Þjóðviljinn - 04.01.1973, Side 12
12. StÐA — ÞJÓDVILJINN Fimmtudagur 4. janúar l!!7:i
ORKUSTOFNUN
óskar að ráða til sin karl eða konu til
starfa á rannsóknarstofu.
Umsóknir, með upplýsingum um menntun
og fyrri störf, sendist afgreiðslu blaðsins
fyrir 15. janúar n.k., merktar O.S. 17501.
rmi orkustofnun
ORKUSTOFNUN
óskar að ráða til sin skrifstofustúlku.
Umsóknir, með upplýsingum um menntun
og fyrri störf, sendist afgreiðslu blaðsins
fyrir 15. janúar n.k., merktar O.S. 17502.
rm ORKUSTOFNUN
SPRUNGUVIÐGERÐIR -
ÞAKRENNUR -
Lekur húsið? — Lekur rennan?
Við sjáum um viðhaldið. Reynið
viðskiptin.
Vilhjálmur Húnfjörð. Simi 50-3-11.
Laus staða einkaritara
Við tollstjóraembættið i Reykjavik er laus
staða einkaritara. Góð vélritunarkunnátta
áskilin.
Umsóknir með upplýsingum um menntun
og starfsferil sendist skrifstofu tollstjóra,
Tollhúsinu, Tryggvagötu 19, fyrir 13.
janúar 1973.
Tollstjórinn i Reykjavik, 3. jan. 1973.
Auglýsing
frá iðnaðarráðuneytinu
Rikisstjórnin hefur ákveðið að nota
heimild i 3. mgr. 2. gr. laga nr. 97 frá 20.
desember 1972, um að við skil gjaldeyris
til banka fyrir útfluttar iðnaðarvörur
framleiddar fyrir 1. janúar 1973 skuli hann
greiddur útflytjanda á gamla genginu, og
færður á sérstakan reikning i nafni
rikissjóðs i Seðlabankanum. Gengis-
hagnaði þessum skal ráðstafað af rikis-
stjórninni i þágu iðnaðarins. Útflytjendur
iðnaðarvara skulu eigi siðar en 15. þ.m.
senda gjaldeyriseftirliti Seðlabankans
skýrslu yfir birgðir framleiðsluvara um
siðastliðin áramót. Umsóknir um undan-
þágur frá þessari ákvörðun sendist
iðnaðarráðuneytinu fyrir 15. janúar 1973.
Auglýsingasíminn er 17500
DJOÐVIUINN
LITLI
GLUGGINN
unum til aö aðgæta hvaö á gengi.
Því það var ekki á hverjum degi
sem undarlegur maður hljóp eftir
götunni og hrópaði að það væri fíll
undir rúminu sínu.
Og hvorki meira né minna en fíll.
Bassi salatbruggari, sem ætið var
Jörn Birkeholm:
HJÁLP
Það er fíll
undir rúminu mínu
Langur rani bugðaðist út um opið
á sekknum, hann rétt náði að sjá
fílshöfuð gægjast fram, áður en
hann hljóp ádyr skelfingu lostinn,
niður allar tröppurnar og út á götu á
þvílíkri ferð að það leit heút út fyrir
að hárið færi af honum.
,, Hjálp! — Það er fill undir rúminu
mínu! Hjálp! — Það er fíll undir
rúminu mínu!" hrópaði hann. En
menn risu undrandi upp úr garðstól-
snemma á fótum, rak höfuðið út á
milli káltoppanna og starði gapandi
á herra Grepp, og Diðrik bakara-
meistari gægðist ringlaður út um
bakaríisdyrnar.
,,Hvað er nú að, Greppur?" hróp-
aði hann. En herra Greppur heyrði
ekki neitt. Hann hélt bara áfram að
hrópa: „Hjálp! — Það er fill undir
rúminu minu! Hjálp! — Það er fíll
undir rúminu minu!"
Norsku flokkamir ein-
huga í Víetnam-málinu
Eins og getift var i blaðinu i
gær. Iiafa allir norskir stjórn-
málaflokkar, S að tölu, sent frá
sér sameiginlega yfirlýsingu um
Vietnam-málið. Yfirlýsing þessi
fer hér á eftir i orðréttri islen/.kri
þýðingu:
„Fulltrúar stjórnmála-
flokkanna i Noregi héldu fund 2.
janúar til að ræða striðsástandið i
Vietnam i ljósi þess að Banda-
rikin hófu aftur loftárásir á
Norður-Vietnam 18. desember.
Samkvæmt opinberum ummæl-
um, einnig af hálfu Banda-
rikjanna, var þegar i október i
verulegum atriðum eining um
drög að friðarsamningi. Ekki sizt
þess vegna skelfdist allur heim-
urinn við fréttirnar af hinum
miklu sprengjuárásum sem að
miklu leyti lentu á friðsömum
ibúum. Fólki hefur létt við til-
kynningar um, að þessum sér-
stöku sprengiaðgerðum skuli nú
hætt.
Stjórnmálaflokkarnir eru ein-
huga um að fylkja sér bak við þá
kröfu, að stöðvun sprenginganna
sé algjör og endanleg. A eftir
henni verður að fylgja, að hætt sé
öllum hernaðaraðgerðum i
Vietnam, samningaumleitanir
komist skjótlega i heila höfn og
undirritaður verði friðar-
samningur fyrir þetta land sem
áratugum saman hefur orðið
fyrir ógnum og eyðileggingu
styrjaldar. Þær friöarumleitanir
sem boðaðar hafa veriö 8. janúar
hljóta að hafa þetta að markmiði.
Enn fremur var eining um það, að
flokkarnir hefðu aftur samband
sin i milli um ástandið i Vietnam,
ef þróun mála tekur þá stefnu
sem gerir það nauðsynlegt.
Þessi ráðstefna flokksleið-
toganna leggur enn fremur
áherzlu á þá skyldu lands okkar
að leggja fram sinn skerf til að
draga úr hörmungum og styðja
enduruppbyggingu Vietnams.
Flokkarnir eru reiðubúnir til að
styðja aðgerðir af hálfu rikis-
stjórnarinnar i þessu skyni".
Það var formaður Verka-
mannaflokksins, Trygve Bratteli,
sem hal'ði frumkvæði að yfir-
lýsingunni og er þetta i fyrsta
skipti i Noregi, sem allir flokkar
standa að sameiginlegu áliti um
pólitiskt deiluefni. Auk Brattelis
rituðu undir yfirlýsinguna: Helge
Seip fyrir Nýja vinstri flokkinn,
Lars T. Platou fyrir Hægri
flokkinn, Káre Kristiansen fyrir
Kristilega alþýðuflokkinn, Reidar
T. Larsen fyrir Kommúnista-
flokkinn, John Austrheim fyrir
Miðflokkinn, Finn Gustavsen
fyrir Sósialiska alþýðuflokkinn og
Helge Rognlien fyrir Vinstri
flokkinn.
(Samkvæmt NTB)
Afbrotamenn
náðaðir
MOSKVU/LONDON 29/12
Sovétstjórnin tilkynnti i dag að
allmargir afbrotamenn yrðu
náðaðir i tilefni afmælis Sovét-
rikjanna. Náöunin er sögð gilda
fyrir þá sem ekki hafa meira en 5
ára fangelsisdóm. i Tass-frétt
segir að náðunin nái ekki til
þeirra sem dæmdir eru fyrir
„hættuleg afbrot” gcgn rfki eða
einstaklingum.