Þjóðviljinn - 04.04.1973, Page 1

Þjóðviljinn - 04.04.1973, Page 1
Tvær konur létu lífið í umferðar- slysi í Njarðvík Laust eftir miðnætti í fyrrakvöld varð dauða- slys í umferðinni i Njarðvík, er Volks- wagen-bif reið, sem í voru tvær konur, rakst á 16 manna fólksflutn- ingabifreið með þeim afleiðingum, að konurn- ar tvær í litla bilnum lét- ust báðar samstundis. Konurnar sem létust voru mæögur, og hétu Anna Péturs- dóttir, fædd 1913, og Sigurrós Sæmundsdóttir, fædd 1938. Slysið bar að með þeim hætti, að litli billinn ók á röng- um vegarhelmingi og skullu bifreiðarnar beint framan á hvor aðra. Fólksflutningabif- reiðin var full af farþegum og meiddist enginn þeirra neitt. Slysið varð á Reykjanesbraut- inni, milli Ytri og Innri Njarð- vikur á svokölluðum Fitjum. Dimmt var og nokkur hálka og aðstæður þvi slæmar til akst- urs. — S.dór Missti tvær vörpur á viku Um kl. 10 I gærmorgun var skorið á báða togvira brezka tog- arans St. Lcger, sem var að veið- um á Selvogsbanka. Þetta er I annað sinn sem skorið er á báða víra þessa togara, I fyrra skiptið gerðist það 26. marz si. og hefur togarinn þvi misst tvær vörpur i sjóinn á réttri viku. Hefnist eig- endum hans þannig fyrir þver- móðskuna og það rækilega. En fleira bar til tiðinda á miðunum i gærmorgun. Þá reyndi brezki togarinn Maretta FD 245 að sigla á varðskipið Tý — en ásiglingin tókst ekki. Það var Týr sem heiis- aði upp á St. Leger með klipping- unni i gærmorgun. 30 á ráð- stefnu um útflutning t gær hófst ráðstefna á vegum Ctflutningsmiðstöðvar iðnaðar- ins, þar sem flutt eru erindi og þingað unt hina ýmsu þætti út- flutningsverzlunar. Ráðstefnuna sitja um 30 fulltrú- ar, framleiðendur og útflytjend- ur. Að undirbúningi hafa unnið, auk starfsmanna Útflutningsmið- stöðvarinnar, tveir sérfærðingar sem hafa verið hér á vegum Sam- einuðu þjóðanna, og flytja þeir erindi auk tveggja annarra er- lendra sérfræðinga. f gær ávarpaði Magnús Kjart- ansson iðnaðarráðherra ráð- stefnugesti. 23 þýzkir og 6 brezkir RÉÐUSTINN Á FRIÐUNAR- SVÆÐI Á SELVOGSBANKA — en hörfuðu vegna úrslitakosta Myndin sýnir friðunarsvæðið á Sclvogsbanka — skástrikað. í fyrrinótt réðust 23 v.-þýzkir og 6 brezkir togarar inn á alfriðað svæði á Selvogsbanka á 12 milna mörkunum. Samkvæmt Genfarsam- þykktinni frá 1958 hafa strandriki skýlausan rétt til friðunar ein- stakra hrygningar- svæða, eins og þessa, enda gilda þá reglurnar jafnt fyrir innlend og er- lend veiðiskip. Könnunarviðræður v.-þýzkra og islenzkra embættismanna áttu að hefjast i Reykjavik i gærmorgun, en islenzku samningamennirnir og islenzka rikisstjórnin neituðu öllum viðræðum meðan togararnir héldu uppteknum hætti. Um klukkan 3 siðdegis höfðu þessir úrslitakost- ir haft þau áhrif að veiðiþjófarnir voru horfnir af þessu svæði. Fóru viðræður fram siðdegis, en litið nýtt mun hafa komið fram. Frásögn Jónasar Árnasonar Við náðum tali af Jónasi Arna- syni, alþingismanni á fimmta timanum i gær, en hann á sæti i islenzku embættismannanefnd- inni, sem átti að hefja könnunar- viðræður við þýzka embættis- menn kl. 11 i gærmorgun hér i Reykjavik. Við spurðum Jónas, hvernig málin hefðu borið að og hann sagði: Við ætluðum aðhittast, islenzku samningamennirnir, kl. 10:30, en fundurinn átti að byrja kl. 11 i húsakynnum utanrikisráðuneyt- isins. Við Jón Arnalds ráðuneytis- stjóri I sjávarútvegsráðuneytinu, sem einnig á sæti i viðræðunefnd- innþvorum samferða upp stigann, og sagði hann mér þá, aö hann heföi fyrir örfáum minútum feng- ið öruggar fréttir um að 20—30 þýzkir togarar hefðu nóttina áður haldið inn á svæði það á Selvogs- banka, sem nú er algerlega lokað fyrir öllum veiðum innlendra og erlendra skipa. Þetta svæði, sem um er að ræða, er mjög þýöingar- mikið hrygningarsvæði og stend- ur lokun þess frá 20. marz til 20. april, en svæðið er að hluta innan við og að hluta utan við gömlu 12 milna mörkin. Samkvæmt Genfarsamþykkt- inni frá 1958 hefur strandriki ótvi- ræðan rétt til slikra friðunarráð- stafana á hrygningar- og upp- eldisstöövum, þegar reglur þar um gilda jafnt fyrir innlend sem erlend veiðiskip. — Þarna voru Frh. á bls. 15 Þetta eru hjónin Ragnheiöur Ingibjörg Asmundsdóttir og Jóhann Jóhannesson i Borgarnesi. Þau voru þeir lukkunnar pamfílar að eiga miða nr. 56125 I Happdrætti DAS f gærmorgun, og áður en dagur var aö kveidi kominn hafði þessi miði fært þeim stórt og veglegt einbýiishús — DAS-húsiö við Vogaland. Blaðamaður Þjóðviljans ræddi við Jóhann I gær, og er viðtalið birt á baksiðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.