Þjóðviljinn - 07.01.1973, Blaðsíða 16
WÚÐVIUINN
Almennar upplýsingar um
læknaþjónustu borgarinnar
eru gefnar I simsvara
Læknafélags Reykjavfkur,
simi 18888.
Sunnudagur 7. janúar 1973
Lyfjaþjónusta apótekanna
vikuna 6.-11. janúar er i
Holtsapóteki og Laugarnes-
apóteki.
Slysavaröstofa
Borgarspitalans er opin all-
an sólarhringinn.
Kvöld-, nætur og helgidaga-
vakl a heilsuvernarstööinni.
Sími 21230.
Bjartsýni ríkir hjá fólki
i verstöövúm fyrir kom-
andi vertið. Sér það fram
á góða og mikla atvinnu
og hefur raunar bætt mik-
ið fyrir sér á liðnu ári í
byggingu góðra húsa svo
aö eitthvað sé nefnt. Hef-
ur verið mikil og góð
vinna í þessum plássum.
Þjóðviljinn hafði sam-
band við menn i verstöðv-
um kringum Breiðafjörð
núna í vikulokin og innti
þá eftir undirbúningi ver-
tiðar. Hvarvetna blómstr-
ar atvinnulíf i þessum
plássum.
... ............
Rrá ólafsvik.
Blómstrandi atvinnulíf í
verstöðvum við Breiðafjörð
Ólafsvik
Olafsvik, 5/1 — Fram-
kvæmdahugur hefur verió hér
bæði hjá einstaklingum og fyrir-
tækjum i plássinu og er nú unnið
af fullum krafti að vertiðar-
undirbúningi, sagði Snæbjörn
Arnason hjá Hraðfrystihúsi
Ólafsvikuf.
Húsabyggingar hafa blómstr-
að eftir góða vertið i fyrra. Er
fólk bjartsýnt á komandi vertið
og uggir ekki um atvinnu á
næstu mánuðum.
Hraðfrystihúsin voru samein-
uð og hefur sá rekstur gefizt vel.
Hefur nú verið byggður nýr
frystiklefi i eldra frystihúsinu,
og nýr vinnslusalur, og er þann-
ig bættur aðbúnaður við vinnslu
fisksins á komandi vertið. I
fyrra höfðum við ónóg geymslu-
rými fyrir hinn frysta fisk. Hef-
ur sú aðstaða verið bætt nokkuð.
Endurnýjun héfur farið hér
fram á bátaflotanum. Nú er
stærsti báturinn Sæhrimir 250
tonn að stærð. Var sá bátur
keyptur frá Keflavik núna fyrir
þessa vertið. Þá hafa fleiri skipt
um og fengið sér stærri báta.
Nær 30 bátar verða á vertið hér i
vetur og þar af 18 stórir bátar.
Þá eru um 10 til 12 tonna bátar
enn á vertið.
Róðrar eru ekki hafnir ennþá
hér i Ólafsvik. Linubáta vantar
einkum beitingamenn. Verða 6
til 8 bátar á linu i vetur og skipta
siðan yfir á net er snarpasta
vertiðin gengur yfir i marz og
april. Þá gafst vel i fyrra að
byrja þegar á netum um miðjan
janúar og freista nokkrir bátar
þess á þessari vertið.
Ónög aðstaða er að taka á
móti aðkomufólki. Vinna hér
um 200 aðkomumenn á vertið-
um. i eldra frystihúsinu eru 18
herbergi uppi á lofti. Var stofn-
að félag i fyrrasumar, sem á að
standa fyrir verbúðarbyggingu
og hefur henni verið valinn
staður. Byggingarframkvæmd-
ir eru hins vegar ekki hafnar af
þvi að lánsfé hefur vantað i
þessar framkvæmdir.
Patreksfjörður
Fatreksfirði 5/1—Fimm linu-
bátar hófu róðra i fyrradag.
Fékk Þrymur BA 8,6 tonn og var
aflahæstur i þessum róðri, sagði
Rögnvaldur Haraldsson, sjó-
maður á Þrym.
Bátar eru i öðrum róðri i dag
og er vertið þannig byrjuð hér af
fullum krafti. Fullmannað er á
alla þessa báta og eru það svo til
allt Patreksfirðingar. Hins veg-
ar litur illa út i landi að fá fólk til
fiskvinnslu. Er aðallega aldrað
fólk við þá vinnu og færra en
skyldi.
Aðeins 1 bátur ætlar að skipta
yfir á net siðar á vertiðinni. Er
bað Vestri. Hinir verða á linu
aiia vertiðina. Bæði 'fæst betra
hráefni með þessu móti og þá
.v.v.v.v.
koma hér steinbitsgöngur er
liða tekur á vertið og er ekki
hægt að veiða þann bláa nema á
linu.
Þrir stórir bátar voru keyptir
hingað til Patreksfjarðar i
fyrra. Verða þeir allir i linu-
róðrum i vetur.
Góðar atvinnuhorfur eru hér i
vetur og er fólk almennt bjart
sýnt. Góð afkoma var á siðasta
ári og var óvenju mikið byggt
yfir fólk. Tólf einbýlishús hafa
verið i smiðum og sex ibúðir i
verkamannabústað. Þá er ver
ið að byggja félagsheimili.
Helga Guðmundsdóttir BA fer
á loðnu. Viö sjáum nú aldrei
þennan bát hér. Hann var á sild-
veiðum i Norðursjónum i sumar
og haust. Þá veiddi hann i net
núna milli hátiðanna og siglir
með aflann til Þýzkalands.
Gafst þetta vel i fyrra og ætlar
að verða að vonum i ár. Finn-
bogi er með Helgu núna. Fer
hún siðan á loðnu, sagði Rögn-
valdur að lokum.
Grundarfjörður
Grundarfirði, 5/1— Vertið fer
hægt af stað hér i Grundarfirði
vegna breytinga á hraðfrysti-
húsinu. Liggur ekki ljóst fyrir,
hvenær hraðfrystihúsið getur
tekið á móti fiski á vertiðinni,
sagði Sigurvin Bergsson. Byggt
var ofan á hraðfrystihúsið fyrir
nokkrum árum og átti þá að
koma upp vinnslusal þar i hús-
inu. Stöðvuðust þessar fram
kvæmdir vegna fjárskorts.
1 sumar fékkst fé til þess að
ljúka þessum framkvæmdum.
Kom þá i ljós að gjörbylta þarf
húsinu á báðum hæðum. Áður
var fiskur verkaður á neðri
hæöinni. Nú á að breyta henni i
fiskmóttöku og færa flökunar-
vélar upp i vinnslusalinn.
Allt bendir til þess að bátar
hreyfi sig ekki fyrr en á netum.
Einn bátur er þó að byrja á linu.
Er það Siglunesið og leggur þá
aflann upp i saltfiskverkun
Zófaniusar Sesilssonar. Fjórtán
bátar róa annars héðan i vetur.
Netavertið byrjar hér ekki
fyrr en i febrúar. Ef hraðfrysti-
húsið getur þá ekki tekið á móti
fiski verður aflanum lagt upp i
saltfiskverkun til að byrja með.
Þessi stöðvun hraðfrystihúss-
ins hefur valdið atvinnuleysi hjá
kvenfólki siðan þær hættu i skel-
inni i haust. Hins vegar hafa
karlmenn haft næga vinnu
vegna ýmissa framkvæmda
hér. Vinnuflokkur vinnur við
endurbyggingu hraðfrystihúss-
ins. Hefur þurft að steypa hluta
af húsinu upp. Þá þarf að flytja
strengjasteypu hingað vestur i
þakplöituna.
Vinnuflokkur hefur unnið við
að byggja viðbátarbyggingu við
barnaskólann i haust. Þá hefur
verið skipt um jarðveg i aðal-
götu kauptúnsins.
Ekki hefur gefið á hörpudisk
og þykir sjómönnum allt annað
að athafna sig út á miðum
Breiðafjarða. Má ekkert vera
að veðri á þessu nýja veiði-
svæði. Nýlega fór bátur á veiðar
á þessum nýju svæðum, þar
sem leyft er að veiða hörpudisk.
Fékk hann aðeins 500 kg. i róðri.
Góð vinna var hjá kvenfólki i
hörpudiski i sumar og haust.
Var sennilega slegið landsmet i
afköstum konu hér við verkun
hörpudisks. Verkaði hún 10kg. á
klst. og hélt þvi alla daga. Heit-
ur honan Elsa Pétursdóttir.
Einn daginn verkaði hún 76 kg.
á átta timum. Fór þó i alla kaffi
tima og matartima. Fékk hún
röskar 4 þúsund kr. fyrir daginn.
Margar konur hafa náð hér
miklum flýti við verkun hörpu-
disks. Þessi kona mun þó vera i
sérflokki, sagði Sigurvin.
Morðaldan kostaði
120 lífið á sl. ári
Skorað á UDA og IRA til samvinnu
BELFAST 6/1 — 18 ára
gamall piltur var drepinn
og þrjár manneskjur særð-
ar i gærkvöld og nótt í
Norður-írlandi.
Pilturinn var skotinn niður af
tveim öðrum táningum meðan
hann var að setja loft i dekkin á
bilnum sinum á benzinstöð i Bel-
fast. Annars staðar i borginni
særðist félagi i hersveit varnar-
samtaka mótmælenda (UDA) af
skoti, sem hleypt var af úr bil sem
ók framhjá.
WASHINGTON 5/1 Þingmenn
demókrataflokksins i öldunga-
deild USA-þings kusu i gær
George McGovern i utanrikis-
nefnd deildarinnar. 1 nefndinni
eru 10 demókratar og 7 repú-
blikanar, en aðeins var kosið i eitt
sæti hjá hvorum.
1 Portadown suðvestan við Bel-
fast köstuðu óþekktir tilræðis-
menn handsprengjum inn i hús
kaþólsks prests. Hann særðist
ekki alvarlega, en ráðskona hans
meira og var flutt á sjúkrahús.
Þessi siðustu atburðir urðu að-
eins nokkrum klukkutimum eftir
að stjórn UDA, varnarsamtaka
mótmælenda, hafði tilkynnt, að
samtökin myndu gera allt sem i
þeirra valdi stæði til að stöðva
morðölduna, sem á liðnu ári hefur
kostað 123 mannslif. tveir þriðju
hlutar hinna drepnu hafa verið
kaþólskir.
Stuttu eftir tilkynningu UDA
mæltust kaþólsk samtök til að
IRA og UDA samræmdu varð-
þjónustu sina i landinu til að
stöðva morðin. Var skorað á full-
trúa UDA að hitta leiðtoga IRA og
hefja samvinnu.
Nú eru jólin liðin, margir — a.m.k. I Vietnam — munu minnast þeirra jólagjafa sem Bandarikjaforseti
sendi um jólin yfir striðshrjáða ibúa Vietnams.