Þjóðviljinn - 09.01.1973, Síða 12
12. SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 9. janúar 1973
50asta sýning á
Sjálfstæðu fólki
Það telst jafnan viðburður hjá
Þjóðleikhúsinu þegar leikrit eru
sýnd þar 50 sinnum, en rétt er að
taka fram að 660 leikhúsgestir
geta verið á hverri sýningu i leik-
húsinu. Sjálfstætt fólk, leikrit
Halldórs Laxness.er eitt af þeim
leikritum sem nær þetta háum
sýningarfjölda, en það verður
sýnt i 50. sinn n.k. fimmtudag
þann 11. januar. Aðsókn að
leiknum hefur verið mjög góð og
að jafnaði hefur leikurinn verið
sýndur fyrir fullu húsi. Sjálfstætt
fólk er fimmta leikritið, sem
Þjóðleikhúsið hefur sýnt eftir
Halldór Laxness, en hin voru:
íslandsklukkan, sem hlotið hefur
mestu aðsókn af öllum leikritum
hjá Þjóðleikhúsinu, Silfurtungliö,
Strompleikurinn og Prjónastofan
Sólin.
Róbert Arnfinnsson leikur sem
kunnugt er aðalhlutverkið i Sjálf-
stæðu fólki, Bjart i Sumarhúsum,
en leikstjóri er Baldvin Hall-
dórsson. Myndin er af Bjarti og
ástu Sóllilju.
Nornir spá um heimsmálin
NAPOLl — Arið 1973 mun færa
löndunum fyrir botni Miðjarðar-
hafsins varanlegan frið og lausn
mun finnast á deilunni i Norður-
frlandi, en Vietnam-striðið heldur
áfram, spá nornir og galdramenn
ítaliu.
Alls komu 30 félagar italska
nornasambandsins saman til ár-
legs fundar á annan i jólum i helli
rétt fyrir utan þorpið Avelliniono
skammt frá Napoli, þar sem
venja er að spá fyrir komandi ári.
I lok ársfundarins las formaður
nornasambandsins, Antonio Batt-
ista, upp niðurstöður fundarins
með norn með kráku á öxlunum
standandi sitt til hvorrar handar.
Lýsti Batista hátiðlega yfir, að
friður i Miðausturlöndum væri nú
nær en nokkru sinni fyrr, en
ástandið i Vietnam yrði áfram
ruglingslegt vegna misskilnings
aðila. Þá spáir nornasambandið
að ástandið i N-trlandi versni i
vor og sumar, en i september ná-
ist samkomulag eftir frumkvæði
páfastólsins.
Einum af helztu þjóðarleiðtog-
um heimsins verður steypt af
stóli i stuttri byltingu, spá norn-
irnar, en vildu ekki segja, hver
hann ætti að vera.
Bandaríkjamenn samir við sig
WASHINGTON — Það er ekki að
ástæðulausu, aðsérstakar varúð-
arráöstafanir eru nú gerðar til að
tryggja Nixon forseta gegn árás-
um bæði frá mönnum og dýrum,
þegar hann ekur i opnum bil 20.
janúar nk. frá Hvita húsinu til
þinghússins til að sverja embætt-
iseið sinn sem forseti.
Hafa mas. trén meðfram göt-
unum sem hann ekur um veriö
sprautuð með plastupplausn til
að hindra að vængjaðir ibúar
borgarinnar láti sinar „sprengj-
ur” falla i höfuð forsetans. Plast-
upplausnin gerir fuglunum ókleift
að sitja i trjánum.
Loksins annað barn Soffíu
GENF 6/1 — ttölsku kvik-
myndadisinni Soffiu Loren
fæddist i dag sonur á sjúkrahúsi i
Genf og liður bæði móður og
barni vel, að þvi er fram kemur i
heimsfréttunum.
Soffia Loren er gift kvikmynda-
stjóranum Carlo Ponti og hefur
að sögn mikið lagtá sig til að geta
alið barn. Það fyrsta eignaðist
hún fyrir fjórum árum, einnig
son. Báðir voru teknir með
keisaraskurði.
IJTLI
GLUGGINN
Jörn Birkeholm:
HJÁLP
Það er fíll
undir rúminu mínu
,,Vitiði hvað?" hrópaði hún. ,,Það
er komið gat á loftið beint yfir eld-
húsborðinu og það standa tveir fíls-
fætur niður i gegnum gatið. Allar
skálarnar með italska salatinu eru
fullar af rykif — Þið verðið að
hjálpa mérað ýta fílsfótunum aftur
upp til Grepps, áður en fíllinn dettur
allur ofan í salatið!"
Greppbæingarnir fjórir hröðuðu
sér upp tröppurnar að dyrunum hjá
Greppi, sem þeir opnuðu.
Á miðju stofugólfinu stóð raunar
Verðlaunagetraunin
í gær var dregið í verðlaunaget-
raun ,,Jólagluggans". Þessir hlutu
bókarverðlaun: Benedikt Heiðar,
Lundarbrekku 8, Kópavogi, Bjarni
Jónsson, Skeiðarvogi 1, Reykjavík,
og Jónas Stefánsson, Hverfisgötu 57,
Hafnarfirði. Hafa þeim nú verið
sendar bækurnar.
Lausnin var: Ekki éta (borða) allir
yfir sig á jólum.
Margar réttar lausnir bárust, en
mörg ykkar gleymdu að skrifa nöfn
og heimilisföng. Það skuluð þið
muna næst.
fíll og leit á þau litlum skelfdum
augum. En það þurfti ekki að draga
fæturna á honum upp um gatið á
gólfinu. Það hafði hann sjálfur gert.
Mynd af eplatré
0/
b> drd
Þcssa mynd teiknaði hann Ari Gisli fyrir
okkur. Eins og þið sjáið dauðlangar stelpuna
i eplin. V'ið þökkuin Ara, sem er 5 ára, kær-
lega fyrir myndina.
Sex kátir kettlingar