Þjóðviljinn - 31.12.1972, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 31.12.1972, Blaðsíða 11
Sunnudagur 31. desember 1972 l’JÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Sýnishorn af islenzkum fatnaði — annarsvegar almennur tizkufatnaður og hinsvcgar kápur sem hafa verið seldar með góðum árangri erlend- is. Bjart framundan í ullar- og skinnasölu Hvernig er svo hljóðið í þeim sem fást við útflutn- ing? Við slógum á þráðinn til Úlfs Sigurmundssonar, framkvæmdastjóra Útflutningsmiðstöðvarinn- ar. — Það er jafn bjart framundan i ullar- og skinnasölunni og áður, þó ekki sé'borðliggjandi að salan tvöfaldist eins og á árinu sem er að liða. —• Það var mikil kápusala á Bandarikjamarkaði i ár, voru ekki gerðir einhverjir viðbótar- samningar? — Það fer fram forsala nú i desember og janúar i Bandarikj- unum, og á þessari forsölu munu svo frekari samningar byggjast. Nú er um meira úrval að ræða i fatnaði en áður, og svo bætist við á sölulistanum keramik, gull- og silfurmunir og húsgögn. Við höf- um haft jákvæðar fréttir af þessari forsölu. t Evrópu er þessi söluaðferð ekki stunduð, þar er i gangi umboðsmannakerfi. Mesti viðburður á næsta ári verður sennilega kynning á islenzkum varningi á vegum Eatons i Winni- peg i ágústmánuði, og verður sennilega stærsta búðakynning sem við höfum tekið þátt i. Við gerum okkur vonir um að þar verði seldar vörur fyrir háar upp- hæðir á okkar mælikvarða. Þá er verið að kanna hugsan- legan útflutning á húsgögnum fyrir Kaupfélag Árnesinga og tré- smiðjurá Hvolsvelliog Vik i Mýr- dal, en þessi fyrirtæki ætla að vinna saman i sölumálum, og eru að hugsa um sölu til Bretlands. — sj. áætlun um húsnæöisbyggingar fyrirárin 1971 og 1972 var sagt að þörf væri fyrir byggingu 1800 ibúða á ári, en ekki voru byggðar nema um 1200 ibúðir hvort árið. A þessu sést aö langt er frá þvi að ibúðarþörfinni sé fullnægt. íbúðalán hækka. Gert er ráð fyrir að lán Hús- næðismálastofnunarinnar til ibúðabygginga hækki á árinu 1973 úr 600 þús. kr. á ibúð i 800 þús. kr. Þetta gildir fyrir þá sem hefja framkvæmdir við íbúðabyggingu á árinu 1973, en fyrir þá sem hófu byggingu á árunum 1971 og 1972 verður lánið hækkað i 700 þús. kr. Á árinu 1972 tókst að veita öll- um þeim úrlausn sem sóttu um lán til Húsn.málastofnunarinn- ar, og sagði Siguröur, að þótt nú þegar væri ekki fengið fé til að fullnægja jafnmörgum lánaum- sóknum á árinu 1973, miðað við 800 þúsund kr. lán á ibúð, væri ljóst að stofnunin yrði að fá það fé, og fullur vilji væri hjá öllum aðilum um að útvega það — og það hlýtur að fást,sagði Sigurður. —S.dór. Breiðholtsbyggingar Ungverskur sérfrœð- ingur mun aðstoða við gosefnarannsóknir Gosefnaframleiðslan byggist fyrst og fremst á raforku Á árinu sem er að liða var mynduð samstarfsnefnd um gosefnarannsóknir, þar sem Iðnaðarráðuneytið, Rannsóknarstofnun iðnað- arins, Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins og Orkustofnun eiga hlut að. Við spurðum Pétur Sigur- jónsson, . forstöðumann Rannsóknarstofnunar iðn- aðarins, hvað væri helzt að frétta af störfum sam- starfsnefndarinnar. Kynnisferð til Armeniu og fleiri staöa. Þrir menn fóru i sumar á veg- um þessarar nefndar til Rúss- lands, m.a. til Armeniu, þar sem er mikil perlusteinsvinnsla. Þeir komu einnig til Tékkóslóvakiu, Ungverjalands og Austurrikis. 1 förinni voru Aðalsteinn Jónsson, Haraldur Asgeirsson, og Stefán Arnórsson. Þeir hafa gefið skýrslu um förina og á grundvelli hennar er undirbúningi haldið áfram — Hvernig standa málin i dag? — Það er væntanlegur hingað ungverskur sérfræðingur til að vinna frekar að þessum málum. Þá eigum við von á tækjum i sam- bandi við þetta. — Er perlusteinninn hugsaður til útflutnings? — Nei, fyrst og fremst sem inn- lendur iðnaður, en ef um útflutn- ing yrði að ræða, þá yrði það unn- inn varningur. — Er perlusteinninn fyrst og fremst hugsaður sem byggingar- efni? — Hann er til margs nýtur, og við höfum ekki einskorðað notkun hans við neitt sérstakt svið. Hann er af ýmsum gæðaflokkum i Prestahnjúk, og innanum ágætt efni, sem er sizt verra en annars staðar. Nú stendur yfir forkönn- un, og þá er eftir að gera frum- sýnishorn og kanna markað, þannig að a.m.k. næsta ár fer i áframhaldandi undirbúnings- störf. Titarivinnsla ætti að vera hagkvæm — Hvað geturðu sagt mér um frumefnið Titan sem minnzt hef- ur verið á að vinna hér? — Það er aðallega notað sem fyllingarefni, i málningarvörur, samanber titanhvita, og svo mik- ið i sambandi við pappirsiðnað og fleira. Það er mikill markaður fyrir þetta efni. Hingað til hefur efnið verið unnið úr rútíl, sem er tiltölulega hrein málmtegund er finnst aðallega i Astraliu og er af það skornum skammti að hún mun ganga til þurrðar innan tii- tölulega skamms tima. Þess vegna hefur áhuginn beinzt að ilminiti, sem er járntitan-sam- band og finnst i ýmsum bergteg- undum. Með þvi að hreinsa þetta efni úr t.d. sandi er hægt að fá ágætis hráefni. Þetta hefur verið gert á kemiskan máta með sýr- um, en það er ákaflega dýr aðferð og fylgir henni mikil mengun, svo að unnið hefur verið að þvi að vinna þetta með rafhitabræðslu. Kanadamenn, Bandarikjamenn og Rússar eru komnir i gang með rafhitabræðsluna. — Stendur þetta á algjöru byrj- unarstigi hjá okkur? — Undirbúningsrannsóknir hafa verið gerðar; hingað kom rússneskur sérfræðingur i vor og hann vann að undirbúnings- og hagkvæmisathugunum, og þetta virðist lita vel út. Fyrir okkur er þetta áhugavert, þar sem notað yrði mjög mikið rafmagn við Pétur Sigurgeirsson vinnsluna og mengun litil. Það ætti að vera auðveldara að selja titanioxýðið en t.d. ál, sem er lok- aður markaður, en samkeppnin verður samt hörð og það þarf að vinna vel að þessum málum. Basalt og perlu- steinn í bland — Svo hafa verið nefnd rör og leiðslur úr basalti. — Já, það er hægt að gera margt úr þessum gosefnum, nota til dæmis saman basalt og perlu- stein, og það eru ýmsar hug- myndir i sambandi við þetta sem verða athugaðar nánar þegar Ungverjinn kemur, en hann er væntanlegur i febrúarmánuði. — Þessi mál fara sem sagt aö skýrast seint á næsta ári? — Já, og þetta er að minum dómi áhugavert og mikið verk- efni, en ég vil undirstrika að við verðum á öllum þessum sviðum i harðri samkeppni við erlend fyr- irtæki, en raforkan er undirstaða alls þessa iðnaðar og þar ættum við að standa vel að vigi þegar timar liða fram. Svo erum við sammála um að leggja ekki i iðn- að sem byggir á ódýru vinnuafli, heldur að láta raforkuna vinna fyrir okkur. sj.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.