Þjóðviljinn - 28.11.1972, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 28.11.1972, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriftjudagur 28. nóvember 1972 Víkingur kœru- meistari Vikingur varð Reykjavikur- meistari i mfl. karla með einstæðum glæsibrag. Liðið kærði, eins og kunnugt er, leikinn við 1R, sem endaði með jafntefli og var kæra Vikings tekin fyrir hjá dómstól KRR sl. laugardag og leikurinn við IR dæmdur Vikingum unninn. Þar með var Vikingur Reykjavikur- meistari og er orðið langt sið- an.'ef það hefur þá nokkru sinni gerzt, að, lið vinni Reykjavikurmót mfl. karla svona glæsilega. Ekki er talið liklegt að IR láti málið halda áfram til dómstóls HSI, en það er vana- legur gangur i svona málum. Þetta mál skiptir IR raunar engu máli svo mjög er ótrúlegt að nokkuð meira verði gert. Haukur, sem báru af, einkum Haukur sem er að komast i hóp okkar beztu handknatt- leiksmanna. Björn Blöndal er sterkur leikmaður, en hann er á stundum of skotbráður og metur þá gjarnan ekki stöðuna rétt. „Svona eiga sýslu- menn að vera Það er ekki svo oft að ástæða er til að hrósa islenzkum handknattleiks- dómurum, að það sé ekki gert þegar þeir eiga það skilið. Magnús V. Pétursson tók á sig rögg og dæmdi töf á Fram- liðið i leiknum gegn FH sl. sunnudagskvöld strax eftir 3 minútur af leik, þegar Framarar höfðu leikið án þess að ógna nokkurn skapaðan hlut i einar 2 minútur. Þetta varð til þess að Framarar reyndu ekki aftur að tefja, Ef dómarar gera þetta nokkrum sinnum við ..gönguhandboltaliðin’’ eins og þau lið eru nú kölluð sem reyna að halda boltanum eins lengi og hægt er, þá hættir þessi leikleysa að sjást og handknattleikurinn hjá okkur ris þá úr þeim rústum sem hann virðist vera.-kominn i með þessum gönguhandknatt- leik sem nokkur lið\hafa inn- leitt. — S.dór. Miirk Ilauka: Ólafur 6, Þórður 5, Guðmundur 3, Stefán 2 Svavar 2, Elias, Sturla og Sigurður 1 mark hver IVIörk KR: Haukur 6, Björn P. 5, Björn B. 2, Steinar 2, Karl Jóhannsson 1 mark. Jafn- tefli og sigur l.-deildarlið Vals i hand- knattleik fór til Akureyrar um siðustu helgi og lék þar tvo gestaleiki við KA og Þór. Svo fóru leikar að Valur og KA gerðu jafntefli 19:19 i fyrri leiknum.cn siðan sigraði Valur Þór 25: 19. Ekki var fullt lið hjá Val og má nefna að Bergur Guðnason lék ekki með i þessum ieikjum og Olafur Jónsson var ekki með i fyrri leiknum, en kom inná á móti Þór. Sögðu Valsmenn að mjög miklar framfarir hefðu átt sér stað i handknattleiknum á Akureyri og mættu þau lið sem sigurstranglegust hcfðu verið talin i 2. deild, eins og til að mynda Þróttur, sannarlega vara sig á Norðanmönnum. Töldu Valsmenn Þór vera með sterkara lið þrátt fyrir að KA næði jafntefli við Val, cn Vals- menn sögðust hafa gert margskonar tilraunir i þeim leik. Haukarnir minnkuðu bilið niður i 1 mark fyrir leikhlé, 11:10. Haukarnir jöfnuðu 11:11 i byrjun siðari hálfleiks,en KR komst tvivegis yfir 12:11 og 13:12. Þá var það að Haukarnir skoruðu 7 mörk i röð án þess að KR tækist að svara fyrir sig og var staðan orðin 19:13 Haukum i vil þegar um 10 minútur voru eftir af leik. Þá var ólafur Ólafsson hvildur, bezti maður Haukaliðsins, sá er stjórnar öllu spili auk þess að skora mikið af mörkum. Um leið og Ólafur var kominn á bekkinn, datt leikur Haukaliðsins mikið niður og KR-ingar skoruðu 3 mörk i röð, staðan 19:16 Haukum i vil.'Þá kom Ólafur inná aftur og tvö siðustu mörk leiksins skoruðu Haukar þannig að sigur þeirra varð uppá 5 mörk 21:16. Þarna náðu Haukarnir i afar dýrmæt stig og það frá einum höfuðandstæðingi sinum i fallbaráttunni. Annar er alls ekki vist að Haukarnir verði þátttakendur i þeirri baráttu. Merkja má framfarir i leik liðsins með hverjum leik og ef svo heldur sem horfir,má allt eins gera ráð fyrir að Haukarnir verði komnir með þokkalegt lið innan tiðar. Þeir ólafur og Þórður Sigurðsson voru menn dagsins hjá Hauk- um og skoruðu megnið af mörkum liðsins og voru aðal- menn þess bæði i vörn og sókn. Stefán Jónsson er varla kom- inn enn i sitt gamla form, en það liður senn að þvi og þá ínunar um minna. Guðmund- ur Haraldsson, ungur og efni- legur leikmaður, lætur æ meira að sér kveða i Hauka- liðinu og markverðirnir báðir, Sigurgeir og Gunnar, standa fyrir sinu. Hjá KR voru það þeir Ottesen frændur, Björn og Keykjavikurmeistarar Vals I mfl. kvenna. Mun þetta vera i 9. sinn á 10 árum sem Valur verður Reykjavikurmeistari. Þá má og geta þess, að Valur er i úrslitum i kvennaflokki I öllum aidursflokkum i RVK-mótinu. Heldur þykir mönnum útlitið dökkt hjá KR-lið- inu, eftir 3 tapleiki í röð i l.-deildarkeppninni og tveiraf þessum leikjum eru gegn liðum, sem talið er að berjast munu um fallíð við KR, IR og Hauka. Nú síöast tapaði KR fyrir Haukum 16:21 á sunnudaginn var og það sem meira er, KR hafði leikinn algerlega í hendisérlengi velog var komið með 4ra marka forskot en missti það nið- ur í þetta stóra tap. Það er vissulega margt að hjá KR-liðinu, en ekkert þó eins og úthaldsleysi leikmanna, eða hvaða önnur skýring er til á því aö liðið nær oftast betri stöðu framan af leik, en missir svo allt niður i síðari hálfleik? Að vísu eru flestir leikmennirnir ungirog hafa ekki mikla leikreynslu, en það er þó tæplega skýringin á því hve langt niður liðið dettur oftast i síðari hálf leiknum. F’raman af leiknum hélzt hann nokkuð jafn. Haukar komust i 2:3 og 4:4, en þá náði KR yfirhöndinni og komst i 7:5, 8:6 og 10:6, þegar um það bil 20 minútur voru liðnar af fyrri hálfleik. Sannast sagna hélt maður, að þar með hefði KR gert út um leikinn og að Haukum myndl ekki takast að brúa þetta bil, enda var leikur liðs- ins ekki þesslegur,meðan KR var að auka forskot sitt. En þá var eins og allur vind- ur væri úr KR-liðinu og

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.