Þjóðviljinn - 23.12.1972, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 23.12.1972, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 2'.i. desember 1972 Laugardagur 23. desember 1972 ÞJÓDVILJINN — SIDA 9 ÞÓRARINN STEFÁNSSON eölisverkfræðingur í Þrándheimi: Laga þarf verkmennt að þörfum atvinnuveganna §§|gff|lSI ■■■■-' g ■■•::; Ifflll § i§||sf ^SSSi&SSiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiíiiiiiiiiiiiiSiiiiiiiSSíSiSíS:^^ m Stundum heyrist sú fullyrðing að íslendingar framleiði of mikið af menntamönnum. Islenzkir atvinnuhættir séu frum- stæðir og þarfnist ekki alls þess menntaða hóps sem út úr skólunum kemur. Það er þó staðreynd, að verulegan hluta af háskólamenntun verða islendingar nú sem fyrr að sækja til útlanda, og þætti víða skarð fyrir skildi ef þá menntun vantaði í landið. Einnig er verk- menntun neðan háskóla- stigs sótt í rikum mæli út fyrir landsteinana. Um hitt hefur minna verið rætt, hvort skólakerfið islenzka sé sniðið að þörfum þess atvinnulífs sem hér er, og verður, að svo miklu leyti sem unnt erað spá fyrir um framtíðina að þessu leyti. Ekki ætti að þurfa um það að deila að verulegur hluti menntunar — en auðvitað ekki nærri öll — hlýtur að miðast við hin sérstöku lífs- skilyrði sem í landinu eru og þá atvinnuuppbygginga, sem þannig erað meira eða m i n n a I e y t i skilyrðisbundin. Og það verða sennilega margir undrandi, þegar þeim er bent á það, hvað það er mikill munur á kröfum til menntunar i mismunandi atvinnugreinum. Hvað þarf ekki marga menntaða menn — af hinum ýmsu stigum skólagöngu og verkþjálfunar — til að byggja hús? En hvað þarf mikla skólagöngu til að veiða og vinna fisk til sama verðmætisog húsbyggingin kostaði? Þessar hugleiðingar eru sprottnar af lestri þeirrar greinar sem hér birtast kaflar úr. Höfundur skrifaði greinina vorið 1971, en hún komst ekki á prent fyrr en á miðju þessu ári, og þá i Tímariti Verkfræð- ingafélags íslands. Ætla má að greinin skírskoti til áhuga fólks langt út fyrir raðir verkfræðinga, og því kynnt hér í Þjóðviljanum. Beint tilefni að greininni er nefndarálit sem unnið var fyrir nokkrum misser- um um þróun verkfræði- deildar Háskóla íslands áratuginn 1970 til 1990. Höfundur, sem sjálfur kennir við verkfræðihá- skóla í Noregi, færir rök að því að íslendingar hafi þörf fyrir allt öðru visi verk- fræðideild en hér hefur verið og ætlunin virðist að þróa á næstunni. Hann telur að einmitt þessa há- skóladeild eigi að knýta sem föstustum böndum við aðalatvinnuvegi íslend- inga, landbúnað og sjávar- útveg. Hann heldur því fram, að nú vanti um jáað bil 200 verkfræðinga til starfa í fiskiðnaðinum, og þess vegna þurfi að leggja alla áherzlu á undirbúning að kennslu i fiskiverkfræði. Fyrirmyndir að henni fáist ekki erlendis, heldur verði íslendingar sjálfir að byggja hana upp. Segir hann ,,að það sé bæði arð- bært og nauðsynlegt fyrir islenzku þjóðina að ríkis- valdið veiti nálægt 100 milj. króna árlega til kennslu og visindastarfsemi fyrir fisk- iðnaðinn". Fátt er brýnna en koma upp kennslu í fiskiverkfræði við Háskólann, því það vantar 200 verkfræðinga í fiskiðnað íslendinga Öskir um þróun verkfræði- deildar verður að byggja á ákveðnum skoðunum á hlutverki deildarinnar i islenzka þjóðfé- laginu, sem og á hlutverki verk- fræðinnar og verkfræðinga i þjóð- féiaginu. Einn meginþáttur i menningu alira þjóða sé sú þekk- ing, sem gerir þeim kleift aö lifa i og á umhverfi sinu. Verkfræðin i viðtækasta skilningi þess orðs fjallar um þessa þekkingu. Verk- fræðingurinn er samkvæmt þessu sérfræðingur i visindalegri notkun náttúrulögmálanna i þjónustu atvinnuvega þjóðfélags- ins. Af þessum skilgreiningum get- um við dregið þá ályktun að hlut- verk verkfræðideildar i islenzka þjóðfélaginu sé að mennta sér- fræðinga i notkun náttúrulögmál- anna i þjónustu islenzkra atvinnuvega. Vegna þeirra tak- markana, sem stærð islenzka þjóðfélagsins setur á fjár- og mannafla, er enn ekki hægt að ætlast til þess af deildinni, að hún haldi uppi fullkominni kennslu i öllum þeim verkfræðigreinum, sem islenzkt atvinnulif byggist á Mér virðist eðlilegt að fá deild- inni það verkefni að halda uppi kennslu i þeim verkfræði- greinum, sem islenzkir aðalat- vinnuvegir byggjast á. Nám i þeim greinum verkfræði, sem verkfræðideild ekki annast kennslu i, verða islenzkir náms- menn að stunda erlendis. Þetta leiðir til þess, að fá verður deild- inni það viðbótarverkefni að fylgjast með þvi hvort ávallt fáist menntaðir nægilega margir verk- fræðingar erlendis i öllum þeim greinum verk.fræði, sem islen2kir atvinnuvegir hafa þörf fyrir og deildin heldur ekki uppi kennslu i. Sýni það sig, að ekki sé hægt að fá menntaða nægilega marga verk- fræðinga erlendis i ákveðinni verkfræðigrein verður það að teljast með mikilvægari verkefn- um verkfræðideildar að taka upp kennslu i þessari grein. Aðalatvinnuvegir fslendinga eru fiskiðnaður (sjávarútvegur og vinnsla sjávarafla) og land- búnaður. Samkvæmt þessu ætti deildin fyrst og fremst að halda uppi kennslu i fiskiverkfræöi og búnaðarverkfræði (búfræði) Kennsla i byggingarverkfræði og skipaverkfræði verður einnig að teljast til mikilvægari verfi- efna deildarinnar vegna þess hve þessar greinai' fléttast náið inn i allt athafnalif þjóðarinnar. Ég tel, að áherzlu eigi að leggja á búfræðikennslu umfram aðrar greinar. Timabært er og nauð- synlegt islenzkum landbúnaði, að komið verði á fót háskólakennslu i þessari grein á Islandi á núver- andi áratug. Nám i búfræði má stunda erlendis. 1 nágranna- löndunum standa margir ágætir búnaðarháskólar opnir íslending- um. Það hefur hinsvegar ekki reynzt eins auðvelt að finna há- skóla i útlöndum þar sem fslend- ingar hafa átt þess kost að stunda fiskiverkfræðinám. Fiskiðnaður er aðalatvinnuvegur á tslandi. Fiskiverkfræði er sú verkfræði- grein, sem þessi atvinnuvegur ætti að gyggjast á. Fiskverkfræði er ekki hægt að nema erlendis. Hvaö er fiskiverkfræði? Áður en ég ræði nánar æskilega þróun verkfræðideildar, vil ég gera nánari grein fyrir þeirri verkfræðigrein, sem ég hef nefnt fiskiverkfræði. Hagkvæmt er að greina milli þriggja aðalþátta i fiskiverk- fræðinámi: 1. Nám sem lýtur að vélum og tækjum til fiskiveiða- og vinnslu. Þetta nám mætti hugsa sér sem sérgrein innan véla- eðlis- eða rafeindaverkfræði. Aðalverkefni þessara verkfræðinga væri þróun veiðiaðferða, hönnun veiðarfæra, hjálpartækja við fiskveiðar og véla til vinnslu sjávarafurða. Auk þekkingar á undirstöðuatriðum i véla- eölis- eða rafeindaverkfræði þyrftu þessir verkfræðingar að hafa haldgóða þekkingu á lifnaðarháttum sjávardýra og likamsbyggingu þeirra. 2. Nám, sem lýtur að verkunaraðferðum sjávarafla. Þetta nám mætti hugsa sér sem sérgrein innan efnaverkfræði. Aðalverkefni þessara verkfræðinga væri að sjá um vinnslu sjávarafla og þróun vinnsluaðferða. Þessi verkfræði- grein kemst næst þvi, sem nefnt hefur verið matvælaverkfræði. 3. Nám, sem lýtur að rekstri fiskiðjuvera og útgeröarfyrir- tækja. Þetta nám mætti hugsa sér sem sérgrein innan rekstrar- verkfræði eða viðskiptafræði. Aðalverkefni þessara verkfræð- inga væri að sjá um rekstur fiskiðjuvera og útgerðarfyrir- tækja og vinna að markaðsmál- um fiskiðnaðarins. Auk þekkingar i rekstrarverkfræði eða viðskiptafræði þyrftu þessir verkfræðingar að hafa yfirlits- þekkingu á veiði- og vinnslu- aðferðum i fiskiðnaði. Klofningur i íslenzkri verkmenningu Vegna þess að hingað til hefur aðeins verið haldið uppi takmark- aðri verkfræðikennslu á tslandi hafa flestir islenzkir verkfræð- ingar stundað nám sitt erlendis. Þær verkfræðigreinar, sem kenndar eru við skóla hjá erlend- um þjóðum, mótast af þeim þörf- um, sem atvinnulif þessara þjóða hefur fyrir verkfræðinga. Þess vegna fullnægir menntun islenzku verkfræðistéttarinnar þörfum islenzkra atvinnuvega aðeins að þvi leyti, sem þeim svipar til þeirra atvinnuvega, sem taldir eru það mikilvægir erlendis, að verkfræðikennslu sniðinni eftir þörfum þeirra er haldið uppi. t atvinnulifi þjóða þeirra, sem islenzkir námsmenn hafa átt kost á að stunda verkfræðinám hjá, hefur fiskiðnaður veriö talinn skipta svo litlu máli, að þessum þjóðum hefur ekki þótt takaþviað halda uppi kennslu i fiskiverk- fræði við skóla sina. Fyrir islenzku þjóðina hefur þetta og sú stefna, sem sem rikt hefur i uppbyggingu verkfræði- deildar, haft þær afleiðingar að aðeins um tuttugu verkfræðingar starfa nú i tengslum við islenzkan fiskiðnað. Þessi þróun hefur valdið klofningu i islenzkri verk- menningu. Annars vegar eru at- vinnugreinar þær, sem algengar eru i nágrannalöndum okkar. Fyrir þær hafa Islendingar komið á fót skólakerfi eftir erlendri fyrirmynd allt frá gagnfræðastigi til háskólanáms. Fyrir þessar at- vinnugreinar eru menntaðir iðnaðarmenn, tæknifræðingar og verkfræðingar. Til hinna ýmsu starfa i þessum greinum er, að hætti erlendra þjóða, krafizt ákveðinnar menntunar til sér- hvers starfs. Hins vegar er aðalatvinnu- vegur þjóðarinnar, fiskiðnað- urinn, sem skapar 80% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Fyrir hann hafa tslendingar ekki timt að koma upp neinu skóla- kerfi, ef frá eru taldar þær greinar, sem lúta að stjórnun fiskiskipa. Innan fiskiðnaðarins er ekki krafizt neinnar mennt- unar af starfsfólkinu, ef frá eru talin stutt námskeið handa þeim, sem gegna eftirlitsstörfum innan nokkurs hluta hans. Það er engu likara en að slenzka þjóðin hafi veriö svo áköf við að apa eftir skólakerfi og námsefni erlendra þjóöa, einkum þó Dana, að gleymzt hafi, að atvinnulif hennar er frábrugðiö atvinnulifi þessara þjóöa, og ekki minnst þvi danska. Málum er nú þannig háttaö á Islandi, aö fiskiðnaðurinn á ekki völ á neinu úrvali af sérmennt- uðum iönaðarmönnum, tækni- fræðingum eða verkfræðingum. öll framleiðniaukning og hagræð- ing i iðnaði byggist á þvi að iðnaðurinn eigi völ á menntuðu starfsliði. Meðan ekki verður breyting á menntunarástandinu i fiskiðnaðinum verða ekki verule- gar framfarir innan hans. Horfur i þróun fiskiðnaðarins A siðastliðnum 25 árum hefur orðið mikil vélvæðing bæði i islenzkum og erlendum fiskiðn- aði. Ýmis hjálpartæki hafa einnig komið til sögunnar. Þrátt fyrir þessa þróun sem margir „gamlir menn” telja til kraftaverka, er ekki skynsamlegt að loka augun- um fyrirþeirri staðreynd, að fisk- iðnaðurinn hefur þróazt mun hægar á þessum árum en iðnaður yfirleitt. Séð i þessu ljósi verður fiskiönaöurinn aö teljast van- þróuð iðngrein. Forustumönnum i fiskiðnaði margra þjóða er þetta ljóst. Þessar þjóðir eru nú sem óðast að gera ráðstafanir til þess að þróa fiskiðnað sinn til jafns við annan iðnað . Sem dæmi má nefna að norska rikissljórnin mun von bráðar leggja fyrir norska þingið frumvarp til laga um æðri mennt- un i fiskiðnaði. Stofnað verður til kennslu m.a. i fiskiverkfræði. Norðmenn og margar aðrar þjóðir, sem eru skæðir keppi- nautar Islendinga i fiskiðnaði , munu á næstu árum stórbæta menntunarástandið i fiskiðnaði sinum. Til þess að vera sam- keppnisfærir mega Islendingar ekki dragast aftur úr i þessum efnum Þó að etv. verði léttara i fram- tiðinni aö finna skóla i nágranna- löndunum, sem halda uppi kennslu i fræðum, sem varða fiskiðnað , má ekki draga þá ályktun að óþarfi sé fyrir fslend- inga að stofna skóla til þess að mennta starfsmenn fyrir þennan iðnað. Þörf fiskiðnaöarins fyrir menntaða starfskrafta 1 landinu eru nú nálægt 250 fiskverkunarstöðvar. Þar af eru milli 80 og 90 frystihús, um 100 saltfiskverkunarstöðvar og 50 sildar- og fiskim jölsverksmiðjur. Aðrar verkunárstöðvar eru söltunarstöðvar fyrir sild, niður- suðu- og niðurlagningaverk- smiðjur og ein hvalveiðistöð. I landinu eru um 400 fiskiskip stærri en 50 rúmlestir. Um helm- ingur þessara skipa er stærri en 100 rúmlestir. Þar af eru nokkrir hvalveiðibálar og um tveir tugir botnvörpunga. Ef gert er ráð fyrir þvi, að einn verkfræðingur og fimm til tiu aðrir faglærðir starfsmenn (fiskiðnaðarmenn og tæknifræð- ingar) störfuðu að meðaltali hjá hverju fyrirlæki, sést að hjá islenzka fiskiðnaöinum ættu að vinna hundruð verkfræðinga og þúsundir annarra faglærðra starfsmanna. I stað þess vinna i fiskiðnaðinum þúsundir ófag- lærðra manna og væru kallaðir fúskarar ef um aðra iöngrein væri að ræða. Af þessu er ljóst að ekkert erlent riki getur leyst menntunarvandamá! islenzka fiskiðnaðarins vegna þess hve þörfin er mikil. Islendingar veröa sjálfir að koma á fót skólum, sem veita menntun, sem hentar starfsfólki fiskiðnaðarins. Þróun islenzkra atvinnuvega næsta áratug fer eftir þvi hvort komizt verður fyrir klofninginn i verkmenningunni. Leiðrétta þarf það misræmi, sem er milli verk- menntunar islenzku þjóðarinnar og þarfa islenzkra atvinnuvega.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.