Þjóðviljinn - 28.11.1972, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 28.11.1972, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 28. nóvember 1972 þjöÐVILJINN — SIÐAl 13. 43 Alistair Mair: Það var sumar í flæðiengið, reist skýlin fyrir laugardagsveiðina. A heimleið- inni kom hann við á lækningastof- unni og fann skýrsluna i póstin- um. Og i henni var ekkert sér- stakt sem vakti kviða. Hemóglóbinið var i minna lagi eins og hann hafði átt von á. Ög sökkið var óeðlilega hátt. Að öðru leyti virtist ástandið nokkurn veginn eðlilegt. Hann kveikti sér i sigarettu og tyllti sér niður til að athuga skýrsluna nánar. Þarna var um smávægileg frávik að ræða, ekk- ert afgerandi. En hugboð hans sem læknis sagði honum ótvirætt að þarna væri eitthvað alvarlegt að. Hann reis upp úr stólnum. Hann leit á úrið sitt. Klukkan var fjögur. Hann gæti farið á Kastala- hótelið til hennar. Hann var næstum staðráðinn i að fara. En um leið gerði hann ser ljóst, að óvænt koma hans myndi vekja kviða hennar. Hún fengi áhyggjur, vegna þess að hún myndi gizka á að hann hefði áhyggjur. Hún var enginn kjáni. Enda gat hann ekkert gert. Næsta skrefið var sjúkrahúsrannsókn, röntgenmyndir, efnagreining blóðs og ýmislegt annað sem sveitalækni án sjúkrahússeðstöðu var meinað að fást við. Hann bölvaði lágt og setti skýrsluna i veski sitt. Ef hlutverk hanshéðanaf yrði vikapiltsins, þá gæti hann eins vel gegnt þvi á laugardagsmorguninn, eftir komu hennar, eins og núna, siðdegis á þeim degi sem honum var ætlaður sem fridagur. En þetta angraði hann fram eftir kvöldinu. Hann fór i tvær vitjanir eftir kvöldverðinn, leitaði siðan á náðir njósnarasögu sem Simon hafði keypt. Elisabet brosti i kampinn þegar hún kom inn. — Ja , hérna, sagði hún, — það er gaman að þú skulir ennþá geta komið mér á óvart. Ég hef ekki séð þig lesa svona bók árum saman. —- Það er einn liðurinn i nýja lifinu, sagði Peter, — leyfðu mér að lesa hana i friði. Hann var kominn á blaðsiðu hundrað og fimmtiu og kominn á kaf i flækjur sögunnar, þegar siminn hringdi. Elisabet lagði frá sér bréfið sem hún var að skrifa. — Ég skal svara, sagði hún. Hann starði á siðuna án þess að lesa orð þangað til hún kom til baka — Það er ekki vitjun, sagði hún. — Það er spurt um þig . Ungfrú Fenwick. — Ungfrú Fenwick? Hann reis upp i flýti. — Þú þarft ekki að hlaupa, sagði Elisabet. — Það er innan- bæjar. Hann gekk hratt, en gaf sér samt tima til að loka stofu- dyrunum áður en hann tók upp tólið. — Halló! — Halló, sagði hún. — Þetta er Anna Fenwik. Rödd hennar var lægri i sim- ann, dálitið hás. Hún var undar- lega náin svona nærri eyra hans — Já? — Það er ekkert áriðandi, sagði hún. — En mér fannst samt rétt að hringja til yðar. Það hefur ýmislegt gerzt þessa siðustu daga og ég vildi láta yður vita af þvi. — Fyrst vil ég fá að vita hvern- ig systur yðar liður? sagði Peter. — Ágætlega að þvi er virðist, sagði Anna. — Það hefur ekkert oröið að henni siðan þér lituð á hana. En ég veit að þér áttuð von á henni á stofuna á morgun og ég hringdi til að láta yður vita að hún er farin aftur til Glasgow. — Farin? Þennan möguleika hafði hann alls ekki ihugað. — Já, nú i kvöld.Þau eru búin að skoða húsið hans félaga yðar, Robin svipaðist vandlega um og þau virðast helzt á þvi, að þetta sé eftir þeirra höfði. Og nú þarf aðeins að semja um verðið við lögfræðinginn og það er eins vel hægt að gera i Glasgow. Það var ástæðulaust fyrir þau að dveljast hér lengur. — Ég skil. —- Þaðeina sem var ófrágengið var blóðrannsóknin og ég lofaði að hringja til yðar, gefa yður heimilisfang þeirra og biðja yður að láta þau vita, ef eitthvað væri ekki eins og það ætti að vera. — Ég er búinn að fá niðurstöðu rannsóknarinnar, sagði Peter. — Hún kom i dag. — Jæja? Þeim mun betra. Þá getið þér sagt mér frá henni núna. Var allt i lagi? — Að mestu leyti, sagði Peter varfærnislega. — Hún er að visu blóðlitil- — Og þér áttuð von á þvi. — Satt er það. — En engin merki um ... það sem ég minntist á: — Engin. — Jæja... Hann heyrði að hún varp öndinni léltar — Ég get aðeins sagt að við erum yður mjög þakklát. — En það er eitt sem enn hefur ekki fengizt skýring á, sagðiPeter. — Þessi stækkaði’eit- ill. — Tja, við höfum talað saman umþað. Hún segir að þetta hafi verið svona i marga mánuði. Hún vill helzt láta þetta allt eiga sig þangað til þau flytja hingað, og láta yður þá um að géra þær ráð- stafanir sem yður finnst ástæða til. — En hvenær verður það? — Ef þau fá húsið, þá getur það oröið eftir sex vikur. Eða seinna. Þegar málararnir eru búnir með sitt verk. Þau vilja gjarnan geta flutt fyrir jól. — Það er of löng bið. Brúðkaup Laugardaginn 14. okt. voru gefin saman I liáteigskirkju, af séra Óskari J. Þorlákssyni, ungfrú Sigur- björg Þorsteinsdóttir og hr. Jóhannes H. Ragnarsson, ungfrú Viiborg Þorsteinsdóttir og hr. Jóhannes Eggertsson, ungfrú Svanhildur Svansdóttir og hr. Svanur Þorsteinsson, ungfrú Jónína Þorsteinsdóttir og hr. Guðjón Þorbergsson. (Ljósmyndastofa Þóris). ÞRIÐJUDAGUR 28. nóvember 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10 Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00 Morgunbæn kl. 7.45. Morg- unleikfimi kl. 7.50. Morgun- stund barnanna kl. 8.45: Arnhildur Jónsdóttir byrjar að lesa söguna um „Fjár- sjóðinn i Árbakkakastala” eftir Eilis Dillon i þýðingu Jóns G. Sveinssonar. Til- kynningar kl. 9.30. Þing- fréttir kl. 9.45. Létt lög á milli liða. Við sjóinn kl. 10.25: Frá Fiskmati rikis- ins. Morgunpopp kl. 10.40: Dr. Hook and the Medicine Show leitfa og syngja. Frétt- ir kl. 11.00. Hljómplöturabb (endurt. þáttur Þ.H.) 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Eftir hádegið. Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. 14.15 Fræðsluþáttur um al- mannatryggingar ■ Fjallað um ellilifeyri (endurt.) 14.30 Bjallan hringir. Niundi þáttur um skyldunámsstig- ið, verklegar greinar. Um- sjón hafa Þórunn Friöriks- dóttir, Steinunn Harðardótt- ir og Valgerður Jónsdóttir. 15.00 Miðdegistónleikar: Rudolf Serkin og Sinfóniu- hljómsveitin i Filadelfiu leika Búrlesku i d-moll fyrir pianó og hljómsveit eftir Richard Strauss, Ormandi stj. Licia Albanese sópran- söngkona og sellósveit flytja „Bachianas Brasileiras” nr. 5 eftir Villa-Lobos, Stokowski stj. Werner Haas leikur á pianó ,,Við gröf Couperins” eftir Ravel. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. 16.25 Popphornið- Þorsteinn Sivertssen kynnir. 17.10 Framburðarkennsla i þýzku, spænsku og esperanto. 17.40 Útvarpssaga barnanna: „Sagan hans Hjalta litla” eftir Stefán Jónsson. Gisli Halldórsson leikari les (16). 18.00 Létt lög. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöidsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Frcttaspegill. 19.35 Umhverfismál- 19.50 Barniö og samfélagið Gyða Ragnarsdóttir talar um leiki barna. 20.00 Lög unga fóIksins.Sig- urður Garðarsson kynnir. 20.50 íþróttir. Jón Asgeirsson sér um þáttinn. 21.10 A bókamarkaðinum Andrés Björnsson útvarps- stjóri sér um kynningu á nýjum bókum. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Rannsókn- ir og fræðiJón Hnefill Aðal- steinsson fil.lic. talar við dr. Bjarna Einarsson um Egils sögu. 22.35 Harmonikulög, Reynir Jónasson leikur nokkur af vinsælum lögum siðustu ára. 23.00 A hljóðbergi.Kæra Kon- stanze. Heinrich Schweiger les úr bréfum Mozarts. 23.40 Fréttir i suttu máli. Dagskrárlok. Þriöjudagur 28. nóvember 1972 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.35 Ashton-fjölskyIdan. Brezkur framhaldsmynda- flokkur 31. þáttur. Ilvar er mamma? Þýðandi Heba Júliusdóttir. Efni 30. þáttar: Porter-hjónin koma til að dveljast um jólin hjá tengdafólki sinu. Frú Porter er leiðinlegri en nokkru sinni fyrr. Hún stelur bréfi til Margrétar, sem Michael hefur skrifað, og kemst þannig að leyndarmáli þeirra. Maður hennar sér að hætta er á ferðum og neyðir hana til að láta sem ekkert sé. Davið Ashton eyðir jólunum i London hjá vin- konu sinni, en Sheila er ein heima og unir illa hag sinum. A jóladag drekkur hún sig ofurölvi. Colin kemur i heimsókn og hún tekur honum bliðlega, en hann forðar sér út og vill ekki notfæra sér ástandið. 21.50 Vinnan. Fjallað er um Alþýðusamband Islands, hlutverk þess og stefnu og rætt við forystumenn sam- takanna og fólk á ýmsum vinnustöðum. Umsjónar- maður Baldur Öskarsson. 21.30 Tónleikar i sjónvarpssal. Sandra Wilkes og Neil Jenkins syngja létt lög. Ólafur Vignir Albertsson leikur með á pianó. 22.35 Dagskrárlok. m ht M INDVERSK UNDRAVERÖLD > Nýjar vörur komnar. Vorum að taka upp mjög mikið úrval af sérkennilegum austurlenzkum skraut- munum til tækifærisgjafa. Mabgs konar indverskur fatnaður; blússur, kjólar, mussur, kirtlar og fleira. Einnig Thai- silki i samkvæmiskjóla. Margar nýjar gerðir af reykelsi og reykelsis- kerjum. JASMIN, við lllemmtorg. tsitB) mmmttttB —------------------------------1 Auglýsingasími ÞjÖÐVELjANS er 17500 MÚÐVIUINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.