Þjóðviljinn - 28.11.1972, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 28.11.1972, Blaðsíða 2
2.SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 28. nóvember 1972 Sigurftur K (íuðmundsson Húsnœðismála- stjómarlán i svonefndu Ölafskveri er minnzt á afnám vísitölu af húsnæðisstjórnarmálalán- um. Hvað líður því máli? Sigurður E. Guðmundsson framkvæmdastjóri Húsnæðis- málastofnunarinnar sagði, að málin stæðu nú þannig að búið væri að setja þak á visitöluna og lög um það hvernig hún ætti að virka. G.runnvextir verða 4,5% á 26 ára lán, sem greiðist með 25 jöfn- um ársgreiðslum. Visitalan má virka til hækkun- ar á hverja ársgreiðslu, en þó ekki meir en svo, að svari til 7 3/4 % meðaltalsvaxta allt lánstima- bilið. Um eldri lán, sem eru til 15 ára, gildir það sama. —úþ. Konum stórfjölgar í flugher USA WASHINGTON 22/11 — Fjöldi kvenna i bandariska flughernum verður þrefaldaður á næstu fimm árum, að þvi er tilkynnt var i aðalstöðvum hersins i dag. Verður konum fjölgað i öllum störfum flughersins nema i orustuflugi. Hinn 1. janúar verður konum opnuð leið i ýmis þau störf sem karlmenn gegndu eingöngu áður. T.d. verður þeim leyft að fást við flugvélaviðgerðir, byssusmiði og eldflaugasmiði. Um 14000 konur munu nú vera i þjónustu flughersins, en árið 1978 er gert ráð fyrir að þær verði orðnar um 44000. Emkastiícfe- menn náðaðir Washington 23/n. Bandariski flugherinn hefur visað á bug ákæru sem ungur flugliösforingi lagði fram gegn John Lavelle hershöföingja og 23 öðrum flug- foringjum fyrir að gera loftárásir á Norður-Vietnam án heimildar. I ákæruskjalinu var þess kraf- izt, að hinum ák'ærðu yrði stefnt fyrir herrétt, en yfirstjórn flug- hersins hefur breitt náð sina yfir hina vigreifu flugforingja. Liðsforinginn, sem lagði fram ákæruna, heitir Lonnie Franks og er 23 ára gamall. Það var einnig hann sem sendi upplýsingar um þennan „einkahernað” til að Frh. á bls. 15 Þú var þetta verðmesti fiskur á Íslandí. En nú koma engin vorhlaup lengur fyrir austan Einn þeirra sem er aö læra frekari meðferö á saltfiski á námskeiöi Fiskmats ríkisins er Sigurjón Ingvarsson frá Neskaupstað. Við rædd- um við hann um saltfisk, fiskvinnslu og fiskveiðar fyrir austanv - Það er töluverð saltfisk- verkun á Neskaupstað og hefur farið vaxandi tvö s.l. sumur. Svo heyrir söltun á ufsa reyndar undir saltfisk- verkun, en ufsinn er unninn i niðursuðuverksmiðjunni, sem er búin aö starfa i kringum tvö ár. Fæst ufsinn alltaf jafnt og þétt? - Það er hægt að geyma hráefnið saltað. Ufsi sem veiðist að sumri og hausti til er tekinn til niðursuðu að vetrinum þegar önnur atvinna er ekki fyrir hendi. - Hverjir verka saltfisk nú? - Það er Sildarvinnslan h.f. og Naustaver, það fyrirtæki eiga menn sem áður stunduðu sildarsöltun. Þeir verka eink- um fisk sem smærri bátar og trillur veiða, en smábátaút- gerð hefur aukizt talsvert siðustu árin. — Ekki eru þeir að veiðum núna á haustmánuðum? — Nei, þeir eru hættir. Þeir byrja aftur þegar fiskur gengur, en hann gengur nú yfirleitt orðið seint. Hér áður fyrr var uppistaða austfirzkra sjávarplássa svokölluð vorhlaup, stórfiskur sem kom af hrygningarsvæðunum fyrir Suðurlandi. Það leyndi sér ekki hvaðan hann kom, þvi að á honum voru netaför eftir þorskanet, en þá stunduðu bátar ekki netaveiðar austar en viö Vestmannaeyjar. Hann kom þarna, nýbúinn að hrygna, glorhungraður og fór nokkuð hratt austur með en misjafnlega grunnt með fjörðunum frá ári til árs. Þeir voru orðnir nokkuð slyngir að fylgja honum eftir, allt þangað til hann stakk af út i Norður- Atlanzhafið og austur á bóginn. — Er þetta ferðalag búið núna? — Það er það sem ég vil fá fiskifræðingana til að athuga: Hvað verður af fiskinum þegar hann er búinn að hrygna, hvernig hann gengur og hvort það er hægt að veiða hann. Þeim tókst, austfirzku sjómönnunum og útgerðar- mönnunum, að gera þennan fisk að ágætri vöru með sinni ágætu framleiðslu á saltfiski, sem var sendur til Spánar og var verðmesti fiskur á Islandi þá. Núna þekkjast þessi vorhlaup ekki. Ég stóð upp á Farmanna- og fiskimanna- þinginu i haust og lagði þessa spurningu fyrir Ingvar Hallgrimsson, sem ég tel mjög mætan mann i sinu starfi. Hann sagðist ekki geta svarað Sigurjón Ingvarsson Rastt við Sigurjón Ingvarsson frá Neskaupstað þessu þvi að þeir fylgdust ekki með með hvað yrði af þeim fiski sem búinn væri að hrygna. Ég tel að slik rannsókn yrði mikils virði. — Hvernig er þá fiskilagið siðustu árin? — Það er mikið meir um smærri fisk. Eins er horfið svo kallað haustfiskiri, en það var lika stór fiskur, sem var að koma aftur til hrygningar. Við byrjuðum þá að fiska úti á Gléttinganesflaki. Þar var eins og hann stöðvaðist nokkra stund, svona þrjár til fjórar vikur. Þetta var mjög fallegur fiskur, spikfeitur og vall innan úr honum lifrin. Þetta var mjög falleg vara, en vand- meðfarnari, vegna þess hve hann var feitur. Þennan fisk var hægt að veiða fram i nóvember á þeim slóðum sem við kölluðum gullkistuna. — Er þetta bara kropp i dag? — Nú er fiskað mikið meir nær landi, og mikið meir af smærri fiski — oft góður afli. Þó verður að segjast, að i sumar var ekki eins góður afli og hefur verið undanfarin sumur. — Nú ert þú ekki búinn að vera lengi á þessu námskeiði — hefurðu lært eitthvað nýtt? — Já, ég tel mig hafa all- mikla þjálfun i saltfiskfram- leiðslu, þvi ég var alinn upp við þetta. Þá voru að visu aðrar aðstæður þvi að þá voru framleiðendurnir smærri út- vegsbændur, sem hirtu sinn afla hver og einn. Ég hef mikið lært hér og þetta eru sérlega ágætir menn sem hér segja okkur til. Eina sem ég hef orðið fyrir vonbrigðum með er hráefnið, sem við erum hér að eiga við, það er ekki gott. Ég hefði varla trúað þvi að það gæti verið svona vont. — Af hverju stafar það? — Framleiðslan er bara á niðurleið hjá okkur, við erum að dragast aftur úr i stað þess að við vorum i fararbroddi á þessu sviði. sj Vilja hækka daggjöld- in á vist- heiimlum borgar. innar Borgarráð hefur samþykkt tiiiögu félagsmálastjóra Reykja- vikur um hækkun daggjalda á vistheimilum borgarinnar fyrir börn. Hér er ekki um dagvistunar- stofnanir að ræða, heldur þau sólarhringsheimili, sem borgin rekur fyrir börn, þ.e. þrjú fjöl- skylduheimili, vöggustofu Thorvaldsensfélagsins og vist- heimilið við Dalbraut. Daggjöld á þessum heimilum hafa verið óbreytt i mörg ár og i fyrra samþykkti borgarráð lika samhljóða að hækka þau, en var ekki veitt leyfi til þess vegna verðstöðvunarinnar. Daggjöldin eru innheimt frá tveim aðilum að þvi er Sveinn Ragnarsson félagsmálastjóri sagði Þjóðviljanum, aðstandend- um barnanna og Félagsmála- stofnun borgarinnar, þannig að i rauninni er hér að hluta um að ræða tilfærsiu á peningum, sem koma þá til styrktar heimilunum, svo þau verða ekki rekin með alveg eins miklu halla. Raunverulegur kostnaður við heimilin hefur verið um 700 krónur á dag á barn, en daggjöldin hafa verið 110 kr. Þegar barn er tekið á eitthvert þessara heimila fær heimilið meðlagið með barninu og Félags- málastofnunin greiðir svo það sem á vantar. Lagt var til að gjöldin hækkuðu i 200 kr. á dag og það samþykkti borgarráð, en siðan verður leitað staðfestingar verðlagsyfirvalda. Ráðskonuvandi á Kirkjubæjar- klaustri: Hver á að greiða kaupið? KIRKJUBÆJARKLAUSTRI. Ráðskona við heimavistarskól- ann á Kirkjubæjarklaustri hefur ekki fengið kaup sitt greitt i 2 1/2 mánuð og virðist enginn vita hvert kaup hennar skuli vera. Hefur hún nú sagt upp störfum — kannski fer það svo að það verður að loka skólanum innan skamms, sagði Jón Hjartarson skólastjóri i stuttu spjalli um þetta mál I gær. Svo virðist sem það vanti samningsaðila fyrir starfsfólk i mötuneytum skóla og hefur málið einhversstaðar týnzt á leiðinni milli ASÍ og menntamálaráðu- neytis. Þá hefur það verið venja, að laun ráðskvenna við heima- vistarskóla eru greidd beint af rikinu, en nú er uppi orðrómur um að þessum greiðslum eigi að koma yfir á sveitarfélög. Starfs- stúlkur i mötuneyti þar eystra hafa fengið laun úr sveitarsjóði sem fyrr, en samt er enn ekki vitað hve hátt það eiginlega á að vera — er enn greitt eftir þvi sem i fyrra gilti. 115 nemendur eru við heima- vistarskólann á Klaustri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.