Þjóðviljinn - 28.11.1972, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 28.11.1972, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 28. nóvember 1972 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7. bækur Nú flæða barnabækur sem aðrar bækur -i svo striðum straumum út á markaðinn, að ekkidugarannað en spara málæð- ið um hverja og eina og spyrða fá- einar saman, þvi margar berast sem þyrfti að skrifa um — af einni eða annarri ástæðu, Hér koma fyrstu þrjár bækurnar úr bunkan- um: Kata litla og brúöuvagninn höf.: Jens Sigsgaard myndir: Arne Ungermann þýð.: Stefán Júliusson Bókaútgáfan Björk, 1972. Sagan um Kötu litlu og brúðu- vagn systur hennar er einföld og ósköp indæl saga, snoturlega gerð með einkar fallegum myndum eftir listamanninn Árna Unger- mann. Þýðingin er góð og próf- arkir vel lesnar, ekki nema ein bagaleg villa, þar sem nöfnum systranna er ruglað saman (það er ekkert blaðsiðutal i bókinni, en mér taldist villan vera á bls. 6). Kata litla er lifandi persóna og vel gerð, en heimur hennar er fremur óljós og yfirleitt hefð- bundinn. Á mynd kemur fram, að hún á heima i reisulegu þriggja hæða húsi, fjölskyldan er sæmi- lega stæð. Hún á systur, sem er mjög lik þvi sem eldri systur eru oft og einatt, elskuleg á köflum en duttlungafull á milli og hefur þá gaman af að sýna vald sitt. Vin- urinn Eirikur leikur sér greini- lega við stelpur án þess að gera veður út af þvi, hann á bróður, sem er bilstjóri. Foreldrarnir, hlutverk þeirra og hlutverkaleysi eru með mjög venjubundnum hætti, engin upp- reisn hér né rauðsokkastand. Mamma er heima og mamma er góð, bjargar öllu við, á myndinni er hún með svuntu. Mömmur eru oft með svuntur á myndum i barnabókum. Ég þekki enga konu, sem gengur lýieð svuntu allan daginn.Pabbi kemur aldrei fram sem persóna, ekkert er minnzt á, hvar hann er þegar ósköpin gerast með brúðuvagn- inn, hvað hann gerir á daginn. Og eitt enn i þessum dúr, Eirikur sýnir bangsa sinum i búðar- glugga þar sem eru björn, fill, skip, flugvél og bill , Kata litla lætur Pálu sina dást að brúðum og ljómandi fallegri þvottavél! Hrólfur á Bjarnarey höf.: Peter Dan isafoldarprentsmiðja 1972. 123. bls. Hrólfur er danskur strákur, uppi á vikingaöld, fæddur áður en ísland byggðist, ef marka má ár- töl. Á einum stað i sögunni (bls. 83) spáir gömul kona þvi að Hrólfur eigi eftir að fara til lands langt i norðri, ,,þar sem varla er bjart á veturna og aldrei dimmt á Frá styrktarfélagi vangefinna Gjafir færðar sjóði kvenna i Styrktarfélagi vangefinna á s.l. - ari: Astrid Brekkan kr. 2.000,- Þ. B. kr. 5.000.-, Þ. Ben. kr. 500,- S.Th. kr. 500,-, G.M. kr. 500,-, G.S. kr. 500,- NN kr. 200,- NN kr. 5.000,-, Óskar kr. 10.000,-, Helga Jacobsen kr. 430,-. Konurnar færa gefendum beztu þakkir. Silja Aðalsteinsdóttir skrifar um barnabœkur Hrólfur, Kata og kötturinn sumrin”. Einnig er minnzt á log- andi jörð, svo að hér er að likind- um átt við tsland. En spádómur- inn kemur ekki fram i þessari bók. Sagan er eflaust i aðra röndina hugsuð sem fræðslurit um þetta timabil, lifnaðarhætti fólksins, siði þess og trú. M.a. er löng frá- sögn af ásatrú, tekin beint upp úr Snorra-Eddu (bls. 87-101), um sköpun heimsins, Ask og Emblu, Óðin og aðra æsi. Frásögnin er skemmtileg og fræðandi. sem vonlegt er, en illa við barna hæfi hvað málfar snertir. Annað- hvort hefði þurft skýringar neðanmáls ellegar að segja frá þessu á eðlilegra máli. i sögunni segir frá bræðrunum Hrólfi og Patreki, vikingakon- unginum Birni, föður þeirra, mönnum hans og fjölskyldum þeirra, daglegu lifi þeirra og starfi á dönsku eyjunni Bjarnarey um árið 820. Sagan er ekki við- burðarik, enda sést aftan á kápu, að þetta er bara upphafið á sagnabálki um Hrólf, i næstu bók- um koma væntanlega ævintýrin. Frásögnin er nokkuð yfirlits- kennd, farið heldur hratt yfir og ónógu rými eytt i skýringar á ýmsu, sem börn á okkar dögum vita litið um. Til dæmis liggur ekki i augum uppi, hvernig sú torfa er reist úr velli, sem eið- bræður geta báðir staðið undir, en hefur þó báða enda fasta i jörðu. Hvernig leit afl út, hverning var belgurinn blásinn, hvernig eru rúnir, hvað er bautasteinn, hvar var bæli Ýmis meðan hvorki var til land, sjór eða himinn? Myndir eru engar i bókinni utan eitt landabréf af Bjarnarey, hefði annars verið brýn þörf fyrir myndir til glöggvunar, og mörg um áðurtalinna spurninga mætti svara með teikningum. islendingasögurnar gefa les- anda þá hugmynd, að konur hafi lika verið menn til forna. 1 bók- inni um Hrólf á Bjarnarey er tekið fram (bls. 18), að strákarnir hafi litið gaman af að leika sér við stelpur, og einn kappinn nær sér niðri á skapmikilli eiginkonu sinni með þvi að kaghýða hana i augsýn hvers sem nærri er. Tekið er fram, að áhorfendur hafi skemmt sér prýðilega , og konan þakkar manni sinum lyrir eftir athölnina. segir, að þetta hefði hann átt að gera fyrir löngu (bls. 64-65). Gunnar á Hliðarenda gaf að visu Hallgerði, konu sinni, kinnhest, en hún þakkaði fyrir sig með öðrum ha>tti. Málfar á bókinni er yfirleitt gott en nokkuð fyrnt sums staðar. Of margar prentvillur eru i bók- inni. Þýðanda er ekki getið, það er ósiður, sem gerir sitt til að skipa barnabókum i hóp óvand- aðra afþreyingarbóka. Kötturinn meö höttinn kemur aftur liijf.: I)r. Seuss, þýð.: l.oftur Guðmundsson. Örn og Örlvgur, 1972, 63 bls. Þá er hann kominn aftur kött- urinn með höttinn röndótta, betur gerður af hálfu þýðanda en i fyrra og sjálfsagt til meira gagns fyrir byrjendur i lestri, þvi þarna fer allt stafrófið á kreik i kattaliki. Systkinin, sem verða enn fyrir barðinu á kettinum, eru alveg jafn umvöndunarsöm og borg- araleg og i fyrra, fá áfall við hvað litið sem út af ber, og kötturinn er jafnstriðinn. En stundum gæti fullorðnum fundizt hugmyndaflug dr. Seuss ganga út i öfgar, og þótt svipbrigðin á persónunum séu oft bráðskemmtileg, eru myndirnar helzt til subbulega gerðar fyrir minn smekk. En letrið er stór og gott fyrir nýliða. Silja Aðalsteinsdóttir. „SKAUTASKUTA” ÁRAUÐAYATNI Þcir voru með þetta skemmtilega farartæki uppá Kauðavatni á dögun- um og rcnndu sér þar eftir gljáandi ísnum á miklum hraða, hring eftir hring og sigldu vel á þessari skautaskútu. (Ljósm. —S.dór) M|bún/\ðarbankinn Annar stærsti viðskiptabanki á íslandi veitir alla innlenda bankaþjónustu: SP ARI-INNLAN LAUN AREIKNING AR VELTI-INNLÁN GÍRÓ-ÞJÓNUSTA Varanleg innlánsviðskipti opna leiðina til lánsviðskipta ÚTLÁN INNHEIAATA víxla og verðbréfa GEYMSLUHÓLF NÆTURHÓLF SPARIBAUKAR BUNAÐARBANKI ÍSLANDS 5 útibú i Reykjavik 12 afgreiðslur úti á landi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.