Þjóðviljinn - 23.12.1972, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 23.12.1972, Blaðsíða 10
ÍO.SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN l.augardagur 23. desembcr 1072 Verzlunin GELLIR selur v-þýzkar úrvalsvörur frá ITT SCHAUP-LORENZ. Kynnist tæknilega fullkominni framleiðslu. Ferðaviðtæki, segul- bönd, STEREO-hljómtæki og sjónvörp. Það borgar sig að kaupa það vandaða. Veitum heiðruöum viðskiptavmum okkar full- komna varahluta- og viðgerðaþjonustu._ Verzlunin GELLIR = Garðastræti 11 sími 20080 I Skiladagur í dag — Happdrætti Þjóðviljans GLENS Brézjnéf hélt ræðu á hátíðarfundi í Kreml í ræðu sem Brézjnéf aðal- ritari Kommúnistaflokks Sovétrikjanna, flutti á há- tíðafundi í tilefni 50 ára afmælis ríkisins i gær, sagði hann m.a. að framtíð sovézk-bandarískra sam- skipta væri m.a. háð friðar gerð í Víetnam. Hann sagði að Kinverjar hefðu neitað að gera griðasátt- mála við Sovétríkin. Brézjnéf boðaði m.a. gerð nýrrar stjórnarskrár fyrir landið. Brézjnéf vék fyrst að sam- búðarmálum Sovétþjóða sem hann taldi að leyst hefðu verið fyrir fullt og alll; mestu skipti i þvi sambandi að tekizt hefði að jalna mun á efnahagsþróun hinna ýmsu landa, og hefði það verið unnt með margþættri aðstoð af hálfu þeirra héraða sem þróuðust voru og þá einkum af hálfu rúss- neskra verkamanna. Brézjnéf lagði til, að afmælis- dagur rikisins, 30.desember, yrði gerður að opinberum hátiðisdegi. Ilann sagði að timi væri til þess kominn að ljúka gerð nýrrar stjórnarskrár. Sovétrikin hefðu breytzt úr riki „alræðis öreiganna” i „sósialiskt riki allra vinnandi manna” og bæri að breyta stjórnarskránni i sam- ræmi við það. Mikili hluti ræðunnar fjallaði um alþjóðamál og þá aðgerðir Sovétrikjanna i friðarmálum. Brézjnéf lagði áherzlu á að árásarstrjöldin gegn Vietnam væri óþverralegust allra styrjalda i bandariskri sögu. Eitt höfuðverkefni sovézkrar utan- rikisstefnu er að slökkva ófriðar- bálið i Indókina. Sovétrikin sýna samstöðu sina með þjóð Viet- nams i verki eftir mörgum leiðum. Stefna kinverskra forystu manna, sagði Brézjnéf, miðar að þvi að valda Sovétrikjunum sem mestu tjóni. Þetta er i hæsta máta óeðlileg afstaða og i óhag kin- Brezjncf versku þjóðinni. Sovétrikin gera engar landakröfur eða efnahags- legar kröfur á hendur Kina. Peking hefur hafnað þvi að gera griðasamning milli rikjanna að tillögu Sovétmanna, en sovézka þjóðin trúir þvi, að þegar allt kemur til alis muni hagsmunir beggja þjóða, lögmál sögunnar, hafa sitt fram og sovézk-kinversk vinátta muni endurreist. Er það undir Kinverjum komið hvenær af þvi verður. Bréznjéf minntist á samskipti Sovétrikjanna við lönd Asiu, Afriku og Römönsku Ameriku. Sovétrikin veita virkan stuðning þjóðfrelsisbaráttu og framfara- stefnu nýfrjálsra rikja. Allir sem vilja i raun efla frið i heiminum, hljóta, sagði ræðumaður, að vinna i auknum mæli að þvi að slökkva glæður ófriðar i Austur- löndum nær og kveða niður árásarstefnu Israels. í Evrópu er það á dagskrá að draga með róttækum hætti úr spennu. Samningar Sovét- rikjanna og Póllands við Vestur- Þýzkaland, samkomulag um Vestur-Berlin og samningur um samskipti Vestur-Þýzkalands og DDR eru helztu áfangar á þeirri leið. öryggismálaráðstefna Evrópurikja mun byrja nýjan kapitula i sögu álfunnar. Sovét- rikin munu stefna að þvi að þetta frumkvæði sósialiskra rikja leiði til verulegs árangurs fyrir alla þátttakendur ráðstefnunnar. Sovétrikin eru, sagði ræðu- maður, hlynnt alvarlegum við- ræðum um takmarkanir á vig- búnaði og herstyrk i Evrópu, sem og þróun alhliða samstarfs á sviði efnahags- og menningarmála. Ræðumaður skilgreindi fram- tiðarhorfur i sovezk-bandariskum samskiptum og lagði áherzlu á að mikilvægi þeirra samninga sem þegar hafa verið gerðir og mögu- leika á aö ná nýjum áföngum. En margt mun háð þvi hvernig atburðir þróast á næstunni og þó einkum hvaða stefnu viðræður um vopnahlé i Vietnam taka. Brézjnéf sagði, að Sovétrikin hefðu borið fram hugmynd um mótun sameiginlegs öryggis- kerfis i Evrópu, sem ekki væri beint gegn Kinverjum. Sovét rikin gerðu ráð fyrir að Kina yrði aðili að sliku kerfi með jöfnum rétti við aðra. Sovétrikin eru reiðubúin til að semja við hvaða kjarnorkuveldi sem er um gagnkvæmar skuldbindingarum að hafna vald- beitingu og þá notkun kjarna- vopna. Stéttarleg barátta tveggja kerfa á sviði efnahagsmála, stjórnmála og hugmyr.dafræða mun halda áfram, en Kommúnistaflokkurinn og sóvézka rikið munu beita sér fyrir þvi, að þessi sögulega óumflýjan- lega barátta fari fram i þeim far- vegi, sem ekki býður upp á hættur . i styrjöldum, hættulegum árekstrum, stjórnlausu vig- búnaðarkapphalupi. Brézjnéf vék að efnahags- málum. Sagði hann að verulegur hagvöxtur hefði átt sér stað i undirstöðuiðngreinum sl. tvö ár. Þrátt fyrir mikla þurrka i sumar hefði kornuppskeran orðið 168 miljónir smálesta og myndi „eðlilegt líf landsrns” ekki truflast. 34 milljónir manna hefðu fengið kauphækkun eða hækkun lifeyris á sl. tveim árum og 23 miljónir hefðu flutt i nýjar ibúðir. Niðurstöður skoðanakannana BYRLEGA BLÆS FYRIR FRÖNSKUM VINSTRIMÖNNUM Birtar hafa veriö niöur- stööur fyrstu skoöanakann- ana sem fram fara fyrir næstu þingkosningar í Frakklandi. Þær benda til þess, aö foringi sósíalista, Francois Mitterand, hafi veriö óþarflea svartsýnn, þegar hann fyrir hálfu ári kom í heimsókn til danskra sósialdemókrata. Þá trúöi hann Jens Otto Krag fyrir því, aö hann vonaöist að (leorges .Marchais — 45% kjoscnda sem skiptast nokkuð jafnt milli kommúnista og sosialista. visu til þess aö vinstriöflin ynnu á, en hann gerði ekki ráö fyrir raunverulegum sigri. Franska stofnunin Sofres upplýsir i blaðinu Le Figaro, að bandalag sósialista og kommúnista geti búizt við að fá 45% atkvæða. Hér er um 3% aukningu að ræða siðan i október. Stuðningsmenn þessa bandalags skiptast nokkuð jafnt — 22% styðja kommúnista en 23% sósial- ista, og kemur þetta sér vel fyrir Mitterand, sem má oft heyra frá hægri raddir um aö hann sé gisl kommúnista. Aðalritari Gaullista hefur mjög gaman af myndrænu máli. Hefur hann fundið upp nýja likingu með vinstra bandalaginu og bil. Situr þá kommúnistafor- inginn Georges Marchais við stýrið, en Francois Mitterand við hlið hans, i þvi sæti sem kallað er slysasætið. Flokkar þeir sem styðja stjórn Pompidous geta hinsvegar búizt við 38% stuðningi. 20% styðja Gaullista, 15 óháða repúblikana og 3% ..lýðra’ðis- og framfara- sinnaða miðjumenn”. Gaullistar þurfa þvi að taka á hinum stóra sinum i myndrænni sköpun ef þeir ætla að breyta þessari afstöðu. Að lokum má þess geta að „umbótasinnar” Servans- Schreibers og Jean Lecanuets Mitterand, leiðtogi sósialista. Gaullistar segja að hann sitji i slysasætinu. geta búizt við stuðningi um 15% kjósenda, og getur mikið oltið á þeim hluta F'rakka. önnur athugun sýnir, að aðeins 24% Frakka eru hræddir við að sjá kommúnista i rikisstjórn, en 59% finnst að það sé beinlinis aðlaðandi tilhugsun að þeir séu þar. Það er þvi i ráun og veru um að ræða breiða og ómótstæðilega sókn á vinstra armi franskra stjórnmála — og þessi velgengni hefur þegar dregið til sin siðustu efasemdamennina meðal sósial- ista. Smáflokkar lengst til vinstri eru til dæmis knúðir til þess, nauðugir viljugir, að játa Frh. á bls. 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.