Þjóðviljinn - 09.01.1973, Síða 2

Þjóðviljinn - 09.01.1973, Síða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriftjudagur 9. janúar 1973 Karítas Skarphéðinsdóttir Fædd 20. janúar 1890 — Dúin 29. des. 1972 1 dag er jarðsungin frá Fossvogskirkju Karítas Skarp- héðinsdóttir verkakona frá fsafirði, en hún andaðist 29. desember siðastliðinn á Hrafnistu. Karitas Skarphéðinsdóttir var fædd 20. janúar 1890 i Æðey . Foreldrar hennar voru Skarphéö- inn Eliasson og kona hans Petrina Asgeirsdóttir. Hún ólst upp með íoreldrum sinum i Æðey og fleiri bæjum við Isafjarðardjúp, og fór mjög ung að vinna fyrir sér hjá vandalausum. Hún giftist Magnúsi Guðmundssyni 6. nóvember 1907, en hann var þá ekkjumaður. Þau stofnuðu þá eigið heimili og áttu heima á ýmsum bæjum við Djúp fram til ársins 1920, eða 1922, er þau flutlu til Isafjarðar. Magnús andaðist á Elliheimil- inu á tsafiröi 3. janúar 1959, tæp- lega niræður að aldri. Var Karitas þá fyrir allmörgum árum flutt til Reykjavikur. Karitas og Magnús eignuðust átta börn. Á lifi eru Svanberg, sem er búsettur i Hafnarfirði, Aðalheiður, Skarphéðinn, Einar og Pálina, sem öll eru búsett i Rcykjavik. Dáin eru Petrina, Þorsteinn, scm var skipstjóri á Pétursey, en það skip fórst með allri áhöfn 1971, og Halldóra, sem andaðist á tsafirði barn að aldri. Þau Karitas og Magnús höfðu þannig fyrir mikilli ómegð að sjá, og uðru af þeim sökum aö vinna bæði utan heimilis, þegar ein- hverja vinnu var að fá, en það var ol't af skornum skammti, sérstak- lega á kreppuárunum fyrir og eft- ir 1930. Vann Magnús aðallega við smiðar, en Karitas stundaði þá verkakvennavinnu sem mestgaf i aðra hönd, en það var að vaska sallfisk. Auk þess var hún i sildarvinnu á Siglufirði á sumrin. Þetta voru hvort tveggja óþrifa- leg og crfið störf, og aðeins fær duglegu og kappsömu fólki. Hér var um að ræða ákvæðisvinnu, sem var svo illa borguð, að aldrei mátti slaka á, ef ná átti örlitið meiri tekjum en venjulegum dag- launum verkakvenna. Aðbúnaður við þessa vinnu, sérstaklega l'iskvöskun, var auk þess þannig, að ekki var mönnum bjóðandi, og nútimafólk mundi ekki trúa ef lyst væri i öllum atriðum. Vaskið byrjaði venjulega siðarihluta vetrar og stóð yfir allt vorið. Athafnasvæðið var sums staðar undir berum himni, en oftast i skjóli og tjaldað fyrir til að verjast verstu næðingunum. Annars staðar, einkum á stærri firkverkunarstöðvum, var vaskað i húsi, sem oftast þurfti að vera opið i báða enda.svo vindur næddi þar um. I frosti þurfti oft að brjóta klaka af vöskukössunum áðuren byrjað var að vaska upp úr þeim. 1 þessu iskalda vatni þurftu verkakonur svo aö vaska fiskinn, og þurftu þá að hamast eins og kraftar frekast leyfðu til þess eins að halda á sér hita. Þessa erfiðu vinnu stundaði Karitas flest árin sem hún átti heima á ísafirði, og þurfti þar að auki að sinna störfum á fjöl- mennu heimili. Vinnúdagurinn varð þvi oft langur og erfiður. Dagvinnutiminn á þessum ár- um var 10 stundir. Frá þessu var þó vikið þegar mest þótti við liggja, og voru vöskukonur þá kallaðar til annarrar vinnu þegar raunverulegu dagsverki var lokið. Eg kynntist Karitas, manni hennar og börnum, um eða eftir 1930. Það ár var Kommúnista- flokkur íslands stofnaður, og voru þau Karitas og Magnús meðal stofnenda f lokksdeildar á tsafiröi. Hún starfaði einnig mikið i verkalýðsfélaginu Baldri, en á þessum árum var mikið starf i þvi félagi og fundir tiðir og stundum hávaðasamir, þvi oft urðu þar harðar deilur, en hér er læpast viðeigandi aö rekja þá sögu. Ég vil þó ekki láta hjá liöa aö geta tveggja hagsmunamála verkafðlks, sem Karitas beitti sér sérstaklega fyrir. Annað var krafan um bættan aðbúnað við saltfiskvöskun, þar sem meðal annars var farið fram á, að vatninu sem vaskað var úr, væri haldið það heitu, að ekki þyrlti að byrja á þvi að brjóta klaka af vöskukössunum þegar vinna skyldi hefjast á morgnana. Hitt málið var krafa um kafli- stofu á vinnustöðum, en á þessum árum varð verkalólk að drekka kafíið sitt svo að segja hvar sem það var statt, og lengi vel var enginn ákveðinn kaffitimi. Bæði þessi mál mættu mikilli mótspyrnu atvinnurekenda, verkafólks og forystumanna þess, þó að möt'gum muni þykja það furðulegt. Mun þar einkum hafa um ráðið ótti við að missa atvinnu ef bornar voru fram ástæðulausar krölur, en á þessum árum þótti krafan um bætta aðstöðu á vinnu- stað jaðra við guðlaust athæfi. Ekki man ég hvort krafan um að hita vatnið i vöskukössunum náði fram að ganga, enda er sú atvinnugrein fyrir löngu lögð nið- ur. Þó var i kjarasamningum 1944 sett það ákvæði, að fiskþvotta- vatnið skyldi hitað upp eins fljótt og atvinnurekendur sæju sér það fært. Það liðu lika mörg ár þar til krafan um kal'fistofu á vinnustaði náði fram að ganga. Nú er það ekki talinn boðlegur vinnustaður. ef ekki er þar kaffistofa með sæmilegum húsgögnum. Verka- fólkið sem drekkur kaffið við svo þægilegar aðstæður sem nú, mætti gjarnan minnast þess, að harða og langa baráttu þurfti til að koma fram svo sjálfsögðum og nauðsynlegum þætti. Þó að þessi tvö mál hafi sér- staklega verið nefnd hér beitti Karitas sér fyrir mörgum hagsmunamálum verkafólks. Af þessum sökum varð hún fyrir aökasti afturhaldsafla og jafnvel alþýðufólks. Það þótti á þessum árum ekki hæfa af „vöskúkerlingu" að standa uppi i hárinu á máttarvöldunum. Karitas starfaði mikiö i Kommúnistaflokknum og átti meðal annars sæti á lista hans i þau tvö skipti sem hann bauð fram til bæjarstjórnar hér á tsafirði. Einnig starfaði hún mikið i Sósialistaflokknum eftir að hann var stofnaður, og var á sameiginlegum lista hans og Alþýðuflokksins viö bæjar- stjórnarkosningarnar 1938. Aldrei var Karitas svo bundin brauðstritinu og heimilisstörfum, að hún gæfi sér ekki tima til þess að vinna að hugsjónamálum sin- um og hagsmunamálum þess fólks sem hún starfaði með. Hún var ágætur fulltrúi verkafólks sem skilur hlutverk sitt i þjóðfé- laginu og hefur til að bera nauð- synlegan stéttarmetnað. Enginn skyldi þó halda að hún hafi af þessum sökum slegið slöku vift þau störf sem hún þurfti aö vinna eða vanrækja heimili sitt. Þar var öllu vel við haldið, þrátt fyrir lélega ibúð i niöurgröfnum kjallara. Karitas mun hafa talizt kona i meðallagi að vexti, grannvaxin og létt i hreyfingum. Hún hélt sig vel i klæðaburði, og fékk fyrir það glósur frá búrakörlum og öðrum, sem töldu að almúgafólk hefði engan rétl til að ganga sómasam- lega til fara. Hún var ein af þeim, sem ekki lét baslið smækka sig. Hún kunni vel að koma fyrir sig orði og flutti mál sitt af einurð og festu. Eftir að hún fluttist frá tsafirði fylgdist ég litið með ferli hennar en veit þó, að á meðan heilsan entist var áhuginn fyrir fram- gangi góftra mála sá sami og áður. Fyrir þær sakir er gott að minnast hennar við leiðarlok. Ilalldór Ólafsson. I dag fer fram útför Karítasar Skarphéðinsdóttur. Hún andaðist aft Hrafnistu i Reykjavik þann 29. desember s.I. Karitas var fædd 20. janúar 1890 i Æðey á tsafjarð- HORN í SÍÐU Sofandi dómsvald Skýrt er tekið fram i lögum, að óheimilt skuli að auglýsa happdrættismiða með vöru- tegund, auk þess sem bannað er að gefa slika miða með vörutegundum. Þá eru og ný- leg lög sem banna auglýsingar á tóbaki. 1 haust er leið, hleypti ein- hver hugmyndarikasti bissn- esmaður landsins, Rolf Johansen,af stað auglýsinga- herferð fyrir einni tóbaksteg- und sinni. Einn liður þessarar auglýsingar var, að fólk, sem keypti ákveðna tegund vindl- inga, hlyti happdrættismiða i kaupbæti. Þjóðviljinn benti á ólögmæti þessara verzlunarhátta þegar þeim var hleypt af stokk- unum. Að sjálfsögðu sá dóms- valdift ekki ásta'ftu til að at- huga málift, enda mikið að gera við aft elta uppi brjóst- sykursþjófa og aftra slika stór- glæpona. Svo liftur aft þvi aft draga átti i þessu ólöglega verzlunar- happdrætti, en vinningur i þvi var eitt stykki bill. Og til aft fá lögmætisstimpil á verknaðinn, og að likindum einnig til að fá útrás fyrir prakkaraskap sinn. húrraði auglýsandinn sig niftur á skrif- stofur bæjarfógetans i Reykjavík. boftafti blaftamann og Ijósmyndara Morgunblaðs- ins á vettvang. svo ekki færi milli mála hvaft um væri að vera, og l'ékk löglærfta og hálaunaða opinbera starfs- menn löggæzlunnar til að draga út vinninginn i happ drættinu ! Það fer ekkert á milli mála, að menn eins og umræddur bissnesmaður gefa lifinu tals- vert gildi, með strákslegum uppátækjum, og er það sannarlega góðra gjalda vert. En samt sem áður þykir mörgum sem um þverbak keyri, þegar sofandaháttur dómgæzlumanna þjóðarinnar er slikur. að þeir eru hafðir að fiflum. og fengnir til að inn- sigla ólögmæti með stimpli löggæzlunnar. Sá ágæti forsætisráðherra, Ólafur Jóhannesson, benti á það i áramótaávarpi sinu i sjónvarpi og útvarpi að fólk mætli gjarnan leggja af þann ljóta sið að gera kröfur um eitt og annaft, og a'vinlega til ann- arra en sjálfs sin. Hitt væri nær aft taka upp þann þátt að gera krölurnar til sjálfs sin. Þetta er mikift rétt. En er þá ekki rétt að ráft- herrann, sem jafnframt er dómsmálaráðherra. geri þa kröfu til sjálfs sin. aft undir- menn hans, dómgæzlumenn landsins, sitji ekki i sætum meft hans samþykki eftir að hafa gert sig að fiflum i augum alþjóðar. Svo ekki sé nú talað um þá sjálfsintilkröfu að endurskipu- leggja dómskerfið. Eða var þvi kannski ekki lofað ein- hversstaðar. einhverntima? — úþ ardjúpi, dóttir hjónanna Petrinu Ásgeirsdóttur frá Látrum i Mjóa- firði og Skarphéðins H. Eliasson- ar frá Garðstöðum i ögursveit. Tæplega ársgömul missti Karitas móður sina og varð faðir hennar þá að leysa upp heimilið, en Karitas var þriðja dóttir þeirra hjóna. Henni var þá komið fyrir að Laugabóli i Laugardal. Hún fluttist aftur til föður sins er hann giftist á ný og ólst upp i Efstadal i Laugardal og siðar á Gunnars- eyri i Skötufirði. Árið 1907 giftist hún Magnúsi Guðmundssyni, sjó- manni, og bjuggu þau fyrst að Borg i Skötufirði, siðar i Hnifsdal, en fluttu þaðan til tsafjarðar árið 1921. Þau hjónin eignuðust 10 börn. Tvö barnanna dóu i frum- bernsku en þrjú önnur misstu þau uppkomin. Árið 1939 slitu Karitas og Magnús samvistum og fluttist hún þá suður með yngstu börnin. Það mun hafa verið árið 1950, að fundum okkar bar saman. Hún flutti til Hafnarfjarðar það ár með ungri uppeldisdóttur og tók á leigu ibúð i næsta nágrenni við mig. Ég starfaði með Karitas um 15 ára skeiö i Sósialistafélagi Hafnarfjarðar og kynntist henni þá allvel, en þó bezt er hún vann vetrarlangt á heimili okkar hjón- anna. Karitas var frið kona, lágvaxin og grönn. Kvik i hreyfingum, glaðlynd en skaprik. Hún hafði fengið litla skólamenntun i æsku, en ekki duldist að hún var mjög eðlisgreindog hafði aflað sér mik- illar þekkingar. Það orkar vart tvimælis, að sú kona er öðrum til fyrirmyndar sem ómenntuð elur upp stóran barnahóp i mikilli fátækt,„vinnur erfiðustu útivinnu jafnframt, en gefur sér samt tima til aö gera sér grein fyrir þjóðfé- lagsmeinum samtiðarinnar og snúastgegn þeim af öllu afli. Arin sem Karitas bjó á fsafirði voru hennar þróttmestu ár, þá barðist hún hart i verkalýðsmálum, fylgdi fyrst róttækari armi Al- þýðuf lokksins, en gekk i Kommúnistaflokkinn þegar hann var stofnaður. Karitas sagði mér, að þegar hún mætti á fundum eða til átaka við atvinnurekendur og önnur afturhaldsöfl á tsafirði, hefði hún jafnan skartað þvi bezta, en isfirzkir borgarar mis- skildu þennan þátt skapgerðar hennar. Ég minnist á þetta hér, af þvi aö ég held, að eðlisgreind hennar, hörð lifbarátta og þráin eftir fegurð — fögru mannlifi — hafi gert hana að þeim góða bolsévika sem bæði ég og aðrir samherjar hennar dáðum svo mjög. Allt lifsstarf Karitasar, hvort heldur var við Isafjarðar- djúp, úti á Álftanesi, suður á Vatnsleysuströnd eða i Hafnar- firði, einkenndist af óbilandi dugnaði, fórnfýsi og réttlætis- kennd. Starf hennar, sem og fleiri verkamanna og kvenna, er höfðu skilning á áræði, mótar þau lifs- kjör sem þjóðin býr við i dag. Þess er vert að minnast. Eins og svo margt af þvi fólki sem nú er að kveðja, var Karitas mjög ljóðelsk. Hún kunni firn af kvæðum og visum og hafði vanizt kveðskap i æsku. Eftir að hún kom til Hafnarfjarðar gerðist hún félagi i Kvæðamannafélagi Hafnarfjarðar; eignaðist hún þar marga góða vini og naut á fund- um félagsins ánægjustunda sem hún var þakklát fyrir. Lif Karitasar var oft hart; sárt varfyrir hana að missa tvær upp- komnar dætur úr berklum eftir langvarandi vanheilsu, en eflaust var erfiöust raunin er sonur henn- ar Þorsteinn fórst á striðsárun- um. Hann var skipstjóri á m/s Pétursey er lagði úr Vestmanna- eyjahöfn hlaðin fiski áleiðis til Englands. Skipið var skotið niður og fórst öll áhöfnin. Fréttir af ör- lögum þess bárust ekki fyrr en eftir langan tima. Þegar ég kveð nú Karitas, þá þykist ég þess fullviss af kynnum minum við hana, að hún var ham- ingjusöm þrátt fyrir þá mörgu erfiðleika er uröu á vegi hennar. Hún var baráttumanneskja. Hún gat ekki svæft samvizku sina með aðgerðaleysi. Hún fann lifsfyll- ingu i verklýös- og stjórnmála- baráttu og taldi réttilega, að með þvi væri hún að leggja afkomend- um sinum meira til en hún hefði getað orkað ella. Börn hennar á lifi eru; Svanberg skipstjóri, Ein- ar verkamaður, Palina verzl- unarmær, og uppeldisdóttirin Alda Tómasdóttir. Afkomendum Karitasar og venzlafólki sendi ég samúðarkveðjur. Karitas, haf þú þökk. Kristján Andrésson. ALLT Á GAMLA VERÐINU Ódýru Astrad transistorviðtækin, 11 og 8 bylgju viðtækin frá Koyo, stereosamstæð- ur, stereomagnarar með FM og AM, stereoradiófónar, hátalarar, kasettu- segulbönd, bilaviðtæki, kasettur, stereo- heyrnartæki o.m.fl. Athugið, póstsendum. F. BJÖRNSSON, Bergþórugötu 2. Opið eftir hádegi, laugardaga fyrir hádegi. Simi 23889. SENDILL óskast i sjávarútvegsráðuneytið hálfan daginn — eftir hádegi. — Æskilegt að við- komandi hafi hjól og sé ekki yngri en 12 ára. Sjávarútvegsráðuneytið 8. janúar 1973.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.