Þjóðviljinn - 28.11.1972, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 28.11.1972, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 28. nóvember 1972 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Auk tillagna sem undirbúnar voru af starfsnefnd- um ASÍ-þingsins og samþyktar sem ályktanir þess, kom fram á þinginu fjöldi tillagna, sem fluttar voru af einum eða fleiri þingfulltrúum. Tillögur þessar fóru til nefnda sem ýmist mæltu með sam- þykkt þeirra óbreyttum eða gerðu við þær minni- háttar breytingar. Hér fara á eftir nokkrar þeirra samþykkta sem bornar voru fram af þingfulltrúunum og kjara- og atvinnumálanefnd mælti með að yrðu samþykktar. Samhengi kaupmátt- ar og iðnþróunar 32. þing ASl gerir sér ljóst, að til þess að kaupmáttur launa haldist og atvinnuöryggi allra launþega verði tryggt til fram- búðar, er endurreisn atvinnu- veganna höfuðnauðsyn. Þingið gerir sér einnig ljóst, að verkalýðshreyfingin verður að beita öllum samtakamætti sinum til þess að svo megi verða. Þess vegna fagnar þingið þeim stórhuga áætlunum sem hafa verið kynntar um framtiðarupp- byggingu iðnaðarframleiðslu i landinu i eigu og undir stjórn landsmanna sjálfra. Það, að vel takist til um höfuð- atriði i uppbyggingu islenzks at- vinnulifs, er frumskilyrði þess, að tryggður verði kaupmáttur launa, þannig að laun óbreytts verkamanns verði mann- sæmandi, og það einnig að tryggt verði efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. m Launakjör og aðbúö togarasjómanna 32. þing ASl lýsir yfir eindregn- um stuðningi við baráttu sjó- mannasamtakanna, sem nú stendur yfir, fyrir bættum kjörum háseta á togurum og telur að launakjör og aðbúð togarasjó- manna verði að stórbæta, svo sjó- menn fáist yfirleitt til að starfa á þessum mikilvægu framleiðslu- tækjum, sem togararnir eru og hljóta að verða framvegis. Jafnframt telur þingið — sem nú fagnar hinum mikla áfanga, sem náðst hefir með styttingu vinnuvikunnar i 40 klst. — óhjákvæmilegt að lögfestur verði nauðsynlegur lágmarkshvildar- timi á sólarhring fyrir alla sjó- menn og þeim jafnframt tryggð nauðsynleg fri frá störfum á þann hátt er samrýmist starfsaðstöðu þeirra og atvinnuháttum. Þá leggur þingið höfuðáherzlu á, að lögin um hvildartima á togurum verði látin gilda á öllum togskipum, sem eru 300 rúmlestir og stærri og að um það verði sett ótviræð lagaákvæði, ef nauðsyn krefur. Þingið skorar á Alþingi að sam- þykkja framkomið stjórnarfrum- varp um breytingu á lögum um orlof, sem nú liggur fyrir þinginu. 40 stunda vinnuvika og vinnutími verzlunarfólks 32. þing ASl þakkar Alþingi og rikisstjórn veittan stuðning við baráttu verkalýðs- hreyfingarinnar fyrir 40 stunda vinnuviku, sem i reynd hefur þýtt 5 daga vinnuviku fyrir 'flestar stéttir. Hjá afgreiðslufólki i verzlunum hefur hinsvegar engin vinnutima- stytting átt sér stað. Við verzlunarstörf hefur vinnuálag aukizt mikið vegna fækkunar starfsmanna sérstaklega i stærri fyrirtækjum. Þingið lýsir þvi yfir fullum stuðningi við baráttu afgreiðslu- fólks fyrir 5 daga vinnuviku. Aldrei meir en 40% verði innheimt í opinber gjöld 32. þing Alþýðusambands íslands skorar á innheimta i opinber gjöld útsvar og tekjuskatt hærri alþingismenn úr röðum alþýðusamtakanna, að upphæð en samanlagt 40% af launum verkafólks, beita sér fyrir lagasetningu á Alþingi þvi er nú þegar laun eru greidd. situr, sem kveður á um, að ekki verði heimilt að Opinber gjöld og lífeyrisþegar „32. þing Alþýðusambands Islands haldið i Reykjavik dagana 21.-24. nóvember 1972 skorar á Alþingi að sam- þykkja framkomnar tillögur á Alþingi er tryggi, að ekki verði lögð opinber gjöld á elli- og örorkulifeyri fólks, sem býr við lágar eða miðiungs tekjur.” Einn varaforseti Alþýðusambandsþing sam- þykkti svofelldan viðauka við 33. gr. sambandslaganna: „Forfallist forseti eða vara- forseti svo að þeir geti ekki gegnt störfum sfnum, skal sambandsstjórn þegar koma saman til fundar og kjósa varaforseta úr sinum hópi.” Þakka stuðning erlendra verka- lýðssamtaka Eftirfarandi tillaga var samþykkt með lófataki á nýafstöðnu þingi Alþýðusam- bandsins: Þingið felur stjórn ASÍ að koma á framfæri sérstöku þakklæti til þeirra verkalýðs- samtaka og annarra félags- samtaka erlendis, sem stutt hafa málstað okkar i Land- helgismálinu. *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.