Þjóðviljinn - 09.01.1973, Page 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 9. janúar 1973
CJ 0 D D [þ[?®GGÖI7 / . D[o)[po)GðflF , r,
íslandsmótið í körfuknattleik - 1. deild _J
KR og IR eru
enn sem fyrr
stórveldi
í körfubolta
Þrátt fyrir spár manna um að önnur lið en KR
og ÍR muni nú blanda sér i toppbaráttuna i 1.-
deildarkeppnina i körfuknattleik, er ekkert útlit
fyrir að svo verði i ár. Enn sem fyrr eru þessi lið i
sérflokki hvað getu snertir. Þau unnu bæði sina
leiki nokkuð auðveldlega um siðustu helgi. KR
sigraði ÍS og ÍR sigraði Val. Þá léku Ármann og
UMF'N og sigruðu Ármenningar.
Svo virðist sem algert öngþveiti riki í dómara
og starfsmannamálum i körfuknattleiknum um
þessar mundir. Til að mynda voru tveir íR-ingar
i ábyrgðarmestu störfunum, timavörður og
skrifari, i leik ÍR og Vals. Og þegar leitað var
skýringa á þessu var svarið að enga menn væri
að fá til þessara starfa. Og eins var sagt, að jafn
mikið vandamál væri að fá dómara til starfa. Það
er þvi greinilega mikið að hjá KKÍ og þörf á að
taka málin þar fastari tökum en verið hefur.
Sagt er aö orsökin fyrir þvi
hve erfitt er að fá dómara til
starfa sé sú að leikmenn komist
upp með hverskonar orðaskipti
við dómara og geti nánast
hagað sér eins og þeim dettur i
hug gagnvart þeim. 1 leik Vals
og IR sá maður IR-ingana hvað
eftir annað skamma dómara og
rifast i þeim fyrir einstaka
dóma. Svona framkoma er auð-
vitað algerlega fyrir neðan allar
hellur og aðeins til þess fallin
að hrekja menn frá dómara-
störfum. Þær agareglur sem
KKI setti í fyrra reyndust i
þessum málum vera orðin tóm
þegar á reyndi, samanber kæru
dómara á tvo leikmenn KR fyrir
óprúðmannlega framkomu, svo
leikmenn geta óhindraðir hagað
sér eins og þeir vilja gagnvart
þeim i dag.
Ármann — UMFN
71:60.
Þessi leikur fór fram á
laugardaginn og var allan
timann heldur jafn.
Ármenningarnir voru dálitið
seinir i gang og UMKN komst i
4:0. En siðan tóku Armenningar
við sér og höfðu náð 9 stiga
forustu i leikhléi, 33:24.
1 siðari hálfleik jafnaðist leik-
urinn um tima og munaði þá
aðeins 2 stigum og þegar örstutt
var til leiksloka var 6 stiga
munur Armanni i vil, 65:59, en
þessar lokaminútur nýttu
Ármenningarnir vel og sigruðu
örugglega 71:60.
Stigahæstu leikmenn
Armanns voru Jón Sigurðsson
með 17 stig og Jón Björgvinsson
með 14. Hjá UMFN voru þeir
Gunnar Þorvarðsson og
Brynjar Sigmundsson hæstir
með 16 stig hvor.
KR — ÍS 74:62
Þessi leikur fór einnig fram á
laugardaginn. KR-ingarnir
náðu í byrjun mjög góðum leik
og komust i 14:4. Þá voru yngri
og reynsluminni leikmennirnir
settir inná en þeir réðu ekkert
við stúdentana og staðan
breyttist i 16:14 fyrir 1S.
Þá komu sterkari menn inná
aftur hjá KR og náðu að rétta
stöðuna við og i leikhléi var hún
37:30 KR i vil. En það var eins
og KR-ingarnir næðu sér aldrei
almennilega upp eftir að hafa
misst niður forskotið frá
upphafsminútunum. Munurinn
varð aldrei mikill i siðari hálf-
leik. A stigatöflunni sást 36:41
KR i vil en mest varð bilið 64:46.
Lokastaðan varð svo eins og
áður segir 74:62.
Stigahæstir KR-inga voru þeir
Kolbeinn Pálsson með 35 stig og
Kristinn Stefánsson með 14. En
hjá IS Bjarni Gunnarsson með
15 stig og Steinn Sveinsson með
12 stig.
ÍR — Valur 103:86.
Þessi leikur, sem fram fór á
sunnudaginn, var lengi vel mjög
jafn og skemmtilegur. IR-
ingarnir leiddu i leikhléi 49:45
og i þeim siðari hélzt munurinn
þetta 5-15 stig lengst af. En
undir lokin duttu Valsmennirnir
niður og IR-ingar breyttu
stöðunni úr 80:72 i 103:86 sem
urðu lokatölur leiksins.
Hjá 1R var Agnar Friðriksson
stigahæstur með 23 stig, Anton
Bjarnason með 21 stig, Einar
Sigfússon með 20, Kolbeinn
Kristinsson með 19 og Kristinn
Jörundsson með 18 stig.
Hjá Val var Þórir Magnússon
stigahæstur með 26 stig en Kári
Mariasson var með 18 stig.
Handknattleikur 1. deild
Ungur Valsmaður skorar körfu hjá 1R. Til vinstri má sjá Agnar Friðriksson fylgjast með, en hann var
stigahæstur iR-inga i leiknum. (Ljósm. SMARSI)
r
Armann - Haukar
og Valur
IR í kvöld
Þá hefst l.-deildarkeppnin i
handknattleik að nýju i kvöld
eftir jólahléiö og I fyrri leikn-
um i kvöld mætast Armann og
Haukar en siðari leikurinn
verður á milli Vals og ÍR,
liðanna sem nú eru i 2. og 3ja
sæti i deiidinni.
Báðir þessir leikir eru afar
þýðingarmiklir. Annarsvegar
leikur Armanns og Hauka sem
eru jöfn i næst neðsta sæti með
2 stig hvort og svo leikur topp-
liðanna Vals og ÍR.
Gera má ráð fyrir að það
iiðið sem sigrar i leik Hauka
og Ármanns sé sloppið úr fall-
hættunni sökum þess að KR-
ingar sitja á botninum með
ekkert stig. Leikurinn verður
án cfa jafn og skemmtilegur.
Það verður barist til siðustu
minútu cins og vant er i svo
þýðingarmiklum leikjum.
Armcnningarnir náðu sér vel
á strik i siðasta leik sinum
fyrir jól, þegar þeir lögðu
sjálfa tslandsmeistarana að
velli.Haukunum hefur gengið
misjafnlega i vetur, en lið
þeirra hefur sýnt miklar
framfarir frá þvi fyrst i haust.
Um siðari leikinn er erfitt að
spá. Þó má telja vist að leiki
Vals-liðið eins og það getur
bezt, þá sigri það nokkuð auö-
veldlega, en spurningin er
ailtaf hvort liðið nær sér upp
eða ekki. Það hefur átt mjög
misjafna leiki og virðist annað
hvort leika eins og lið gera
allra bezt eða þá að það dettur
niður i ekki neitt eins og
geröist i leiknum við Fram i
haust. ÍR hefur átt jafna leiki
og hefur sýnt miklar fram-
farir frá þvi i fyrra og e'r
örugglega með eitt af beztu
liöunum i 1. deild i ár.
Leikirnir fara fram i
Laugardalshöllinni og hefst sá
fyrri kl. 20.15.
Staðan i 1. deild i handknatt-
leiknum, nú þegar keppnin
hefst aftur eftir jólafri.
Fll 5 5 0 0 91:82 10
Valur 4 3 0 1 90:65 6
ÍR 4301 79:67 6
Vikingur 5 3 0 2 112:102 6
Fraill 5 3 0 2 98:91 6
llaukar 5 1 0 4 90:95 2
Ármanh 5 1 0 4 81:108 2
KR 5 0 0 5 83:114 0
Markahæstu menm
Geir Hallsteinsson FH 38
Ingólfur Óskarsson Fram 33
Einar Magnússon Vikingi 31
Vilberg Sigtryggsson
Armanni 27
Ólafur ólafsson Haukum 26
Bergur Guðnason Val 25
Haukur Ottesen KR 25
Brynjólfur Markússon iR 25