Þjóðviljinn - 04.01.1973, Side 6

Þjóðviljinn - 04.01.1973, Side 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 4. janúár 1973 DWÐVIUINN MaLGAGN sósíalisma, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Kitstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson (ál>.) Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur). Askriftarverö kr. 225.00 á mánuði. Lausasöluverð kr. 15.00. Prentun: Blaöaprent h.f. GLUNDROÐAKENNINGIN LIÐIN UNDIRLOK Það fer merkilega litið fyrir borgar- stjórn Reykjavikur i fréttum stærstu fjöl- miðla landsins. Þó eru jafnan að gerast þar fróðleg tiðindi, sem mætti vissulega vekja athygli á. Til dæmis hefur það sjálf- sagt farið fram hjá furðu mörgum að næstliðin tvö til þrjú ár hafa verið að ger- ast merkileg pólitisk tiðindi i samskiptum vinstriflokkanna. Vinstriflokkarnir i borgarstjórn eru fjórir. Að baki þeim stendur meirihluti Reykvikinga, en samt eru þeir minnihluti borgarfulltrúa — 7 á móti 8 frá Sjálfstæðisflokknum. Löngum hefur það verið svo að vinstriflokkarnir VANTRt Á ÍSLENZKA SÉRFRÆÐINGA - OFTRt Á ÚTLENDINGA Á valdatima viðreisnarflokkanna var rikjandi oftrú á allt það sem útlent er. Jafnvel islenzk sérfræðiþekking var látin fyrir róða og fremur fengnir útlendir menn til þess að annast verk en að fela þau is- lenzkum sérfróðum aðilum. Þetta er raunar grundvallarástæðan fyrir raf- magnsleysi á Landsvirkjunarsvæðinu um jólin. Það kemur fram i grein i Morgun- blaðinu i gær eftir Matthias Matthiasson, sem sjálfur hafði yfirstjórn með byggingu 130.000 volta háspennulinunnar frá Reykjavik að írafossi 1952, siðan við lagn- ingu 130.000 volta turna háspennulinu frá Irafossi að Steingrimsstöð. Sú lina hefur staðizt öll veður hingað til, rok og isingu. En þegar reisa átti turnana fyrir Búrfells- linu þótti ekki ástæða til að leita til þeirra manna sem á þennan hátt höfðu áður gengið frá hliðstæðum mannvirkjum hér- lendis. Um það segir Matthias Matthias- son, rafvirkjameistari: ,,Landsvirkjun hefði aldrei átt að vera með þennan upp- skafningshátt við erlenda sérfræðinga heldur átt að snúa sér að okkur islenzku verkfræðingunum, sem þekkja landið okkar og veðráttu þess hér norður á hjara heims miklu betur en lognverkfræðing- arnir i Chicago og Paris.” ,,Ég er hand- viss um það” segir Matthias ennfremur ,,að bandariskir raforkuframleiðendur mundu aldrei i Bandarikjunum byggja eins veikbyggða háspennulínu og Búr- fellslinu ...” Það var bandariska verkfræðifyrirtækið Harza, sem hafði eftirlit með þolprófun stálturnanna á Búrfellslinu og siðar hafði sama fyrirtæki eftirlit með lagningu lin- unnar. Greinilegt er nú, að þetta fyrirtæki var ekki vandanum vaxið; það þekkti ekki islenzkar aðstæður á neinn hátt. „Logn- verkfræðingar” þess réðu ekki við verk- efnið. En islenzkir sérfræðingar um linu- lagningar fengu hvergi nærri að koma og þvi fór sem fór. Og enn geta rafmagnsnot- endur átt eftir að finna fyrir þvi sjálfir að oftrú á það sem útlent er getur orðið dýr — en þeir mega um leið prisa sig sæla yfir að dekurstefnu við útlendinga mun ekki leng- ur fylgt. FÉLL Á EIGIN PRÓFI Morgunbl^ðið kallar sig blað allra landsmanna. „Blað allra landsmanna” hefur enn ekki flutt fréttir af stærsta fundi sem hérlendis hefur verið haldinn vegna erlendra atburða. Er hér átt við mót- mælafundinn gegn loftárásum á Vietnam, sem haldinn var á gamlársdag i Reykja- vik. En stundum birtir þetta hofmóðuga blað fregnir eða jafnvel ræður stjórn- málaandstæðinga i heild: — það er til dæmis gert i gær, þegar birtist ræða for- hafa átt erfitt með að vinna saman og það er ekki fyrr en nú á þessu kjörtimabili að flokkarnir hafa staðið algerlega samein- aðir að afgreiðslu fjárhagsáætlunar. Þeir hafa saman flutt ályktunartillögur, borg- arfulltrúar vinstriflokkanna hafa skipt þvi með sér að mæla fyrir þessum ályktunar- tillögum. Nú vita vinstrimenn i Reykjavik gerla, að meginstyrkur ihaldsins i borgarstjórn- arkosningum i höfuðstaðnum hefur verið svonefnd „glundroðakenning”; að ihaldið gæti eitt stjórnað borginni — tapaði það meirihlutanum hlytist af glundroði með samsteypustjórn hinna flokkanna. Nú hef- ur það — eins og áður segir — sannazt að þessir flokkar allir geta mæta vel starfað saman að málefnum Reykjavikurborgar. Alþýðubandalagið, Alþýðuflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Samtök frjáls- lyndra þurfa nú að taka höndum saman og stefna að þvi að ihaldið falli i Reykjavik i borgarstjórnarkosningunum á næsta ári, 1974. Einlægir vinstrimenn i höfuðstað lands- ins vilja vafalaust að vinstriflokkarnir i borgarstjórn standi þannig að málum sem eftir er kjörtimabils borgarstjórnar að sem beztar likur verði á sigri þeirra og falli ihaldsins. Það væru mikil tiðindi og góð, ekki aðeins i sögu borgar heldur og i sögu þjóðarinnar allrar. sætisráðherra, er hann flutti á gamlárs- dag. Fyrirsögn ræðunnar i Morgunblaðinu er þessi: „Enginn þjóð reynzt íslending- um betur en Bandarikjamenn. Skulum setjast niður með Bretum og reyna að leysa landhelgismálið”. Þjóðin þekkir ræðu forsætisráðherra frá gamlárskvöldi og hún veit hversu nærri lagi tilvitnuð fyr- irsögn er. „Blað allra landsmanna” hefur fallið á eigin prófi ennþá einu sinni. Nábýli hersins og Hornfirðinga Mörg eru undarleg tiltæki bandarísku herstjórnarinn- ar og kemur sumt fram hér á íslandi i sambandi við dvöl bandarískra her- manna hér á landi. Engum sælgætispökkum mun hafa rignt yfir Víetnam úr bandarískum flugvélum um nýliðin jól, en ekki eru reyndar ýkja mörg ár síðan bandaríska herstjórin heimskaði sig á slíkum sendingum úr lofti yfir Víetnam meðan skammvinnt hlé varð á sprengjuregninu. Austur á Hornafirði sitja hins vegar nokkrir amerískir dátar, sem um árabil hafa reynt að tæla til sín íslenzk börn á jólum, ef verða mætti til að kaupa ameríska hernum vinsældir her a íslandi. Sjálfsagt hefur þörfin fyrir öflun vinsælda aldrei verið brýnni en nú, og sælgætispakkarnir amer- isku hér á íslandi vaxið í réttu hlutfalli við aukið sprengjumagn í Víetnam. En unga fólkinu á Höfn í Hornafirði var nú nóg boðið. Því tóku menn sig til og útbjuggu þann dreifimiða, sem við birtum hér á síðunni og var hann borinn i hvert hús í þorpinu. Af jólagleði ameriskra hermanna á Islandi árið 1972 hefur Þjóðviljinn hins vegar engar fréttir. Frá fréttaritara Þjóðviljans í Hornafirði: Hreppsnefnd Hafnarhrepps varar við áfengisböli Hreppsnefnd Hafnar- hrepps í Hornafirði hefir nýverið gert samþykktir varðandi áfengismál, enda ekki ástæðulaust að fyrir- menn ríkis- og bæjarfélaga láti slík vandamál til sín taka. Fyrir nokkru var sam- þykkt á fundi hrepps- nefndar áskorun á alþingi þess efnis, að það sam- þykki þingsályktunartil- lögu þá, sem þingmenn allra flokka hafa lagt fyrir alþingi um bann við vín- veitingum í opinberum veizlum. Á fundi sínum þann 21. desember síðast liðinn gerði hreppsnefndin svo þá samþykkt í áfengismálum í þrem liðum, er hér fylgir: „1. Með tilliti til þeirra vanda- mála, sem skapast við áfengis- neyzlu ungiinga og alls þess iila, sem af henni kann að leiða, skorar hreppsnefnd Hafnar- hrepps á alla, sem áfengi hafa um hönd, að láta það ekki tii unglinga undir 18 ára aldri, enda er það refsiverður glæpur, sem löggæzla verður að láta til sin taka. 2. Hreppsnefndin skorar á öll félög, félagasambönd og klúbba að sýna gott fordæmi mcð þvi að veita ekki áfengi i veizlum eða á fundum og sam- komum á þeirra vegum. 3. Hreppsnefndin samþykkir að ekki verði veitt vin I veizlum, sem haldnar eru á vegum Hafnarhrcpps”. Hátíð friðarins A meðan við höldum jólin hátiðleg, murkar vinaþjóð vor, sem einnig gerir sér dagamun um þessar mundir, lifið úr saklausri smáþjóð á fjarlægum slóðum. Þessari vinaþjóð vorri sýn- um við tráust og virðingu með þvi að leigja hluta af landi okkar i nafni „varna”. Jólagjafir bandariska hersins i Vietnam hafa verið eyðilegging á landi og út- rýming heilla fjölskyldna og þorpa. Hluti þessa sama hers heldur jólin hátiðleg á tslandi. Hvar er virðing og reisn hinnar göfugu islenzku þjóðar? Er það sæmandi vopnlausri smáþjóö, að hafa her i landi sinu? Við höfum fært landhelgi okkar út i 50 sjómilur. Er það. vegna dvalar hersins, að litið er gert til að vernda land- helgina? Er það verjandi, að á meðan miljónir barna svelta, þá er ef til vill þitt barn að horða molana af borðum „barna- vinarins” Nixons i formi svo kallaðs jólaboðs? VÖKUM, rekum herinn burt, losum okkur undan skömminni og höldum raun- veruleg jól, hátið friðarins, i herlausu landi árið 1974. Ilerstöðvaandstæðingar Höfn.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.