Þjóðviljinn - 31.12.1972, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 31.12.1972, Qupperneq 3
Sunnudagur 31. desember 1972 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 3 Kristinn E. Andrésson: BRUNASÁRIN 1 VlETNAM Það sviður i hjartað að hugsa til Vietnam þessa helgidaga. Fyrir forsetakosningarnar i haut lét bandarikjastjórn i veðri vaka að samningar um vopnahlé væru á næsta leiti og hét að undirrita þá 31. október. Það loforð var svikið, og strax að kosningum loknum setti hún fram ný og ný skilyrði, sem hvorki stjórnin i Hanoi né þjóðfrelsis- hreyfingin gátu gengið að, allt svikabrellur til að niðurlægja þjóðina i Víetnam og fá ástæðu til að halda striðinu áfram með nýju offorsi. Frá þvi 18. des. hefur, eins og Manchester Guardian komst að orði, verulegt morðæði gripið Nixon bandarikjaforseta. Hundruð flugvéla af stærstu og fullkomnustu gerð varpa sprengjum nótt og dag yfir borgir og byggðir, yfir óbreytta borgara jafnt börn sem fullorðna, yfir gróður jarðar sem mannvirki. Alls staðar brennur og sviður undan eldslogum og sprengi- flisum er smiðaðar eru af visindalegri hugkvæmni til að valda sem sárustum kvölum. Viðbrögð almennings i heiminum við þessum feiknum hafa aldrei oröið eins sár og hörð. Þær vonir sem menn gerðu sér um frið snerust i nýjar árásir, ekki strið i venjulegri merkingu heldur pyntingaraðgerðir eins og Olav Palmé segir réttilega. Heimsfriðarhreyfingin hefur hvatt allar þjóðir til mótmæla og skorað á forseta Sameinuðu þjóðanna að gera allt sem f hans' valdi stendur til að fá þessar árásir stöðvaðar. Stjórnir Norðurlanda hafa sýnt virðingar- vert fordæmi. Svikin við Vietnam eru svik við allar þjóðir. Þau vekja sársauka, eru auðmýking hverjum hugsandi manniá jörðu, eins og hrækt sé i andlit honum. Undan brunasárunum i Vietnam sviður samvizku alls heimsins. En hvað geta tslendingar gert? Þeir geta i fyrsta lagi hætt að afsaka hryðjuverkin og hætt að vegsama og dýrka forseta Bandarikjanna, hvað illt sem þeir aðhafast. Nærtækt dæmi: Sömu dagana og Nixon lætur rigna sprengjunum yfir Vietnam háði fyrirrennari hans Harry Truman dauðastrið sitt. tslenzkir fjöl- miðlar hafa sjáldan látið sér jafn annt um liftóru nokkurs manns. Þeir viku ekki frá sjúkrabeð hans, fluttu fréttir af liðan hans æ ofan i æ og krupu með helgisvip við hlið Nixons við kistu hans látins og lögðu áherzlu á hverrar virðingar hann hefði áunnið sér i forsetatið sinni. Hver var Harry Truman og hver voru hin virðingarverðu afrek hans? Hann Kristinn E. Andrcsson varpaði kjarnorkusprengjum á Hirósima og Nagasaki, steikti i eldslogum yfir tvö hundruð þúsundir Japana og eitraði i grennd hvert byggt ból. Hann blés að glóðum kalda striðsins, eyði- lagði árangurinn af starfi Roose- velts og gekkst fyrir Kóreu- striðinu, sem meðal annars var haft að átyllu til að hernema lsland. Menn geta skilið að Nixon, eftirmaður Trumans i forsetastóli og honum ennþá fremri sem starfsbróðir i myrkraverkum vilji heiðra minningu hans og gefa um leið sjálfum sér synda- kvittun fyrirfram. En hvað gengur islenzkum fjölmiðlum til? Morgunblaðið sagði i forystu- grein á föstudaginn að það sé „álitamál” hvort Truman hafi gert rétt að myrða i einu 200.000 Japana. Er ekki ástæða til að óska hinum kristnu ritstjórum Morgunblaðsins til hamingju með þennan nýja jólaboðskap? Nixon hefur fyrirskipað „þjóðarsorg” i mánuð eftir Truman. Er til of mikils mælzt að biðja fjölmiðla á tslandi, hljóðvarp og sjónvarp, að hlifa þjóðinni við að heyra nafn hans oftar? Og tslendingar geta gert margt fleira en hætt að tilbiðja forseta Bandarikjanna. Þeir geta tekið undir með Vietnamnefndinni og mótmælt i heyranda hljóði árásunum á Vietnam, og stutt þar með hina hugdjörfu andspyrnu- hreyfingu i Bandarikjunum sjálfum. Bæði einstaklingar, félög og landssamtök geta mót- mælt. Menn ættu að geta stigið, þó ekki væri nema einn dag, út úr kölkuðum gröfum sinum, og sýnt mannlega tilfinningu og alþjóð- legan samhug. Hvernig geta prestar landsins stigið i stólinn þessa hátiöisdaga án þess að láta striðið i Vietnam hræra hjörtu sin og mótmæla i guðs nafni og anda mannkærleikans þeim hryðju- verkum sem þar eru framin? Hvernig geta foringjar verka- lýðsfélaga og Alþýðusambands Islands látið sjá sig meðal félaga sinna án þess að hafa fordæmt þessar nýju árásir á ibúa Viet- nam? Og hvað með bændasamtök tslands? Vietnamar eru sjálfir bændaþjóð. tslendingar hafa átt skapheita menn. Bólu-Hjálmar talaði i fullri einurð við drottin er hann bað hann að létta neyð ættjarðar- innar: en viljirðu ekki orð min heyra, eilif náðin guðdómlig, skal mitt hróp af heitum dreyra himininn rjúfa kringum þig. Jón Vidalin skar ekki heldur utan af oröum sinum. Það er ekki nóg að muldra einhverjum mót- mælum i barm sér, heldur á ræða þin að vera heit og skorinorð. Og hver opinber einörð mótmæli af hálfu tslands eru mikilvæg. Islendingar hafa i tið núverandi stjórnar rétt hlut sinn á alþjóða- vettvangi, eru um þessar mundir i háu áliti meðal Sameinuðu þjóð- anna. Það er hlustað á rödd tslands og hún er þvi þyngri á metunum sem þjóðin sýnir meiri dirfsku. Mikilvægt er lika að fara að dæmi Finria og viðurkenna þegar i stað stjórnina i Hanoi og bráðabirgðastjórn Þjóðfrelsis- hreyfingarinnar i Suður-Vietnam. Málstaður Vietnams er mál- staður allra þjóða, hvers ærlegs manns er þessa jörð byggir. Kristinn E. Andrésson ORÐSENDING FRÁ RAFMAGNSVEITU REYKJAVÍKUR Ef straumlaust verður eru notendur beðnir að slökkva ó eldavélum og öðrum tœkjum í eldhúsi, til þess að flýta fyrir þvi að straumur komist ó að nýju. RAFAAAGNSVEITA REYKJAVÍKUR Ævintýragetraun Samvinnubankans URSLIT Ævintýrin, sem Bjössi Baukur birtist í,voru þessi: 1. Rauöhetta 2. Þyrnirós 3. Nýju fötin keisarans 4. Mjallhvít og dvergarnir sjö 5. Jói og baunagrasið Alls bárust 3930 lausnir. Þegar dregið var úr réttum lausnum urðu eftirtalin 100 börn hlutskörpust og fá Bjössa Bauk sendan í verðlaun: Adolf Friðriksson, Heiðarbraut 45, Akranesi Agúst Guðmundsson, Njörvasundi 14, Reykjavík. Anna María Jóhannsdóttir, Hraunteigi 21, 3.hæð, Rvík. Arni Friðjón Arnason, Krossi, Barðaströnd Arnór Jónatansson, Ulíðarvegi 3, Isafirði Asgeir Emilsson, Hainargötu 55, Seyðisfirði Asgerður Asgeirsdóttir, Eyjabakka 18, Reykjavík. Asta Teresía Baldursdóttir, Laugarásvegi 39, Reykjavík. Asta M. Guðlaugsdóttir, Dvergabakka 6, Reykjavík. Asta H. Jóhannsdóttir, Ránargötu 9, Akúreyri. Asta Oddleifsdóttir, Haukholtum, Hrunamannahreppi, Arn Asta Birna Stefánsdóttir, Skipasundi 25, Reykjavík. Atli Þór Tómasson, Holtagerði 4o, Kópavogi. Baldur Örn Baldursson, Laugarnesvegi 39, Reykjavík. Baldur Már Róbertsson, Mánavegi 6, Selfossi Bergdís Ellertsdóttir, Kóngsbakka lo, Reykjavík. Birgir Ölafsson, Fjólugötu 11, Vestmannaeyjum. Björn Indriðason, Kjartansgötu 4, Borgarnesi. Birna G. Ragnarsdóttir, Skúlagötu 14, Borgarnesi. Bryndís Theódórsdóttir, Hraunbæ 57, Reykjavík. Dóra Stefánsdóttir, Baldursgötu 33, Reykjavík. Edda Georgsdóttir, Háaleitisbraut 33, Reykjavík. Einar Lúðvíksson, Grenimel 2o, Reykjavík. Egill Kr. Björnsson, Fjarðarstræti 57, Isalirði. Elín Jóna Haraldsdóttir, Hörðuvöllum 2, Selfossi. Elín Hildur Sveinsdóttir, Bjarkarhlíð 6, Egilsstöðum, S-Múl. Elísabet Stefánsdóttir, Þórustíg 5, Ytri-Njarðvík Erla Jóhannsdóttir, Kúrlandi 3, Reykjavík. Eyþór Björgvinsson, Goðheimum 14, Reykjavík. Fjóla Guðmundsdóttir, Laugarnesvegi 9o, Reykjavík. Fjóla Sigurðardóttir, Blöndubakka 5, Reykjavík. Friðrik Sölvi Þórarinsson, Birkivöllum 4, Selfossi. Gerður P. Guðlaugsdóttir, Stóragerði 18, Reykjavík. Gísli Þórir Albertsson, Skógum, A-Eyjafjöllum, Rang Gísli Björgvi.n Konráðsson, Silfurgötu lo, S t ykk ishólmi. Guðbjörg Steinsdóttir, Hátúni 7, Eskifirði Guðbjörn Salmar Jóhannsson, Hafnarstræti 17, Isafirði Guðlaug Halldórsdóttir, Haðalandi lo, Reyk.javík. Guðný Aðalbjörg Jónsdóttir, Löngubrekku 9, Kópavogi. Halldór Örn Egilsson, Alfheimum 72, Reykjavík. Halldóra Ragnarsdóttir, Efstasundi 23, Reykjavík. Hallgrímur S. Hallgrímsson, Smáraflöt 16, Garðahreppi. Heiðdís Þorsteinsdóttir, Bugðulæk 12, Reykjavík. Helena Líndal Baldvins, Strembugötu 16, Vestmannaeyjum. Helga Halldórsdóttir, Hraunbraut 4, Kópavogi. Helga Hal1grimsdóttir, Kristnesi, Hrafnagilshreppi, Eyjaf Hildur Armannsdóttir, Eyjabakka 24, Reykjavík. Hjördís Þorgeirsdóttir, Meistaravöllum 13, Reykjavík. Hólmfríður S. Jónsdóttir, Þorfinnsstöðum, V-Húnavatnssýslu. Hraí nhildur Sveinsdóttir, Fögrubrekku 36, Kópavogi. Hulda María Mikaelsdóttir, Yrsuíelli 12, Reykjavík. Höskuldur Sveinsson, Grænuhlíð 14, Reykjavík. Ingibjörg Gunnarsdóttir, Engihlíð 7, Reykjavík. Ingibjörg Hinriksdóttir, Hlíðarvegi 42, Siglufirði Ingibjörg Ölafsdóttir, Efstalandi 16, Reykjavík. ívar Gunnarsson, Asavegi 23, Vestmannaeyjum. Jakob Hjaltason, Laugargerði, Biskupstungum, Arnessýslu Jenný B.jörk Sigmundsdóttir, Ferjubakka 12, Reykjavík. Jens Ölafsson, Kjartansgötu 2, Reykjavík. Jóhanna Bergmann, Blönduhlíð 14, Reykjavík. Jóhannes 11. Jónsson, Vogagerði 4, Vogum, Vatnsleysuströnd. Jón Harðarson, Víðihvammi 5, Kópavögi. Karólína S. Hróðmarsdót t ir, Laugalæk 9, Reyk.javík. Katrín Asgrímsdóttir, Hafnarbraut 2, Höfn, Hornafirði. Kristín Valdimarsdóttir, Hraunbæ 114, Reykjavík. Lára Gunnvör Friðjónsdóttir, Geitlandi 11, Reykjavík. Lára Kristín Pálsdóttir, Kleppsvegi 128, Reykjavík. Laufey Helga Asmundsdót t i r , Fagrabæ lo, Reyk.javík. Leifur Magnússon, Hoísvallagötu 61, Reyk.javík. Magnús S. Kristinsson, Nönnustíg 1, Hafnarfirði Margrét Ö. Magnúsdóttir, Birkimel 6, Reykjavík. • María Jónsdóttir, Háaleitisbraut 39, Reykjavík. María B. Magnúsdóttir, Asvallagötu 46, Reykjavík. ölafur Ragnarsson, Skúlagötu 14, Borgarnesi. Ragnar Haraldsson, Hörðuvöllum 2, Selfossi Ragna Ragnars, Bólstaðarhl íð 15, Reyk.javík. Ragna & Ingibjörg Sæmúndsdætur, Hraunbæ 17o, Reykjavík. Rannvéig Guðrún Gísladóttir, Samtúni 8, Reykjavík. Reynir Sigurðsson, Teigagerði 12, Reykjavík. Sigrún Gunnarsdóttir, Laufvangi 9, Hafnarfirði Sigurður Örn Eiríksson, Fögrubrekku 43, Kópavogi. Sigurður Halldórsson, Tunghaga pr. Egilsstaðir. Sigurjón Vilhjálmsson, Hlemmiskeiði, Skeiðum, Arnessýslu Sigurlín Jóna Baldursdóttir, Alfhólsvegi 25, Kópavogi. Sigursteinn Hjartarson, Neðri-Hundadal, lalasýslu. Sjöfn Sigfúsdóttir, Hólavegi 34, Sauðárkróki. Stefanía Sif Thorlacíus, Haðalandi 18, Reykjavík. Steinunn Geirmundsdóttir, Lyngheiði 11, Selfossi. Steinunn Steingrímsdóttir, Langholtsvegi 167, Reykjavík. Svava Jóhannesdóttir, Skipholti 3o, Reykjavík. Svava Björg Svavarsdóttir, Borgarfossi v/Arbæ, Reykjavík. Unnur Runólfsdóttir, Hraunbæ 18, Reykjavík. Unnur S. Sigurðardóttir, Skipholti 47, Reykjavík. Vala Ölafsdóttir, Leifsgötu 19, Reykjavík. Valdimar Sigurðsson, Melabraut 42, Seltjarnarnesi. Vilhjálmur Jón Guðjónsson, Bræðraborgarstíg 19, Reykjavík. Þóra Svavarsdóttir, Skálagerði 9, Reykjavík. Þórarinn Ingi Ölafsson, Digranesvegi 115, Kópavogi. Þórir Björn Jónsson, Asbraut 21, Kópavogi. Örn Arason, Stóragerði 17. Hvolsvelli, Rang. $ SAMVINNUBANKINN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.