Þjóðviljinn - 31.12.1972, Side 9

Þjóðviljinn - 31.12.1972, Side 9
Sunnudagur 31. desember 1972 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 Jóhann J.E.Kúld sjötugur í dag Jóhann J.E. Kúld er sjötugur i dag að sagt er. Enginn sér á Jóhanni merki aldraðs manns a.m.k. ekki við starfsmenn Þjóð- viljans sem hittum hann margoft, er hann leggur fram skrif sin, þættina Fiskimál, sem nú hafa birzt hér i blaðinu um langt ára- bil. Ekki verður þess vart að aldraður maður stýri þar penna, þvert á móti tekur Jóhann sifellt á nýjum og nýjum viðfangsefnum og er um leið óþreytandi að fylgja eftir hugmyndum sinum um það sem til heilla má horfa. Fiskimálaþættir Jóhanns J.E. Kúlds hafa verið blaðinu ákaflega dýrmætt efni. Vegna þeirra hefur mikill fjöldi manna fengið sér- stakan áhuga á Þjóðviljanum og þeim málstað er blaðið flytur daglega. i annan stað er það ó- metanlegt að hafa liðsmann við dagblað sem skrifar af jafnmikilli þekkingu og jafnmikilli einurð um málaflokk, sem á Islandi hefur svo geysimikla þýðingu, sem er sjávarútvegurinn og allt er að honum lýtur. Jóhann hefur ekki innt Þjóð- viljann eftir verklaunum fyrir verðmætt framlag sitt gegnum árin. Hann hefur á seinni árum verið einn örfárra manna sem á þennan hátt hafa lagt blaðinu lið með efni án þess að fá nokkurn tima annað en þakklæti okkar sem að blaðinu stöndum frá degi til dags. En Jóhann hefur unnið starf sitt að fiskimálaþáttum Þjóðviljans sem áhugamaður um sjávarútvegsmál, sem sósialisti, sem fórnfús, baráttuglaður liþs- maður, og svo gerir hann enn bg gerir vonandi sem lengst. Jóhann Kúld! Þjóðviljinn flytur þér enn þakkir fyrir framlag þitt. Þakkirnar eru vissulega fátækleg afmælisgjöf, en þær eru fluttar af heilum hug samstarfsmanna og lesenda þinna. Þjóðviljinn óskar afmælis- barninu alls góðs og væntir árangursriks samstarfs i fram- tiðinni sem hingað til. Happdrætti vangefinna. Einn mesti eldhugi og áhuga- maður islenzkrar verkalýðs- hreyfingar, Jóhann J. E. Kúld, rithöfundur og fiskimatsmaður, er sjötugur i dag. Jóhann er Mýramaður og Breiðfirðingur að ætterni. Hann er fæddur að Okrum i Hraun- hreppi i Mýrasýslu 31. des. 1902, sonur hjónanna Eiriks Kúld Jónssonar bónda þar og Sigriðar Jóhannsdóttur frá öxney. Hann stundaði nám i Iðnskóla i Reykja- vik 1920 en lagði siðan fyrir sig sjómennsku næstu árin. Árin 1920-1926 var hann búsettur i Noregi og stundaði mest veiði- skap og siglingar. Arið 1926 settist hann að á Akureyri og átti þar heima til 1941. Stundaði hann þar sjómennsku en átti um skeið við vanheilsu að búa og dvaldi af þeim sökum um tima á Kristneshæli. Eftir að Jóhann fluttist til Reykjavikur árið 1941 starfaði hann um tima hjá brezka flotanum að björgunarstörfum en gerðist siðan birgðastjóri hjá flugmálastjórn rikisins. Þá starfaði Jóhánn við fiskimat 1950- 1961 og var m.a. fiskvinnsluleið- beinandi sjávarútvegsráðu- neytisins 1958-1959. Siðar vann hann alllengi við skrifstofustörf og hefur nú fyrir nokkru hafið að nýju störf við fiskmat rikisins og gegnir þar mikilvægum fræðslu- og forystustörfum. Hér verða ekki tfunduð öll þau félags- og forustustörf sem Jóhann Kúld hefur sinnt af sinum alkunna áhuga um dagana. Þess skal þó getið að hann var aðalfor- göngumaður að stofnun Sjó- mannafélags Norðurlands (siðar Sjó mannafél^Akureyrar) og var kjörinn fyrsti formaður þess og átti sæti i stjórn þess meðan hann bjó á Akureyri. Þá vann hann ötullega að stofnun Sambands islenzkra berklasjúklinga meðan hann dvaldist á Kristneshæli og gaf þá út blaðið Berklavörn. Hann átti sæti i stjórn Sambands islenzkra berklasjúklinga 1938- 1939. Hann hefur jafnan látið sig Styrktarfélags samvinnumál miklu skipta og verið formaður i deildarstjórnum KRON frá 1946. Hann hefur verið virkur þátttakandi i Rithöfunda- félagi Islands og átti sæti i stjórn þess 1958-1960. Hann átti sæti i stjórnskipaðri nefnd sem vann að endurbótum á fiskframleiðslu 1958-1959. Jóhann hefur fengizt allmikið við ritstörf og eru lesendum Þjóð- viljans ekki sizt kunn skrif hans árum saman um sjávarútvegs- mál, sem eiga sér stóran og sivaxandi lesendahóp. Hefur Jóhann skilað þeim skrifum af einstakri reglusemi og ódrepandi áhuga þess manns sem veit sig hafa margt jákvætt og fræðandi fram að færa um undirstöðuat- vinnuveg landsmanna. Mun ekki um það deilt að skrif Jóhanns um þessi mál séu byggð á óvenju vfð- tækri þekkingu og fróðleiksöflun sem óhjákvæmilega hefur tekið mikinn tima og haldið er við af þeirri atorku og dugnaði sem Jóhannier gefinn flestum fremur. Er enginn vafi á að upplýsinga- starfsemi og skrif Jóhanns um sjávarútvegsmál hafa skilað ótrúlegum árangri fyrir sjómenn og sjávarútveg hér á landi og vakið marga til nýrrar vitundar um mikilvægi og farmtiðarmögu- leika fiskveiða og nýtingar sjávarafla. En ritstörf Jóhanns eru ekki öll talin þótt minnzt sé á þennan um- fangsmikla þátt þeirra. Hann hefur auk þess skráð allmargar bækur um sjómennsku og sjó- mannalif. Fyrsta bók hans, tshafsævintýri, kom út 1939 og siðan hver af annarri: Svifðu seglum þöndum (1940), Á hættu- svæðinu (1942), Um heljarslóð (1943), Á valdi hafsins (1946), Þungur var sjór (1948) og Upp skal faldinn draga, kvæði (1955). Eru bækur Jóhanns lipurlega skrifaðar og hinar fróðlegustu. En auk þeirra liggja eftir hann fjöldi blaðagreina eins og fyrr er að vikið. Jóhann Kúld hefur jafnan verið mikill áhugamaður um félagsmál og látið þau til sin taka á marg- vislegum vettvangi. Ekki sizt hefur verkalýðshreyfingin og samtök islenzkra sósialista notið áhuga hans og starfskrafta ára- tugum saman. Hann var eins og áður er að vikið brautryðjandi hagsmunasamtaka sjómanna á Akureyriog starfaði þar einnig af áhuga og dugnaði i stjórnmála- hreyfingu verkalýðsins. 1 sam- tökum sósialista hér syðra hefur hann aldrei látið á sér standa til starfa og lagt mikið af mörkum. Hefur aldrei á honum staðið er þurft hefur á liðsinni að halda i starfi og baráttu hreyfingarinnar. Hann var m.a. i kjöri við þing- kosningar bæði i Mýrasýslu og Snæfellsnessýslu fyrir Sósialista- flokkinn og gegndi fyrir hann ýmsum öðrum trúnaðarstörfum. 1 Alþýðubandalaginu hefur Jóhann einnig verið ötull og virk- ur félagi og m.a. setið i miðstjórn þess og látið þar mikið til sin taka. Jóhann Kúld er gæddur óvenju- legum áhuga fyrir þeim málum sem hann hefur tekið ástfóstri við og veit til heilla horfa. Hann er heilsteyptur atorkumaður og hreinskiptinn drengskaparmaður sem mikill ávinningur er að eiga samfylgd með og vinna með að sameiginlegum áhugaefnum. Þar sem Jóhann er er aldrei logn eða deyfð.heldur lif og starf,og fram- lag hans er slikt að hann ætlast einnig til að aðrir liggi ekki á liði sinu. Með honum er gott að starfa að sameiginlegum áhugamálum og hann kann vel að taka bæði sigrum og ósigrum. Jóhann Kúld er tvikvæntur. Fyrri konu sina, Halldóru Þor- steinsdóttur, missti hann 1934 eftir fárra ára sambúð. Siðari kona hans er Geirþrúður Asgeirsdóttir hjúkrunarkona, bónda á Arngerðareyri við tsa- fjarðardjúp Gúðmundssonar. Nú á sjötugsafmælinu nýtur Jóhann Kúld þeirrar gæfu að búa við gott heilsufar og óskerta starfskrafta. Ahugi hans og storka er með þeim hætti að margur sem yngri er að árum þættist fullsæmdur af. Ég veit að þessi siungi eldhugi leggur nú upp i áfanga áttunda áratugsins með óbugaðan hug og af þeirri bjart- sýni og trú á framtiðina sem lengi hefur verið honum drjúgt vega- nesti. Ég óska afmælisbarninu allra heilla og þó fyrst og fremst þess að honum megi lengi enn endast sá lifskraftur og sú starfs- orka sem gerir hann öllum minnisstæðan sem með honum hafa barizt og starfað að sameiginlegum hugðarefnum. Guðmundur Vigfússon. Jóhann J.E. Kúld er sjötiu ára i dag 31. desember 1972. Sjötugir menn eru taldir nokkuð farnir að eldast og eru það vissulega ef miðað er við árafjölda. En aldur talinn i árum segir ekki allt, jafn- vel blekkir á stundum. Menn ungir að árum geta verið staðnaöir i skoðunum og áhuga- litlir nema um sina eigin velliðan. Sjötugir menn og eldri geta verið ungir i reynd, ferskir og skýrir i hugsun, opnir og mót- tækilegir fyrir nýjum viðhorfum, áhugasamir um samfélagsleg málefni og verið virkir þátt- takendur i starfi á fleiri en einum vettvangi; svo er um Jóhann J.E. Kúld. Þannig hefur hann raunar alltaf veriö i huga undirritaðs frá þvi persónuleg kynni okkar hófust fyrirum það bil tveim áratugum. Raunar hafði undirritaður heyrt nafnið Jóhann Kúld löngu áður en leiðir okkar lágu saman, einfald- lega vegna þess að Jóhann J.E. Kúld hefur verið þjóðkunnur maður um áratuga skeið. Leiðir Jóhanns og undirritaðs lágu saman i sósialiskum stjórnmála- samtökum, Sósialistaflokknum og Alþýðubandalaginu, og höfum við starfað þar saman i sömu „deild” um tuttugu ár. Telég þaö mikið happ að hafa notið félags- skapar og samstarfs við Jóhann Kúld og vil nú nota tækifærið að þakka honum vináttu hans og hvatningu, þegar ekki leit vel út um okkar sameiginlegu áhuga- mál. Jóhann J.E. Kúld er þjóð- kunnur maður eins og áður var sagt, og hefur viða komið við og lagt fjölmörgum félagslegum málum liðsinni sitt. Virkur þátt- takandi i verkalýðsmálum m.a. stofnandi og fyrsti formaður Sjó- mannafélags Akureyrar, frum- kvöðull við myndun samtaka berklasjúklinga, áhugasamur stuðningsmaður samvinnu- hreyfingarinnar, m.a. meö starfi i KRON og stöðugt virkur þátt- takandi i sósialisku flokksstarfi islenzkrar alþýðu. Megin-áhuga- efni Jóhanns J.E. Kúld hefur verið starf og afkoma islenzkra sjómanna. Hefur Jóhann með greinum sinum og ritgerðum um islenzka fiskiskipaútgerð, fisk- veiðar og verkun fiskafla, unnið frábært og ómetanlegt starf. I hinum óteljandi greinum og rit- gerðum Jóhanns um sjávarút- veginn hefur mjög oft verið vakin athygli á nýjum möguleikum i sjávarútvegi, sem siðan hafa reynzt arðsamir og mikilvægir i atvinnulegu tilliti. En aðalmark- mið með ritgerðum Jóhanns J.E. Kúld er og hefur alltaf verið að efla hag hins óbreytta islenzka fiskimanns og verkafólksins sem vinnur aflann i landi. Jóhann J.E. Kúld hefur vissu- lega verið einn þeirra braut- ryðjenda sem fyrstir kveiktu eldana, ekki til að orna sjálfum sér, heldur fyrst og fremst vegna heildarinnar, Margur nýtur nú þeirra elda sem Jóhann kveikti einn eða með öðrum. Jóhann J.E. Kúld hefur lagt gjörva hönd á margt^m.a. ritað bækur um sjóferðir sinar og ævin- týri. Hins vegar er Jóhann tregur á að segja frá eða að telja upp hin margvislegu mál sem hann hefur að unnið. Gaman væri þvi.að hann ritaði nú bók um reynslu sina og framgang áhugaefna sinna fyrr og siðar. Einn aðili á Jóhanni J.E. Kúld mikið að þakka, mikið meira en aðrir, það er dagblaðið Þjóðviljinn. 1 Þjóðviljanum hafa nú i áratugi birzt greinar Jóhanns um sjávarútveginn og hafa þessar greinar hans m.a. gert Þjóðviljann eftirsóknarverðan. Sem sósialisti og áhugamaður um Þjóðviljann þakka ég Jóhann J.E. Kúld fyrir- hið mikla fram- lag hans til blaðsins. Þótt Jóhann J.E. Kúld sé nú sjötugurer engan bilbug á honum að finna,og óska ég honum þess að hann hafi heilsu i mörg ókomin ár, til að vinna gömlum og nýjum áhugamálum sinum gagn. Ég óska Jóhanni J.E. Kúld og hans ágætu konu, Geirþrúði, heilla i telefni sjötiu ára afmælisins. Gleðilegt nýttár, þökk fyrir þau liðnu. Guðjón Jónsson, járnsmiður. BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32. LJÓSASTILLINGAR HJÚLASTILLINGAR MOTORSTILLINGAR Látið stilla i tíma. H| Fljót og örugg þjónusta. I 13-10 0 IÐNÞJÓNUSTAN S.E. Sínti 24911 ALHLIÐA FAGMANNSVINNA Svavar Gestsson i BORGAIISPÍTALINN Heimsóknartími Frá og með 2. janúar 1973 verða heim- sóknartimar i Borgarspitalanum i Foss- vogi sem hér segir: Mánudaga til föstudaga kl. 18.30-19.30 Laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-14.30 ogkl. 18.30-19.00 Heimsóknartimar geðdeildar i Hvita- bandinu og hjúkrunar- og endurhæfingar- deildar i Heilsuverndarstöðinni verða óbreyttir. Ileykjavík, 28. desember 1972. Heilbrigðismálaráð Reykjavíkurborgar. V inningsnúmerin: R- 13959 Hornet SST X- 686 Peugeot 304 R- 25869 Datsun 1200 Ó- 205 VW 1300

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.