Þjóðviljinn - 04.04.1973, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 4. april. 1973
Minningarorð
Haukur Claessen
varaflugmálastjóri
Haukur Claessen, varailug-
málastjóri, var meöal þeirra,
sem létust i flugslysinu þann 26.
marz siðastliðinn. Þennan dag
átti Haukur 55 ára afmæli. Hann
var fæddur 1918, sonur Arents
Claessens stórkaupmanns og
konu hans Helgu Kristinar
Þórðardóttur. Haukur lauk prófi i
lögfræöi frá Háskóla Islands I
janúar 1948 og varð flugmála-
stjóri á Keflavikurflugvelli 1948-
1955. Hann var skipaður fastur
staðgengill flugmálastjóra þann
15. ágúst 1960.
Kynni min af Hauki Claessen
takmarkast viö fjölskyldufundi
og get ég þvi ekki fjallað um
langan og samfelldan starfsferil
hans að mikilvægum og
ábyrgðarþungum málefnum, sem
hánn vann i þágu lands og þjóðar.
Ég veit, að honum hafa frá
upphafi staðið margar leiöir
opnar. Ég dáist að þvi, þegar litið
er yfir liðna tið, hve hann var trúr
áhugamálum sinum og öðlaðist
við það mikla lifshamingju.
Þegar hugurinn leitar til hans og
samverustunda með honum og
fjölskyldu hans, finnst mér
ástæða til að fagna yfir þvi, að
slikt ljúfmenni skuli hafa starfað
svo léngi að málefnum rikisins.
Ég trúi þvi, að þar hafi hann haft
þau sömu góðu áhrif á menn og
málefni i fjölþættum störfum sin-
um sem eru svo eftirminnilega
notaleg og þroskandi frá sam-
verustundunum á heimili hans.
Um langt árabil varði hann sem
mestu af tómstundunum sinum
við sveitabúskap. Það var eins og
hann bryti af sér borgarfjötrana
og ynni bug á þreytu skyldu-
starfanna með þvi að leggja rækt
við jörð, skepnur og vini sina i
Grimsnesinu á býli sinu að Fossi.
Býst ég við að margur þar um
slóðir sakni nú mjög hins lát-
lausa, hýra bónda úr borginni.
Sumir menn búa yfir þeim sér-
stöku töfrum, að vekja myndir úr
gömlum ævintýrum um kónga,
sem stjórnuðu riki sinu óað-
finnanlega með góðmennsku og
mildi. 1 huga mér skipar Haukur
Claessen sess i hópi slikra
manna.
Ég sendi eftirlifandi konu
Hauks.Guðrúnu Arnbjörnsdóttur
Claessen, börnum þeirra og allri
fjölskyldunni innilegar samúðar-
kveðjur.
Ólafur Jenssnn
Þeir hrópa
enn:
til hægri snú!
2/4 —Hægri flokkurinn i Noregi
samþykkti á landsfundi sinum að
vinna áfram að aðild Noregs að
Efnahagsbandalaginu. Lands-
fundarmenn voru sammála um
nauðsyn þess að lækka skatta og
auka tækifæri til skattfrjáls
sparnaðar. Þá var samþykkt með
um 150 atkvæðum gegnumiooað
snúast gegn breytingum á fóstur-
eyðingalöggjöfinni i rýmkunar-
átt.
Hægri flokkurinn er ihalds-
samasti flokkurinn i Noregi og er
talinn þjóna undir stórauðvaldið.
Ahrif hans i landinu eru takmörk-
uð svo sem bezt sást á úrslitum i
þjóðaratkvæðagreiðslunni um
EBE i haust.
Þess má geta, að umræður um
rýmri rétt til fóstureyðinga er nú
mjög á döfinni i Noregi, og mun
von á frumvarpi þess efnis frá
heilbrigðismálaráðuneytinu. —
Talið er liklegt, að Verkamanna-
flokkurinn muni leggja til að
fóstureyðingar veröi gefnar
frjálsar.
Loðnan er
aldrei of
ung né smá
Okkur hafa borizt frengir af þvi
ofan af Akranesi að loönan sem
nú fæst hér fyrir vestan landið sé
mjög smá, og jafnframt vanga-
veitur um hvort með þvi að veiða
hana sé verið að ganga á vaxtar-
möguleika stofnsins.
Sveinn Sveinbjörnsson, fiski-
fræðingur, sagði okkur, að
ekki hefði borizt til þeirra sýnis-
horn af loðnunni eins og hún væri
nú siðustu daga; annarsstaðar
frá en við Reykjanes, en þar eru
á ferðinni úthrygndar hrygnur,
mjóslegnar og ræfilslegar og að
dauða komnar.
Hins vegár gengi stærstá og
elzta loðnan alltaf fyrst, og uppi-
staðan i þessari göngu, sem nú
væri verið að veiða úr við Reykja-
nes væri 3ja ára loðna.
Ekki gæti verið gengið á stofn-
inn né vaxtarmöguleika hans, þvi
önnur loðna gengur ekki en
hrygningarloöna, og að lokinni
hrygningu drepst um 90% af
hverjum árgangi. —úþ.
Skilningur
bræðraþjóðanna
1 langri fréttatilkynningu um
fund utanrikisráðherra Norður-
landa i Osló 29. og 30. marz segir
að ráðherrarnir vilji enn einu
sinni láta i ljós skilning á þeirri
ákvöröun Islendinga að færa út
fiskveiðimörkin og von um að
hafréttarráðstefnan komist að
niðurstöðu sem verði Islandi og
öðrum strandrikjum i hag.
Kina aðiii
að FAO
RÓM 1/4 — Kinverska alþýðu-
lýðveldið gerðist aðili að FAO,
matvæla og landbúnaðarstofnun
Sameinuðu þjóðanna i dag, og er
126. rikið sem fær aðild. Markmið
stofnunarinnar er að hjálpa
fátækum þjóðum til að brauðfæða
sig af eigin rammleik.
4. Fulltrúafundur
Landssamtaka klúbbanna
ÖRUGGUR AKSTUR
veröur haldinn aö HÓTEL SÖGU dagana 5. og 6. apríl 1973, og hefst í
LÆKJARHVAMMI fyrri daginn Kl. 12.00, meö sameiginlegum hádegisveröi,
og ávarpi Ásgeirs Magnússonar, framkvæmdarstjóra.
Auk venjulegra aðalfundarstarfa samkvæmt félagslögum, verða flutt erindi og ávörp.
Flytjendur fyrri daginn eru:
Hannibal Valdemarsson,
Samgöngumálaráðherra, sem flytur ávarpsorð og svarar fyrirspurnum.
Pétur Sveinbjamarson, framkv. stj. umferðaráðs.:
”FRAMTÍÐARVERKEFNI í UMFERÐAMÁLUM"
Haukur Kristjánsson, yfirlæknir,: "UMFERÐASLYS-ORSAKIR OG AFLEIÐINGAR“
Helgi Hallgrímsson, verkfræðingur,: ”HRINGVEGURINN UM LANDIГ
Haukur Hafstaö, framkvæmdastjóri, Landverndar. ”MAÐUR OG NÁTTÚRA“ -
Kristinn Kjartan Stefán
Síðari daginn
Kristinn Björnsson, sálfræðingur "SÁLARÁSTAND ÖKUMANNSINS“
Kjartan Jóhannsson, læknir, form. f.í.b.: ”bíleigandinn í þjóðfélaginu“
Stefán Jasonarson, bóndi i Vorsabæ, form. LK.L: ”Á ÉG AÐ GÆTA BRÓÐUR MÍNS“
Eftir hvert erindi verða umræður og fyrirspurnir.
Stjórn Landssamtaka klúbbanna I
ÖRUGGUR AKSTUR LIVL