sem nú óvirtu islenzka lögsögu myndu gcfast upp við það fyrr en siðar. Brctar reyndu að gcra mikið úr þvi að þcir væru á veiðum innan linu, en það væri meira fyrir blöðin og til að sýnast. Við létum ekki blckkjast af þcssu. Allmiklar umræður urðu um viðræður þær sem fram hafa farið milli Breta og íslendinga og þau boð sem fram hafa komið i þeim. Lúðvik sýndi fram á að Bretar hafi raun- verulega aldrei ljáð máls á þvi að draga svo úr fiskveiðum sinum hér sem fiskstofnanna vegna væri nauðsynlegt. Þegar þeir nú segðust ætla að takmarka sig við 170 þúsund tonn, þá fælist ekki i þvi minnkandi sókn, heldur jafn- vel þvert á móti. Nýjustu tölur um þverrandi aflamagn sönn- uðu það. f öðru lagi er ljóst — sagði Lúðvik — að alltaf hefði þurft að hafa eftirlit með þvi að gert samkomulag væri haldið af öllum aðilum, en engum væri það skyldara en einmitt þvi strandriki sem fiskimiðin tilheyrðu. En þetta vildu Bretar ekki heyra minnzt á. Einnig minnti Lúð- vik á að það væri nú almennt viðurkennt að landgrunnið sjálft — hafsbotninn — væri hluti af yrirráðasvæði strand- rikisins, og notkun botnvörpu væri skerðing á þessum yfir- ráðarétti þar sem landgrunnið yrði fyrir hnjaski og breyt- ingum. Fiskveiðideilunni ráðum við til lykta sjálfir Sumir fréttamannanna vildu beina talinu að dvöl bandariska herliðsins hér og gáfu það i skyn að hinn vinstri sinnaði sjávarútvegsráðherra færði út landhelgina til þess að efnahagslifið þyldi betur brottför hersins. Einnig var i þessu sambandi minnzt á hina miklu fiskmarkaði vestra. Sjávarútvegsráðherra sýndi fram á að herstöðin skiptir hér engu máli fyrir efnahagslifið, og auðvelt væri að útvega þvi fólki aðra vinnu sem nú starf- aði i sambandi við herstöðina. Islenzka þjóðin væri engan veginn háð dvöl bandariska herliðsins. Bandarikjamark- aður væri vitanlega afar mik- ils virði fyrir fiskafurðir okkar, en hann væri ekki i neinu sambandi við Kefla- vikurstööina. En Bandarikja- menn keyptu þvi aðeins fisk að þeir þyrftu á honum að halda. Á Bandarikjamarkaðinum hefðu lslendingar við ýmsa keppinauta að etja og hefðu við þá i fullu tré. Ráðherra kvaðst ekki trúa þvi, að Bandarik jamenn myndu hætta að kaupa fisk þó að ein- hver viðhorf breyttust i dægurpólitikinni i Washing- ton. Um fiskveiðideiluna við Breta hefðu íslendingar ekki rætt i Washington, henni ætl- uðum við að ráða til Iykta sjálfir. Margt fleira kom fram á fundinum en það sem hér hefur verið rakið, og fóru hinir erlendu fréttamenn ekki tóm- hentir af fundi sjávarútvegs- ráðherra á þessum fyrsta degi hinnar nýju fiskveiðilögsögu við tsland. Pólverjar viðurkenna sérstöðu Islands — en telja útfærslu fiskveiðilögsögunnar brot á alþjóðalögum Þjóðviljanum barst i gær eftir- farandi frétt frá utanrikisráðu- neytinu (leturbreytingar eru blaðsins): 70 ára í dag Sjötugur er i dag Jóhann Snæ- björnsson húsasmiðameistari Borgarnesi. Jóhann verður i dag staddur hjá dóttur sinni að Hamrahlið 29 Reykjavik. ,,Frá pólsku rikisstjórninni hefir borizt greinargerð varðandi afstöðu Póllands til útfærslu fisk- veiðimarkanna við tsland. Var hún afhent Agnari Kl. Jónssyni sendiherra Islands i Póllandi i gær, en hann var þá staddur i Varsjá. Efni greinargerðarinnar er eftirfarandi: Pólland viðurkennir hversu inikla þýðingu sjávarútvegur licfir fyrir island og hversu mikill þáttur liann er í þjóðarbúskap landsins og vclmegun íslenzku þjóðarinnar. Pólland skilur fylli- „Efnahagsbandalagið er orðið nýtt stórveldi. 1 þvi sambandi viljum við minnast á mótspyrnu þess gegn útfærslu islenzku fisk- veiðilögsögunnar í 50 milur. Fisk- veiðar á islandsmiðum eru létt- vægar fyrir cfnahag og atvinnu- mál EBE, en eigi að siður skirrist hið nýja stórveldi ekki við þvi aö bcita valdi gagnvart smáþjóð, scm leitast við að tryggja lifs- hagsmuni sina". Á þessa leið segir í yfirlýsingu æskulýðssamtaka á Norður- lega viöleitni islands til að tryggja lifshagsmuni sina á efna- hagssviðinu. Hins vegar getur Pólland ekki samþykkt einhliða lausn vanda- mála varðandi fiskveiðar á úthaf- inu með útfærslu fiskvciðimarka út fyrir 12 milna beltið frá grunn- linum, sem vidd landhelgi miðast við. Það er skoðun Póllands, að útfærsla landhelgi eða fiskveiði- marka út fyrir 12 mílna linuna sé brot á alþjóðalögum,og sér i lagi striði gegn hinni algildu og bind- andi meginreglu um frelsi til fisk- löndum sem birt var að loknu þingi æskulýðssamtaka Evrópu i Helsinki i fyrradag. Fulltrúar is- lenzku samtakanna á þinginu héldu ötullega fram málstað okkar i landhelgismálinu, og hlýtur ályktunin að teljast mikils- verður stuðningur við hann. Þá segir i heildaryfirlysingu allra æslýðssamtaka Evrópu, að „rædd hafi verið nauðsyn þess að tslendingar færðu út fiskkveiði- lögsöguna, til að tryggja rétt sinn Framhald á bls. 11. veiða á úthafinu. Pólland telur, að öll vandamál varðandi fiskveiðar á úthalinu skuli leysa með þvi að efla og auka alþjóðlega samvinnu og sérstaklega með eflingu svæðastofnana eins og Norðaust- ur Atlantshafs fiskveiðinefndar- innar. Pólland gerir sér grein fyrir sérstökum hagsmunum vissra strandrikja varðandi nýtingu fiskstofna á úthafssvæðum sem liggja að landhelgi þeirra og getur þvi fallizt á að þessi riki fái sérstakan forgangsrétt til fisk- veiða. Samt sem áður, ættu vandamál i sambandi við slikar veiðar að leysast i samræmi við alþjóðarétt og með samþykkiallra rikja sem hlut eiga að máli. Þessi mál eru nú til meðferðar innan samtaka Sameinuðu þjóðanna, einkum i nefndinni um friðsam- Nýkomin er endurskoðuð út- gáfa af bæklingi á ensku, sem Sambandið gaf út fyrir nokkrum árum og fjallar um skipulag og starfsemi þess. Bæklingurinn nefnist „Samband of Iceland”, og er þar fyrst vikið stuttlega að atvinnulifi landsmanna, ásamt sögu og skipslagi hérlendra sam- lega nýtingu hafsbotnsins. Af þeirri ástæðu ætti ekkert riki að gera einhliða ráðstafanir sem gætu torveldaö viðleitni Sam- einuðu þjóðanna i þessum efnum. Með hliðsjón af sérstöðu ts- lands og hinni nánu og vinsam- legu sambúð Póllands og tslands eru hlutaðeigandi pólsk stjórn- völd reiðubúin að taka þegar i stað upp tvihliða viöræður við hlutaðeigandi islenzk stjórnvöld um fiskveiðar, með það fyrir augum að finna viðunandi lausn á málinu og til að tryggja að pólsk- um iiskvciðum verði undir engum kringumstæðum af tslands hálfu inismunað miðað við önnur riki.” Félagsstarf eldri borgara. Miðviku daginn 6. sept. verður farið i berjaferð. Lagt verður af staðfrá Austurvelli kl. 1. e.h. Nánari upplýsingar og þátt- taka tilkynnist i sima 18800, félagsstarf eldri borgara, kl. 10-12 f .h. mánudag og þriðju- dag. vinnufélaga, en siðan fjallað um einstakar deildir Sambandsins og loks greint frá helztu dótturfyrir- tækjum. Margar litmyndir prýða bæklinginn, sem er 24 bls., og er hann hinn hentugasti til kynning- ar erlendis á samvinnustarfinu á tslandi. Æskulýðsþingið í Helsinki: Styðja 50 mílurnar Samband of Iceland

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.