Þjóðviljinn - 28.11.1972, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 28.11.1972, Blaðsíða 1
Forsœtisráðherra í viðtali við Þjóðviljann: Bretar aldrei fleiri hér en einmitt nú þrátt fyrir áskoranir um að vera fyrir utan meðan viðrœður standa yfir Fréttastofa rikisútvarps- ins — hljóðvarps — sagði í fyrrakvöld að lafði Tweedsmuir hefði sagt í viðtali við fréttamann að ekkert yrði aðhafzt af hálf u landhelgisgæyunnar gegn Bretum meðan viðræður stæðu yfir í Reykjavik. Þessi ummæli lafðinnar leiðrétti forsætisráðherra með yfirlýsingu í siðari fréttum útvarpsins í fyrra- kvöld, sem auðvitað miklu færri heyrðu. Af þessu til- efni ræddi Þjóðviljinn í gærmorgun við Ólaf Jó- hannesson, forsætisráð- herra: Þjóftviljinn: bað var haft eftir lafði Tweedsmuir i útvarpsfrétt- unum i gærkvöldi að brezk skip yrðu látin óáreitt innan 50 milna landhelginnar meðan viðræður stæðu yfir við Breta. Hvað er hæft i bessu? | Foi sætisráðherra: Ég sagði i sið- ari fréttatima útvarpsins i gær- kvöld að það yrði algerlega sömu reglum beitt og áður, án tillits til fyrirhugaðra samningaviðræðna um þetta, enda hefði margoft áð- ur árangurslaust verið skorað á Breta að kalla togara sina út fyrir 50 milna mörkin meðan samn- ingaviðræður færu fram. Um- mæli þau, sem höfð voru eftir lady Tweedsmuir i fréltum væru á algerlegum misskilningi byggð og gætu ekki stuðzt við orð neins islenzks embættismanns, sem hefði haft heimild til að gefa neitt þvilikt i skyn. Það er ekki fótur fyrir þvi að brezku skipin fái að vera i friði meðan viðræðurnar standa yfir. Þjóðviljinn: Forsætisráðherra. Þú hefur sagt áður að það mundi greiða fyrir samningum ef brezku skipin færu út fyrir landhelgis- mörkin meðan á viðræðum stæði. Korsætisráðherra: Já, það hefur margoft verið skorað á þá að taka skipin út fyrir linuna, en þeir hafa svarað með þvi að vera aldrei fjölmennari en einmitt nú. sv. Bjartsýnn i ráðherrabústaðnum er viðræður hófust I gærmorgun: Lafði Tweedsmuir formaður sendinefndar Breta, Einar Ágústsson, utanrikisráðherra' og Lúðvík Jósepsson, sjávarútvegsráðherra. á loðnuvertíð Segir Kristján Ragnarsson, form. L.I.U. Gert er ráð fyrir að loönu- bátar verði fyrr tilbúnir til vciða i vetur og fleiri bátar komi til með að stunda loðnu- veiðar, sagði Kristján Mesta olíumengun í sjó hér á landi — sjá 3. siðu Kagnarsson, formaður L.Í.Ú. i viðtali við Þjóðviljann i gær. i þessari viku fer Eldborgin á loðnuveiðar með flotvörpu og haggst skipstjórinn Gunnar Hermannsson reyna þetta veiðarfæri fyrir norðaustan land. Sjómenn hafa ekki hingað til getað veitt loðnuna að marki á göngu hennar suður með Aust- Frh. á bls. 15 Mlkll) BER Á MILLI í VIÐRÆÐUNUM Fréttastofa Rikisútvarpsins — hljóðvarps — hafði það eftir Einari Ágústssyni utanrikisráðherra i gær- kvöld,að mjög mikið bæri á milli i viðræðunum við Breta. Viðræður hóf- ust i gærmorgun, en var frestað um sexleytið i gær og hefjast viðræður aðila aftur i dag. Gert er ráð fyrir að viðræðunum ljúki i dag. Kurteisis- heimsókn — eða hvað? V-þýzka eftirlitsskipiö Frið- þjóf kom til lands i gær um iniðjan dag og var lóðsað inn á Sundahöfn og bundið þar, en fór aftur kl. (>. Blaðinu tókst ekki að ná tali af hafnarstjóranum, en vakt- hafandi, hafhsögumaður.sagði okkur hins vegar að hann vissi ekki hvert erindi skipið hefði haft að landi hér, þar sem fyr- irmæli lægi frá hafnarstjóran- um i Reykjavik um, að af- greiða hvorki v-þýzk né brezk eftirlitsskip sem hingað kynnu að koma. Þetta er sama skipið og kom inn á Isafjörð fyrir nokkrum dögum og setti þar yfirmenn i land, sem flugu siðan utan. Þjóðviljinn lýsir furðu sinni á þvi, að flaggskip þýzku veiöiþjófanna eigi þess kost að liggja i makindum hér við hafnargarðinn og njóta þjón- ustu islenzkra hafnsögu- manna. Ekki er að efa, að lands- menn hafa almennt skilið til- mæli islenzku rikisstjórnar- innar til hafnarstjórna svo, að flaggskip veiðiþjófanna yrðu aðeins tekin hér að bryggju ef um aivarleg veikindatilvik væri að ræða. En svo er að sjá, sem þessir sjóræningjar eighgreiðari að- gang að islenzkutn'höfnum en skyldi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.