Þjóðviljinn - 04.04.1973, Side 7

Þjóðviljinn - 04.04.1973, Side 7
Miðvikudagur 4. april. 1973 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 í LITUM Striðslok MYND- LISTAR- ÞANKAR Eftir Hallmund Kristinsson t myrkri eru allir kettir eins á lit. t fljótu bragði kynni fólk að véfengja þetta máltæki og halda þvi fram, að hlutir hafi sina liti jafnt i myrkri sem ljósi, við ein- faldlega sæjum þá ekki i myrkrinu. Þvi skyldi þó varlega fram haldið. Litir eru ekki raun- veruleg eigind hlutanna, heldur eiga þeir upptök sin og tilveru i ljósinu. t birtunni starfar það fyrirtæki er við köllum litróf. Og þegar augu okkar nema iit ein- hvers hlutar, þá eru það viðbrögð hans við litrófsgeislum sem fram koma. Hann gleypir i sig suma litrófsgeisla en endurkastar öðr- um. Og það eru litrófsgeislarnir endurkastaðir frá hlutnum sem við sjáum þegar við segjum til um hvaða lit hluturinn hafi. t myrkri er ekki um neina litrófs- geisla að ræða, og þvi enga liti. Þannig væri máltækið kannski réttara: 1 myrkri eru allir kettir litvana. Jafnvel myndir Benedikts Gunnarssonar, sem hann sýnir nú i kjallara Norræna hússins, mundu litlausar i myrkri. Væru það allveruleg viðbirgði frá þvi ljósi sem sýningargestir njóta myndanna i. Þar hafa litrófs- geislar allir nóg að gera og sendast hvildarlaust á milli ljós- gjafa og mynda og augna. Straumur þeirra til og frá nálgast örtröð likt og glaðir gestir á vin- sælum veitingastað um helgar. HORN í SÍÐU Um eignarrétt á illri og góðri náttúru vatns Það eru ekki bara útgerðar- menn, frystihúsaeigendur eða minkaræktunarmenn sem gengið geta i rikisfjárhirzluna og sótt sér hnefa ef eitthvað á móti blæs. Rikisrekin töp hinna ýmsu atvinnugreina er miklu al- gengari viðburður en almenn- ingur gerir sér ljóst, Ein af nýrri atvinnugrein- um landsmanna er, að einn selji öðrum leyfi til að veiða Gangandi hjá myndum Bene- dikts dettur mér i hug: Leiðin að hjarta áhorfandans liggur i gegn- um litrófið. Ekki vil ég gera það beinlinis að kenningu minni, en þó er það grunur minn að nokkurt beint hlutfall sé á milli litmagns myndar og almennrar hylli henn- ar. Það gæti verið gaman og ætti að vera framkvæmanlegt að gera á þvi könnun. Kannski það verði einhverntima gert. Þegar ég minnist á könnun dettur mér annað i hug. Nokkru eftir að gosið i Vestamannaeyjum hófst og menn höfðu fram og aftur rætt um hið mikla áfall, ekki aðeins Vestmannaeyinga sjálfra, heldur allra landsmanna, og orðið ákaflega sammála um að fjár- hagslega skaðann yrðu allir að bera sameiginlega; nokkru eftir það bar dagblaðið Visir fram spurningu dagsins eitthvað á þá leið hvort viðkomandi mundi fá sér litsjónvarpstæki, ef islenzka sjónvarpið hæfi útsendingu dagskrár i litum. Mig minnir helzt að allir, sem svör voru birt eftir, segðust myndu gera það. Nú er ég ekki að halda þvi fram, að þessar spurningar Visis gefi neinn þverskurð af viðhorfum þjóðarinnar, en þær ættu að gefa ábendingu um hvað mörgum kann að finnast um það sem spurt er að. Og þessi svör við spurningunni um litsjónvarps- tækin bentu á ýmis athyglisverð atriði: Hversu allsnægtavaninn hefur yfirtekið hugsanagang fólks, hve það er háð nýjungum óg framförum hins veraldlega heims, og hversu mikil litadýrkun er rikjandi.Þessararlitástar sjást glögg merki i orðfari okkar og tungutaki. Við tölum um að gefa lifinu lit, einhver er litrikur persónuleiki, litnum fylgir fegurð og fjölbreytileiki. Hins vegar töl- um við um gráan hversdagsleika, eitthvað er grátt og ömurlegt, út- litið er svart. Liturinn er birtunnar og ljóssins, litleysið myrkursins. Sizt vildi ég gerast nokkur merkisberi myrkurs og litleysis. En alltaf eru það and- stæðurnar sem undirstrika bezt hvern eiginleika. Væri ekki til myrkur hefðum við vart svo mikla ást á birtunni. Og þótt litir séu upplyftandi og gjöfulir á gleði, er það álit mitt að jafnvel þeim geti fylgt atviksorðið of. Hóf er bezt i öllu, svo haldið sé áfram með máltækin. Og þótt litsjón- varp sé eflaust glæsilegt á aö lax eða silung i ársprænu, sem talin er eign ákveðins manns. Þessi atvinnugrein hefur blómstrað mjög hin siðari ár, og er verðlag á veiðirétti nú orðið slikt, að vart er fyrir aðra en útlenda auðmenn að renna fyrir laxi i ám, sem ein- hver veiðivon er i, eða þá fyrir menn sem hafa aðstöðu til að færa kostnaðinn yfir á atvinnurekstur sinn, sem sið- ar er borgaður úr rfkissjóöi sem halli á útgerð, halli á rekstri frystihúss eða minka- bús. Greiðslurnar fyrir veiðirétt- inn renna til þeirra sem taldir eru eigendur hlunninda ánna, og jafnframt eigendur þess rennandi vatns sem eftir árfarveginum fer. Þetta heitir að vera eigandi að hinni góðu náttúru hins rennandi vatns. Slikur eignar- réttur færir eigendum sinum miljónagróða gegnum tiðina, án þess að eigandipn kosti verulegu til að auka hina góðu horfa teldi ég fjármagni i margt betur varið, og litrikum sálum ætti raunar að veitast létt að skynja myndir i lit þótt augum berist þær gráar. Ekki er vist að ég mæli fyrir margra munn, en á áðurnefndri sýningu Benedikts þótti mér mynd nr. 39 ákaflega þægileg hvild frá öllu litaflóðinu. Tekst Benedikt þó að minu viti viða að beita liti sina töluvert mikilli iþrótt. Eitt er það sem oft kann að vekja umhugsun. Það er nöfn mynda, tengsl þeirra við mynd- efni og hlutverk þeirra i áhrifum verksins. Svo virðist mér að al- mennur áhorfandi kunni þvi jafnan betur að mynd beri eitt- hvert heiti. Stundum er nafngjöf þess er myndina gerir litið annað en fullnæging slikra óska. Honum þykir sjálfum myndin sér fullnæg og henni ekki akkur að nafni. Til þess benda nafngiftir eins og Komposisjón (myndbygging), Hreyfing, Sveiflur, og annað i svipuðum dúr, er við könnumst við úr sýningarskrám. Þar er þá um að ræða hreina abstraktsjón oftast, óhlutbundnar myndir. En stundum, þegar myndefnið er hlutbundnara þótt ef til vill liggi ekki alveg i augum uppi hvert þaö sé, þykir myndgeranda þörf á nafni til glöggvunar þeim er myndina skoðar, til að benda hon- náttúru. En hvað um hina illu náttúru rennandi vatns, og þau „hlunnindi” sem hún býður upp á? Er hún ekki einnig eign þess sama og hlunnindi hinnar góðu náttúru? Hlaupi á upp að vori, flæði yfir bakka sina og valdi skemmdum á eigum einstakl- inga og/eða hins opinbera, en þetta eru „hlunnindi” hinnar illu náttúru árinnar, — er þá ekki hinn lögskráði eigandi þess rennandi vatns bóta- skyldur? Nei, þvi þá er röðin komin að rikisfjárhirzlunni. Meðan eignarrétturinn veitir arð og gefur tekjur er eignin einstaklingsins og öll hlunnindi eignarinnar hans. En þegar sú sama eign veldur tjóni og skaða, þá er almenn- ingur, sem einskis hefur notið af arði þeim sem fengizt hefur, allt i einu orðinn eigandi, og þar með sá sem um á hvað myndin á að túlka. Margar mynda Benedikts eru einmitt þess eðlis að nöfn þeirra geta hjálpað mörgum áhorfanda til að njóta þeirra, þær eiga að fela i sér stemmingar hins og þessa, sem ef til vill er ekki alveg augljóst við fyrstu sýn. Enn getur nafn myndar verið beinlinis hluti af henni og henni ómissandi. Til dæmis sé fólgin i henni einhver meining sem ekki kemst til skila án nafns, nafnið þá ekki aðeins lykill að myndinni, heldur einn af þeim þáttum sem hún er byggð af. Um þetta getur verið að ræða til dæmis þegar myndin er vaxin frá þvi að vera aðeins augnayndi og vaki draum- sýna og frjáls hugarflugs til þess að vera einnig hugleiðsla, ætluð til að leiða huga horfandans á ákveðnar brautir; lyfta anda hans ekki aðeins á eitthvert svið, heldur eitthvert ákveðið svið. En hvort sem nafnið er þannig hluti af myndinni, eða aöeins leið- beining til hennar, þá virðist mér nokkru skipta að það komist til skila með henni. Þvi hefur mér flogið i hug hvort ekki sé ástæða til, þegar hengdar eru upp stórar sýningar, að festa nöfnin á veggi með myndunum til hægðarauka fyrir sýningargesti. Það er tölu- vert verk að skoða 86 myndir að einhverju marki og ekki minna þegar leita þarf i sýningarskrá að skaðann ber. Þetta fyrir- komulag hefur réttilega verið nefnt svo, að einkarekstur sé á hagnaðinum, en rikisrekstur á tapinu. Þessa dagana er mikið rætt um eignarrétt á landi. Flestir eru þvi hlynntir að rikið, þaö er að segja allir landsmenn sameiginlega, skuli eiga alla afrétti og öll heiðarlönd. Einnig eru fjölmargir þeirrar skoðunar að ríkið skuli eiga allt land, hvar sem það er staðsettinnan lögsögu Islands, loft og lög, gögn þau og gæði sem öllu þessu fylgir. Þar sem örugglega er fyrir hendi meirihluti hjá þjóðinni fyrir þvi, að rikið sé lýstur eig- andi að öllu afréttarlandi, heiðum og óbyggðum, hlýtur að fylgja þvi, að rikiö sé þar með eigandi að vatnsföllum sem upp koma i þessum sömu óbyggðum. Þar með yrði rikið eigandi allra laxveiðiáa i landinu, þvi það vatn sem upp kemur i óbyggð hlyti að vera i hverju nafni fyrir sig. Sér i lagi þegar myndir eru ekki i sömu röð á veggjum og i skrá, en slikt sam- ræmi er næsta sjaldgæft á sýning- um. Ég get ekki séð að slikar merkingar þyrftu að lýta sýningar, en að þeim væri hag- ræði og ekki ástæðulaust, þyki listamanninum nafnið einhverju skipta. Eitt vakti athygli mina á sýningu Benedikts. Nokkrar myndir bera heitið Striðslok. Nefni ég hér sérstaklega nr. 46. Hún er að yfirbragði ekki svo ólik mörgum stemmingamyndum þessa manns. En nafnið og myndefnið fékk mig til að staldra við. Það þarf ekki skarpa sjón til að sjá að sundurtættur manns- likami er ráðandi i byggingu myndarinnar. Mjög i samræmi við nafnið. En stemmingunni þótti mér nokkuð öðruvisi farið. Ég er hræddur um að sundur- tættur likami, hvort sem væri i striði eða striöslok, vekti meö mér aðrar tilfinningar en þessi snotra mynd. Raunar efa ég ekki að hægt er með vissu hugarfari að sjá fegurð i tættum manns- likama. Og alls ekki einskis- verður sá eiginleiki að geta séð fegurð i öllum hlutum. En sú spurning er brennandi, hvort ekki sé á öðru meiri þörf en að benda á fegurð i þvi sem flýtur i kjölfari striðs og hryðjuverka. eigu sama aðila þar til það fellur i hafiö, sem nú þegar er i yfirlýstri sameign lands- manna allra Þeir búendur, sem lönd eiga að laxveiðiám, fengju þá þau hlunnindi umfram aðra menn, að mega renna i árnar neðan undan túnfætinum án endur- gjalds þegar þeim dytti til hugar, en eigandi hins renn- andi vatns, þ.e. rikissjóður, seldisvo öðrum landsmönnum á skikkanlegu verði veiðirétt i þeirri á sem óskað væri eftir, og útlendingum sama rétt með bærilegu álagi eftir að veiði- þörf landsmanna væri fullnægt. Þar með yrði ekki ein- vörðungu um að ræða þjóðnýt- ingu á hinni illu náttúru rennandi vatns á íslandi, heldur og hinni góðu náttúru þess, sem hlýtur að vera jafn mikil sameign landsmanna og sú hin illa. — úþ.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.