Þjóðviljinn - 28.11.1972, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 28.11.1972, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 28. nóvember 1972 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 ; Það kom greinilega i ljós, i leik Fram og FH s.l. sunnudagskvöld, að ef Fram-liðið fær ekki að leika göngubolta og tefja eins og þvi sýnist, getur liðið ekki svarað, þegar hraðinn er skrúfaður upp. Magnús V. Pétursson dæmdi réttilega töf á Framliðið eftir aðeins 3 minútur af leik, er liðið sýndi engin merki þess að það ætlaði að ógna, aðeins leika hægt og rólega fyrir framan FH- vörnina. Þegar Framarar sáu að þeim leiðst ekki þessi leikleysa og það varð að reyna að svara með hröðum leik, varð heldur fátt um fina drætti hjá liðinu og FH náði um tima yfirburðastöðu, sem það að visu fór illa með, svo sigurinn varð minni en efni stóðu til. En þess verður einnig að geta að Framarar voru mjög óheppnir á stund- um. Og i rauninni jafn óheppnir i þessum leik og þeir voru heppnir i leiknum gegn Val á dögunum. : Vissulega átti þetta ólán, sem elti liðið lengi vel, sina sök a þvi hve FH náði mikilli yfirburðastöðu. En ég er þó ekki viss um að allt það sem leit út fyrir að vera óheppni hafi verið það i raun og veru. Nú þurftu Framarar, eftir að gönguboltinn var tekinn af þeim, að framkvæma ýmsa hluti á meiri hraða og ferð en þeir hafa þurft i meira en eitt ár og liðsmenn voru alls ekki undir slikt búnir. Svo ég álit að sumt hafi verið hrein vangeta, sem leit út sem óheppni. Að sjálfsögðu voru 3 misheppnuð vitaköst i fyrri hálfleik hrein óheppni og höfðu sitt að segja i að draga Framliðið niður. FH beitti mjög miklum hraða á stundum, raunar meiri hraða en liðið ræður við, en þó kom fyrir að það náði að skora stórglæsileg mörk eftir eldsnöggar sóknarlotur. En það kom lika i ljós að liðið dettur mjög mikið niður kafla og kafla i leiknum og það svo, að veikustu lið geta notfært sér það, eins og kom fram i leiknum við KR á dögunum. Viðar Simonarson skoraði fyrsta mark leiksins og gaf FH þar með tóninn sem liðið hélt það sem eftir var, þvi að Fram náði aldrei forustu i leiknum. Aðeins var jafnt 1:1 en siðan ekki söguna meir. FH komst i 3:1 og 4:2, 6:3og 7:4 og þegar 5 minútur voru eftir af fyrri hálfleik var staðan orðin 8:4 FH i vil. I leikhléi var staðan er það skemmtileg tilbreyting frá göngubolta flestra liðanna i 1. deild. Geir, Auðunn, Hjalti og Gunnar Einarsson voru menn dagsins hjá FH og er greinilegt að Auðunn er að komast i sitt fyrra form og er þá um leið orðinn einn okkar beztilinumaður. Manni virðist vörn liðsins ekki jafn sterk og oftast undanfarin ár, hverju sem það er að kenna. En markverzlan er góð hjá liðinu með tvo landsliðsmarkverði innan sinna vébanda. Framarar mega gæta sin verulega, ef dómararnir taka loks uppá þvi að stöðva göngu- boltann, sem þeim ber að gera. Ef svo verður, þá trúi ég vart að Fram verði með i toppbaráttunni i vetur. Ingólfur óskarsson bar af i þessum leik eins og gull af eir. Þeir Sigurbergur og Björgvin komu sæmilega frá leiknum en aðrir áttu vart umtalsverð- an leik. Mörk FH: Geir 6 (2 viti), Auðunn 3, Ólafur 2, Arni 2, Gunnar 2, Viðar 2 og Þórarinn 1 mark. Mörk Fram: Ingólfur 8 (6 víti), Sigurbergur 2, Pétur 2, Sveinn 2, Guðmundur og Björgvin 1 mark hvor. Breiðablik byrjar vel 2. —deildarkeppninni Hún breyttist svo i 11:5 i byrjun siöari hálfleiks og var það mesti munurinn i leikn- um. Það voru einkum þeir Auðunn Óskarsson og Geir Hallsteinsson, sem skoruðu mörkin fyrir FH á þessum tima, og voru þessir tveir raunar beztir FH-liðsins. En þá kom allt i einu einn af þessum slæmu leikköflum FH og Fram tók að saxa á forskot- ið unz það var ekki orðið nema eitt mark, 16:15 þegar 2 min- útur voru til leiksloka. Aftur varð 2ja marka munur 17:15, en Ingólfur Óskarsson, sem bar af i Fram-liðinu, skoraði 16. mark Fram. Þá tóku Framarar að leika maður á mann en réðu ekki við það og Árni Guðjónsson skoraði siö- asta mark leiksins, 18. mark FH. Það er alveg öruggt að FH- liðiö verður með i toppbarátt- unni I vetur, en hvort þvi tekst að komast alveg á toppinn skal ósagt látið. Liðiö beitir hraðanum sem aðalvopni og Eftir leiki FH og Fram og Hauka og KR er staðan i 1,- deildarkeppninni i handknatt- leik þessi: ÍR 2 2 0 0 38:27 4 FH 2 2 0 0 33:29 4 Víkingur 1 10 0 16:15 2 Valur 2 1 0 1 38:29 2 Fram 2 10 1 34:31 2 Haukar 2 1 0 1 36:32 2 Armann 2 0 0 2 23:42 0 KR 3 0 0 3 44:57 0 Breiöablik hlaut sin tvö fyrstu stig i 2.-deildar- keppninni i handknattleik i fyrsta ieik sinum, er það mætti liði Stjörnunnar úr Garðahreppi s.l. sunnudag. Breiðablik sigraði 18:13 i all- skemmtilegum leik. Framan af var leikurinn nokkuð jafn og var staðan i leikhléi 8:8. En er liða tók á siðari hálfleik tóku Breiða- bliksmenn frumkvæðið i leikn um og sigur þeirra varð nokkuð stór eins og að framan Markahæstu leikmenn. Haukur Ottesen KR 17 (3) Gcir Ilallsteinsson FH 13 (2) Bergur Guðnason Val 11 (2) Ólafur Ólafsson Haukum 11 (2) Brynjólfur Markússon 1R 10 (2) Ingólfur Óskarsson Fram 9 (2) Vilhjálmur Sigurgeirsson ÍR 9 (2) Björn Pétursson KR 8 (3) Þóröur Sigurðsson Haukum 8 (2) greinir. Merkja má framfarir á leik beggja liðanna frá þvi i fyrravetur og má einnig telja vist að tilkoma 3. deildar verði til þess, að lið leggi meira á sig i 2. deild til að falla ekki niður. Ekki er sennilegt að þessi lið komi til með að blanda sér i toppbaráttuna i 2. deild. Umsjón Sigurdór Sigurdórsson:

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.