Þjóðviljinn - 25.10.1972, Síða 3

Þjóðviljinn - 25.10.1972, Síða 3
Miðvikudagur 25. október 1972 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Sjóhæfni togarans var með ágætum á heimleið — segir Hans Sigur jónsson, skipst jóri á Vigra RE 71 Ilinn nýi skuttogari Vigri RE 71 siglir inn á innri höfnina I gær. (Ljósm. Þjóðviljinn A.K.) Nýr skuttogari lagðist viö Siðari togari útgerðarfélagsins Ægisgarð í Reykjavíkur- verður afhentur um miðjan höfn i gær og er eign út- gerðarfélagsins ögurvíkur h.f. Ber hann heitið Vigri RE 71 og er annar tveggja togara smíðaður í Póllandi fyrir þetta útgerðarfélag. Er kaupverð skipsins um 130 miljónir kr. með útbún- aði. Margir lögðu leið sína niður á Ægisgarð í gær til þess að fagna komu skips- ins. Fréttamaður frá Þjóðviljanum náði tali af Hans Sigurjónssyni, skipstjóra á togaranum. Kvað hann heimsiglingu hafa gengið vel. Þeir hefðu fengið sæmilegt veður og verið 5 sólarhringa og 6 stundir frá pólskri hafnarborg. Hefði togarinn gengið allt að 14 til 14,5 sjómilur á klst. Likaði skip- stjóra vel sjóhæfni skipsins á þessari heimsiglingu og hefðu öll stjórntæki reynzt i góðu lagi. Hinn nýi skuttogari er 801 tonn að stærð eftir hinni nýju mælingu. Er búið að ráða 24 manna áhöfn á skipið. Skipstjóri verður Hans Sigurjónsson og stýrimenn Eð- vald Eyjólfsson og Gunnar Hall- grimsson. Ekki var búið að ganga frá kjarasamningum fyrir áhöfn- ina við Sjómannafélag Reykja- vikur. Eru engir samningar til fyrir þennan stærðarflokk af skuttogurum, sem eftir gömlu mælingunni væri milli 1000 og 1100 tonna að stærð. Átti að byrja samningsgerð kl. 16 i gær og ástæðulaust að halda annað en þeir gangi eðlilega fram milli SR og útgerðarfélagsins. Togarinn rúmar allt að 320 tonna afla og er hægt að gera að allt að 45 tonna afla i móttökunni að aftan á millidekki. Eru skip- verjar þannig i skjóli fyrir ágjöf við aðgerðina, ef eitthvað er að veðri. Hans var skipstjóri á togar- anum Vikingi frá Akranesi og hefur verið i landi um tveggja mánaða skeið. Við afhendingu togarans úti i Póllandi brann raf- all yfir i vélabúnaði hans og tafði afhendingu togarans um einn mánuð. Skipstjóri var spurður um veiðiútbúnað og kvað hann tog- arann verða með venjulegt troll i fyrstu veiðiferð. Þá kvað hann togarann útbúinn fullkomnustu fiskleitartækjum. Sjö hluthafar eiga útgerðarfé- lagið ögurvik h.f. Þeir eru Hall- dór Þorbergsson, Pétur Gunnars- son, Hans Sigurjónsson, Björn Þórhallsson, Sverrir Hermanns- son, Þórður Hermannsson og Gisli Jón Hermannsson. nóvember að öllu forfallalausu. Heitir hann ögri og verður skip- stjóri á honum Brynjólfur Hall- dórsson. g-m- F alskar ávísanir f yrir 9 miljónir Að kvöldi hins 19. þ.m. fór fram skyndikönnun innstæðulausra tékka á vegum ávlsanaskipta- deildar Seðlabanka tslands. Könnunin náði til innlánsstofnana i Reykjavik, Kópavogi, Hafnar- firði, Keflavik og Selfossi. Fram komu alls 728 tékkar án fullnægjandi innstæöu að fjárhæð samtals kr. 9.677.000.00, sem reyndist vera 1.13% af veltu dags- ins i ávisanaskiptadeild Seðla- bankans. Niðurstöður könnunar þessarar gefa til kynna, að enn er um all- viðtækt tékkamisferli að ræða bæði hjá einstaklingum og fyrir- tækjum, þrátt fyrir aðgerðir undanfarandi ára. Tekið skal fram hér, að nöfn þeirra aðila, sem gefa út tékka án fullnægjandi innstæðu, eru jafn- óðum tilkynnt á milli banka og sparisjóða, og á það jafnt við hvort sem um skyndikönnun eða dagleg afskipti Seðlábankans af innheimtu innstæðulausra tékka er að ræða. Að lokum skal tekið fram, að ástæða virðist vera til þess að hafa skyndikannanir innstæðu- lausra tékka tiðar, en verið hefur á undanförnum árum. Frá fyrirspurnatíma í sameinuðu þingi Allmargar fyrirspurnir voru á dagskrá sameinaðs þings i gær. Þetta var fyrsti fyrirspurnartíminn á þessu þingi og kom í Ijós, að þing- menn hafa varla áttað sig á þvi hve hin nýju þingsköp sniða umræðum um fyrir- spurnir þröngan stakk; fyrirspyrjandi má, samkv. hinum nýju þingsköpum tala tvisvar og ekki tala lengur en i 5 mínútur er hann mælir fyrir fyrir- spurninni. Ráðherra má að jafnaði tala tvisvar í 10 minútur i senn er hann svarar fyrirspurn. Aðrir þingmenn eða ráðherrar mega tala i 2 mínútur í senn. Lánveitingar Húsnæðis- málastofnunar Hannibal Valdimarsson, fél- agsmálaráðherra, svaraði fyrir- spurn frá Jóni Árm. Héðinssyni (A) um lánveitingar Húsnæðis- málastofnunarinnar. Fyrirspurn- in var i 7 liðum og snerti nánast alla þætti i starfsemi stofnunar- innar. Svar ráðherra var þvi yfir- gripsmikið og verður hér aðeins drepið á nokkur atriöi, sem fram komu i svari hans. Spurt var um heildarlánveit- ingar á árinu ’71 og ’72, miðað við 15. okt. hvort ár og hvernig lánin skiptust milli nýbygginga og eldri ibúða. Ráðherra sagði að á árinu ’71 hefðu heildarlán til 15. okt. numið 498 milj. kr. en það sem af er þessu ári væru lánin 538 miljónir. Til nýbygginga á þessum árum hefðu verið lánaðar 902 miljónir, en til kaupa á eldri ibúðum 134 miljónir. Á þessu ári hefðu borizt 1049 umsóknir til nýbygginga. Þar af væru 118 ibúðir sem ættu nú rétt til lána, en 931 ibúð biði af- greiðslu þar sem þær hefðu ekki veriðfokheldará tilskildum tima. Ráðherra sagöi að á timabilinu 1968-71 hefði að meðaltali verið veitt lán til 1160 ibúða og meðal- lánsfjárhæð á þessum árum væri 562 milj. ári. Aætlað væri að veita 680 miljóna kr. lán til 1152 ibúða á yfirstandandi ári. Varðandi horfur næsta ár hefði hagfræðideild Seðlabankans áætlað að 1195 miljónir kr. yrðu til ráðstöfunar hjá Byggingarsjóðn- um á þvi ári. Hafrannsóknir Lúðvik Jósepsson, sjávarút- vegsráðherra, svaraði fyrirspurn frá Eysteini JÓnssyni (F) um hvað liði gerð 3ja ára áætlunar um haf- og fiskirannsóknir, fiski- leit, veiðitilraunir og aðra þjón- ustu við fiskiflotann, eins og gert var ráð fyrir i þingsályktun 5. apr. ’71. Einnig hvenær mætti vænta þess, að áætlun þessi yrði lögð fyrir Alþingi eins og tillagan gerði ráð fyrir. I svari ráðherra kom fram, að forstöðumaður Hafrannsóknar- stofnunarinnar hefði haft þetta mál til meöferðar og i bréfi til ráðuneytisinsheföi komið fram að stofnunin treysti sér ekki til að gera áætlun til svo langs tima, sem tillagan gerði ráð fyrir, stofnunin gerði áætlanir sinar aðeins til eins árs i senn. Verið væri að vinna að áætlun fyrir árið ’73 og yrði hún tilbúin i desember. Lúðvik sagði, að málið yröi tekið upp og kannaðir möguleikar á áætlanagerð lengra fram i tim- Fyrirspyrjandi sagði að hér hefði ekki verið unnið eins og til var ætlazt. Taldi hann það mark- leysu að ekki væri unnt að gera áætlun um rannsóknir þessar til lengri tima. Hvatti hann til þess að málið yrði tekið upp að nýju, og ef þörf krefði yrði öðrum aðil- um en Hafrannsóknarstofnuninni falið þetta verkefni. Rekstur hraðfrystihús- anna. Lúðvik Jósepsson sjávarút- vegsráðherra svaraði fyrirspurn frá Þórarni Þórarinssyni, þess efnis hvort gerð hefði verið athugun og samanburður á rekstri hraðfrystihúsanna með þaö fyrir augum, aö hagnýta reynslu þeirra frystihúsa, sem bezt og hagkvæmast væru rekin. 1 svari ráðherra kom fram, að af hálfu opinberra aðila hefði ekki farið fram athugun sérstaklega með tilliti til hagkvæmari rekst- urs. Hins vegar hefðu sölusam- tökin tvö, Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna og sölusamtök SIS, gert athuganir i þessu skyni og unnið allmikið að þvi að koma á endur- bótum i rekstri húsanna. Ráðherrann taldi að mjög gagnlegt væri ef hægt væri að gera slikar athuganir á vegum opinberra aðila en til þess þyrfti bæði starfslið og fjármagn, eí árangurs ætti að væntá. Ágúst Petersen sýnir í Bogasal A laugardaginn opnaði Agúst Petersen sýningu á málverkum I Bogasal Þjóðminjasafnsins, og stendur hún til 29. okt. Sýndar eru 30 myndir, sem allar eru til sölu og kosta frá 2000 krónum upp 165 þúsund.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.