Þjóðviljinn - 09.01.1973, Page 7
Þriðjudagur 9. janúar 1973 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7
SAMIÐ í VIETNAM:
Bandaríkin
og
Genfarráðstefnan
Eins og kunnugt er var haldin
alþjóðleg ráðstefna i Genf árið
1954, en hlutverk hennar var það
að binda endi á Indókinastyrjöld
Frakka i eitt skipti fyrir öll.
Bandarikin voru þátttakendur i
ráðstefnunni. Þá var aðstaða
þeirra i málefnum Indókina ólik
þvi sem nú er, en afstaða til allra
mála næsta svipuð. Þegar i
upphafi landvinningastyrjaldar
Frakka árið 1945, naut Parisar-
stjórn stuðnings Bandarikjanna.
Franskt herlið var t.d. flutt til
Indókina á bandariskum skipum,
en auk þess nutu Frakkar góðs af
hergögnum sem bandariski
herinn skildi eftir i Frakklandi og
Suðaustur-Asiu við uppgjöf Þjóð-
verja og Japana.
Eftir þvi sem styrjöld Frakka
og Viet Minh dróst á langinn og
hinir siðarnefndu tóku frum-
kvæðið æ meir i sinar hendur,
breyttist afstaða stjórnarinnar i
Washington. Hún taldi að Frakk-
ar gætu vart unnið sigur nema
breytt væri um hernaðaraðferðir
og studdi þvi heilshugar hina svo-
nefndu Bao Dai lausn. Þessi lausn
var einfaldlega fólgin i þvi að
Frakkar komu upp leppstjórn i
Saigon, ákváðu að hún væri eina
löglega stjórn Vietnams, en
franski herinn ætti i höggi við illa
kommúnista sem vildu steypa
hinni einu löglegu rikisstjórn og
afnema frelsi og lýðræði. Lepp-
stjórnin var sett á laggirnar i
marz 1949 en þjóðhöfðingi varð
Bao Dai, fyrrverandi keisari, sem
áður hafði snúizt á sveif með Ho
Chi Minh árið 1945. Engum var
það betur ljóst en Frökkum og
Bandarikjastjórn, að hér var um
einberar blekkingar að ræða. Hin
nýja „stjórn” i Saigon réði ekki
nokkrum sköpuðum hlut, enda
hafði hún ekkert innlent pólitiskt
afl að styðjast við. Hinn eini bak-
hjarl hennar varð her málaliða
sem Frakkar tóku að byggja upp
fyrir bandariskt fé. Skripasam-
koma þessi er fyrirrennari og
fyrirmynd núverandi stjórnar i
Saigon.
Þessar aðgerðir gögnuðu
Frökkum litt. Allar bolla-
leggingar þeirra og málavafstur
um sjálfstæða stjórn i Saigon
voru skotnar i tætlur við Dien
Bien Phu árið 1954. Eftir það varð
aðeins um tvennt að velja: stór-
aukna aðstoð frá Bandarikjunum
eða samninga við Ho Chi Minh.
Franska herráðið áleit vig-
stöðuna vonlausa og i samræmi
við þessa skoðun hófst bæði
undirbúningur að samningum og
itarlegar umræður um banda-
riska hernaðarihlutun. Banda-
rikjastjórn var á hinn bóginn al-
gerlega óviðbúin þessari þróun
mála. Hún hafði reiknað með þvi
að Frakkar gætu haft i fullu tré
við Viet Minh, og jafnvel unnið
sigur, fengju þeir fjárhagsaðstoð
oghergögn. Frá 1950-1954 greiddu
Bandarikin um 80% af her-
kostnaði Frakka i Indókina.
Þegar ráðstefnan um Indókina
hófst i Genf árið 1954, stóðu jafn-
framt viðræður Frakka og
Bandarikjanna um ihlutun
bandariska hersins. Þar var fyrst
og fremst á dagskrá áætlun um
viðtækar loftárásir bandariska
flughersins á stöðvar Viet Minh
við Dien Bien Phu, en siðan
skyldu árásirnar breiðast út um
allt landið. Ýmsir annmarkar
voru þó á þessari ráðagerð. Bæði
franska og bandariska herliðið
töldu loftárásir ófullnægjandi og
gæti þvi ekkert bjargað Frökkum
nema bein ihlutun bandariska
landhersins.
Dulles utanrikisráðherra mun
hafa verið talsmaður slikrar
ihlutunar, en þar átti hann við
ramman reip að draga. Kóreu-
styrjöldinni var nýlokið á litt
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Fyrri hluti
glæsilegan hátt fyrir Bandarikja-
menn. Þegar Eisenhower varð
forseti hafði hann heitið þvi að
ljúka striðsrekstri Banda-
rikjanna i Kóreu, og eins og aðrir
bandariskir hershöfðingjar var
hann algerlega andvigur þvi að
landher Bandarikjanna flæktist á
ný i strið á meginlandi Asiu.
Dulles vissi að þingið yrði andvigt
ihlutun svo og almenningur, enda
ekki búið að æsa þessa aðila upp i
sömu striðshysteriu og siðar
varð. Niðurstaða umræðna um
ihlutun varð nokkurs konar sam-
komulag. Ákveðið var að hefja
loftárásir á Vietnam og skyldi þar
vera um að ræða samræmdar að-
gerðir Bandarikjanna og Breta.
Stjórnin i Washington treysti sér
ekki til hernaðaraðgerða ein á
báti, en með bandalagi við Breta
og jafnvel Astraliu bjóst hún við
að geta sveigt þingið, herráðið og
bandariskan almenning undir
vilja sinn. Einnig lá það ljóst fyrir
að einhliða aðgerðir Bandarikja-
hers myndu mæta gagnrýni
erlendis, enda almenningur viða
um lönd tekinn að sjá i gegnum
holtaþokuvæl Frakka um baráttu
þeirra fyrir lýðræði. Það hafði
nefnilega komið á daginn að allt
tal Parisarstjórnarinnar um
samningsvilja var lygi frá rótum.
Stjórnin hafði þvert á móti hvorki
anzað né skýrt frá bréfum sem
henni höfðu borizt frá Ho Chi
Minh þegar 1947, en þar lýsti hann
Viet Minh fúsa til samninga. Efni
þessara bréfa var orðið kunnugt
og þar með tvöfeldni og lygar
Frakka.
Vonir Bandarikjastjórnar um
aðstoð Breta brugðust. Þeir
neituðu allri samvinnu og
kröfðust þess að gengið yrði til
friðarsamninga. Allar áætlanir
um samræmdar aðgerðir og
ihlutun Bandarikjanna strönduðu
á andstöðu Breta. Genfarráð-
stefnunni lauk sem kunnugt er
með vopnahléi og samningum um
framtið Indókina, þar sem
Vietnam skiptist til bráðabirgða i
tvö riki. Þessi málalok voru
Eftir
Kristján G.
Sigvaldason
Bandarikjastjórn alls ekki að
skapi, enda hugðist hún ekki una
niðurstöðum ráðstefnunnar. Eng-
um var betur ljóst en Bandarikja-
stjórn sjálfri, að leppstjórn
Frakka i Saigon var dauðadæmd
án stuðnings erlendis frá. Innan-
lands átti hún fáa fylgjendur.
Leyniþjónusta Bandarikjanna
var þegar tekin til starfa i
Vietnam og það var samkvæmt
fyrirmælum hennar að Bao Dai
skipaði Ngo Dinh Diem forsætis-
ráðherra i Saigon 7. júli 1954. Þar
með höfðu Bandarikin fundið sér
verðugan lepp i Suður-Vietnam
og hófu að framfylgja þeirri
stefnu sem Richard Nixon, þá-
verandi varaforseti, orðaði svo i
The New York Times 20. april
1954. ,,Ef nauðsynlegt reynist,
verða Bandarikin að koma i stað
Frakka til þess að hindra sigur
kommúnismans i Suðaustur-
Asiu". Þess skal einnig getið að
Nixon hafði verið harður tals-
maður hernaðarihlutunar þegar
aðstaða Frakka var vonlaus, og
þeir báðu um bandariska hjálp.
1 fyrsta lagi var haldið áfram
stefnu hinna samræmdu aðgerða
sem áður er getið. Meðan friðar-
umleitanir stóðu yfir i Genf, voru
Bandarikin önnum kafin við að
setja saman hernaðarbandalag
til þess að vera reiðubúin að
mæta hliðstæðum atburðum og
átt höfðu sér stað i Vietnam og
Kina. Þetta bandaiag — SEATO
— var sett á laggirnar með
Manilasamningnum 8. september
1954. Þáfttakendur voru
Bandarikin, Bretland, Frakk-
land, Filippseyjar, Thailand,
Pakistan, Astralia og Nýja Sjá-
land. SEATO var i raun og veru
svar Bandarikjanna, hinna gömlu
nýlenduvelda og leppa þeirra við
niðurstöðum Genfarráðstefnunn-
ar. Bandalagið átti ekki aðeins að
standa gegn árásum utanað-
komandi aðila, þvi var öllu frem-
ur ætlað að koma i veg fyrir það,
að innlendum byltingarhreyfing-
um i hinum gömlu nýlendum yxi
fiskur um hrygg.
Samningssvæðið náði þvi til allra
rikja Suðaustur-Asiu, einnig
Suður-Vietnams, Laos og
Kambódiu, sem áttu að vera hlut-
laus samkvæmt Genfarsátt-
málanum. Einnig var það
hlekkur i bandalaga- og her-
stöðvakeðju þeirri sem Banda-
rikin voru að smiða utan um hin
sósialisku riki, en það var i sam-
ræmi við innilokunarstefnu —
containment — Bandarikjanna,
gagnvart þessum rikjum. SEATO
átti að gefa stjórninni i Washing-
lon lagalegan, siðferðilegan og
pólitiskan grundvöll til ihlutunar i
Suðaustur-Asiu, en þennan
grundvöil skorti fyrir Genfarráð-
stefnuna.
1 öðru lagi hófu Bandarikin að
tryggja stöðu Diems innan Suður-
Vietnams. Rikuleg efnahags- og
hernaðaraðstoð var látin i té og
lögð á ráðin um það hvernig
hentugast væri að brjóta niður
allan andspyrnuvott gegn stjórn
hans. Það var gert með fjölda-
aftökum, handtökum og ógnar-
stjórn. Jafnhliða hófst mikil
áróðusherferð um allan heim þar
sem Diem var lýst sem útverði
frelsis og lýðræðis, — þeir sem
vilja kynnast Diem, lýðræðis-
hetjunni með frelsismóðinn i
brjóstinu ættu að lea Morgun-
blaðið á árunum 1954-1963.
1 þriðja lagi mótaðist stefna
Bandarikjanna gagnvart Norður-
Vietnam þegar á árunum 1954-56.
Stjórnin i Washington var frá
upphafi andvig skiptingu
landsins, en eftir að hún var orðin
staðreynd voru Bandarikin stað-
ráðin i þvi að koma i veg fyrir
hugsanlega sameiningu.
Bandarikjastjórn var algerlega
andvig kosningum um
sameiningu, enda taldi hún
öruggt að yfirgnæfandi meirihluti
ibúanna væri fylgjandi
sameiningunni. Þegar 1954 hófust
árásir á Norður-Vietnam sem
miðuðu að þvi einu að skapa
glundroða og gera stjórninni i
Hanoi erfitt um vik. Sérþjálfaðir
hermdarverkaflokkar voru
sendir frá Saigon til norður-
hlutans og áttu þeir að eyðileggja
mannvirki og reyna að æsa
ibúanna gegn stjórninni. Flokkar
þessir voru undir beinni stjórn
bandarisku leyniþjónustunnar
CIA. Samkvæmt fyrirmælum áttu
þeir að sprengja i loft upp og eyði-
leggja eldneytisbirgðir, sam-
göngutæki, opinberar byggingar
og matvælageymslur. Einnig áttu
þeir að þjálfa skæruliðahópa til
þess að berjast gegn stjórninni i
Hanoi. Þessar aðgerðir voru
vitaniega brot á Genfarsátt-
málanum og var ætið neitað sem
hugarfóstri og áróðri vondra
kommúnista. Þeim er á hinn
góginn lýst i hinum kunnu
PENTAGON-skjölum, en þar
gerir yfirmaður framkvæmdanna
E.G. Lansdale grein fyrir fram-
gangi mála.
Það ætti að vera nokkuð ljóst af
þvi sem hér hefur verið rakið, aö
Bandarikin flæktust ekki inn i
Vietnam-striðið af misgáningi og
gegn vilja sinum. Markmið
þeirra nú eru næsta hin sömu og
1954, og siðustu loftárásir á
Noröur-Vietnam aðeins rökrétt
framhald árásanna sem lýst var
hér að framan. Eflaust vildu
Bandarikjamenn helzt sprengja
Vietnam aftur á steinöld, eins og
þeir hafa raunar hótað. Af banda-
riskum lýðræðissjónarhóli væri
Vietnam-málið endanlega leyst
með fullkomnu þjóðarmoröi. Og
þar er fordæmið fyrir hendi.
Rækilegasta þjóðarmorð sem
sagan greinir frá er útrýming
Indiánanna, frumbyggja Banda-
rikjanna.
Kristján G. Sigvaldason
"GÓÐA VEIZLU GERA SKAL"
BRÚÐKAUP, fermingarveizlur, afmælishóf,
átthagafélagssamkomur eða annar mannfagnaður
standa fyrir dyrum hjá einhverjum dag hvern.
Þá vaknar spurningin: hvar skal halda hófið?
Ef aðstæður leyfa ekki að hafa veizluna heima fyrir,
þá er næst að hringja í Hótel Loftleiðir. Þar eru
salarkynni fyrir hvers konar samkvæmi.
Allar upplýsingar í síma 22322.