Þjóðviljinn - 04.01.1973, Qupperneq 13
Kimmtudagur 4. janúar 197» þjóÐVILJINN — SÍÐA 13
r67
Alistair Mair:
Það
var sumar í
— Gefið henni tvær, sagði
Peter. — Ég býst við að hún róist
við það.
— Já, sagði Carstairs. — Já
áreiðanlega. Hann þagði við, leit
undan, reyndi að taka sig á. —
Heyrið mig, sagði hann. — Ég
varð að tala við yður.
— Já?
— Ég gat ekki látið daginn
enda án þess að biðjast fyrirgefn-
ingar á hegðun minni i morgun.
Og þvi sem ég sagði. Það var
ófyrirgefanlegt. Mér þykir það
mjög leitt. —
— Allt i lagi, sagði Peter ró-
lega. — Mér var alvara þegar ég
sagði yður aö gleyma þvi.
— Já, en ég hefði aldrei átt að
láta þetta út úr mér. Ég var bara i
svo miklu uppnámi. Ég gat ekki
sætt mig við þetta. Ég gat ekki
trúað að það væri satt.
— Það er ekki auðvelt að sætta
sig við slikt.
— Nei, en það er samt engin af-
sökun fyrir framferði minu. Og ég
hafði engan rétt til að véfengja
orð yðar. Og mér þykir þetta
afarleitt. Meira get ég ekki sagt.
— Getið þér þó horfzt i augu við
þetta núna? spurði Peter.
— Já, sagði Carstairs. — Og ég
vil ekki að þér gerið yður rangar
hugmyndir um mig. Ég skal vera
samvinnuþýður. Ég skal gera allt
sem i minu valdi stendur. Og það
skiptir ekki máli hvað það kostar.
En spurningin er hvað get ég
gert? Mér finnst ég vera svo ráð-
þrota.
— Peningar hafa enga þýðingu
i þessu tilviki, sagði Peter. — Þeir
breyta engu. En þér getið gert
ýmislegt.
— Jæja? En ég er arkitekt. Ég
hef aldrei komið nálægt veiku
fólki —
— Þér getið hresst hana and-
lega, sagði Peter. — Það er mjög
mikilvægt. Og þér getið það betur
en nokkur annar.
— En hvernig fer ég að þvi?
— Með þvi að vera eðlilegur.
Þérverðiðað vera eðlilegur Þér
verðið að leyna þvi sem þér vitið
og dylja geðshræringar yðar. Þér
verðið að sýna henni að þér elskið
hana eins mikið og áður. Þér
verðið að vera henni til skemmt-
unar, svo að hún hlakki til heim-
komu yðar. Þér verðið að vera
kátur —
— Kátur! Þetta hljómaði eins
og neyðaróp. — Guð minn góður,
hvernig get ég verið kátur?
— Þér verðið að reyna, sagði
Peter. — Jacky er glaðlynd að
eðlisfari. Og hún smitast af kæti
annarra. Og þér verðið að reyna.
Carstairs leit niður fyrir sig.
— Það verður ekki auðvelt.
— Nei, sagði Peter. — Það
verður ekki auðvelt fyrir neitt
okkar. Og það verður æ erfiðara
eftir þvi sem fram liða stundir.
— Já, sagði Carstairs dapur i
bragði. — Ég veit það, Og mig
langaði til að biðja yður —
- Já?
Hann beið meðan ungi mað-
urinn reyndi að herða sig upp.
— Já, það er einmitt það...
seinna meir... ef hún kvelst ...
getið þér þá ekki reynt að létta
henni kvalirnar?
— Auðvitað geri ég það, sagði
Peter hljóðlega. — Það verður
aðalverkefni mitt.
— Ég vil ekki að hún kveljist.
— Ekki ég heldur.
— Og það var eitt enn.. . ég veit
ekki hvernig ég á að orða það —.
— Hvað var það?
— Jú — Carstairs dró andann
djúpt — nú veit hún ekki neitt, er
það?
— Nei, sagði Peter. — Húnveit
það ekki.
— Það sem ég átti við er. . .
hvenær gizkar hún á það?
Peter þagði við. Hann hafði lagt
þessa spurningu fyrir sjálfan sig
hvað eftir annað, leitað i augna-
ráði hennar að skugganum sem
myndi tákna vitneskjuna um ör-
lög hennar. Enn hafði hann ekki
séð hann. En einn góðan veður-
dag yrði hann kominn. En við nið-
urbrotinn eiginmanninn var að-
eins eitt að segja.
— Ef til vill gerir hún sér það
aldrei ljóst, sagði hann bliölega.
— Þannig er það stundum. Ef til
Brúðkaup
16. des. voru gefin saman i
hjónaband i Hallgrimskirkju af
séra Jakobi Jónssyni ungfrú
Kristin Guðjónsdóttir og Jóhann
Óskarsson. Heimili þeirra er að
Hjallabraut 17, Rvik.
Nýja myndastofan, Skóla-
vörðustig 12, Rvik.
25. nóv. voru gefin saman i
hjónaband i Bústaðakirkju af
séra Ólafi Skúlasyni ungfrú Lauf-
ey Einarsdóttir og Hannes Ólafs-
son. Heimili þeirra er að Vestur-
bergi 122, Rvik.
Nýja myndastofan, Skóla-
vörðustig 12, Rvik.
vill slokknar hún rólega út af án
þess að vita neitt fyrir.
— Ég vona að svo verði, sagði
Carstairs. — Guð gefi að svo
verði.
— Já, sagði Peter Ashe. — Við
skulum vona það.
Hún var mjög kát um jólin. Hún
hélt grein af mistilteini yfir höfð-
inu þegar Peter kom, og hann laut
niður og kyssti hana létt á varirn-
ar.
— Þú ert plága, sagði hann. —
Læknar geta misst leyfið fyrir
annað eins og þetta.
— Ég hef verið að biða eftir
þessu i margar vikur, sagði hún,
—-og nú fékk ég loksins tækifærið.
En biddu bara!
— Hve lengi?
— Til næstu jóla auðvitað.-Þú
sleppur ekki svona billega.
En á annan jóladag var hún ör-
þreytt, dösuð eftir spennu jólanna
þótt i lágmarki væri. Hún var alla
vikuna að jafna sig. Það var ekki
fyrr en á sunnudag, siðasta dag
ársins, að hún var orðin eins og
hún var viku fyrr. Þegar hann
stóð upp til að fara þann dag, lyfti
hann fingri til aðvörunar.
— Gleymdu þessu nú ekki!
Einn drykk til að fagna nýja árinu
og það er allt og sumt. Ég vil ekki
að þú sért enn aö sofa úr þér þeg-
ar ég kem á morgun.
Hún brosti.
— Ég skal gegna, sagði hún. —
En þú þarft ekki að koma á morg-
un. Þú átt að eiga fri.
— Ég kem, sagði Peter. — Þú
ert orðinn vani hjá mér. Dagurinn
yrði ekki eins og hann á að vera
án þin. En sennilega kem ég ekki
fyrr en siðdegis.
— Aha! sagði hún. — Þú þarft
kannski að sofa úr þér?
— Eiginlega ekki, sagði Peter.
— En ég ætla að bjóða fjölskyld-
unni út i hádegisverð. Ég kem að
þvi loknu.
— Allt i lagi, sagði hún. — Ég
hlakka til. Og skemmtu þér vel i
kvöld.
— Það verður rólegt hjá okkur,
sagði Peter. — Við gerum aldrei
mikið veður úr áramótunum.
Og þetta ár geröu þau næstum
enn minna en vanalega. Þau
fögnuðu nýja árinu tvö ein, lyftu
glösum hvort mót öðru þegar
klukkan sló tólf og skáluðu fyrir
árinu sem i vændum var.
— Það ætti að verða hagstætt,
sagði Elisabet. — Þetta er i fyrsta
skipti sem mér hefur fundizt að
allt væri að snúast okkur i hag.
Rýmri fjárhagur, minna að gera,
meiri timi til að vera saman. Það
verður frábrugðið hinum árun-
um.
— Já, sagði Peter Ashe vansæll
og fyrirleit sina eigin hræsni. En
það var ógerningur að tala um
nýja árið án þess að hræsna. Það
var ekkert ár framundan fyrir
Elisabetu og hann. Þau myndu
aðeins eiga fáeina mánuði eftir
saman. Siðan kæmu fréttirnar
um hann og Anne og heimurinn
sem þau höfðu búið sér i Pitford
myndi hrynja i rúst. Hvernig gat
hann þá staðið með henni and-
spænis nýju ári, sem aldrei yrði
þeirra ár skálað fyrir sameigin-
legri framtið sem ekki var til?
Sektarkenndin þrúgaði hann,
hann setti frá sér glasið og breytti
um umtalsefni.
— Ég sakna Jims og Júliu,
sagði hann. — Þau voru vön að
koma um þetta leyti.
— Þau sakna okkar sennilega
lika, sagði Elisabet. — Þau virt-
ust halda að það væri góð hug-
mynd að dveljast i kofanum um
áramótin, en ég veit svei mér
ekki. Þau eru áreiðanlega ein-
mana þarna úti i auðninni.
— Það mætti segja mér, sagði
Peter.
— Annars hefði ég ekkert á
móti vikudvöl þa'r, sagði Elisabet
ihugandi. —- Gætum við ekki
skroppið seinna i mánuðinum?
Þú talaðir einu sinni um það.
— Ekki þennan mánuð, sagði
Peter.
— Eða i febrúar?
— Ég veit það ekki. Það er und-
ir ýmsu komið.
— Jæja? Hverju til dæmis? Ég
á við, að nú ertu frjáls ferða þinna
fyrst Bob er kominn. Þú þarft
ekki annað en semja við hann.
Hann þagði við. Hann tók glasið
sitt upp, hristi það til og drakk.
— Það er komið undir Jacky
Carstairs, sagði hann loks. — Ég
get ekki farið að heiman meöan
hún er á lifi.
Hún starði á hann.
— En hvers vegna i ósköpun-
um? Bob er hér —.
FIMMTUDAGUR
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for-
ystugr. dagbl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.45.
Morgunleikfimi kl. 7.50.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Þórhallur Sigurðsson
heldur áfram að lesa „Ferð-
ina til tunglsins” eftir Fritz
von Basserwitz (3).Tilkynn-
ingar kl. 9.30. Létt lög á
milli liða. lleilnæmir lifs-
hættir kl. 10.25: Björn L.
Jónsson læknir talar um or-
sakir offitu. Morgunpopp
10.45: Janis Joplin syngur.
Fréttir kl. 11.00. Tónlist eftir t
Moz.art: Peter Serkin, Alex-
ander Schneider, Michael
Tree og David Soyer leika
Pianókvartett nr. 2 i Es-dús
(K493). Pinchas Zukerman
og Enska kammersveitin
leika Fiðlukonsert nr. 4 i d-
moll (K218), Barenboim stj.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 A frivaktinni. Margrét
Guðmundsdóttir kynnir
óskalög sjómanna.
14.30 Sumardagar i Suður-
sveit. Einar Bragi flytur
annan hluta frásögu sinnar.
15.00 Miðdegistónleikar: Ron
Golan og Sinfóniuhljómsveit
útvarpsins i Vin leika Kon-
sert fyrir viólu og hljóm-
sveit eftir Béla Bartók,
Milan Horvat stj. Sinfóniu-
hljómsveit Vinarútvarpsins
leikur Sinfóniu nr. 5 i D-dúr
op. 107 eftir Mendelssohn,
Horvat stj.
16.00 Fréttir
16.15 Veðurfregnir. Tilkynn-
ingar.
16.25 Popphornið
17.10 Barnatimi: Soffia
Jakobsdóttir stjórnar a.
Milli áramóta og þrettánda
Alfasöngur, álfalög og fleira
i þeim dúr. Lesari með
Soffiu: Guðmundur
Magnússon leikari. b.
Útvarpssaga barnanna:
„Uglan hcnnar Mariu” eftir
Kinn llavrevold Sigrún
Guðjónsdóttir isl. Olga
Guðrún Arnadóttir les (2).
18.00 Létt lög. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kréttir. Tilkynningar.
19.20 Daglegt mál.Indriöi
Gislason lektor sér um þátt-
inn.
19.25 Glugginn. Umsjónar-
menn: Guðrún Helgadóttir,
Gylfi Gislason og Sigrún
Björnsdóttir.
20.05 Gestir i útvarpssal: Per
Öien og Guðrún Kristins-
dóttir leika á flautu og
pianó, verk eftir Michel
Blavet, Sverre Bergh, Ar-
thur Honegger Johan Kvan-
dal o.fl.
20.35 Lcikrit: „Theódór
Jónsson gengur laus”,farsi
fyrir hljóðnema eftir Ilrafn
Gunnlaugsson. Leikstjóri:
Höfundur. Persónur og leik-
endur: Theódór gimbill, út-
hrópaður maður ... Erlingur
Gislason, Benjamín Pálsson
hinn góði eiginmaður...
Steindór Hjörleifsson, Peta
Jónsdóttir, hin lausláta
eiginkona ... Brynja Bene-
diktsdóttir, Jakobina
Brjánsdóttir, móðir Petu ...
Brynja Benediktsdóttir,
Jósúa Kolbeinsson, bróðir
Theódórs ... Klemens Jóns-
son ... Bjartur bóndi i
Borgarfirði ... Lárus IngólÞ
*son, Högni Hansen, snjall
leynilögreglum. ... Baldvin
Halldórsson, Mörður ts-
hólm, snjallari leynilög-
reglum. ... Jón Júlíusson.
Sögumaður ... Þórarinn
E ldjárn. Aðrir leikarar:
Hákon Waage, Pétur
Einarsson, Ragnheiður
Steindórsdóttir, Drifa Krist-
jánsdóttir og Rúnar Gunn-
arsson.
21.30 Krá túnleikum i Háteigs-
kirkju 17. f.m. Söngflokkur,
sem Martin Hunger stjórn-
ar, flyturi a. „Sjá grein á
aldameiði” eftir Hugo
Distler. Þorsteinn Valdi-
marsson þýddi textann. b.
Sjö jólalög i raddsetningu
Þorkels Sigurbjörnssonar.
21.50 l-angferðir.Þorsteinn ö.
Stephensen les úr nýrri
Ijóðabók Heiðreks Guð-
mundssonar skálds.
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir . Keykja-
vikurpistill Páls Heiðars
Jónssonar.
22.45 Manstu eftir þessu?
Tónlistarþáttur i umsjá
Guðmundar Jónssonar
pianóleikara.
23.30 Fréttir i stuttu máli.
Auglýsingasíminn
er 17500 f
WÐVIUINN