Þjóðviljinn - 23.12.1972, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 23.12.1972, Blaðsíða 5
Laugaidagur 2:!. desember 1972 Þ.IÓÐVIL.MNN — SÍÐA 5 innlend Jólaverzlun meiri í Borgarnesi Borgarncsi 21/12 — Kaupgeta er mikil hér hjá fólki og hefur verið mikH söluaukning frá fyrra ári, — einkum i bókum og hvers- konar jólavörum. Þá er buið að selja 50% meira af matvöru miðað við krónutölu. Er það aukning á magni frá þvi i fyrra miðað við desembersölu, sagði Ólafur Sverrisson, kaupfé- lagsstjóri. Mikil umsvif eru hér hjá kaup- mönnum vegna hinnar miklu kaupgetu hjá fólki. Þannig hefur verzlunin Stjarnan nýlega opnað stórt vöruhús. Verzla þeir aðal- lega með raftæki, húsgögn og skófatnað. Hefur verið mikil sala hjá þeim i þessum vörum siðan þeir opnuðu. Hér eru jólaskreytingar hengd- ar yfir tvær aðalverzlunargöturn- ar, Egilsgötu og Borgarbraut. Hins vegar hefur jólatré ekki verið reist ennþá við Skalla- grimsgarð. Aftakaveöur var hér i gær. Kaupmenn kvarta í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjum, 21/12— Við höfum borið saman desembersöl- una i fyrra og svo aftur núna og höfum merkt mun meiri sölu nú i kaupfélaginu, sagði Ragnar Guð- mundsson, kaupfélagsstjóri. Af- greiðslufólkið segir að jólaösin sé meiri núna en i fyrrá. Einna helzt hefur þetta komið fram i fatnaðarkaupum hjá okk- ur, en við verzlum með Mark & Spencer vörur hér i kaupfélaginu. Annars kvarta kaupmenn hér yfir minni sölu núna fyrir jólin að undanteknum raftækjasölum. Fólk hefur viljað kaupa heimilis- tæki á gamla veröinu. Rysjótt tið hefur verið hér i Eyjum. Hafa flugsamgöngur leg- ið niðri um skeið. Tvær vélar komu þó i dag frá Reykjavik. Þegar hafa veriö sett upþ sex stór jólatré i bænum. Þá er nokkuð um skreytingar i verzlunum og einstaklingar eru farnir að skreyta hússvalir sinar með lituð- um ljósaperum. Tvœr sölugusur í brennivini Akureyri, 21/12—Nýlega hafði ég tal af tveimur ungum athafna- mönnum i verzlun hér á Akureyri og kváðu þeir verzlun yfir alla linuna mun meiri en oft áður hér á Akureyri, sagði Helgi Guð- mundsson. Er kaupgeta mikil og góð hér hjá fólki, enda mikið um atvinnu hér á þessu ári. Tvisvar hefur komið fjörkippur i brennivinssölu núna i desember. Varð sá seinni sýnu harðari á dögunum. Aðalverzlunargötur eins og Hafnarstræti og Aðalstræti hafa verið skreyttar. Þá hafa kirkju- tröppurnar verið skreyttar marg- litum ljósaserium og kirkjan sjálf alsett jólaskreytingum. Fólk rólegra en áður fyrir jól Patreksfirði, 21/12— Minna er um jólaskreytingar hjá einstakl ingum en oft áður. Ótið hefur ver- ið hér undanfarna daga og haml- ar fólki að hengja upp jólaseriur utan á hús sin. Hins vegar skarta hér tvö jóla- tré i plássinu. Við höfðum tal af kaupíélagsmönnum á Patreks- firði. Kváðu þeir jólasölu svipaða og i fyrra en ekki hægt að merkja magnaukningu i sölu. Kaupgeta hjá fólki er hins veg- ar mikil, en ekkert kaupæði rikir hér hjá fólki fyrir jólin. Jafnvel er fólk rólegra en oft áður og jólaskreytingar minni. Ógæftir hafa hamlað sjósókn i desember og litið veiðzt umfram neyzlufisk fyrir kaupstaðabúa.- Marga nýja bila er búið að kaupa til Patreksfjarðar og ber mest á Cortinu og Saab bilum hér. Bygg- ingarframkvæmdir hafa verið miklar á árinu og helur árssala verið meiri i byggingarvörum en áður. Jólatré sitt hvorum megin við Blöndu Blönduósi. 21/12— Jólasala er hér töluvert meiri en i fyrra. Byrjaði sala þegar um siðustu mánaðamót og sýna tölur um miðjan mánuðinn greinilega magnaukningu. Þá hefur verið mikil jólasala siðustu daga, sagði Árni Jóhannsson, kauplelags- stjóri. Atvinna hefur verið mikil hér á árinu og vantar fólk hér i plássið. Um 20 einbýlishús eru hér i smið- um og hafa byggingarvörur selzt meira hér á þessu ári en áður. t fyrra Ijárfesti fólk hins vegar mikið i bilum, en er nú að byggja yfir sig i ár. Jólatré hafa verið reist við barnaskólann og kirkjuna sitt hvorum megin við Blöndu. Þá eru einstaklega fallegar jólaskreyt- ingar i gluggum hins nýja barna- skólahúss og loga ljós i kennslu- stofum l'yrir innan þessar skreyt- ingar. Merkja mátti örari sölu i raftækjum og heimilistækjum á dögunum. Kanaverzlun jókst ekki við gengisfellingu Keflavik, 21/12 — Jólaverzlun byrjaði hjá okkur upp úr 10. desember og er heldur meiri en i fyrra, sagði Gunnar Sveinsson, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Suðurnesja. Kaupgeta er góð hjá fólki, en skattar drógu úr kaup getu fólks siðari hluta árs. Höfum við merkt það nokkuð i sölu hér. Aðeins varð örari sala i heim- ilistækjum við gengisfellingu, en það er vart orð á gerandi. Jólatré hala verið sett upp á Vatnsnestorgi, ennfremur við barnaskólann og við sjúkrahúsið. Þá er nokkuð um jólaskreytingar i verzlunargluggum við aðal- verzlunargötur. Kanar hafa gert svipaða jóla- verzlun og áður i ullarvörum og minjagripum. Ekki varð vart við aukna sölu hjá þeim við gengis- fellinguna. Skattar draga úr kaupgetu Egilsstöðum, 21/12— Jólasala er svipuð og áður hjá Kaupfélagi Héraðsbúa. Er þó hægt að merkja meiri sölu hér á Egilsstöðum en i kaupfélagsbúðunum á Reyðar- firði, Borgarfirði og Seyðisfirði, sagði Þorsteinn Sveinsson, kaup- félagsstjóri. Heldur hefur dregið úr kaupgetu hjá fólki siðari hluta árs vegna skattanna. Einkum i plássunum við sjávarsiðuna. Þá hafa samgöngur verið erfiðar og komust jólavörur ekki til kaup- félagsins i Borgarfirði fyrr en 17. þessa mánaðar. Hefur jólaverzl- un þannig verið einna helzt sið- ustu daga i öllum kaupfélagsbúð- unum. Eftir gengisfellingu hefur orðið vart við meiri eftirspurn á heim- ilisraftækjum. Tvær sveitir fá nú rafmagn i fyrsta sinn hér á Hér- aði. Þannig fékk Jökulsárhliðin rafmagn i haust og Hjaltastaða- þinghá fyrir hálfum mánuði. Einna fallegastar eru jólaskreyt- ingar á Reyðarfirði af þessum stöðum. Þær hafa þó verið settar seinna upp vegna ótiðar. Dýrir bílar keyptir á árinu Stykkishólmi, 21/12 — Mikil kaupgeta er hér hjá fólki. Hefur verið almenn söluaukning hjá verzlunum allt árið, sagði Sigfús Sigurðsson kaupfélagsstjóri. Hér hefur verið meira um jóla- skreytingar á húsum en áður. Eru hér viða iitaðar ljósaperur og hin margbreytilegasta Ijósadýrð. Þá hafa verið reist hér þrjú jólatré, — eitt stórt á aðaltorginu niður við höfn og tvö i útjaðri kauptúns- ins. Margir bilar hafa verið keyptir hingað á árinu og ber þar einna helzt á Citröen, Vauxhall og Datsun, en svo til ekkert keypt af Volkswagen. Hefur verið mikil og góð vinna við hörpudisk og annað og kaupmáttur fólks mikill. Litil vinna hel'ur verið hér i desember i frystihúsum og siðan hörpudisk- veiðarnar voru stöðvaðar. Kaup- félagið var búið að kaupa dýrar vélar við skelfiskVinnslu. Hafa 6 til 8 menn verið á kaupi við ýmis konar dútl. Aukin sala í byggingarvörum isalirði, 21/12— Nokkuð er um jólaskreytingar hér i kaupslaðn- um. Hafa verið reist jólatré niður við höfn og við sjúkrahúsið. Þá hefur vinabær Isafjarðar i Dan- mörku sent jólatré og er það sett niður á Austurvelli. Átti að kveikja á jólatrénu i gær, en var hætt við vegna veðurs. Jólasala i verzlunum er svipuð og áður, sagði Grétar Snær Hjartarson, kaupfélagsstjóri. Byrjaði hún þó fyrr en áöur og hefur gengið jafnar yfir og ekki er hægt að tala um kaupæði i fólki. Mörg einbýlishús og raðhús hafa verið i smiðum á árinu og magnaukning á byggingarvör um aukizt á árinu. Þá hafa Isfirð- ingar endurnýjað bila sina á ár- inu og eru bilar yfirleitt nýlegir eða nýir i eigu fólks. Mest ber hér á nýjum Volvó-bilum, Cortinu, Sumbeam, Toyota og jeppabilum eins og Bronkó og Range Rover. Litið er keypt hingað af ódýrari bílategundum eins og Volkswag- en. Truflar eðlilegt líf í borginni Kurðu margt er háö rafmagni i tilveru fólks hér á höfuðborgar- svæðinu. Þvi hafa hundrað þús- und ínanns fengið að kenna á und- anfarin dægur, þegar rafmagnið er tekið af heilum bæjarhverfum öðru hverju, — og truflar ekki sizt undirbúning jólahalds á einka- heiinilum. Hafa menn hugleitt, hvernig smákökunum reiðir af i jóla- bakstrinum, jólaþvottinum i þvottavélunum og matvælum i is- skápum og frystikistum, sem af- þiöast þegar rafmagnið er tekið af heimilistækjunum. Ekki er hægt að slappa af og setjast fyrir frarrtan sjónvarp eða hlusta á út- varp. Allt er þetta tekið frá fólki og er helzt að setjast niður og lesa blöð eða bók við kertaljós og angra þannig slökkviliðsyfirvöld borgarinnar. Kannski flýr fólk af heimilinu og ekur á bilnum sinum niður i bæ. Það uppgötvar allt i einu að billinn er bensinlitill á Miklu- brautinni. Þá er ekið á benzinstöð fyrrverandi borgarstjóra við þessa götu. Ekki hægt að fá bensin af þvi að bensininu er dælt á bilinn með rafmagnsdælu. Biln- um er lagt og hringt á leigubil. Stúlkan á leigubilastöðinni getur ekki kallað upp leigubil af þvi að kallkerfið er óvirkt vegna raf- magnsleysis þessa stundina. Kannski átti einhver eftir að lála klippa sig i'yrir jólin i gær. Á rakarastofunni eru rakarar með rafmagnsklippur og rafmagnið var einmitt tekið af þvi bæjar- hverfi er hefur að geyma þá rak- arastofu, sem viðkomandi skiptir við. Þá er að biðja um snyrtingu með skærum eins og bitill, — það er dýrasta klippingin hjá rakar- anum. Flautur Almannavarna Kannski lannst einhverjum komið i svo mikil óefni að ástæða væri fyrir Almannavarnir hér i borginni að setja allar hinar 19 flautur af stað til þess að boða óviðunandi ástand. Þá kemur i ljós, að flauturnar eru tengdar rafkerfinu og gela i mesta lagi flautað i eina minútu á þeim forða er þær hafa á þrýsti- loftskútum. Rúnar Bjarnason slökkviliðs- stjóri sagði þó blaðinu i gær, að forðinn ætti lika að duga i samfellt flaut i hálfa minútu til þess að afboða hættu og liklega ekki meir. Þá þyrftu rafmagns- mótorar að byrja hleðslu á nýjan leik. En fer ekki rafmagnið fyrst, ef ógæfa i einhverri mynd dyndi á þessum þéttbýliskjarna á Suð- vesturlandi? Óbyrgð ljós Rúnari leizt miður i gær á öll þessi óbyrgðu ljós i verzlunum og á stórum vinnustöðum. Margir hafa notað kertapislir á undir- skálum og má ekkert út af bera að kvikni i eldfimum efnum i búð- um og á vinnustöðum. Slökkvilið- stjórinn kvaðst vilja minna á það, að húseigandi bæri ábyrgð á mannslifunum. Eru þeir borgun- armenn til aðstandenda, ef einn eða fleiri týna lifinu i eldsvoða. Hvað um öll kertaljósin á heim- ilum borgarinnar? Hörð viðurlög liggja við notkun óbyrgðra ljósa á vinnustað eða á heimilum samkvæmt bruna- málasamþykkt. Ilvergi hafði kviknað i af völd- um kertaljóss þar til i gærkvöldi, sagði slökkviliðsstjóri. Viða dvinaði hiti i húsum af völdum rafmagnsskömmtunar i gær, a.m.k. á hitaveitusvæðinu. Ralmagnsdælur dæla heita vatninu um pipur Hitaveitu Reykjavikur. Hamlaði það rennsli er rafmagnið fór af hinum og þessum bæjarhverfum i gær. llins vegar hefur dælustöðin að Reykjum i Mosfellssveit sérstaka rafmagnsstöð til þess að dæla heita vatninu til borgarinnar. Kinkarafstöðvar Furðu margir aðilar hafa einkarafstöð hér á höfuðborgar- svæðinu. Er ekki svo dýrt að koma upp slikum vélaútbúnaði lyrir veigamikla staði eins og sjúkrahús, banka, Landssimann á Rjúpnahæð og Gul'unesi. Hins vegar býr Rikisútvarpið ekki við einkaralstöð. Veðurguðirnir hafa verið mildir við þetta land undan- farin ár. Ef til vill hafa menn haldið að við værum komnir til Suðurlanda. Alltaf er hægt að búast við ill- viðri á norðlægum slóðum. lleld- ur virðist tæknibúnaður illa undir svona veðurlag búið. g.m. Lögreglan stelur heróíni úr eigin vörzlu í USA NEW YORK 2!/12 — Stolið hefur verið 24 pundum af heróini úr birgðastöð bandarisku lögregl- unnar fyrir vörur sem gerðar hafa verið upplækar. Fyrir fáein- um dögum var tilkynnt að 57 pundum af sömu birgðum heföi verið stolið. Hér er um að ræða heróín- birgðir sem gerðar voru upp- tækar i New York eftir að upp komst um franskan smyglhring. Hefur nú verið stolið samtals 81 pundi af þessum birgðum, sem voru 97 pund, þannig að aðeins 18 eru eftir. Söluverðmæti þýfisins er sagt vera um 16 miljónir doll- ara (nær 1600 miljónir isl. króna). En þar með er ekki öll sagan sögð. Komið hefur á daginn að allmiklar birgðir til viðbótar hafa horfið úr vörzlu lögreglunnar i New York. Samtals munu þetta vera um 130 kilógrömm af heróini og kókaini. Ekki er vafi talinn á þvi, að lögreglumenn sjálfir séu polturinn og pannan i þessari glæpastarfsemi. Er talað um að þetta sé eitl alvarlegasta dæmið um spillingu innan bandarisku lögreglunnar sem um getur. Um 200 sérfræðingar eru nú sagðir reyna að upplýsa málið. 50 bjargað úr rústunum RIO DE JANEIRO 21/12— Björg- unarmönnum tókst i dag að ryðja sér braut gegnum rústirnar af risa-vöruhúsi sem hrundi til grunna á miðvikudag. Björgunarmönnum tókst að bjarga 50 manns, sem voru grafn- ir undir rústunum, þar af voru 12 börn. 21 lézt i þessu sérstæða slysi og allmargir liggja stórslasaðir i sjúkrahúsi. Gengu út í mótmælaskyni PARIS 21/12 — Sendinefndir Þjóðfrelsisfylkingar Suðurviet- nama og Norður-Vietnams á samningafundunum i Paris yfir- gáfu fundinn i dag i mótmæla- skyni við sprengjuregnið sem Bandarikjamenn hella nú að nýju yfir allt Norður-Vietnam. Sendinefndirnar yfirgáfu fundinn eftir að hafa lesið yfirlýs- ingu yfir bandarísku fulltrúunum. 1 yfirlýsingunni er striðsstefna Nixons harðlega fordæmd, og Bandaríkjastjórn bent á, að hún muni ekki geta þvingað Norður- vietnama með sprengjuárásum til að láta undan þeirri kröfu að Bandaríkjamenn undirriti sam- komulagið sem náðist hinn 20. október s.l. Tilkynnt er i Paris að fulltrúar Þjóðfrelsisfylkingarinnar og Norður-Vietnams muni ekki vilja slita viðræðunum og verði næsti fundur sennilega upp úr nýári.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.