Þjóðviljinn - 04.01.1973, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 04.01.1973, Blaðsíða 15
Finimtudagur 4. janúar 1973 ÞJÓDVILJINN — SÍÐA lS Kúba Framhald af bls. 7. verði einangraðir frá öðru fólki og lizt þeim bezt á tillögu sem fram hefur komið, um að byggð verði þorp skólanna. En húsnæðis- vandamál kennara er ekki orðið alvarlegt ennþá. og allir eru sam- mála um að aðalatriðið sé að byggja sem flesta skóla, hitt kemur svo seinna. Þegar nemendur útskrifast úr sveitaskóla eiga þeir ýmissa kosta völ: þeir geta orðið kenn- arar á þann hátt sem áður var lýst, eða farið i þriggja ára undir- búningsnám fyrir háskóla, og einnig eiga þeir kost á margs- konar iðn- og tækninámi. Undanfarin tvö sumur hefur foreldrum og systkinum nemenda verið gefinn kostur á að njóta orlofs i skólanum. Þetta frumlega uppátæki er liður i baráttunni fyrir bættum tengslum milli heimila og skóla og hefur gefizt mjög vel, að sögn skólastjóra. Hver fjölskylda dvelur i skólan- um eina viku. Á morgnana taka þeir sem vettlingi geta valdið þátt i landbúnaðarvinnunni, en eftir hádegi og á kvöldin hvilast menn eða skemmta sér með ýmsu móti. Foreldrar nemenda hafa sýnt mikinn áhuga á velferð skólans , og margar mæður koma daglega að hjálpa til i eldhúsinu eða annarsstaðar þar sem aðstoðar er þörf hverju sinni. Feður þeir sem ráða yfir einhverskonar farar- tækjum koma á laugardögum og hjálpa til við að koma krökkunum heim til sin. Einn faðir er mikill hagleiksmaður og hefur málað nokkrar veggmyndir i skólanum. Svona mætti lengi telja. Það þarf engan að undra þótt kúbanskt sveitafólk sé ánægt með nýju skólana sina, svo mjög sem þeir eru frábrugðnir þvi sem áður þekktist. „Heilbrigð sál i heilbrigðum likama” er gamalt og gott kjör- orð sem kúbönsk skólayfirvöld hafa gert að sinu. Reglulegar læknisskoðanir eru fastur liður i skólalifinu og er öll læknisþjón- usta að sjálfsögðu ókeypis. Hjúkrunarkona starfar við skól- ann og læknir er alltaf við höndina ef á þarf að halda. Þeir sem fá kvef eða kveisu er lagðir inn á þartilgerða sjúkrastofu svo að þeir smiti ekki félaga sina. Iþróttaiðkanir, starf undir beru lofti og hollt mataræði setja svip sinn á þessa hraustu og fjörlegu krakka. Sveitaskólarnir eru ekki einu skólarnir á Kúbu þar sem nám og starf hefur verið samtvinnaö. Ýmsir tækniskólar i borgunum hafa tekið upp þetta fyrirkomulag og starfa þá i tengslum við verk- smiðjur. I venjulegum bóknáms- skólum fara nemendur útá land ákveðinn tima á ári hverju og stunda landbúnaðarvinnu. Sama gildir um háskólana. Þessi stefna i kúbönskum skólamálum er engin tilviljun, hún hefur mótazt i samræmi við þarfir þjóöarinnar. Sveitaskólarnir á Kúbu hafa vakið athygli skólamanna frá öðrum vanþróuðum rikjum, sem hugsanleg lausn á stóru vanda- máli. Havana, 1. desember 1972. Ingibjörg Haraldsdóttir. Jóhann Framhald af 4. siðu. að við hugsum i stað þess að hjálpa okkur til að hugsa. . . Við vitum þetta allt, en við höf- um kosið að látast ekki vita það til þess að okkur geti liðið vel. En okkur liður ekki vel. Þrátt fyrir allan okkar sýndarauð erum við fyrtin og hrædd og sikvartandi. Mörg okkar þora ekki lengur að horfa hvort framan i annað. Innst inni held ég að við séum full af fyrirlitningu á okkur sjálfum”. Að þessum lestri loknum á ég enn eftir ein mótmæli. Ég hefi þegar mótmælt þeim atburðum, sem ýmsir hafa — með orðalagi sem ég ekki kýs að nota — kallað þjóðarmorð Bandarikjanna á Norður-Vietnömum. En ég vil einnig — og af sömu hvötum — mótmæla þvi andlega og siðferði- lega þjóðarsjálfsmorði, sem ótt- ast má að vofi yfir bandarisku þjóðinni ef leiðtogar hennar halda áfram á þeirri braut, sem þeir hafa i blindni valiö sér. Að lokum þetta: Ég hefi hér sem einstaklingur gerzt svo djarfur að ætla öðrum einstaklingum hatur og grimmd og þykjast vita hvað ofbjóði rétt- lætiskennd og siðferðishugsjón- um alls mannkyns. Þessi dirfska næði of skammt, ef hún entist ekki til að spyrja hvað ég sem einstaklingur hafi — i þeirri dag- legu velliðan og öryggi, sem við tslendingar njótum um aðrar þjóðir fram — lagt af mörkum til að draga úr hatri og grimmd, til að efla réttlætiskennd og sið- ferðishugsjónir. Ég hefi ekki á reiðum höndum svar við þeirri spurningu. En ef ég leiði hana hjá mér, eru öll min mótmæli hégóm- inn einn. Kambodju Framhald af bls. 1 hafa gert árásir á um 20 stöðvar stjórnarhersins þar. Stjórnin i Phnom Penh heldur þvi fram, að sókn þessi sé m.a. gerð til aö tryggja skæruherjum yfirráð yfir hrisgrjónauppsker- unni. Uppskera ársins i fyrra er helmingi minni en áður, og stafar þetta af þvi, að forræði herfor- ingjastjórnar yfir landi Kambodju hefur minnkað að sama skapi. Hernaðarótök Framhald af bls. 16. strandað á fulltrúadeildinni — og m.a. á Carl Albert, sem nú hefur snúizt hugur. Nixon hefur rætt við ýmsa þing- foringja, m.a. Mansfield, tals- mann Demókrata i öldungadeild, um stöðu mála, og segir Mans- field, að forsetinn „geri sér grein fyrir afstöðu þingmanna”. Pentagon játar t- dag játaði talsmaður banda- riska varnarmálaráðúneytisins með semingi þó, að það væri rétt haft eftir sænska sendiráðinu i Hanoi að hið stóra sjúkrahús Bach Mai i Hanoi hefði orðið fyrir hnjaski i loftárásunum á dögun- um. Aður hafði þessi sami tals- maður sagt, að hér væri um áróður einberan að ræða. Reyndi hann þó að skjóta sér á bak við það, að sjúkrahúsið kynni að hafa orðið fyrir loftvarnareldflaugum eða hrapandi flugvélum. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jaröarför KRISTJÖNU ÞÓRÐARDÓTTUR Hafnarfirði Ilulda Siguröardóttir og aörir aöstandendur. S-Afríka Framhald af 5. siðu. munu gera grein fyrir starfsemi samtakanna, sem miðar að þvi að útrýma kynþáttamisrétti og ný- lendustefnu, og ennfremur munu samtökin gera grein fyrir sam- vinnu ýmissa rikisstjórna og hagsmunaaðila við Suður Afriku, Suður Rhodesiu og nýlendur Portúgala. Allir sem taka þátt i ráðstefnunni hafa verið beðnir að leggja fram stuttar greinargerðir með ákveðnum tillögum um að- gerðir á þvi sviði sem ráðstefnan fjallar um. Á ráðstefnunni verður starfað i tveimur nefndum, sem fjalla munu um eftirgreind þrjú atriði: 1. Reynt verður að meta hve miöað hefur á leið að uppræta ný- lendustefnu og kynþáttamisrétti. 2. Aðgerðir i framtiðinni á veg- um Sameinuðu þjóðanna, Einingarsamtaka Afrikurikja, rikisstjórna, ýmissa samtaka og þjóðfrelsishreyfinga til stuðnings fórnarlömbum nýlendustefnu og kynþáttamisréttis. Mál ráðstefnunnar verða enska og franska. Félag Sameinuðu þjóðanna i Noregi sér um framkvæmd og skipulagningu ráðstefnunnar. Landsvirkjun Framhald af bls. 3. — Við hér hjá Landsvirkjun höfum ekki trú á þvi að það geti gerzt. — Er það rétt hjá þessum sama manni að hönnun mastr- anna hafi ekki verið borin undir islenzka verkfræðinga sem þekkja bezt til hvernig svona möstur eiga að vera? — Ja, við erum verk- fræðingar hér hjá Landsvirkj- un og fylgdumst vel með þessu öllu saman. Við byggðum okk- ar reynslu á Sogsvirkjunarlin- unni og töldum rétt að hafa Búrfellslinuna svipaða. — Þið eruð sannfærðir um það að sama orsök liggi ekki til þess þegar fyrra mastrið fór og nú þegar mastrið við Hvitá fór? — Við teljum það útilokað, enda var ekkert svipað veður þegar fyrra mastrið fór og nú þegar mastrið viö Hvitá fór. Við höldum að nú hafi linan farið fyrst og við hnykkinn sem þá myndaðist hafi mastr- ið farið. Slikt gerðist ekki þeg- ar fyrra mastrið fór. —S. dór Leiðrétting við ræðu Þórarins Villa slæddist inn hjá okkur i gær, er birt var ræöa Þórarins iÞórarinssonar, formanns utan- rikismálanefndar alþingis, á Vietnamfundinum á gamlársdag. Við birtum þvi aftur þá máls- grein, sem ekki var rétt eftir höfð, og átti að vera á þessa leiö: „Þess vegna verður okkur sér- staklega hugsað á þessum fundi til þjóðfrelsishreyfingarinnar i Suður-Vietnam, og það er ósk okkar og krafa, aö henni veröi veitt sú viðurkenning, sem hetju- leg barátta hennar verðskuldar”. 1 Þjóðviljanum i gær hafði orðið viðurkenning breytzt i viröing. GLENS Innritun í Námsflokka Reykjavíkur Fer fram i Laugalækjarskóla dagana 4. og 5. janúar kl. 5-9 siðdegis. Nýjar kennslugreinar: Kennsla i notkun reiknistokks, lestrar- kennsla fyrir fólk með lesgalla, leikhús- kynning, myndlistarkynning. Kennsla til gagnfræðaprófs (isl.,enska, danska, reikningur). Kennsla til miðskólaprófs þ.e. 3. bekkjar (isl., enska, danska, reikningur). Að öðru leyti kennsla i sömu greinum og fyrr: íslenzka 1. og 2. fl. og isl. fyrir útlendinga. Reikningur 1. og 2 fl. og mengi. Danska 1. 2. og 3. flokkur. Enska 1-6. fl. Þýzka 1-5 fl. Franska 1-3 fl. ítalska 1.-2. fl. Spænska 1.- 4. fl. Rússneska. Jarðfræði. Nútimasaga. Fundarsköp og ræðumennska. Verzlunar- enska. Bókfærsla. Vélritun. Föndur. Smelti. Kjólasaumur. Barnafatasaumur. Sniðteikning (teiknað, sniðið og saumað eftir sniðunum). Nýir byrjendaflokkar i dönsku, ensku, þýzku og spænsku. Innritun i Breiðholtsskóla fer fram mánu- daginn 8. jan kl. 8-9,30 og i Arbæjarskóla þriðjudag 9. jan, kl. 8-9.30. A þessum tveimur stöðum verður kennd enska 1.-3. fl. og barnafatasaumur. SKÓLASTJÓRI. RYMINGARSALA STÓRLÆKKAÐ VERÐ EINSTAKT TÆKIFÆRI Vegna breytinga verða seldar Terylene herrabuxur i stórum númerum. Jersey dömusíðbuxur í öllum stœrðum. Telpna- og unglinga hettukópur RÝMINGARSALAN SKÓLAVÖRÐUSTÍG 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.