Þjóðviljinn - 04.01.1973, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 04.01.1973, Qupperneq 1
ingurinn ófundinn Siðan á þriðjudagsmorgun hefur staðið yfir mikil leit að Erlendi Jónssyni, Suðurgötu 60 á Siglufirði, en hann sást siðast um kl. 21 á nýársdagskvöld. Þrátt fyrir viðtæka leit bæði á þriðjudaginn og til kvölds i gær hefur hún enn engan árangur borið. Erlendur er sextugur að aldri og kvæntur. Sókn gegn hernum í Kambodju PHNOM PENH 3/1. All- mikill straumur flóttafólks fer nú eftir þjóðvegi 3 til höfuðborgarinnar í Kam- bodju eftir harðar árásir skæruherja Þjóðfrelsis- hreyfingar Kambodju á stöðvar stjórnarhersins. Skæruherirnir hafa skotið miki- um fjölda eldflauga að borginni Tram Khnar, sem er 40 km. fyrir suðvestan höfuðborgina. Borg þessi er á miðri sóknarleið skæru- herjanna á þessu svæði, en þeir Framhald á bls.15. Hver var niður- staðan? Hver var niðurstaðan og hvenær var hún birt al- menningi? Þannig spyr Matthias Matthiasson raf- virkjameistari i grein i Morgunblaðinu i gær þar sem hann gagnrýnir hönnun Búr- fellslinu og telur að islenzkir sérfræðingar hefðu átt að fjalla um það mál. Hann spyr siðan — með ofangreindri spurningu — hver sé niður- staðan af rannsókn á bilun Búrfellslinu fyrir tveimur ár- um. Spurninguna lögðum við fyrir Eirik Briem og eru svör hans birt á 3. siðu. t forustu- grein er þetta mál og gert að umtalsefni. — Sjá 6. siðu. Línan þyrfti að vera tvisvar sinnum öflugri Segir Páll Bergþórsson veðurfrœðingur um Búrfellslínuna Biaðið sneri sér i gær til Páls Bergþórssonar veður- fræðings vegna þess veðurs sem gekk yfir suðvestur- land fyrir jólin og varð þess valdandi að Búrfellslína skemmdist og þéttbýlis- svæðið varð rafmagnslaust við upphaf jólahátíðarinn- ar. Páll Bergþórsson sagði þá meðal annars: Eftir þvi sem ég hef komizt næst eru kröfur um Búrfellslinu þær að hún þoli 55 1/2 metra á sekúndu i vindhraða i mestu vind- hviðum eða 100 hnúta. Þetta er allt of litið ef linan á að vera sæmilega stöðug. 1 fyrsta lagi má almennt gera ráð fyrir 100 hnúta vindhraða i mælingarhæö, sem er 10 metrar frá bersvæði. Slikur vindhraði mældist hér i Reykjavik fyrir um 30 árum svo dæmi sé nefnt. En. auk þess þarf i öðru lagi að gera ráð fyrir þvi að vindur er allmiklu snarpari i meiri hæð og þegar komið er upp i 60 metra hæð má gera ráð fyrir 20-30% meiri vind- hraða en i mælingarhæð. Þetta þýðir að reikna verður með 120 til 130 hnútum. En ekki eru öll kurl enn til graf- ar komin, þvi að gera verður ráð fyrir öryggisstuðli til þess að mæta óvenjulegustu aðstæðum. Algengt er að reikna þannig með 50% krafti i viðbót við það mesta sem búizt er við. Ég tel þvi að eðlilegt hefði verið að hanna linuna með tilliti til 150 hnúta vindhraða, sem þýðir að hún hefði átt að vera tvisvar sinn- um traustari þvi veðurþunginn eykst meira en hlutfallsleg aukn- ing vindhraðans i hnútum. Það má auðvitað segja, sagði Páll Bergþórsson, að mestu vind- hviðurnar komi ekki af þessum krafti á alla iinuna i einu. En á móti kemur að i miklum vindi sveiflast linan til og þá koma rykkir sem geta verið varasamir. Og ofan á þetta allt saman þarf að gera ráð fyrir isingu. Páll sagði að lokum að töluvert hefði vantað á það á dögunum að veðurhæðin næöi þvi sem mest gerist. Þannig mæizt 80 til 85 hnútar á suðvesturlandi — en samt fór linan og rafmagnslaust varð. ) * gg . Iliill ■ i Utfluttar iðnaðarvörur: Gengishagnaði ráðstafað í fyrsta sinn til hagræðingar Ríkisst jórnin hefur ákveðiö að verja gengis- hagnaöi af útfluttum iðnaðarvörum, sem fram- leiddar voru fyrir l. jan 1973, til sérstakra ráðstaf- ana i þágu iðnaðarins i landinu. i auglýsingu, sem birt hefur verið frá iðnaðarráðuneytinu, segir að við skil gjaldeyris til banka fyrir útfluttar iðnaðarvörur framleiddar fyrir 1. jan 1973 skuli hann greiddur útflytjanda á gamla genginu, og færður á sérstakan reikning á nafni ríkissjóðs i Seðlabankan- um. Gengishagnaði þessum skal ráðstafað af rikis- stjórninni í þágu iðnaðarins samkvæmt nánari ákvörð- un. Ákvörðun rikisstjórnarinnar um þetta efni hefur verið tekin samkvæmt heimild i lögum frá 20. des. s.l. Þetta er i fyrsta skipti, sem gengishagnaði af útfluttum iðnaðarvörum er ráðstafað með slikum hætti, en við fyrri gengis- fellingar hefur gengishagnaði af útfluttum sjávarafurðum hins vegar oft verið varið til sérstakra ráðstafana i þágu sjávarútvegs- ins eða til að greiða niður gengis- tap á lánum hans. Rikisstjórnin hefur nú lögum samkvæmt fullt vald til ráð- stöfunar á þeim gengishagnaði, sem myndast við gengisfelling- una, af útfluttum iðnaðarvörum. Ekki mun óalgengt að fyrirtæki liggi með birgðir af framleiðslu- vörum fyrir 1-2 mánuði og álverk- smiðjan og kisilgúrverksmiðjan fyrir lengri tima. Þau fyrirtæki, sem keypt hafa rekstrarvörur vegna þeirra birgða, sem þau liggja með, á er- lendum lánum, sem greiða verð- ur samkvæmt nýja genginu, geta sótt um undanþágu frá skilum á gengishagnaði, en verða að gera það fyrir 15. þ.m. Ekki er á þessu stigi hægt að gera sér fulla grein fyrir, hver sú upphæð verður, sem með þessum hætti myndast til opinberra ráð- stafana i þágu iðnaðarins sem heild, en ráðgert er að fénu verði varið til að greiða fyrir nauðsyn- legum skipulagsbreytingum i rekstri iðnaðarins, hugsanlegum samruna fyrirtækja og hvers kon- ar hagræðingu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.