Þjóðviljinn - 23.12.1972, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 23.12.1972, Blaðsíða 15
I.augardagur 2:t. desember 1972 ÞJÖDVII.JINN — SÍÐA 15 Aukakaupgeta hjá heimilum Eldflaugar Framhald af bls. 1 miljónir dollara (um 800 miljónir isl. króna). Um 200 slikar flug- vélar eru staðsettar i herstöðvum USA i Suðaustur-Asiu. Hafa þær verið notaðar i hinum skeflalausu árásum á Norður-Vietnam undanfarna daga. Bandariska stórblaðið Herald Tribune segir að bandariskum hernaðarsérfræðingum standi mestur stuggur af þvi að nú fái Norðurvietnamar i fyrsta sinn tækifæri til að rannsaka hinn full- komna rafeindaútbúnað B-52 þot- anna, og einkum eru það hin sjálfvirku varnartæki þeirra sem þótt hafa fullkomin. Eina B-52 þotan sem skotin var niður áður, féll til jarðar i Kambódiu. Zwilling Framhald af bls. 11. 10 stigum á eftir Zwilling. Keppnin i Madonna di Campoglio á þriðjudaginn var afar hörð. Eftir fyrri umferð var Zwilling aðeins i 3ja sæti, en i fyrsta sæti var Kanadamaðurinn Jim Hunter, fjórum tiundu úr sekúndu á undan Zwilling. Hunter mistókst illa i siðari umferðinni og komst ekki á verðlaunapallinn. Hinsvegar keyrði Zwilling betur en nokkur annar i siðari um- ferðinni og sigraði örugglega. Svisslendingurinn Adolf Roesti náði öðru sætinu með góðu rennsli i 2. umferð og ttalinn Helmut Schmal náði 3ja sætinu, en hann var i 5. sæti eftir fyrri umferð. Blæs byrlega Framhald af 10. siðu. vinstrabandalaginu nokkrum stuðningi. Flokkur vinstrisósialista, PSU, hélt þing fyrir skömmu, en nokkrir at- kvæðamenn hans hafa þegar yfir- gefið hann og gengið undir merki Mitterands i hinni nýju alþýðu- fylkingu. Formaður flokksins, Michael Rocard, hefur lýst þvi yfir, að þaö væri beinlinis sjálfs- morð fyrir hann að ganga i gegn vinstra bandalaginu. Og nú siðast hélt Kommúnistabandalagið, samtök Trotskista, sem hafa allmikið látið að sér kveða í Frakklandi á undanförnum ár- um, fund i Versölum. Formaður flokksins Alain Krivine, gagn- rýndi að visu á margan hátt bandalag „umbótasinna- flokkanna tveggja”. Bandalagið ætlar að stilla upp eigin fram- bjóðendum i fyrstu umferð kosninganna til að profa styrkleik sinn. En i seinni umferð ætlar flokkurinn ,,án undantekninga” að styðja þann vinstrifram- bjóðanda, sem bezt er settur — en á franska þingið eru menn ekki kosnir i fyrri umferð nema þeir fái meirihluta atkvæða. Ný tillaga Framhald af bls. 7. upp i heiði, en einhvernveginn fannst okkur það svivirðing okkar krafta og fórum hvergi. Þess i stað fórum við á hverjum degi i gegnum allar greinar frjáls- iþrótta. Við vorum menn hins alhliða þroska eins og þeir á Endurreisnartimanum. Þá var nú ekki firringin i æskunni, hassið eða fjölmiðlarnir, heldur samstig framvinda mannreisnar. Sportdraugurinn Stundum á haustkvöldum eftir að myrkt var orðið mátti heyra dynki nokkra sérkennilega neðan af velli. Var sem einhver hlypi til, ræki stöng ofan i stangar- stökkskassann hægra megin við stökkgryfjuna og félli siðan i sandinn með þungum skelli eftir furðulanga stund. Þetta var iþróttadraugurinn okkar. Hopparinn hálfi, eins og viö ungviðið skirðum hann. En Guðjón skyggni hafði einu sinni á tunglbjörtu kvöldi séð hinum framliðna stangarstökkvara bregða fyrir yfir rá, sem einnig var annars heims, og stillt á eina fimm metra. Þótti Guðjóni það merkilegast að maðurinn var að- eins hálfur. Vantaði á hann fæturna og rúmlega það Þetta þótti mikil ráðgáta. Hvaða erindi átti framliðinn stangarstökkvari fótalaus til Skálmavikur? Sem betur fór féllst Sigriður miðill á að taka málið fyrir á næsta fundi. Hopparinn okkar kom manna fyrstur i miðilinn og sá hafði heldur betur sögu að segja. Túralis hét hann og var Jakúti austan frá Sibiriu. Hafði hann verið i miklum metum hjá sinu fólki bæði fyrir skotfimi og fyrir dugnað i þeirri þjóðariþrótt austur þar sem er fólgin i þvi, að stökkva á stöng yfir ár og læki sér til samgöngubóta. Túralis dó ein- mitt i sliku stökki. Var hann að hoppa yfir fljótið Múna er stöng hans skrikaði á árbotninum og kom hann illa niður á bakið á hvassan stein og hrökk svo gott sem i tvennt. Tók fljótið neðri hlutann og bar fram i stórfljótið Lenu og það festi hann við úrgangstimbur frá fangabúðum Stalins, sem rak alla leið upp á Islandsstrendur. Túralis fékk ekki kyrr legið heima, svo mjög saknaði hann fóta þeirra sem skópu honum frægð i lifanda lifi. Þvi var andi hans kominn hingað til Skálmavikur — fótabein hans höfðu fundizt með öðrum manna- leifum eftir kafbátabardaga úti fyrir flóanum og var þvi öllu dembt i eina gröf án yfirsöngs. Þótti Túralis sér mikil vansæmd sýn með þessari meðferð en reyndi að fróa sér með þvi að iðka iþrótt sina þegar skammdegi fór i hönd. Skálmavikingar brugðust við fljótt og vel. Þeir grófu upp fóta- bein Túralis eftir tilvisun miðils- ins og voru þau furðu stórgerð. Næsta sunnudag jarðsöng séra Gisli á Innskálum fæturna i ný- vigðum og áður ósnertum graf- reit fyrir frægðarmenn byggðar- innar. Hann talaði i ræðu sinni um þann sameinandi anda iþrótt- anna, sem umlykur þjóðirnar hvert sem efnahagskerfi þeirra annars er, og bað hinum fram- liðna bróður, sem tókst á loft i Siberiu en kom niður i skálmavikskri mold, allrar bless- unar. Þennan sama dag bætti Torfi i Stapakoti persónulegt met sitt úr 3,85 i 4,20 metra. Var hann siðan Islandsmeistari i stangarstökki allt fram á daga Valbjörns Þorlákssonar. Árni Bergmann. Stórt stökk Framhald af bls. 2. að hún verði rithöfundum lyfti- stöng. Með þessu er að opnast leið til þess, að rithöfundar sem hafa i raun og veru fullan hug á að starfa að list sinni, geti gefið sig óskiptirað sinum störfum eins og æskilegt er að allar starfsstéttir geri. Ég skal engu spá um það, hvernig reglur verða settar um úthlutun þessa fjár, en mér finnst sjálfri eðlilegt að fyrst af öllu væru þeir á dagskrá sem hafa gefið út bók á hinu tiltekna ári, og i öðru lagi sé söluskattsupphæðin fyrst og fremst til viðmiðunar, en salan sjálf ekki einráður mæli- kvarði á úthiutunina (enda mjög erfitt i framkvæmd). Mér finnst hér fyrst og fremst um að ræða viðurkenningu stjórnvalda á þvi aö rithöfundar þurfi laun fyrir störf sin eins og annað fólk. Og ég hefi þá trú, að eftir að þetta er á komið munum við fá betri bækur. Rafmagn Framhald af bls. 16. tekið vel tilmælum rafmagns- veitnanna að spara rafmagnið, og hefðu margir tekið jólaskreyting- ar úr sambandi. — Þvi meir sem fólk sparar rafmagnið, þeim mun minni verða þau svæði sem skammta þarf á, og rafmagns- leysið styttra hverju sinni — sagði Haukur. Kafmagnsveitur rikisins liafa beðið okkur að konia á framfæri við lesendur eftirfarandi upp- lýsingum, vegna rafmagns- truflana undanfarna daga: Vegna bilunar á Búrfellslinu er fyrirs jáanlegt, að rafmagns- truflanir verði næstu 3 daga eða jafnvel lengur. Af þessum sökum verður að skammta rafmagn i borginni og gerir rafveitan sér vonir um að njóta sem svarar 70% vanalegrar orku fyrir Reykjavik og nágrenni. Skömmtun verður þannig framkvæmd að frá kl. 7 að inorgni til kl. 24 að kviildi verður rafmagn skammtað, en að nætur- lagi verður reynt að komast hjá sköm mtun. Skömmtun verður misströng þannig, að ströngust verður hún þegar álagið á neyzlutoppunum er mcst, kl. 11-13 og 18-20 i dag, en kl. 16-18 á morgun (aöfangadag). A þessum timum vcrður slraumur rofinn i 1 klst. en siðan verður straumur i 45 minútur. Utan þessa tima vcrður straumur á i I klst i senn á 1-2 tima fresti. Engin skömmtun cr frá miðnætti til morguns. Ekki er hægt að segja til um rafmagnsskömmtun cinstakra hvcrfa, þar sem það getur verið breytingum undirorpið, hvenær liverfi fá rafmagn og með hvaða millibili. Vik i Mýrdal. 21/12 — Hér er jólaverzlun mun meiri en i fyrra hjá Kauplelagi Skaftfellinga og ég hygg að það megi segja yfir alla Íinuna, sagði Kjartan Kjart- ansson. verzlunarstjóri. Á árinu hefur verið starfrækt prjónastofan Katla og hafa marg- ar húsmæður unnið þar og skapar það mörgu heimilinu aukagetu. Hefur kaupgeta verið mun meiri hér hjá fólki en áður. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför LILJU MAGNÚSDÓTTUR. Guðmundur Finnbogason, börn, barnabörn og barnabarnabörn. Akureyri lljólbarðaviðgerðir. Iljólbarðasala. Snjóneglum notaða og nýja hjólbarða. R (iúimníviiinnstofan BÓTIN Iljalteyrargötu 1 Akureyri. Simi 12025. Auglýsing frá ríkisskattstjóra um endurmat eigna skv. ákvæðum 22. gr. laga nr. 7 — 1972. Fjármálaráðuneytið hefur sett verklagsreglur um endurmat eigna skv. tilvitn- aðri lagagrein. I I. tl. verklagsreglnanna segir svo: „I. Ileimild til endurmats: Einungis atvinnufyrirtækjum, þ.c. félögum og einstaklingum, sem stunda atvinnurckstur, er heimilt að biðja um endurmat samkv. 22. gr. Ilcimildin nær að sjálfsögöu einungis til eigna, sem notaðar eru við atvinnureksturinn sjálfan. Ekki skal heimila endurmat eftir 31. des. 1972, þ.e. ákvörðun um endurmatiö skal tekin af endurmatsbeiðanda á árinu 1972. Hafi skattstjóra verið til- kynnt um slika ákvörðun á árinu 1972 má hann úrskurða greinargerð þar um, sem fylgir framtali árið 1973.” Athygli þeirra aðila, sem hlut eiga að máli, er hér með vakin á því, að þeim ber aðtilkynna hlutaðeigandi skattstjóra fyrir árslok 1972, hafi þeir í huga að nota rétt sinn til endurmats eigna skv. tilvitnaðri lagagrein. Greinargerð um sjálft endurmatið þarf að berast hlutaðeigandi skattstjóra eigi síðar en með framtali ársins 1973. Rikisskattstjóri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.