Þjóðviljinn - 04.01.1973, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 4. janúar 1973 PJÓÐVILJINN — SIÐA 7
Mikið hefur verið ritað um
skólamál á Kúbu, enda er hér um
að ræða einn mikilvægasta þátt
byltingarinnar og þróun landsins
i átt til sósialisma og
kommúnisma að mestu leyti
undir þvi komin hvernig til tekst
með uppeldi æskulýðsins. Fyrsta
stóra átakið i menntamálum eftir
sigur ,,hinna skeggjuðu” var
útrýming ólæsis. Um það bil einn
fjórði hluti landsmanna var ólæs
og óskrifandi fyrir byltingu, en
árið 1961 var ólæsi útrýmt á rót-
tækan og nýstárlegan hátt, svo
sem mörgum mun kunnugt vera.
Siðan hafa verið gerðar margar
tilraunir i skólamálum, sumar
hafa heppnazt vel, aðrar miður.
einsog gengur. Þessar tilraunir
hafa allar verið liður i umfangs-
mikilli leit að þvi formi sem bezt
hentaði kúbönskum aðstæðum.
Stærstu spurningarnar sem
þessar aðstæður vekja eru:
hvernig getur fátækt land séð öll-
um ibúum sinum fyrir menntun,
og hver á að kenna öllu þessu
fólki?
Nú þykjast Kúbumenn hafa
fundið lausn á þessum vandamál-
um. 1 nokkur ár hafa þeir gert til-
raunir með framhaldsskóla af
nýrri gerð, svokallaða sveita-
skóla, þar sem nám og starf er
samtvinnað á nýstárlegan hátt.
Fyrir rúmu ári voru 5 eða 6 slikir
skólar starfandi i landinu, en svo
að stofnkostnaður hefði verið
u.þ.b. 800.000 pesos, en að fram-
leiðsluverðmæti á ári yrðu ekki
undir einni miljón.
Annað stórt vandamál er,
einsog fyrr var getið, kennara-
skorturinn.
Kúbanskir unglingar eru orðnir
vanir þvi, að beztu nemendurnir i
hverjum bekk séu fengnir til að
kenna hinum, undir eftirliti
kennara, sem á þennan hátt getur
séð um fleiri nemendur en ella.
Að sjálfsögðu er þetta engin alls-
herjarlausn á vandamálinu, og nú
hefur ný tilraun hafizt. Hún er
fólgin i þvi, að þeir sem getu og
löngun hafa til, verða eftir i
skólanum að loknu námi i tiunda
bekk (siðasta bekk sveitaskól-
anna). Þeir sameina siðan
kennslu og kennaranám i þrjú og
hálft ár, taka þá kennarapróf,
sem veitir þeim rétt til kennslu og
einnig til inngöngu i háskóla.
Þúsundir unglinga taka nú þátt i
þessari tilraun.
Skólinn sem ég heimsótti er
einn af elztu sveitaskólunum,
hefur starfað i 3 ár. Hann er stað-
settur skammt utan við Havana, i
héraðinu Artemisa, og er kenndur
við unglingana fjóra sem myrtir
voru i stúdentaóeirðunum i Kent,
USA árið 1968: „Martires de
Kent” heitir hana
Skólastjórinn er ungur maður
að nafni Orestes Amador
NÝJUNG
í SKÓLA-
MÁLUM
ÁKÚBU
s
Námið er samræmt hagnýtum störfum i landbúnaöi.
hófst fjöldaframleiðsla á þeim. 1
september s.l. voru vigðir 44 nýir
sveitaskólar og þegar þetta er
ritað er ómögulegt að vita hve
margir hafa verið teknir i notkun
siðan i september, svo mikill er
hraðinn i byggingunni.
Landbúnaður er og verður ,
a.m.k. i náinni framtið undir-
staða kúbanska efnahagslifsins.
Vélvæðing landbúnaðarins er við-
fangsefni númer eitt. Við slikar
aðstæður er nauðsynlegt að ungt
fólk fáist til að yrkja jörðina og
læri að meðhöndla vélar. Vélvæð-
ing kallar á aukna tæknimenntun.
Sveitaskólum erætlaðað sjá fyrir
þessum þörfum. Hins vegar
ætlast enginn til að hver einasti
unglingur sem þar stundar nám
(eftir nokkur ár verður mikill
meirihluti kúbanskra unglinga
við nám i slikum skólum) gerist
bóndi eða sérfræðingur i
landbúnaðarvélum. Skólarnir
hafa viðtækara hlutverki að
gegna: þeim er ætlað að ala upp
fólk með nýtt hugarfar, fólk sem
framleiðir verðmæti, en er ekki
aðeins neytendur. Byltingin
þarfnast menntamanna, sem lifa
i tengslum við atvinnulifið og
þekkja g ildi starfsins,
menntaðrar alþýðu.
Fullyrt er að skólarnir muni i
framtiðinni verða fjárhagslega
sjálfstæðir, framleiðsla ungling-
anna á ökrunum muni standa
undir byggingar- og rekstrar-
kostnaði. Þetta útskýrir að
nokkru leyti þá miklu áherzlu
sem nú er lögð á byggingú skól-
anna, og svarar spurningunni:
hvernig er þetta hægt i vanþróuðu
landi? 1 skóla þeim, sem ég heim-
sótti fyrir skömmu, var mér sagt,
Miranda, hressilegur i fram-
göngu og hinn viðræðubezti. Hann
sýnir mér skólann, og er auðsjá-
anlega montinn af fyrirtækinu,
enda hafa svona finir skólar
aldrei þekkzt á Kúbu.
Byggingarnar eru einfaldar og
stilhreinar, skólastofurnar
bjartar og rúmgóðar og búnar
nýtizku kennslutækjum, einsog til
dæmis sjónvarps- og segulbands-
tækjum, smásjám, og allskyns
apparötum, sem ég kann ekki að
nefna og notuð eru við eðlis- og
efnafræðikennslu. Plastlikön af
dýrum eru þarna lika og má taka
úr þeim innyflin og skoða. Hver
kennslustofa er notuð til að kenna
ákveðna námsgrein og skreytt i
samræmi við það. Við litum inn i
stærðfræðitima. Nemendurnir
standa upp þegar skólastjórinn
birtist, en hann bendir þeim að
setjast. Kennarinn heldur áfram
útskýringum sinum. Ég skil ekki
bofs, þetta er ný tegund af stærð-
fræði og ég var aldrei sleip i þeirri
gömlu hvað þá þessari. Ég tek
eftir að strákar og stelpur sitja
saman við borð, og hef orð á þvi
við Orestes þegar við komum út.
Hann segir mér að þetta sé liður i
uppeldinu, sem byggist á jafnrétti
og frjálsum samgangi kynjanna.
Þá kemur skandinavinn upp i
mér og ég spyr um kynferðis-
fræðslu. Nei , svarar Orestes,
ekki sem sjálfstætt fag. En lif-
fræði er kennd, og innan ramma
hennar eru leyndarmál lifsins
útskýrð eftir beztu getu. (Kúbu-
menn eiga enn langt i land á
þessu sviði, fordómar og kreddur
vaða uppi, og valda miklum
skaða. En samskólar eru skref i
áttina og gott til þess að vita að
Ingibjörg
Haraldsdóttir
skrifar
frá Havana
vandamálið er a.m.k. viður-
kennt.)
1 skólanum eru 504 nemendur
og 52 kennarar, þaraf 25
kennaranemar. Nemendurnir eru
á aldrinum 11 til 17 ára og koma
hingað að loknu barnaprófi.
Flestir eru héðan úr nágrenninu,
synir og dætur bænda og
landbúnaðarverkamanna. Allir
nemendur búa i heimavist skól-
ans og fá að fara heim um helgar.
Námið og heimavistin, fæði og
föt, osfrv. er algjörlega ókeypis.
,,Meira að segja tannkremið er
ókeypis” segir skólastjórinn og
hlær. Krakkarnir hjálpa til við að
halda skólanum hreinum og
skiptast á um að aðstoða i mat-
salnum.
Vinnudagurinn hefst á þvi að
allir nemendurnir koma saman á
svæði þvi sem notað er fyrir úti-
fundi. Þar er rætt um starfið sem
fyrir hendi er og sagðar fréttir úr
skólalifinu. Þvinæst fer helming-
ur nemenda útá akrana að vinna,
en hinn helmingurinn marserar
inn i skólastofurnar. Eftir hádegi
er skipt, þá taka þeir til við
bækurnar sem um morguninn
unnu úti, og öfugt. Hver nemandi
vinnur á ökrunum þrjá tima á
dag. Aðallega fást þeir við
bananarækt, en einnig rækta þeir
tómata og sitrónur. Skólinn hefur
visst svæði til umönnunar og er
það hluti af landi stórs rikisbús,
þar sem margir foreldrar nem-
enda vinna.
Þrjú kvöld i viku sitja
nemendur i kennslustofunum og
lesa námsbækur undir eftirliti og
með tilsögn kennara. Annað
kvöld skipta þeir sér i svokallaða
„áhugahópa”. Þessir áhuga-
hópar eru mjög vinsælir i
kúbönskum skólum. Hver hópur
hefur sinn leiðbeinenda og eru
það ýmist kennarar við skólann
eða fólk sem fengið er annars-
staðarfrá. Áhugamálin eru mörg
og mismunandi: leiklist, land-
búnaður, skák, trjárækt, kór-
söngur, osfrv. Eitt kvöld i viku er
svo skemmtikvöld. Þá horfa
nemendur á kvikmyndir , dansa,
leika á hljóðfæri, ofl. tþróttir eru
mikilvægur þáttur i skólalifinu og
stundaðar daglega, vinsælustu
iþróttirnar eru „baseball”, körfu-
bolti og tennis. 1 bókasafni skól-
ans geta nemendur lesið bækur
sinar og timarit sér til skemmt-
unar og fróðleiks.
Skólaárið hefst i september og
lýkur i júli. Próf eru á tveggja
mánaða fresti allan timann og
samanlögð útkoma gildir sem
lokaeinkunn. Þeir sem falla i
tveimur eða fleiri greinum fá
tækifæri til að taka haustpróf i
ágúst. Hlutfallstala þeirra sem
falla er miklu lægri i svona skóla
en i venjulegum heimangöngu-
skólum, enda hafa kennarar hér
tækifæri til að fylgjast náið með
nemendum og hjálpa þeim sem
þess þurfa.
Kennarar búa i heimavistinni
ogdeila þvi kjörum við nemendur
allan sólarhringinn. Ég spyr
skólastjórann: hvað gerist ef
kennari giftir sig og stofnar
fjölskyldu? Hann svarar þvi til,
að þetta sé eitt af þeim vanda-
málum sem leitað er lausnar á.
Nú eru uppi ráðagerðir um að
byggja kennaraibúðir i grennd
við skólana. Hinsvegar þykir
kennurum ekki ráðlegt að þeir
Framhald á 15. siðu.