Þjóðviljinn - 23.12.1972, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 2J. desember 1972
YIXLAR
UM BANKA
OG LÁNSFJÁRSKORT
Ég var held ég kominn um
fertugt, þegar ég gekk fyrst á
fund bankastjóra i Reykjavik i
þvi skyni að fá smá-vixillán.
Ég er ekki viss um að ég hafi
nokkurn tima á ævinni verið
jafnnervös og þá, enda heyrði
maður þannig talað um
bankastjóra meðal almenn-
ings, aö maður gat átt von á
næsta óbliöum viðtökum. Ég
hef stundum velt þvi fyrir mér
siðan, hvort það hafi nokkurn
tima verið talað jafnilla og
ómaklega um nokkra stétt
þjóðfélagsins og bankastjóra.
Maður gat haldið, aö þetta
væru tæpast mennskir harð-
jaxlar, gersneyddir allri sam-
úð með staurblönkum náung-
um sinum. Það virtist svei
mér ekki árennilegt að ganga
á fund slikra manna og ónáða
þá með nauðaómerkilegu
kvabbi um tiu þúsund kall eða
svo.
En m ig vantaði nauðsynlega
peninga og sá engin önnur ráð
en freista þess að fá vixillán.
Ef ég man rétt hljóðaöi vixill-
inn upp á tiu þúsund krónur,
og ég held ég hafi verið með
tvo eða þrjá ábyrgðarmenn,
föður minn og einn eða tvo
kunningja mina, þvi óviðkom-
andi fólki vildi ég ekki blanda i
slikt hættuspil. Ég taldi
ráðlegast að leita á náðir
Útvegsbankans og tala við
Finnboga Rút, sem þá var
tiltölulega nýlega orðinn
bankastjóri. Maður heyrði þvi
nefnilega fleygt, að stuðnings-
menn Finnboga úr Kópavogi
l'æru ógjarnan synjandi frá
honum úr bankanum. Og ég
var i hópi stuðningsmanna
hans, og meira að segja mál-
kunnugur honum heima i hér-
aði, þótl ég þekkti hann ekki
sem bankastjóra. Ég komsl á
snoðir um að Finnbogi væri til
viðtals á miðvikudögum og
þegar ég hafði fengið plagg
mitt áritað sómasamlega,
ákvað ég að ganga á fund hans
næsta miðvikudagsmorgun.
Mér gekk illa að sofna á
þriðjudagskvöldið. Maður var
jú aiinn upp i þeim anda, að
bezt varni að komast sem mest
áfram af eigin rammleik, og
vera sem minnst upp á aðra
kominn. ()g i minu ungdæmi
bar fólk óttablandna viröingu
fyrir lanastofnunum. Og
hvern fjandann átti maður að
segja við bankasljórann? Átti
ég bara að segja sem svo:
Herra bankastjóri, kaupið
mitt vi 11 ekki hrökkva fyrir
lifsnauðsynjum, og fyrir þvi
leita ég til yðar með þetta
vixilblað. — Nei, svona mátti
ég ekki komast að orði. Þá
mundi bankastjórinn auðvitað
álykta sem svo af rökvisi
sinni: Úr þvi manninum
endist ekki kaupið til lifsfram-
færis, þá gelur hann aldrei
greitt vixilinn. Liklega yrði ég
að búa til einhverja sennilega
ástæðu, en hvaða ástæður
voru sennilegar i þessu efni?
Kannski yrði heppilegast að
bera fyrir sig erfiöar heimilis-
ástæður, veikindi eða þess
háttar. Slikt mundi kannski
liklegast til að hræra hjörtu
bankastjóra til samúðar, ef
um hræranleg hjörtu var þá að
ræða hjá þeim. Loks ákvað ég
að treysta bara á guð og
lukkuna, gerði mér upp kæru-
leysi og hugsaði sem svo, ao
bankastjórinn segöi þá and-
skolann aldrei annað en nei, ef
útlánspeningar reyndust ekki
vera fyrir hendi i svipinn.
Á miðvikudagsmorgun var
ég mætiur eldsnemma niður
við Útvegsbanka, vitaiidi það,
að þá þegar stóð biðraða-
menningin með miklum
blóma á tslandi, ekki hvað sizt
íyrir utan lánastofnanir.
Þarna norpaði maður i góðan
klukkutima, áður en hleypt
var inn i forsalinn. Og þegar
kuldahrollur fór að sækja á
mann, fór maður að hugsa
sem svo, hvort bóndi, sem biði
sauðl'é sinu eða nautpeningi
upp á svona lagað, yrði ekki
umsvil'alaust kærður fyrir
dýraverndunaríélaginu. t
lörsalnum beið manns annað
klukkutima norp, áður en
hleypt var inn i það allra helg-
asta. Það fór ekki hjá þvi að
saxast læki á kristilega auð-
mýkt hjartans, efir þvi sem
biðin lengdisl, maður fór jafn-
vel að hugsa dálilið Ijótt um
peningastofnanir, svona yfir-
leitt. Skelfing fannst mér
manneskjan sjálf eitthvað lágt
metin i samanburði við
peningana. en kannski átti hún
ekki hærra mat skilið, úr þvi
hún lét bjóða sér þetta. Loks
kom að þvi að mér var visað
inn i einkaherbergi banka-
stjórans. Skylt er að geta þess,
að Finnbogi Rútur tók mér
ágæta vel, og ósköp mannlega.
Hann skildi fullkomlega
þörfina fyrir dálitinn pening
hjá manni, sem stóð i bygg-
ingu. Þá voru margir að
byggja i Kópavoginum, og þvi
miður allt of margir af
vanefnum, og Finnboga var
vel kunnugt um ástæður sins
..heimafólks”. Að visu talaði
hann dálitið um timabundna
erfiðleika með lánsfé hjá
bankanum, það væri i raun-
inni búiö að setja þeim banka-
stjórunum stólinn fyrirdyrnar
hvað það snerti. En þetta er,
held ég bara eins konar föst
móttökuræða hjá banka-
stjórunum, og i ótuktarskap
minum hef ég stundum hugsað
sem svo, að hún eigi að koma
viðtalandanum i skilning um,
hve stóran greiða sé verið að
gera honum. En sem sagt: Ég
l'ékk fyrsta vixil minn mjög
greiðlega, mig minnir helzt
samdægurs.
Siöan þetta var hefur ferð-
um minum i sömu erinda-
gjörðum fjölgað til muna, og
aldrei hafa þær verið fleiri en
siðast liðin ár. Ef ég væri
hagrannsóknarstofnun mundi
ég trúlega geta reiknað út, að
vixlum minum hafi fjölgað i
réttu hlutfalli við aukinn
kaupmátt la.unanna. Og mikil
lifandis ósköp finnst manni,
sem biður tvo klukkutima
eftir viðtali upp á smávixil
eitthvað ankannalegt þetta
þvarg um kaupmáttaraukn-
inguna. Hvers vegna er ekki
hægt að reikna einfaldlega út
framfærslukostnað, segjum
fimm manna fjölskyldu, á
nokkurn veginn raunhæfan
hátt, miðað við nútima
næ r i n ga r e f na f r æ ði og
skikkanlegar kröfur til klæða-
burðar, húsnæðis og annars,
sem tilheyrir svokölluðu
menningarlifi? Hvers vegna
þarf endilega að leggja til
grundvallar einhverjar upp-
diktaðar tölur, sem manni
virðast stundum frekar mið-
aðar við mataræði og fatakost
almennings i Móðuharðind-
unum en skikkanlegar kröfur i
dag?
En það vor vixlarnir: Eitt
þykist ég nokkurn veginn full-
viss um, eftir ótal viðtöl við
bankastjóra i, ég held, öllum
bönkum höfuðstaðarins:
Bankastjórarnir eru ekkert
nálægt þvi eins ómennskir
haröjaxlar og maður gæti
ályktað af umtali almennings.
Þetta eru, jú ósköp venjulegir
menn, sumir jafnvel dálitið
spotzkir á svipinn og allt að
þvi léttir og gamansamir i
tali. Einstöku sinnum hafa
mér þó fundizt sumir þeirra
óþarflega hnýsnir varðandi
efnahag manns sjálfs og
ábyrgðarmanna , einkum þar
sem sjalda hefur nú verið
meira i húfi en tiu til tuttugu
þúsund krónur.
Einhverju sinni gekk ég á
fund núverandi utanrikisráð-
herra en þáverandi banka-
stjóra Samvinnubankans. Og
viti menn. Þegar ég kom inn
til hans, var hann með
Alþýðublaðið útbreitt fyrir
framan sig og var að lesa
grein eftir Helga Sæm. En
greinin fjallaði öðrum þræði
um skáldskap okkar nokkurra
skopkvæðahöfunda, og voru
birt sýnishorn af honum
ásamt vinsamlegum ummæl-
um. (Mér er alltaf vel við
Helga Sæm. siðan, þvi auk
þess, sem mér þykir lofið gott
eins og öðrum mönnum, þá er
ég hér um bil viss um að skrif
Helga hafa þarna átt nokkurn
hlut að þvi, að ég fékk vixilinn
umyrðalaust).
Bankastjórinn leit brosandi
upp, þegar ég kom inn, og
spurði glaðlega, hvort sam-
þykkjandi vixilsins og
höfundur tiltekins ljóðs i
greininni væru einn og sami
maður. Ég gat ekki neitað þvi.
Það fannst honum skemmtileg
tilviljun. Og vixilinn fékk ég
strax, sem fyrr segir. Eftir
þetta hafði ég, og hef raunar
enn, talsverðar mætur á nú-
verandi utanrikisráðherra, og
frómt frá sagt eru þær engan
veginn af pólitiskum toga
spunnar. (En mér varð það
vist á að tala um skáldskap i
sambandi við skopkvæði, og
það hefði ég vist ekki átt að
gera. Það er nefnilega að ég
held nokkuð almenn skoðun,
að skopkvæði geti engan
veginn verið skáldskapur.
Skáldskapur á að vera alvar-
legur, það eiga að hrynja tár
af öðru hverju orði og fjúka
lauf af öðru hverju tré. En
mér hefur þvi miður aldrei
tekizt að framkalla tár og
lauffok i kvæðum minum. A
hinn bóginn hef ég stundum
velt þvi fyrir mér, hvort ekki
væri hugsanlegt að taka upp
einhvers konar „hönnun” i
ljóðagerðinni. Það muni létta
miklu hugarerfiði af ýmsum
þeim, sem langar til að setja
saman ljóð og vera skáld, en
eru það einhverra orsaka
vegna ekki af sjálfsdáðum)
En sem sagt: Ég hef ekki
nema gott eitt um banka-
stjórana að segja varðandi
vixlakvabb mitt. Meira að
segja fyrrverandi fjármála-
ráðherra, sem ég bjóst við að
mundi verða erfiður viðfangs,
reyndist hinn bezti, þegar til
kom, var meira að segja dá-
litiö skemmtilega spotzkur á
svipinn, og mjög fljótur að af-
greiða málið. Nú þetta hafa
svo sem ekki verið neinar
rosaupphæðir, sem ég hef
farið fram á, og ekki liklegar
til að raska verulega efna-
hagslegu jafnvægi á þjóðar-
búskapnum. Ég hef lika til
þessa staðið við það, sem um
hefur verið samið hverju
sinni. Og i annan stað hef ég
tamið mér það, þegar banka-
stjórarnir hefja ræðuna um
takmarkað lánsfé, að renna
augunum um þiljur og innviði
herbergisins og hreyfa
fæturna dáiitið til á gólf-
teppinu. Með þessu gefur
maður til kynna, að það hljómi
ekki beinlinis trúlega innan
um allan þennan harðvið og á
þessum flosklædda marmara
að hörgull sé á lánsfé, a.m.k.
ekki tiu þúsund kalli, eða svo.
En einu sinni setti ég saman
grinkvæði um bankana, og
sýnir það bezt hvað jafnvel
skikkanlegheitamenn svona
hversdagslega geta verið
ótuktarlegir i sér, ef þvi er að
skipta.
Kvæðið fer hér á eftir:
Bankarnir keppast,
— blankir allir
við að byggja yfir
fjárskortinn
blómlegar hallir,
þvi að auðvitað duga nú
engin hreysi
yfir svo gcigvænlcgt
lánsljárleysi.
Að hugsa sér allan
þann aragrúa
aðalstöðva
og útibúa.
Ég taldi i fljótheitum
fimm plús tiu
frá Lækjartorgi
inn i Lágmúla niu.
Glæsilegheitunum
gcisla þeir frá sér
og bera ekki sparnaðinn
utan á sér.
Maður nötrar af hrifni
frá hvirfli að iljum
andspænis veglcgum
viðarþiljum.
Þar er bolsévisk fura
og beykið danska
i bland við álmviðinn
afrikanska.
IVIaður dáist að mýkt
hinna dýrðlegu tcppa.
<Og á þeim leikur sér
lánsfjárkreppa)
Æskunni liggur ei
á að byggja,
og krónurnar sinar
er hún hvött til að tryggja,
og þvilikt öryggi,
ef þræltryggt yrði,
að þær færu aldrei niður úr
fimm aura virði.
Og alltaf er heldur
að harðna á dalnum,
og þrauthugsuð bjargráð
byltast i valnuin.
En peningahöll
ris þó hérna og þarna
upp af spariskildingum
skólabarna.
Böðvar Guðlaugsson
12 milj. á fjárlögum til rithöfunda
Stórt stökk 1
stuðningi við
bókmenntir
F ry stihúsin
rafmagnslaus
Á f járlögum í ár er sam-
þykkt að veita 12 miljónum
króna til íslenzkra rit-
höfunda og er slík aukning
á opinberum stuðningi við
íslenzkar bókmenntir eins-
dæmi. Þessi ákvörðun á
rætór sínar að rekja til
þingsályktunartillögu frá
Svövu Jakobsdóttur,
Bjarna Guðnasyni og
Ingvari Gíslasyni um að
upphæð sem næst andvirði
söluskatts af íslenzkum
bókum skuli renna til
rithöfunda.
Þjóðviljinn hafði samband við
Svövu Jakobsdóttur um þetta mál
i gær og spurði hana fyrst,
hvernig hagað yrði skiptingu á
þessu fé.
— Það er gert ráð fyrir þvi, að
menntamálaráðherra setji reglur
um úthlutun þessa fjár i samráði
við fulltrúa Rithöfundasam-
bandsins og rithöfundafélaganna
beggja. Ráðherra hefur þegar
haft samband við þessa aðila og
það má búast við að nefndin taki
til óspilltra málanna á næstunni
úr þvi féð er fengið.
Svava Jakobsdóttir
Það er allavega mikið stökk úr
núlli i tólf miljónir, og ég veit ekki
til að annað eins stökk i stuðningi
við bókmenntir hafi fyrr gerzt á
fjárlögum. Og ekki veitti af, þvi
að kjör rithöfunda hafa lengi
verið vanrækt og hlutur þeirra i
I ista m an na 1 a u nu m hefur
minnkað. Ástandið gat verið
þannig að rikið gat fengið miklu
meira i söluskatti-af hverri bók en
rithöfundur i. ritlaun.
Mér sýnist þetta mjög jákvæð
ráðstöfun og ég vona sannarlega
Frh. á bls. 15
i gær fékk frystihús
Bæjarútgerðar Hafnar-
fjaröar rafmagn í aðeins 20
minútur i hádeginu. Varð
að stöðva vinnslu á fiski úr
togaranum Mai vegna raf-
magnsskömmtunar. Þá
varð að stöðva vinnslu
fisksins i fyrrakvöld vegna
rafmagnstruflana.
Fiskurer alltaf viðkvæmt
hráefni til geymslu eftir að
búiö er að skipa honum upp
úr togurum. Er hér um 12
daga gamlan fisk að ræða.
Átti að vera búið vað vinna
þennan fisk i dag. Ekki er
unninn fiskur i öðrum
frystihúsum á höfuð-
borgarsvæðinu.
Togarinn Mai er nýkominn með
afla af Halamiðum og var uppi-
staðan þorskafli allt að 103
tonnum. Hefur verið ágætur
þorskafli fyrir vestan siðustu
daga siðan brezku togararnir fóru
af miðunum. Nokkuð er smár
fiskur innan um. Þá var nokkuð
af ýsu og lúðu og heíur það allt
verið selt sem neyzlufiskur til
fisksala á höfuðborgarsvæðinu.
Landað var úr togaranum á
miðvikudag i Hafnarfirði og fékk
frystihús Bæjarútgerðar Hafnar-
fjarðar um 80 tonn af aflanum og
var gert ráð fyrir að búið væri að
vinna þennan fisk i dag i frysti-
húsinu. Eitthváð af fiski fór til
frystihúss SIS á Kirkjusandi og
var búið að vinna þann fisk i
fyrradag.
Ekki var unninn fiskur i öðrum
frystihúsum hér i Reykjavík