Þjóðviljinn - 04.01.1973, Side 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 4. janúar 1!)7J
12,3% aukn
ing áþotuflugi
i yfirliti yfir flugumferð-
ina á islenzka úthafs-flug-
stjórnarsvæðinu sem flug-
málastjórn hefur sent frá
sér, kemur í Ijós, að far-
þegaþotuflug hefur aukizt
á sl. ári um 12,3% en á
sama tíma hefur flug far-
þega-skrúfuflugvéla
minnkað um 19.1%. Alls
fóru 24.327 þotur um svæðið
á árinu, en aðeins 2596
skrúfuflugvélar í farþega-
flutningum.
Á Keflavikurflugvelli millilentu
3538 þotur en 212 skrúfuvélar,
sem er 65% færri lendingar en ár-
ið áður. Hins vegar er aukning á
þotulendingum sem nemur 12,3%.
Á Reykjavikurflugvelli lentu
farþegaflugvélar i innanlands-
flugi 11.646 sinnum sem er 18,3 %
aukning frá árinu á undan. Hins-
vegar fækkaði lendingum smá-
flugvéla um 8,9% og eins farþega-
véla i millilandaflugi um 14,9%.
Lendingar á flugvellinum á
Akureyri urðu 2543 á árinu, 1948 i
Vestmannaeyjum, 1166 á Egils-
stöðum, 1045 á Isafirði, 764 á
Hornafirði og 259 á Sauðárkróki.
Fyrsta hlýja árið
eftir sjö köld
En úrkoma meiri
og sólskinsstundir fœrri
Árið 1972 var mun hlýrra
en í meðallagi (miðað við
30 ára timabilið 1931-60), en
úrkoma var yfir meðallagi
og sólskinsstundir færri,
bæði norðanlands og
sunnan.
Að þvi er Markús Einarsson
veðurfræðingur sagði Þjóðvilj-
anum var það merkilegast um
veðurfar ársins 1972, að það var
fyrsta hlýja árið eftir sjö undan-
farin köld ár, en siðasla hlýja ár á
undan þessu var 1964. Eru þessar
niðurstöður byggðar á mælingum
frá Reykjavik og Akureyri til
bráðabirgða.
Meðalhiti ársins 1972 var i
Reykjavik 5,2 gráður, sem er 0,2
gr. yfir meðallag, og á Akureyri
4,6 gr. eða 0,7 gr. yfir meðallag og
þar nyrðra var þetta hlýjasta árið
siðan 1953. Það sem veldur er
fyrst og fremst veturinn og vorið,
sem hvorttveggja var hlýtt, en
sumarið var hins vegar kalt alls-
staðar á landinu, t.d. var ágúst-
mánuður i Reykjavik sá kaldasti i
hálfa öld.
Úrkoma á árinu var yfir meðal-
lagi, mældist 1028 mm i Reykja-
vík, en meðalúrkoma er talin 805
mm, og á Akureyri var úrkoman
rúmlega 640 mm, en þar er
meðalúrkoma talin 474 mm.
Varð árið 1972 þriðja mesta
úrkomuár á Akureyri siðan
úrkomumælingar hófust 1927, hún
varð heldur meiri árin 1935 og
1953. Er þar einkum um að kenna
mikilli úrkomu tvo mánuði
ársins, i júni og i nóvember.
Á Suður- og á Vesturlandi var
sumarið mjög óþurrkasamt, en
úrkoma þó ekki mjög mikil, sagði
Markús. 1 Reykjavik var úrkom-
an yfir sumarmánuðina, júni, júli
og ágúst.i meðallagi, en óþurrk-
arnir stöfuðu af hve oft rigndi. Af
122 dögum yfir allt sumarið, júni -
september, varð vart úrkomu 86
daga.
Heldur var sólarminna 1972 en
almennt gerist. Mældist sólskin á
öllu árinu 1197 klst. i Reykjavik,
sem er 52 stundum minna en i
meðallagi, og á Akureyri mældist
sólskin 934 klst., 28 stundum
minna en meðallagið.
— vh
F oreldrafræðsla
Heilsuverndarstöð Reykjavikur gengst
fyrir fræðslunámskeiðum fyrir verðandi
foreldra nú i vetur.
Á hverju námskeiði verða 6 fræðslufundir
og verða þeir á miðvikudagskvöldum.
Námskeiðinu fylgja einnig slökunar-
æfingar fyrir konurnar, i 3 skipti alls.
Næsta námskeið byrjar miðvikudaginn 10.
janúar.
Mæðradeild stöðvarinnar veitir nánari
upplýsingar og sér um innritun alla virka
daga kl. 16-17, nema laugardaga, i sima
22406.
Námskeið þessi eru ókeypis og ætluð
Reykvikingum og ibúum Seltjarnarness.
HEILSUVERNDARSTÖÐ
REYKJAVÍKUR.
\M ISLEIVZKRA HLJllLISí/\lill/\\i\\
:JU
sw
lillNi
úlvegar yður hljóðfœraleikara
og hIjómsveitir við hverskonar lakifirri
hringið i ^0^55 milli kl. 14-i/
Dökku reitirnir á kortinu sýna belgiskt land i Baarle.
'
yy gf'
Frá hollenzkum smábæ
Skrítinn tvíburabœr á Niðurlöndum
Svefnherbergið er í Belgíu
en stofan er í Hollandi
Baarle Hertog er
einsog hver annar
belgískur smábær.
Nema hvað hann er
næstum þvi fimm kíló-
metra fyrir norðan holl-
enzk-belgísku landa-
mærin. Hér er um að
ræða 30 smábletti undir
belgiskri lögsögu, sem
allir eru umkringdir
hlutum hellenzka smá-
bæjarins Baarle-Nassau.
Sumir eru þessir bæjar-
hlutar aðeins lóð undir
eitt hús, aðrir eru nógu
stórir til að umlykja
nokkur hollenzk hús.
Landamæri I i gg j a i
gegnum svefnherbergi
og yfir borðstofuborð.
Það getur verið að bar-
inn i horninu sé í Hol-
landi en klósettið í Belg-
iu.
Gesti veitist að sjálfsögðu
erfitt á slikum staö að gera sér
grein fyrir hvar hann er eigin-
lega niður kominn. Það verður
honum helzt til aðstoðar, að
húsin eru prýdd með fánalit-
um viðkomandi rikis.
Þetta einkennilega sambýli
byrjaöi á tólftu ölcLþegar her-
toginn af Brabant i Brussel og
greifinn af Nassau deildu um
eignarhald og skattaálagn-
ingu i og umhverfis Baarle.
Deilunni virðist hafa lokið án
blóðsúthellinga. Lóðum og
lendum var skipt á milli her-
toga og greifa. Fyrrnefndur
bætti Hertog við nafn sinna
eigna, en hinn lét Nassau
nægja. Tvær bæjarstjórnir
voru skipaðar og þær eru enn
að störfum — eftir átta hundr-
uð ár.
Þessi tilhögun var staðfest i
Vestfalenfriðnum 1648 og af-
tur árið 1743 þegar dregin voru
þau landamæri sem nú gilda
milli Hollands og Belgiu.
Baarle-Nassau og Baarle-
Hertog eru tviburaþorp, en
þau eru samt ekki eins.
Hollenzk lög gilda i Baarle-
Nassau og belgisk i Baarle-
Hertog. Hvort þorp á sér eigin
bæjarstjórn, pósthús, skóla,
skattheimtu og slökkvilið.
Við skulum bara vona að
slökkviliðin biði ekki eftir úr-
skurði á þvi hvort það sé
belgizkur eða hollenzkur
reykháfur sem kviknað er i
áður en þau taka til starfa.
Af 7.200 ibúum eru um 2000
Belgar, nokkrir hafa tvöfalt
rikisfang og enn aðrir alls
ekkert.
Belgiskir frankar og holl-
enzk gyllini eru allsstaðar i
gengi. Það eru engin tungu-
málavandræði, þvi hollenzka
og flæmska eru eiginlega
sama málið — að minnsta
kosti er sama mállýzka þess i
gildi i báðum hlutum tvibura-
þorpsins. Aftur á móti er lik-
legt að skólabörn i belgiska
hlutanum séu nokkuð sterk i
frönsku en i hollenzka hlutan-
um er enska fyrsta erlenda
málið.
1 heimsstyrjöldinni fyrri tók
þýzki herinn mestalla Belgiu,
en Baarle-Hertog var verndað
af innilokun sinni i hinu hlut-
lausa Hollandi. Þarna var
miðstöð belgiskrar og and-
spyrnuhreyfingar og þar
starfaði útvarpsstöð.
Hollenzkir barir loka um
miðnætti en belgiskir eru opn-
ir til kl. 2 á nóttu. Hinsvegar
er greiðari aðgangur að
sterkari drykkjum á hollenzk-
um börum.
Belgar lita hornauga til
klámritabúðarinnar i hol-
lenzka hlutanum. En hollenzk-
um sjoppueigenda þykir það
bölvað að þurfa að selja tó-
bakið ögn dýrar en belgiskur
keppinautur hans. Tollgæzlu-
menn eru fáir, enda þyrftu
þeir að vera anzi fjölmennir ef
allt ætti að fara að öllum lög-
um.
Lifið i Baarle hefur sina
kosti og galla. Borgari sem á
heima i Hollandi og vinnur i
Belgiu getur lent i þvi að vera
krafinn um skatta i báðum
löndum — eða kannski sleppur
hann við skatta með öllu. Hér
er nóg að gera fyrir stúdenta i
alþjóðarétti.
Við höfum okkar vandamál,
segir Loots, bæjarstjóri i
Baarle-Hertog, en lifið hér
hefur sina kosti. Tilraunir
hafa verið gerðar til að leysa
vandamál okkar i fortiðinni,
en satt að segja kærum við
okkur ekkert um það. Við höf-
um lært að lifa með þeim og
viljum enga breytingu.