Þjóðviljinn - 25.10.1972, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 25.10.1972, Qupperneq 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miftvikudagur 25. október 1972 Breiðholts- ferðir SVR Nokkrir lesendur blaðsins hafa hringt og spurt hvort ekki yrðu teknar upp sér- legar hraðferðir fyrir Breiðholtsbúa. Eirikur Asgeirsson forstjóri SVR tjáði blaöinu, að hraðferðir væru þegar hafnar þangað upp- eftir, og hefðu veriö um nokkurn tima. Þrjár ferðir eru farnar við vinnubyrjun aö morgni, og tvær við vinnulok að kvöldi. Vagninn Breiðholt Miðbær fer fyrstu ferðina ofan úr Breiðholti klukk- an 7 að morgni, aðra ferð 3 minút- ur yl'ir hálf átta og þá þriöju klukkan 3 minútur yfir hálf niu. Eftir vinnu að kvöldi fer vagn- inn 10 minútur yíir fimm úr Mið- bæ, og aðra ferð 10 minútur yfir 6. Þessar ferðir eru utan við fastar ferðir Breiðholtsvagnanna. Þá hefur verið spurt eftir þvi hvort Breiðholtsvagnar hættu að fara um Bústaðaveg, eftir að tengibrúin hefði verið tekin i nolkun við Elliðaár. Eirikur kvað breytinga vera að vænta á ferðum einhverra þess- ara vagna nú á næstunni, þá á þá lund, að viðkomustaðir þeirra yrðu færri en nú er. Ný leiðabók er i smiðum hjá SVR, og skýrast þessi mál þá öllu frekar. — úþ Um 400 íbúðir í Reykjavík og nágrenni hitaðar með rafmagni Þrátt fyrir hitaveitu í Reykjavik er alltaf nokkuö um þaö að hús séu upphituð meö rafmagni. Á orkuveitusvæði Rafmagnsveitu Reykja- víkur mun láta nærri að um 400 ibúðir séu hitaðar upp með rafmagni. Orkuveitusvæði Rafmagns- veitu Reykjavikur nær yfir, auk höfuðborgarinnar, Mosfellssveit, Seltjarnarnes, Kópavog og hluta af Garðahreppi Árið 1971 var fjöldi notenda raforku til einhvers konar hitunar 650-700, auk notenda rafhita við iðnað ýmiss konar, en þeir voru 300 talsins eða þar um. Af þeim 650-700 sem nota rafmagn til einhvers konar hitunar, mun láta nærri að um 400 notendur brúki rafmagn til upp- hitunar ibúðarhúsnæðis. Til húshitunar er ýmist hægt að fá næturhitun eða daghitun. Ef næturhitun er valin er raf magnið á á timabilinu frá klukkan 21 að kveldi til 9 að morgni, en er þá rofið. Verð þess konar rafmagnsbrúkunar er 40 aurar á kólóvattsstund. í daghitun er um tvo verðflokka að velja, en verð þess rafmagns sem eftir daghitun fæst fer eftir þvi hvort rafmagnið er rofið einu sinni eða tvisvar á dag. Ef rafmagn er keypt með þvi skilyrði að það sé rofið einu sinni á dag. þó með heimild til að rjúfa það tvisvar, þá tvo tima i senn, er verðá kilóvattastund 89 aurar. Sé hms vegar gengið út frá þvi að rafmagnið sé rofið tvisvar sinn- um tvær stundir á dag reglulega er verðið 64 aurar á kólovatts stund. Verð þetta gildir áður en sölu- skattur leggst ofan á það. Seld orka hjá Rafmagnsveitum Rvikur árið 1971 til húshitunar og iðnaðar var samtals 28,4 miljónir kilóvatta, þar af til húshitunar einnar 18,4 miljónir kilóvatta. —úþ Stormur í vatns- glasi Það er ennþá eitthvað verið að fjasa um landhelgismálið. Þetta landhelgismál, sem i rauninni er svo snilldarlega afgreitt fyrir löngu, þökk sé rikisstjórninni og jafnvel stjórnarandstöðunni fyrstu 8 mánuði þessa árs. Nú eru að- eins eftir framkvæmdaratriði, og það er ástæðulaust að eyða nokkrum verulegum krafti i samningaþjark, enda margt þarfara að gera. Okkar af- staða er ósköp skýr, og það lengsta, sem við getum gengið i samningum, yrði i belgiskra móð. Lægst settu skrifstofu- menn i utanrikis- og sjávarútvegsráðuneytunum gætu auðveldlega annazt þetta, þvi að frá engu þarf að hvika. Eina von brezka útgerðarauðvaldsins er nefni- lega sú, að þeim takist að vinna við samningaborðið það strið, sem þeir eru dæmdir til að tapa á hafinu fyrr eða siðar. En við erum komnir i yfirburða stöðu, sem Spasski hefði varla getað glutrað niður, svo sem sýna má fram á. 1 fyrsta lagi skulum við hugsa okkur, að við hefðum ckki fært landhelgislinuna út, heldur beðið ,,um óákveðinn tima” eins og hægri öflin neinum útaf þessu nema Morgunblaðinu og brezka útgerðarauðvaldinu, en Mbl. túlkar hrinurnar i þessum of- vöxnu múmium með risaletri. Siðan segir Morgunblaðið i leiðara á fimmtudag: ,,Það er svo annað mál, að þetta opinbera rifrildi milli ráðherra um stöðu landhelgis- málsins er afar óheppilegt. Það gefur andstæöingum okk- ar til kynna, að misklið sé á ferðinni innan rikisstjórnar- innar. i þeirri örlagariku deilu, sem við nú stöndum i, getur það haft slæm áhrif á samningsstöðu okkar, ef við- semjendur eru þeirrar skoð- unar, að þjóðareiningin sé að rofna.” Við óbreyttir þegnar erum steinhissa á svona orðafari. Við höfum ekki orðið varir við nokkurt rifrildi um stöðu land- helgismálsins milli ráðherra og stjórnarblaða, né heldur ,,hörð orð”, ,,ögranir” eða „framferði” einstakra ráð- herra. Ef þar örlar á einhverj- um skoðanamun, finnst okkur það þvi likast og þegar bændur og fjármenn ræddu um það, i hvaða viku bezt væri að taka féð á gjöf, byrja að hleypa til eða reka á fjall. Það hefur enginn „geíið andstæðingum okkar til kynna, að misklið sé á ferðinni innan rikisstjórnar- innar” nema Morgunblaðið. GLERBR0T Á HAUG vildu, ellegar eftir einhverri sifrestanlegri maraþonráð- stefnu um hafréttarmál. Þá hefði verið illa komið tslend- ing með allra þjóða kykvendi skrapandi upp leifarnar af þorskinum áreitnislaust. t öðru lagi skulum við lita á þá staðreynd, að nú skrölta engir útlendingar innan 50 milna nema Bretar og kannski taeinir Þjóðverjar, en þeir veiða ekki nema skit úr hnefa, meðan varðskipin angra þá sifellt. Þau mættu reyndar gera meira að þvi að klippa á togvirana, og þetta er engin meining að láta þá ekki taka togara við og við. Áhafnir varðskipanna eru áreiðanlega ekki bangnar við þá tilhugsun. Sendi Bretar herskip á vett- vang, munu þeir veiða enn minna, þvi þá verða þeir að halda sig i hnapp. Friðunin er þvi nær algjör, jafnvel þótt brezka útgerðarauðvaldið þráist við enn um hrið i óþökk alls þorra brezks almennings, Lofum þeim bara að þreyta sig. t þriðja lagi væri það nánast fagnaðarefni, ef Bretar settu á okkur löndunar- og viðskipta- bann. Þeir halda vist, að þeir séu okkur eitthvað ómissandi. En það er nú eitthvað annað. Við getum fengið allar sömu vörur og i Bretlandi jafngóðar og betri viðsvegar um heim. Fiskurinn okkar er hinsvegar vara, sem ekki fæst hvar sem er, en margir vilja kaupa. Auk þess höfum við tapað á verzl- un við Breta undanfarið, Hvaða læti eru þetta svo? Lek reynist lifs vors dugga Raunar eru ekki læti i (Ég veit reyndar ekki með vissu um Alþýðublaðið). Þetta er etv. sú visindalega sagn- fræði hins komandi háskóla, sem Morgunblaðið á að verða að ósk rektors Matthiasar Johannessen, svo sem Kolbeinn rakti i Þjóðviljanum á sunnudaginn. En visinda- lega er sú stofnun þá á stigi þeirra fornfræðinga 19. aldar, sem fundu jarðneskar leifar af söguhetjum i hvaða uppgrón- um öskuhaug, sem kallaður var fornmannshaugur, af þvi þeir vildu finna það og unnu eftir kjörorðinu: ,,Allt er satt, ef það getur verið satt.” Annars var Matthias eink- um að bera Morgunblaðið saman við Neue Zurcher Zeitung, en sá sem dvalið hef- ur nokkur ár i þýzkumælandi landi, verður að kyngja tals- verðum slurk af þjóðar- metnaði við aðra eins til- hugsun. Þvi NZZ er næstum eins heiðarlegt og borgaralegt blað yfirleitt getur orðið, en Mogginn er allri borgarastétt til skammar, jafnvel þeirri islenzku. Það kann ekki einu sinni að blekkja nema ein- faldar sálir. Það mega þó borgaralegir fjölmiðlar eins og NZZ og BBC eiga, að það er dálitil kúnst að sjá gegnum vefinn hjá þeim. — Annars má vel vera, að Mogginn vilji vera gott blaö, eins og börn vilja oft vera góð börn. Hann á bara svo bágt með að stugga frá sér ótuktinne. Aö sögn Það er annars ekki einleikið að stærstu fjölmiðlarnir skuli helzt taka undir rök brezka útgerðarauðvaldsins. 1 frá- sögn af ásiglingu brezka togarans Aldershot á varð- skipið Ægi hafa fréttamenn sjónvarpsins amk. tvivegis sagt. að togarinn hafi bakkað á Ægi ,,að sögn” landhelgis- gæzlunnar. Þarna er möo. verið að gefa þvi undir fótinn, að talsmenn landhelgisgæzl- unnar fari með lygimál. Siðan er tiunduð ýtarlega útgáfa Breta af sögunni, og eitt sinn var sagt, að skipin hefðu ein- faldlega „rekizt saman”. Þetta er nokkuð alvarleg óbein aðdróttun i garð land- helgisgæzlunnar. Hvað veld- ur? Kannski bara það, að frétta- stofa sjónvarpsins vill stund- um sýnast ákaflega hlutlæg og varfærin. Gott og vel. Þá ætti lika að hætta að segja athuga- semdalaust hráar ameriskar Saigonfréttir frá Vietnam, einsog það að Norðurvietnam- ar séu aðalbaráttuaflið gegn Saigonklikunni, en Þjóð- frelsisfylkingin er varla nefnd og þá væntanlega sem auka- aðili. Þessi bullukollalygi heíur dunið yfir okkur látlitið siðan á páskum. Norður- vietnamar eru að visu með nokkrar tugþúsundir her- manna til aðstoðar löndum sinum i suðurhlutanum og mættu vera fleirþen þeir eru ekki nema brot af herstyrk Þjóðfrelsisfylkingarinnar. Og þá ætti Sonja okkar Diego að vara sig á að full- yrða, að stefna Allendes i Chile sé „hvorki fugl né fisk- ur”. Um utanrikismál mun Sonja að visu langskást upplýst af fréttamönnum sjónvarpsins, en hana brestur átakanlega heimspólitiskt skyn til að dæma um svona nokkuð. Tilraun Allendes og Unidad Popular er efalitið hið merkasta i leit að sósialisma, siðan tilraun kommúnista- flokks Tékkóslóvakiu var barin niður af stórveldi árið 1968. En með einni setningu hrapar Sonja niður á stig Þorsteins Thorarensen i Visis- grein sama föstudag, en hann er jú frægur fyrir andúð sina á grundvallarrannsóknum i sagnfræði. Kjarninn i grein Þorsteins ersýnilega úr næstsiðasta hefi DES SPIEGELS, en hann fimbulfambar i kringum þá þokkalegu grein og sleppir einni aöalorsökinni fyrir vöru- skorti i Chile: óhemjulegum vörukaupum, hömstrun auð- manna, svo að búðirnar tæmdust jafnhraðan að ákveðnum vörutegundum. Svona er að vera vægur við auðkýfingana og svipta þá ekki sinu illa fengna fé. Siðan segir Þorsteinn, að þegar allt var komið i óefni, hafi stjórn Allendes ákveðið, að „standa við fyrirheit” sin og gera atlögu að útlenda ránsfjár- magninu. En þetta var reyndar gert fyrir 15 mánuðum, meðan allt lék i lyndi. Það er von, að sumum þyki slæmt að geta ekki ráðsk- azt með sagnfræðina eftir vild. Arni Björnsson. Eyjabakkajökullhefur skriðið um kílómetra Þeir Gunnsteinn Stefáns- son og Völundur Jóhannes- son eru nýkomnir frá mæl- ingum á skriði Eyjabakka- jökuls, en eins og kunnugt er, mun nú vera mánuður síðan jökullinn tók að skríða, og á þessum mánuði hefurhann skriðið um 1 kil- ómetra. Blaðið náði simasambandi við Völund austur á Egilsstaði. Sagð- ist Völundur hafa farið upp að jöklinum fyrir 1/2 mánuði og hefði hann sett merki við jökul- jaðarinn, og nú væri jökullinn kominn 350 metra fram fyrir það merki. Þetta þýðir að jökullinn Frh. á bls. 15

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.