Þjóðviljinn - 04.04.1973, Qupperneq 13
Miðvikudagur 4. april. 1973 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13
— Þarna kemur enn einn
hræsnarinn, sagði Bake. — Lissa,
þú verður að segja eitthvað. Andy
getur ekki rekið þig.
Lissa leit snögg á eiginmann
sinn og augnaráðið var hæðnis-
legt þótt engilblitt væri. — Ojú,
það er alltaf hægt að skipta á mér
og nýrra módelli. Bandariska
kerfið byggist á þvi að gera allt
úrelt. Og eiginkona verður að
vera á verði.
Ætli átt sé við togaraút-
gerð, frystihúsarekstur
eða minnkarækt?
„Hið frjálsa atvinnulif er drátt-
ardýr þjóðfélagsins. Fyrirtækin
keppast við að halda niðri kostn-
aði og framleiða gróða.”
Jónas Kristjánsson i Visisleiðara
á mánudag.
Skákþraut
No. 17.
Þessi staða kom upp i skák
þeirra Konikowski og Gromek i
Póllandi 1971. Svartur leikur og
vinnur.
Lausn á dæmi no. 16.
1. Hxe5 Kd8 2. He7 BxH 3. Dd5
Ha7 4. Dc6 og svartur gafst upp.
— Að heyra til ykkar. Það er
engu likara en ég sé erfiður i
sambúð.
— Siður en svo. Við vitum að þú
hefur ekki bein i nefinu. Andy
9
skildi sneiðina, þótt aðrir gerðu
það ekki. Aður en honum gafst
ráðrúm til að borga fyrir sig,
sagði hún: — Hub, þarna er
hótelið; það er nóg að aka að inn-
keyrslunni.
Casa Blanca var elzta hótelið i
bænurh, byggt fyrir næstum
hundrað árum með útsýn yfir
hafið. Nafnið var hið eina
spanska við bygginguna sem var
með viktoriusvip, skáhöllu þaki
með sæg af kvistgluggum og
smáturnum. Siðari viðbyggingar
höfðu eyðilagt upphaflega
heildarsvipinn. En þótt undarlegt
megi virðast, hafði Casa Blanca
einn kost sem nýrri hótel gátu
ekki státað af; það hafði þokka
sem gerði það að verkum að
gestirnir umbáru — eða beinlinis
hrifust af — hrörleika þess. Þaö
var ekki glæsilegt eða nýtizku-
legt, það var ekki einu sinni
ódýrt, en það var eiginlega alltaf
fullsetið.
Andy hafði leigt samstæðu á
þriðju hæð handa sér og fjöl-
skyldu sinni og næstu herbergi
voru ætluð samstarfsfólki hans.
Vegna ráðstefnu nýlenduvöru-
kaupmanna i bænum, hafði hann
neyðzt til að taka herbergi sem
vissu út að bilastæðinu, i stað
hinna eftirsóttu sem vissu að
sjónum. Casa Blanca lét
Paxtonnafnið ekki koma sér úr
jafnvægi. Það hafði séð sitt af
hverju siðustu öldina.
Hub stöðvaði bilinn. Andy steig
út og opnaði fyrir Lissu. — Ég
skreppa með upp og segi halló við
snáðann.
— Vertu ekki að þvi. Ef Drew
er sofnaður, vil ég heldur að hann
fái að vera i friði. Ég verð bara
andartak.
Hún hvarf i átt að hliðardyrun-
um. Andy lét hana eiga sig. Hon-
um gramdist framkoma hennar.
Sem snöggvast hafði hann verið
að þvi kominn að fara með henni.
En þetta virtist of veigalitil
ástæða til að valda illindum, eink-
um þegar aðrir voru viðstaddir.
Oft var það svo, að þegar hann
ákvað að vera harðúr við Lissu,
þá gafst ekki tækifæri til þess.
Litla gula
hœnan sagði:
Hjónaband þeirra var ekki sam-
sett úr orustum, sem hann hefði
getað sigrað i, heldur af
smáskærum, sem hann beið
oftast ósigur i, vegna þess að
engin virtist nægilega þýðingar-
mikil. Andy var enginn skæruher-
maður fremur en flestir karl-
menn. Lissa var það aftur á móti
eins og flestar konur.
Bake settist á stuðarann,
kveikti i sigarettu og leit i kring-
um sig. — Friðsæl gömul hola, er
það ekki?
— Jú, Andy var að telja
gluggana á þriðju hæð til að reyna
að átta sig á þvi, hvar sonur hans
svæfi. Þar sem ljósið var, hlaut
dagstofan að vera og dimm
svefnherbergin á báðu vegu... —
Hvað varstu að segja.
— Þeir segja, hélt Bakeáfram,
— að þegar hótelið var byggt, hafi
verið fluttir inn Kinverjar til að
fá ódýrt vinnuafl. Eini vandinn
var að þeir höfðu ei hugmynd
um hvernig átti að byggja hótel.
Og þess vegna byrjuðu þeir aftan-
frá, þar sem enginn sá til, og
þegar þeir komu að framhliðinni
voru þeir búnir að læra það.
— Þeir eru snjallir þessir...
Hrópið þaggaði niður i honum.
Það var skerandi og nistandi,
kona sem æpti af skelfingu. Það
virtist ótrúlega nærri.en þó furðu
lágt. Mennirnir tveir urðu hissa
og gátu ekki áttað sig á hvaðan
hljóðið kom. Þeir litu ringlaðir i
kringum sig.
Hub var kominn út úr bilnum og
til þeirra, næstum áður en hrópið
hafði dáið út. — Hvaðan kom
þetta? Sáuð þið einhvern?
— Ég veit það ekki, sagði Bake
ruglaður. — Það var eins og...
Þegar Andy leit upp, tók hann
eftir þvi að komið var ljós i einn
af svefnherbergisgluggunum.
Öhugnanlegt hugboð gagntók
hann. Svo sá hann Lissu birtast
við dagstofugluggann. Hún hélt á
einhverju hvitu i hendinni. Hún
reif i gluggann og reyndi að opna
hann. Það tókst ekki. Hún barði i
rúðuna með báðum höndum, þar
til glerið brotnaði og rimlatjaldið
var rifið til hliðar. Hún hrópaði
aftur til þeirra, en það var
ómögulegt að greina orðaskil;
svo riðaði hún allt i einu og féll
aftur á bak inn i herbergið og
hvarf sýnum.
Þetta hvita sem hún hafði
haldið á — það var pappirsblað —
féll út fyrir gluggakarminn og fór
að siga hægt i átt til jarðar.
Stundarkorn stóðu þeir lamaðir
og störðu á hægt flöktið. Svo var
eins og Andy áttaði sig, hannþauti
áttina að hóteldyrunum og Hub á
hælum hans.
Bake stóð eftir til að gripa
pappirsblaöið, hann hringsólaði
fyrir neðan það eins og fiðrilda-
fangari.
Anddyrið var autt, nema hvað
þar var varðmaður sem stóð
framanvið afgreiðsluborðið og
horfði tviráður i áttina þangað
sem hrópin höfðu heyrzt. Lyftan
var i notkun og Andy æddi upp
stigann.
Hub þreif i hann þegar þeir
komu upp á þriðju hæð. — Það er
betra að ég fari á undan, sagði
hann móður. — Það er aldrei að
vita hvað er þarna inni.
Andy reyndi að rifa sig lausan.
— Slepptu mér! Þetta er konan
min og barnið mitt!
— Það er atvinna min að
vernda yður, herra Paxton.
Meðan þeir þrösuðu, heyrðu
þeir þungt fótatak i stiganum
bakvið sig. Bake birtist, náhvitur
i andliti eins og blaðið sem hann
héit á. — Andy. Guð minn góður,
littu á þetta!
Andy tók við blaðinu. Þótt hann
væri skjálfhentur, gat hann samt
lesið orðin sem skrifuð voru með
stórum upphafsstöfum: SONUR
YKKAR ER HJA OKKUR. HON-
UM ER ÖHÆTT MEÐAN EKKI
ER KALLAÐ A LÖGGUNA. VIÐ
HÖFUM SAMBAND VIÐ
YKKUR. LYKILORÐIÐ ER
KANARtFLUG.
3
Dyrnar að ibúðinni voru
ólæstar. Hub reif þær upp og stóð
eins og villidýr i árásarhug.
Dálitið undrandi tók Andy eftir
þvi, að hann var með byssu i
hendinni. Hann vissi ekki að Hub
var vopnaður.
Enginn var i setustofunni nema
Lissa, sem lá fyrir neðan brotinn
gluggann eins og hrúga af minka-
skinnum. Andy hljóp til hennar og
kraup hjá henni. Hann þreifaði
MIÐVIKUDAGUR 4. apríl
7.00 Morgunútvarp,
Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og
10.10 Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forustugr. dagbl.) 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.45.
Morgunleikfimi kl. 7.50.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Ingibjörg Jónsdóttir
heldur áfram sögunni
„Umhverfis sólina” eftir
Elsu Britu Titchenell (3).
Tilkynningar kl. 9.30. Þing-
fréttir kl. 9.45. Létt lög á
milli liða.Ritningarlesturkl.
10.25: Séra Kristján
Róbertsson les úr bréfum
Páls postula (24). Sálmalög
kl. 10.40. Fréttir kl. 11.00.
llljómplötusafniö (endurt.
þáttur G.G.)
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Þriöji dagur búnaöar-
vikunnar: Þrjú erindi a.
Guðmundur Jónsson fyrrv.
skólastjóri talar um upphaf
búreikninga á Islandi. b.
Bergur Torfason bórrii talar
um búreikninga frá sjónar-
miði bænda. c. Guðmundur
Sigþórsson búnaðarhagfr.
talar um þróun búvöru-
framleiðslu og neyzlu.
14.15 Ljáöu mér eyra. Séra
Lárus Halldórsson svarar
spurningum hlustenda.
14.30 Siðdegissagan:
,,1 Jfsorrustan’’ eftir Óskar
Aðalstein. Gunnar Stefáns-
son les (8).
15.00 Miödegistónleikar:
tslenzk tónlist a. Lög eftir
Þórarin Jónsson, Gylfa Þ.
Gislason. Sigfús Halldórs-
son, Karl O. Runólfsson og
Sveinbjörn Sveinbjörnsson.
Kristinn Hallsson syngur. b.
Rapsódia yfir isl. þjóðlög og
„Bátssöngur” i B-dúr eftir
Sveinbjörn Sveinbjörnsson.
Gisli Magnússon leikur á
pianó. c. Lög eftir Skúla
Halldórsson. Svala Nielsen
syngur. Höfundur leikur á
pianó. d. Kvintett fyrir
blásara eftir Jón G.
Asgeirsson. Blásarakvintett
Tónlistarskólans leikur. e.
Fjögur lög fyrir kvennakór,
horn og pianó eftir Herbert
H. Agústsson. Guðrún
Tómasdóttir, Kvennakór
Suðurnesja, Viðar Alfreðs-
son og Guðrún Kristins-
dóttir flytja; höfundur stj. f.
„Stiklur” hljómsveitarverk
eftir Jón Nordal. Sinfóniu-
hljómsveit Islands leikur;
Bohdan Wodiczko stj.
16.00 Fréttir.
16.15 Veðurfregnir. Tilkynn-
ingar.
16.25 Popphorniö.
17.10 Tónlistarsaga. Atli
Heimir Sveinsson sér um
þáttinn.
17.40 Litli barnatiminn.Þórdis
Asgeirsdóttir og Gróa Jóns-
dóttir sjá um timann.
18.00 Eyjapistill. Bænarorö.
Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.20 Bein lina. Helgi Bergs,
form. viðlagasjóðs svarar
spurningum hlustenda.
Umsjónarmenn Arni
Gunnarsson og Einar Karl
Haraldsson.
20.00 Kvöldvaka. Efni
vökunnar undirbúið á veg-
um Búnaðarsambands
Austur-Húnavetninga og
hljóðritað á Blönduósi. a.
Avarpsorð. Formaður
sambandsins, Kristófer
Kristjánsson bóni i Köldu-
kinn á Asum talar b.
lléraðslýsing. Halldór Jóns-
son bóndi á Leysingja-
stöðum i Þingi flytur erindi.
c. Kórsöngur: Karlakórinn
Vökumenn syngur. Söng-
stjóri: Kristófer Kristjáns-
son i Köldukinn. d. Visna-
þáttur.Þátttakendur: Jónas
Tryggvason, ólafur Sigfús-
son og Þórarinn Þorleifs-
son. Stjórnandi: Magnús
Ólafsson á Sveinsstöðum. e.
Ljóðalestur. Þorbjörg
Bergsdóttir á Blönduósi
flytur ljóð eftir húnvetnsk
skáld. f. Kórsöngur: Stúlkur
úr Húna vallaskóla syngja.
Söngstjóri: Kristófer
Kristjánsson g. Smásaga:
„Hviti trefillinn” Höfundur-
inn, Bernódus Ólafsson toll-
vörður á Skagaströnd, flyt-
ur. h. Gamanvisur,Haukur
Pálsson og Snorri Bjarna-
son syngja. i. Kórsöngur:
Karlaskór Bólstaðarhliðar-
hrepps syngur. Söngstjóri:
Jón Tryggvason bóndi i
Artúnum i Blöndudal.
21.30 Að tafli. Ingvar
Asmundsson flytur skák-
þátt.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. I.estur
Passiusalma (38),
22.25 tsiandsmót i handknatt-
leik.Jón Asgeirsson lýsir
keppni i Hafnarfirði.
22.55. Djassþáttur i umsjá
Jóns Múla Arnasonar.
23.40 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
18.00 Jakuxinn, Þýðandi
Jóhanna Jóhannsdóttir.
Þulur Andrés Indriðason.
18.45 Einu sinni var... Gömul
og fræg ævintýri færð i leik-
búning. Þýðandi Gisli
Sigurkarlsson. Þulur
Borgar Garðarson.
18.35 Hvernig verður maður
til? Nýr þriggja mynda
flokkur frá BBC með lif-
fræðslu og kynfræðslu við
hæfi barna. Sjónvarpið
hefur fengið Jón Þ. Hall-
grimsson, lækni við Fæð-
ingadeild Landspitalans, til
að annast þessa fræðslu og
kynna myndirnar, en Jón O.
Edwald þýddi erlenda text-
ann.
18.50 Hlé.
20.00 Fréttir.
20.25 Veður og auglýsingar.
20.30 A stefnumót við Barker.
Ógnvaldur yfirstéttarinnar.
Brezkur gamanleikur með
Ronnie Barker i aðalhiut-
verki. Þýðandi Jón Thor
Haraldsson. Leikrit þetta
gerist árið 1899 og fjallar
um rannsókn næsta óvenju-
legs sakamáls.
20.55 Nýjasta tækni og visindi.
Umsjónarmaður órnólfur
Thorlacius.
21.25 Atta banaskot. Leikrit
frá finnska sjónvarpinu,
byggt á sannsögulegum
atburðum. F’yrri hluti. Leik-
stjóri er Mikko Niskanen,
sem einnig fer með aðal-
hlutverk i leikritinu, ásamt
Tarja-Tuulikki Tarsala.
Þýðandi Kristin M3ntyla.
Aðalpersóna leiksins er
daglaunamaðurinn Pasi.
Hann og vinur hans brugga
talsvert magn af brennivini
úti i skógi, og brátt rekur að
þvi, að áfengisneyzla þeirra
verður meiri en svo, að hún
geti samrýmzt fastri vinnu
og eðlilegu heimilislif i.
(Nordvision — Finnska
sjónvarpið)
22.45 Dagskrárlok.
Auglýsingasiminn er 17500