Þjóðviljinn - 03.04.1973, Page 6

Þjóðviljinn - 03.04.1973, Page 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 3. aprll 1973. WHTMJWFl MALGAGN SÓSiALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson (áb.) Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson Ritstjórn, afgreiOsla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur). Askriftarverö kr. 300.00 á mánuöi. Lausasöluverö kr. 18.00. Prentun: Blaöaprent h.f. FRIÐL’ÍSENG RAUNHÆFARI EN HERNAÐARSAMSTARF Hugmyndinni um friðlýsingu Indlands- hafs var fyrst hreyft opinberlega á ráð- stefnu hlutlausu rikjanna i Lusaka árið 1970. Á þeim stutta tima sem siðan er lið- inn hafa verið tekin nokkur byrjunarskref til framkvæmdar á slikri friðlýsingu: Málið hefur verið kynnt hjá Sameinuðu þjóðunum, hlotið þar góðar undirtektir og öU stærstu og hernaðarlega mikilvægustu riki við Indlandshaf hafa tekið sæti i nefnd til framdráttar málinu. Þessi skjóta þróun hefur vakið mikla athygli viða um heim, ekki sizt i löndum sem verða fyrir ágangi stórveldanna með herstöðvar sinar og herskipaflota. Frið- elskandi fólk spyr, hvort hér sé ekki leið til að takmarka athafnasvið risaveldanna og hernaðarbandalaga þeirra. En umboðsmenn hinna miklu hernaðarvéla i austri og vestri reyna að eyða málinu. Bandarikin og Sovétrikin hafa ekki farið dult með andstöðu sina við friðlýsingu hafsvæða þar sem þau eru að keppa til áhrifa. Þrátt fyrir þetta nýtur frið- lýsingarhugmyndin yfirburða fylgis hjá Sameinuðu þjóðunum, og það lengsta sem tviveldin hafa komizt með fylgiriki sin er að knýja þau til hjásetu. Á allsherjarþinginu 1971 var samþykkt að stefna að friðlýsingu Indlandahafs með 61 atkvæði, en við hjásetu 55 rikja. Á alls- herjarþinginu i haust var miklu gagnorð- ari samþykkt gerð með atfylgi 96 rikja, og aðeins 32 sátu hjá. Samtimis var frið- lýsingarhugmyndinni komið inn i öryggis- málaályktun þingsins og hún var sam- þykkt með 113 atkvæðum. Bandarikjastjórn var svo ókát yfir öry ggismálaályktuninni svo búinni, að hún lagði að öllum NATO-rikjum að sitja hjá. En þar brotnaði samstaðan og nokkur NATO-riki stóðu með meirihlutanum. Friðlýsingu Indlandshafs greiddu aðeins tvö riki atkvæði af þeim, sem ánetjast hafa hernaðarbandalögunum, ísland úr Atlanzhafsbandalaginu og Rúmenia úr Varsjárbandalaginu. í 15 rikja nefndinni sem allsherjarþingið setti á laggir i haust til að vinna að friðlýs- ingu Indlandshafs eiga sæti ýmis riki sem hafa verið alltengd stórveldunum og hernaðarbrölti þeirra, svo sem Ástralia, Indónesia, Japan og Pakistan. Þar er einnig alþýðulýðveldið Kina. Það er þvi ekki að furða, að frið- lýsingarhugmyndin skjóti upp kolli ein- mitt hér við Norður-Átlanzhaf þar sem stórveldin eru mjög umsvifamikil i sýn- ingum á gagnkvæmum herstyrk. Hér hag- ar að ýmsu leyti betur til en við Indlands- haf, svæðið er miklu minna að flatarmáli, og rikin sem að þvi eiga lönd e.t.v. að ýmsu leyti samstæðari. Það sem risaveldin tvö eru hræddust við er einmitt þetta — að aðgerðir i friðarátt vinni meir og meir inn á bandamenn þeirra og tryggustu vini, og þeir sjái hags- munum sinum betur borgið utan hern- aðarsamstarfsins. Við þetta eru taglhnýtingar risaveld- anna að berjast, og mátti sjá glögg merki þessa i ritstjórnargrein Visis núna fyrir helgina. Sú grein var eins og skrifuð eftir pöntun frá hermálaráðuneyti Bandarikj- anna. Farið var með alls kyns rangfærslur um friðlýsingu Indlandshafs i þvi skyni að draga úr trúverðugleik hugmyndarinnar, og klykkt út með þvi að segja að bezta friðlýsing Atlanzhafs felist i eflingu NATO. Þetta sýnir mikinn undirlægjuhátt við herforingjana i NATO en það sýnir jafn- framt, að Visismenn — og yfirboðarar þeirra — óttast það að friðlýsing Indlands- hafs visi veginn til friðlýsingar Norður-Atlanzhaf s. Og það er áreiðanlega rétt mat hjá Visi að hugmyndinni um friðlýsingu Norður- hafa er að vaxa fiskur um hrygg. Breytt skipan lögreglumála er Suðurnesjamönnum í hag sagði Karl Sigurbergsson á alþingi í gær þingsjá þjóöviljans I gær var tekið fyrir á alþingi frumvarp til iaga um breytingu á mörkum Gullbringusýslu og Kjósarsýslu og um skipan lög- sagnarumdæma. Var greint frá efni þessa frumvarps hér i blaö- inu á sunnudag. Ólafur Jóhannes- son mælti fyrir frumvarpi þessu, en siöan tók einn þingmaöur til máis, Karl Sigurbergsson, sem nú situr á aiþingi I fjarveru Gils Guömundssonar. Karl Sigurbergsson kvaöst vilja fagna þvi aö frumvarp þetta væri komiö fram. Þaö leikur enginn vafi á þvi aö meö þeirri skipan á dóms- og lögreglumálum á Suðurnesjum, sem hér er gerð til- laga um, er komiö til móts viö óskir manna I hinum ýmsu byggöum á Suöurnesjum, sagöi Karl. Það mun hafa verið áriö 1969, aö undirnefnd fjárveitinganefnd- ar alþingis komst að þeirri niöur- stööu að með þvi aö sameina lög- reglustjóraembættið á Keflavik- urflugvelli og fógetaembættið i Keflavik i eitt embætti mætti spara nokkuö útgjöld rikissjóös. Með hliðsjón af þeirri ábendingu undirnefndarinnar fluttum viö Geir Gunnarsson þingsályktunar- tillögu árið 1970 þar sem skorað var á rikisstjórnina að leggja fyr- ir alþingi frumvarp til laga um skipan dómsmála og lögreglu- mála á Suðurnesjum á þann veg, aö á svæöinu sunnan Hafnar- fjarðarkaupstaðar heyri þessi mál til einu embætti i Keflavik. Þessi tiilaga var ekki afgreidd vegna einhverrar tregðu i þing- nend þeirri er meö málið fór, og lognaðist málið þar út af. Viö flutningsmenn þessarar til- lögu urðum hins vegar fljótt varir viö áhuga manna á Suður- nesjum fyrir þvi, aö málum yrði skipað á þann veg sem við lögðum til I tillögu okkar. Suðurnesja- menn töldu og það með réttu að þeir nytu mikils hagræðis við slika breytingu. Karl kvaðst ekki vilja eyöa tima að sinni til þess að flytja rök þeirra Suðurnesjamanna fyrir þvi, að tilhögun dóms- og lögreglumála á Suðurnesjum yröi breytt. Minnti hann aðeins á sam- þykktir og áskoranir sveitar- stjórna á Suðurnesjum um málið og á ræður sem fluttar voru á alþingi þegar tillagan var rædd þar á sinum tima. 1 byrjun þingsins haustið 1971 Tib*aun til að eyðileggja dagvistunarfry. mistókst Frumvarpið um hlutdeild rikis- ins I byggingu og rekstri dag- vistunarheimila var til 2. umræðu i efri deild I gær. Voru greidd atkv. um einstakar breytingar- tillögur sem fram höfðu komið. Við atkvæðagreiðsluna féll breyt- ingartillaga ihaldsmannanna Þorvaldar Garðars Kristjánsson- ar og Jóns Arnasonar um að fella algerlega út úr frumvarpinu ákvæðið um þátttöku ríkisins i rekstrarkostnaði dagvistunar- heimila. Þá var samþykkt breytingartil- laga frá Ragnari Arnalds sem gerir m.a. ráð fyrir þvi, að þó að sveitarfélag neiti að taka þátt i rekstri og stofnkostnaði dag- vistunarheimila geti ráðherra heimilað öðrum aðilum svo sem starfsmanna- eða húsfélögum að reka barnaheimili. Þá var sam- þykkttillaga frá Ragnari Arnalds um greiðslufyrirkomulag þess hluta byggingarkostnaðar dag- vistunarheimila, sem rikið tekur á'Sig. Loks bar það til tíðinda við at- kvæðagreiösluna að felld var til- laga frá Ragnarí Arnalds um að sveitarfélag fái 30% stofnkostn- aðar i stað 50% eins og gert var ráð fyrir i frumvarpinu. — Með þvi að fella tillögur ÞGK og JA sem getið var i upp- hafi fer kjarni þessa frumvarps nú til þriðju umræðu og fær von- andi afgreiðslu á þvi þingi er nú situr. Karl Sigurbergsson. var mál þetta tekið upp að nýju, þannig að allir þingmenn Reykja- neskjördæmis gerðust flutnings- menn tillögunnar óbreyttrar frá þvi sem áöur var af hálfu okkar Geirs Gunnarssonar. Var tillagan þá samþykkt óbreytt. Karl Sigurbergsson kvaðst telja eðlilegra aö svæðið sunnan Hafnarf jaröarkaupstaðar til- heyrði einu og sama embætti, þ.e. embættinu i Keflavik, en ekki vik- ið fram hjá þvi að sameina Kefla- vikurflugvöll þessu sama em- bætti einnig um leið og breyting- in er gerð. En vegna þess að ég veit, hélt Karl áfram, að áhugi Suðurnesjamanna og hagsmunir þeirra hniga að þvi að sýslumað- ur Gullbringusýslu sitji i Keflav. endurtek ég, að ég fagna þvi, að frumvarp þetta er komið fram. Vona ég að það verði afgreitt á þessu þingi, en dagi ekki uppi i þingnefnd eins og áður. Að lokinni ræðu Karls var mái- inu visað til 2. umræðu og alls- herjarnefndar i neðri deild. Jafnlaunaráð fái máls- höfðunar- heimild I gær kom til 2. umræðu i neðri deild alþingis frumvarp til laga um jafnlaunaráð, en frumvarpið hefur nú sætt meðferð þingsins alllengi. 1 sinni upphaflegu mynd var frumvarp þetta, lagt fyrir á fyrra þingi og var Svava Jakobs- dóttir flutningsmaður þess. Þá hlaut frumvarpið ekki afgreiðslu, en var svo flutt aftur nokkuð breytt á þvi þingi sem nú stendur yfir. Alisherjarnefnd neðri deildar var sammála um meginefni frumvarpsins, og mælti Svava fyrir áliti nefndarinnar. Skýrði ræðumaður frá þvi, að niður væri fallið ákvæðið um úrskurðarvald jafnlaunaráös, en i staðinn væri nú gert ráð fyrir þvi, að jafn- launaráö hefði málshöfðunar- heimild. Þá hefur ákvæðinu um skipan ráösins verið breytt nokk- uð. Frumvarpið var afgreitt með samhljóða atkvæðum tii þriðju umræðu i neðri deild i gær, þann- ig að þess er að vænta að þetta merka mál verði að lögum á þessu þingi. Afnám prests- kosninga Frumvarpið um afnám prests- kosninga var til umræðu I efri deild i gær, en frumvarpið er flutt af menntamálanefnd að beiðni kirkjumálaráöherra. Kom fram I umræöum um frumvarpið, að ekki er gert ráð fyrir afgreiöslu málsins á þessu þingi, en að nú verði leitað umsagna hinna ýmsu aðila um inálið. 1 gær var til umræðu frumvarp um búfjárrækt, um orkuver Vest- fjarða, sem er staðfesting á bráðabirgðalögum frá i fyrra- sumar, um heimild til handa rikisstjórninni til að staðfesta al- þjóðasamning um varnir gegn mengun sjávar, um breytingu á hafnalögum, um kjarasamninga opinberra starfsmanna.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.