Þjóðviljinn - 28.11.1972, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 28.11.1972, Blaðsíða 16
PIÚÐVIUINN Þriðjudagur 28. nóvember 1972 Almennar upplýsingar um læknaþjónustu b'orgarinnar •eru gefnar i simsvara' Læknafélags Reykjavikur, simi 18888. Kvöldvarzla lyfjabúðanna vikuna 25. nóv. - 1. des. verður i Holts Apóteki og Laugavegs Apóteki. Nætur- og helgidagavarzla er i Borgar Apóteki. Slysavarðstofa Borgarspitalans er opin all- an sólarhringinn. Kvöld-, nætur- og helgidaga- vakt á heilsuvernarstöðinni. Simi 21230. Atök út af dómnum yfir MacStiofain IRA-menn vildu leysa foringja sinn úr haldi Þaunig sér danskur teiknari leyndardómafiskiríi^ i Sognsæ undan- farna daga. DUBLIN 2Ý/11. — Mörg hundruð lögreglumenn héldu vörð um Sjúkra- hús Vorrar Frúar i Dublin, eftir að vopnaðir menn úr írska lýðveldis- hernum reyndu að frelsa þaðan i gærkvöldi for- ingja sinn, Sean Mac- Stiofain. Eftir hin dramatisku átök sem þá urðu söfnuðust ’ þúsundir Dularfullur kafbátur horfinn úr Sognsæ? OSLO 27.-11. — Nú er hætt leitinni að furðuhlut i kafi, sem skip og flug- vélar frá norska hernum og Nato hafa leitað að i Sognsæ um tveggja vikna skeið. Kleppe varnarmála ráðherra Noregs sagði i gær- kvöldi, að ekki sé vafi á þvi að hér hafi verið um Skiptast á stríðsföngum ISLAMABAD, NÝJU DEHLI 27/11. — Ali Bhutto forseti Pakist- ans létsvo um mælt i dag, að allir indverskir striðsfangar, sem i haldi eru i landinu frá þvi i strið- inu i des. 1971, yrðu sendir heim innan fárra daga. Er hér um 671 mann að ræða. 1 gær tilkynntu indversk stjórnvöld, að þeir 500 Pakistanir sem teknir voru hönd- um á vesturvigstöðvum striðsins, mættu fara heim. Þá er byrjað að flytja á milli konur og börn sem innlyksa urðu ihvoru landi um sig i striðinu. Enn hefur ekki verið samið um afhendingu þeirra 90 þúsund pakistanskra strfðsfanga, sem teknir voru i Bangladesh. erlendan kafbát að ræða, og hafi hann sloppið úr firðinum fyrir 2—3 dögum, |ið þvi er staðarmenn Dalda. A föí| udag haf^norski herinn hins v<|,ar komizWð þeirri niður- stöðu.fð hinn ókennilegi hlutur i norski^ landhelgi væri ekki kaf- báturí Kleípe segir að aðstæður til leitai&afi verið mjög erfiðar m.a. vegn™ misdýpis. Þá hafi leitin einnig verið gerð með varúð, svo að mannslif væru ekki i hættu. Fyrst þóttust menn verða varir við dularfullan nökkva i firðinum fyrir tveim vikum og siðan hefur verið gerð mikil leitaaðhonum i ýmsum hlutum Sognsæs, og firð- inum átti að vera lokað. Viðbrögð Kleppe leiddi engum getgátum að þjóðerni kafbátsins. A undir- búningsfundi ráðstefnu Evrópu- rikja i Helsinki var mjög rætt um þessi tíðindi manna á meðal i dag, og töldu menn það alvarlegt ef satt væri, að útlendur kafbátur væri að busla innan landhelgi eins •af. þátttökurikjum á friðarfundi. ÍVar i þvi sambandi vitnað til Injósnaflugvélarinnar U-2 sem skotin var niður yfir Sovetrikjun- . um og varð til að Krúsjof aflýsti fundi æðstu manna fjórveldanna i Paris 1960. 1 grein i Prövdu, málgagni sov- ézka kommúnistaflokksins, er i dag gert gys að kafbátasögunni og sagt á þá leið að hér sé um að ræða unga og léttlynda sild. Eða máski hafi einhverjir Natómenn komið bátnum fyrir þarna á laun til að vekja upp grunsemdir sem spillt gætu fundinum i Helsinki? segir greinarhöfundur. manna saman fyrir utan sjúkrahúsið og kröfðust þess að MacStiofain yrði látinn laus. Siðari fregnir herma að Mac- Stiofain hafi verið fluttur i þyrlu i herfangelsi fyrir utan Dublin. IRA-mennirnir voru duibúnir sem prestar og læknar þegar þeir komu til sjúkrahússins, en þar lá "MacStiofain illa haldinn eftir niu daga hungurverkfall. A laugar- dag var hann dæmdur i sex mán- aða fangelsi fyrir að vera með- limur i bönnuðum samtökum. Þeir sem reyndu að frelsa hann höfðu nunnu fyrir sér sem skjöld. Engu að siður kom til skotbar- daga milli þeirra og lögreglu- manna á göngum sjúkrahússins. Fjórir menn særðust i átökunum, meðal þeirra einn lögreglumaður og einn IRA-maður, en nunnuna sakaði ekki. Sjúklingar, gestir og hjúkrunarfólk köstuðu sér á gólfið til að verða ekki fyrir skotum. Allir IRA-mennirnir fjórir voru handteknir og koma þeir fyrir rétt í dag. Skotbardagi þessi fór fram að- eins 20 m. frá stofu þeirri sem MacStiofain liggur i, og meðan á stóð heimsókn konu hans og tveggja dætra. Siðar söfnuðust saman um 15.000 manns við sjúkrahúsið og körfðust þess að Frh. á bls. 15 MacStiofain er herráðs IRA talinn formaður Næsta ótrúlegur Hnútur á viðrœðum: Nixon vill að Thieu slaki á WASHINGTON PARIS 27/11. — Blaöafulltrúi Nixons forseta, Ziegler, gaf það til kynna i dag, að Nixon mundi gera Thieu, forseta Saigonstjórnarinnar, það Ijóst, að hann gæti ekki þvingaö Norður- Vietnania til frekari málamiðlun- ar og breytinga á drögum að vopnahléssamningi. Hlé hefur verið gert á samn- ingaviðræðum i Paris til 4. des. og Bandarikjamenn hafa játað, að nú séu þeir á erfiðu stigi. Ziegler gaf og til kynna að Nixon mundi láta sendimann Thieus vita, að Bandarikjamenn væru ákveðnir i að losna frá Viet- nam og nú væri komið að Thieu að gera tilslakanir. Nixon og Kissinger áttu i dag þriðja fund sinn um ástand og horfur i Vietnam frá þvi Kissing- er sneri heim frá Paris. Mjög harðir bardagar geisuðu við Quang Tri, nyrztu héraðs- höfuðborg Suður-Vietnams i dag. I gær skýrðu talsmenn Saigon- stjórnar frá þvi að hluti hersveita Norður-Vietnama I S-Vietnam hafi verið sendur heim eða til Laos. Enn fækkaði nokkuð i landher Bandarikjamanna i Suður-Viet- nam i sl. viku og er þar nú 27 þús- und manna liö. Slegizt um œskulýðs- hús eitt í Gautaborg GAUTABORG 27-5-11; — Um 200 lögreglumenn réðust á mánudagskvöld inn i æsku- lýðsmiðstöðina Hagehuset i Gautaborg og fjarlægðu 250 ungmenni, sem höfðu lokað sig þar inni á föstudagskvöld. Lögreglan sagaði og logskar sig inn i húsið. Þurfti hún að draga út úr þvi um 75 manns, en aðrir yfirgáfu það af frjáls- um vilja. Aðfaranótt sunnudags hafði hópur 150 dólga ráðizt með ikveikjusprengjum, keðjum og kylfum að Hagehuset. Hrópuðu þeir „Drepum kommúnistadjöflana” og önn- ur svipuð slagorð. Tókst lög- reglu með naumindum að halda liði þessu I skefjum. Jónas vann hraðskákina Nœst Bikarkeppni og Helgarmót TR atburður Næsta ótrúlegur atburöur átti sér stað uppi i Breiöholti i Keykjavik sl. sunnudagskvöld. Þar féll árs gamalt barn út um glugga á 4. hæð og niður i steypu- klepra sem voru á lóðinni undir glugganum. en það ótrúlega gerð- ist. að barnið meiddist sama og ekki neitt. Þetta gerðist með þeim hætti, að búið var að leggja barnið inn i rúm, sem stóð undir glugga, sem á átti að vera öryggiskrækja, en hún virðist hafa brugðizt, þegar barnið stóð upp i rúmi sinu og klifraði upp i gluggann með fyrr- greindum afleiðingum. Þar sem steinsteypukleprar voru á lóðinni fyrir neðan glugg- ann hefur sjálfsagt enginn búizt við þvi að barnið slyppi óskaddað. En þegar að var komið sá mjög litið á barninu og virðist þarna hafa átt sér stað einn af þessum óskýranlegu atburðum. —S.dór V estur-Þjóðverjar vilja viðræður Sendiherra Sambandslýðveld- isins Þýzkalands, Karl Rowold, hefur komið á framfæri við Einar Agústsson utanrikisráðherra nýju tilboði þýzku stjórnarinnar um framhald viðræðna um land- helgismálið i Bonn i desember. Rikisstjórnin mun taka afstöðu til framangreinds tilboðs næstu daga. Á hraðskákmóti Tafl- félags Reykjavikur á sunnudag varð Jónas Þorvaldsson efstur með 14 vinninga af 18 mögu- legum. i 2—3. sæti voru Ingvar Ásmundsson og Sigurgeir Gislason með 13,5 vinninga. I miðvikudag hefst Bikarkeppni TR og getur sú keppni staðið langt fram á vetur, en þar er höfuðreglan sú að menn falla úr keppni eftir 5 tapaðar skákir. Um helgina verður haldið svo- nefnt Helgarmót, þar sem tefldar verða 5 umferðir yfir helgina, og á þessu móti munu utanbæjar- menn reyna sig við borgarbúa. Vitað er um hópa, sem koma frá Stokkseyri, Akureyri, Vest- mannaeyjum og Austurlandi, ef færð og veður leyfir. sj.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.