Þjóðviljinn - 23.12.1972, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.12.1972, Blaðsíða 7
Laugardagur 23. desember 1972 l>.IÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Enn vekja íslendingar um þessi jól aðdáun fyrir sjaldgæfan hæfileika til að breyta öllum hugsanlegum atvikum í bækur. Þessi undraverði léttleiki i sam- skiptum landans við pappírinn hopar hvergi fyrir nýjum staðreyndum í heiminum. En er partur af því stuðlabergi sem við á sitjum, íslenzk þjóð. En þessari frjósemi fylgir sá ókostur, að ekki er unnt að gera öllum bókum skil i blöðum. i fyrra brugðum við á það ráð , er önnur þraut, að búa til einn kafla úr hugsanlegri jólabók, sem nefnd var „Bernsku- brek og æskuþrek" og bentum við á, að skoða mætti hann sem einskonar umsögn um ýmsar jóla- bækur í nútíð og framtíð. Og verður þessi tilraun nú endurtekin með kafla sem er í framhaldi af hinum fyrra, sjálfstæð frásögn samt. Harðbalinn Eins og frá segir i fyrstu sex köflum bókarinnar, bar leik okkar grallaraspóanna hægt og bitandi um húsið, fyrst úr litla ganginum yfir stiganum inn i litlu kompuna inn af eldhúsinu þar sem Jói, Steina, Dóri og Palli fæddust og kisa dó, siðar niður i 'kjallarann, sjálft bólvirki leyndardómanna. Þaðan var svo mál að halda út i heiminn út um lágar rauðmálaðar dyr, sem Jón sonur Asgrims á Meisastöðum, glöggs formanns og veðurvita, hafði eitt sinn stórskaddað með heimatilbúnu spjóti. Hét þar siðan Jónsgat. Þegar út kom ærlsuðumst við um hrið i glöðum og heilbrigðum leik eins og barna er siður i brekkunni mótsuðri. En hún var i þá veru óþægileg að hún var brekka: allt sem oltið gat valt niður hana eins og fara gerir niður i kartöflugrasið og stingu- blómin, sem við svo kölluðum, meinvætti fótleggjanna á timum stuttbuxnanna. Það var þvi ekki að undra, þótt við héldum innan skamms yfir neðra hliðið, sem neglt var aftur með þrem spýt- um, alveg mátulegum til að klifrast upp eftir, og út i hina viðu veröld með hættur sinar, fyrirheit og fagra drauma um betra mannlif. Ég mun hafa brölt yfir hlið þetta um það leyti sem Hitler réðist inn i Pólland, en tveim ár- um áður en ég datt ofan af handriðinu og fékk heilahristing, eins og frá segir i fyrsta kafla bókarinnar. Þar fyrir neðan brekkuna hafði vinsamleg forsjón gefið byggðar- laginu sléttan harðbala, allstóran. Þarna var jarðvegur þeygi mikill en kjarngóður og spratt af honum þétt gras og harðgert ( Sjá nánar dr. Guðmundur Pálmason. Drög að jarðsögu Skálmavikur, bls 207 og áfram). Þarna var af náttúrunnar örlátu hendi fram reiddur frábær grasvöllur til knattspyrnu og margra iþrótta annarra löngu áður en Reykvik- inga gat dreymt um slikan munað. 308 metrar En i þá daga var múgmennska ekki eins langt þróuð eins og nú á dögum, og iþróttir hópsálarinnar eins og knattspyrna og handbolti ekki eins vinsælar og siðar varö þegar Kratar höfðu ráðið rikjum i Skálmavik i ein tólf ár. Fótbolti var um þessar mundir eins konar grin á sjómannadaginn rétt eins og pokahlaup, mikið um feilskot og asnaspörk, ekki sizt beint upp i loftið (sá þótti mestur kappi sem gat komið boltanum lengst frá sér upp á við), byltur, sjálfsmörk og marga aðra saklausa gleði. Nei, á Ný tillaga um kafla í jólabók þeim timum stunduð Skálm- vikingar fyrst og fremst göfugar frjálsar iþróttir, sem þroska einstaklinginn og stæla hann i frumskógi mannlifsins. Eru þær ættaðar frá Grikkjum hinum fornu og tengdar við vopnaburð fornmanna, sem við lásum i Lestarfélaginu á sunnudögum þegar bókavöröurinn var ekki yfir sig timbraður. Þarna var stökkgryfja og kast- hringur og slár og þrjú hundruð og átta metra löng hlaupabrautin var einmitt 308 metrar en ekki til dæmis 300. Kenndu sumir um Hopparanum framliðna. Meira um hann siðar. A þessum velli sáust ýmsir kynlegir kvistir eins og að likum lætur. Þar geröust kaflar úr lifs- reynslusögu þjóðarinnar. þar mátti sjá margar magnaðar mannlifsmyndir, máske ekki siðri en þær sem brá fyrir á úffn- um vettvangi alheimsstjórnmál- anna meðan Stalin, Churchill og Rosevelt voru og hétu. Mér er það til að mynda mjög minnisstætt þegar Kalli kisa, eins og hann var kallaður vegna yfirskeggsins, setti landsmet i kúluvarpi, sem stóð allar götur fram á daga Gunnars Husebys. islandsmetið Kalli var mikill vexti og alltaf meö léttan hattkúf á hausnum til að fela skallann, einnig þegar hann kastaði kúlu. Kúluvarpið var honum listræn helgiathöfn. Hann stóð lengi gapandi eins og fiskur við jaðar kasthringsins og lyfti kúlunni og lét hana siga á vixl með hátiðlegri stillingu áður en hann tæki eitilharða atrennu. Þannig æföi hann sig dag hvern, en fór sjaldan yfir 13,50 metra. Þennan dag var efnt til bæjar- keppni við Keflvikinga og þeirra höfðukappi, Valli sveri, var i fyrsta sæti eftir næastsiðustu um- ferð um 13,95. Nú var komið að siðasta kasti hans. Vindur var EFTIR ÁRNA BERGMANN svalur af hafi, en sól i heiöi. Eftir- væntingin var mikil, það heföi mátt heyra tyggjó detta. Kalli kisa vó kúluna langa lengi á öxl sér og horfði til himins opnum munni eins og hann vildi drekka i sig æðri þrótt. Þá beygði hann hnéð allt að þvi glæfralega mikið, tók atrennuna mjög lágt með eldingarhraða og snaraði kúlunni frá sér með þeim glæsibrag að menn gleymdu að anda um hrið Kúlan kom niður rétt við tærnar á Ragnari oddvita Guðbjartssyni frá Náströnd. sem hafði þokað sér einum of nálægt i sinni nærsýnu forvitni. Hoppaöi kúlan upp úr farinu, þar eð hart var undir sem fyrr segir og kom á rist oddvitans og rak hann upp angistarvein. Itagnar oddviti ristarbrotnaði, en það var ekki nema fyrsti liðurinn i keðjuverkunum þessa afreks, sem var landsmet 14,98 metrar!! Oft veltir... Veröandi sigurvegari þeirra Keflvikinganna brast i grát eins og þýzku stúlkurnar sem misstu boðkeflið i 4X100 metrunum i Berlin 1936. Var hann aldrei kallaður annað en Valli stelpa siðan og hrökklaðist að lokum til Kanada. Keflvikingar voru að öðru leyti mjög slegnir yfir þessu, þvi þeirra metnaður var að eiga sem sterkasta menn — höfðu reyndar unnið Reykvikinga i reiptogi nokkru áður. Töpuðu þeir öllum öðrum greinum keppn- innar og hafa ekki náð sér á strik siðferðilega upp lrá þessu. Skálmavikingar aftur á móti hresslust m jög við þessi liðindi og fylllusl sjálfstrausti. Stofnuðu þeir á þessu ári og þvi næsta þrjú iþróttafélög, lúðrasveit, tvo karlakóra og myndlistarskóla lyrir börn og eru þar nú fleiri málverk i húsum á hvern ibúa en dæmi eru til annarsstaðar i heiminum. Upp úr þessari iþrótta- og menningarþróun gerðust menn og djarltækari i atvinnumálum — stórkallar úr kúluvarpinu urðu slórhuga og skuldseigir útgerðai menn, for- menn sundfélagsins og karlakós- ins Þemba stofnuöu niðursuðu- verksmiðju. En það er af Kalla Kisu að segja, að bátsfélagar hans báru hann á gullstól út á aflaskipið Skessuna og settust þeir að sumbli. Kalli hafði aldrei bragðað brennivin fyrr og fór svo að hann stóð ekki framar upp frá sumbl- inu. Sannast þvi hér hið forn- kveðna að oft veltir litil kúla þungri heysátu örlaganna. En við tápmiklir sveinar bjuggum til þessa visu: Kisi með hattinn kastar einsog skrattinn glennir upp kjaftinn kemur aldrei aftur Má vera að einhverjum finnist þessi gamla visa úr Skálmavik minna að einhverju leyti á nýlegt barnakvæöi úr sjónvarpinu: minnir þetta reyndar á þá stað- reynd, að samhengið i islenzkum bókmenntum lætur ekki að sér hæða. Þolhlaup Upp frá þessu var kúluvarp að sjáll'sögðu yndi og eftirlæti Skálmavikursveina. Þella var á timum mikilla peninga en alls- herjar vöruskorts og drengjakúla af réttri þyngd var öldungis ófá- unleg i héraðinu. Við gripum til þess ráðs að saga nokkurn veginn perulaga stykki af akkeri og hella blýi i-gatið — en þvi miður vanlaði 320 grömm upp á að þessi gripur okkar næði réttri þyngd. Þessi kúla var alltaf á vellinum og henni var kastað meðan sól vará lofti, og engum hefði doltið i hug að stela svo helgum grip. Er hún nú á byggðasalninu ásamt brennivinstunnu Dybvaads kaup- manns, málbandinu sem tslands- met Kalla kisu var mælt með og flciri góðum gripum (Kúlan sem metið var sett með hrökk l'yrir borð á Skessunni). Arangurinn af köslum dagsins færðum við inn i dagbækur , og það var aum vika sem ekki færði manni nýtt persónulegt met. Þeir sem ekki komust að við að kasta stunduðu allar greinar stökka , 100 metra hlaup 308 melra hlaup og svo þolhlaup. Þolhlaupið var meðal annars til komið af þvi, að við grallarar gátum ekki komizt yfir skeið- klukku til að skrá timann á hlaupinu, var þó hjartfólgnastur draumur allra að hlaupa með skeiðklukku i lófanum eins og Paavo Nurmi. Þess i stað keppt- um við um það, hver gæti hlaupið flesta hringi. Einn fullorðinn maður,Gunnar nærbrók, sem var svo kallaður af þvi hann átti ekki alminnilegar æfingabuxur, tók þátt i þessu þolhlaupi með okkur. Hann fór jafnan rösklega af stað, en við drógum á hann, og reyndin var sú aö hann gafst upp eftir 25 hringi eða svo. Tuldraði hann þá jafnan fyrir munni sér: Eigi er við menn að eiga. Þá hófst venju- lega dramatisk keppni milli okkar Bjössa Veigu rolu, en svo ar móðir hans kölluð af þvi að hún þótti meiri vargur en aðrar konur. Þessi keppni stóð venju- lega meðan ratljóst var, þvi við Bjössi vorum þrautsegir, þótt við værum lifandi að drepast. Og auk þess horfðu þær á Anna á Meisa- stöðum og Lóa Péturs. Þær áttu það til að bjóða okkur að skreppa Framhald á 15. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.