Þjóðviljinn - 04.04.1973, Page 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 4. apríl. 1973
UOBVIUINN
MÁLGAGN SÓSIALISMA,
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
Otgefandi: Otgáfufélag Þjóöviljans
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
Ritstjórar: Kjartan ólafsson
Svavar Gestsson (áb.)
Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson
Ritstjórn, afgreiösla, augiýsingar:
Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 llnur).
Askriftarverö kr. 300.00 á mánuöi.
Lausasöluverö kr. 18.00.
Prentun: Biaöaprent h.f.
„EIGUM VÉR EINIR GEД?
„Samtimis er hafinn hér hinn hræsnis-
fyllsti áróður, sem heyrzt hefur i þessu
landi, um það að við eigum einskis annars
úrkosta, ef við viljum ekki heita ofbeldis-
þjóð, sem vilji ekki hlita lögum og rétti, en
að semja við Breta og leggja þetta stærsta
lifshagsmunamál okkar undir úrskurð al-
þjóðadómstólsins”.
Þessi orð eiga furðulega vel við mál-
flutning Morgunblaðsins siðustu vikurnar
um núverandi landhelgisdeilu. Samt eru
þau töluð á alþingi fyrir 12 árum, um það
leyti sem viðreisnarstjórnin undirritaði
smánarsamninginn við Breta og V.-Þjóð-
verja 1961. Þau eru úr ræðu, sem þáver-
andi fulltrúi Alþýðubandalagsins i utan-
rikismálanefnd alþingis, Finnbogi Rútur
Valdimarsson, flutti og Þjóðviljinn rifjaði
upp nokkra kafla úr i gær.
Þá sagði Gunnar Thoroddsen á alþingi:
„Nú ætla ég, að það sé nokkuð sammála
álit ábyrgra manna i lýðræðislöndum, að
réttarriki geti ekki skorazt undan þvi að
bera ágreining við annað riki undir al-
þjóðadómstólinn, ef það vilji njóta trausts
og virðingar meðal þjóðanna”.
Þessi orð gætu lika verið töluð i gær.
En litum á staðreyndir málsins:
1. Þvi er haldið fram af Gunnari
Thoroddsen og félögum, að við séum of-
beldisriki, ef við ekki viljum láta okkar
landhelgismál i hendur Haagdómstólsins.
En Bretar og Bandarikjamenn hafa i tug-
um tilvika neitað að leggja mál til úr-
skurðar í Haag. Svo er einnig um fjöl-
margar aðrar þjóðir, og engin þjóð hefur
samþykkt úrskurðarvald dómstólsins um
viðáttu landhelgi.
2. Þvi er haldið fram af Gunnari
Thoroddsen og félögum, að Haagdóm-
stóllinn sé sambærilegur við t.d. hæstarétt
hér á íslandi. En dómararnir i Haag eru
kosnir pólitiskri kosningu, og það taldist
stórviðburður i sögu dómsins, þegar það
kom fyrir einu sinni, að einn af 15 dómur-
um greiddi atkvæði gegn hagsmunum
eigin rikisstjórnar.
3. Þvi er haldið fram í Morgunblaðinu,
að við eigum sigur visan i Haag, ef við
bara sendum þangað nógu vaskan mál-
flytjanda. En mikill meirihluti dómar-
anna i Ilaag er frá rikjum, sem eru hvað
fjandsamlegust okkur i landhelgismálinu.
í fyrradag gerði dráttarbáturinn
Englishman, sem brezka rikisstjórnin
sendi á íslandsmið til verndar veiðiþjóf-
unum, mjög alvarlega tilraun til að sigla
niður islenzkt varðskip. Slikar ásiglingar-
tilraunir af hálfu Breta eru nú að verða
daglegt brauð. Varðskipsmenn okkar,
sem sýnt hafa frábæra frammistöðu,
leggja lif sitt i hættu við gæzlustörf, og is-
lenzkir sjómenn almennt eru alls ekki ó-
hultir fyrir ásiglingatilraunum Bretanna,
eins og dæmin sanna.
í gær réðist hópur þýzkra togara inn á
svæði á Selbogsbanka, sem friðað er fyrir
öllum veiðum innlendra og erlendra aðila
og liggur að hluta innan gömlu 12 milna
markanna. Þarna var brotin skýlaus al-
þjóðasamþykkt frá 1958, og þetta er gert
sama daginn og hefjast áttu embættis-
mannaviðræður milli Islendinga og V.-
Þjóðverja um bráðabirgðalausn. Að
sjálfsögðu var ekki gengið til viðræðnanna
af okkar hálfu fyrr en togararnir höfðu
hypjað sig út.
En með tilliti til þessara siðustu atburða
er vissulega ástæða til að staldra við.
Það þarf að gera andstæðingum okkar
Bretum og V. Þjóðverjum fyllilega ljóst,
að við verðum ekki knúðir til undanhalds
með ofbeldi. Þvert á móti væri bezta ráð
þeirra til að ná samningum um „umþótt-
unartima” að allir landhelgisbrjótar
hyrfu út fyrir 50 milur meðan unnið væri
að samningsgerð, og dráttarbátarnir með.
En við þá dráttarbáta Breta, sem hér
sigla um á þurru landi og boða undanhald
til Haag.verður þjóðin að glima sjálf.
Munum að allur undanhaldsáróður hér
eykur trú Breta á að okkur sé hægt að
brjóta niður með ofbeldi. Það er á valdi
þjóðarinnar að þagga niður slikar raddir,
úr hópi þeirra, sem ætla sér pólitiskan hlut
á Islandi.
Réttur okkar til auðæfa hafsins yfir is-
lenzka landgrunninu er og verður hér inn-
anrikismál. Þennan rétt seljum við ekki
undir úrskurð erlends dómstóls, og samn-
ingar geta aðeins snúizt um undanþágur
sem er á okkar valdi að veita eða neita.
Munum að réttur þjóðar til auðæfa lands
eða fiskimiða, sem hún byggir á tilveru
sina, verður ekki frá henni tekinn með of-
beldisaðgerðum. Hann verður þá fyrst af
hendi seldur, að hún sjálf bjóði höfuð sitt
falt.
Húsnæðisvandamálin „vefjast fyrir”
Skiptar skoðanir um afgreiðslu tillögu um leigu og sölu ibúðarhúsnæðis
Eins og sagt hefur verið
frá hér í Þjóðviljanum,
lagði Ragnar Arnalds fram
þingsályktunartillögu á
öndverðum vetri um leigu
og sölu íbúðarhúsnæðis.
Tillögunni var þá vísað til
allsherjarnefndar.
I gær kom tillagan aftur
til umræðu og hafði nefnd-
in þá klofnað. Meirihluti
hennar vildi vísa henni
beint til ríkisstjórnarinnar,
án þess að þingheimur tæki
afstöðu til inntaks hennar,
en minnihluti nefndarinnar
vill að Alþingi samþykki
tillöguna og skori þannig á
ríkisstjórnina að undirbúa
lagafrumvarp um þessi
mál.
Tillaga Ragnars er svohljóð-
andi:
Aiþingi ályktar aö skora á
rikisstjórnina aö láta undirbúa
frumvarp tii laga um leigu og sölu
ibúöarhúsnæöis og leggja þaö
fyrir Alþingi. I frumvarpinu skal
kveðiö á um hámark leigu, sem
heimta má fyrir útieigt fbúöar-
húsnæöi. Jafnframt skal skipulag
fasteignasölu i landinu veröa
tekið tii athugunar og að þvi
stefnt í ákvæöum frumvarpsins
aö stemma stigu viö hömlulaus-
um hækkunum verölags á ibúðar-
húsnæöi.
Björn Fr. Björnsson (F) var
framsögumaður meirihluta alls-
herjarnefndar við umræður um
tillöguna á fundi Sameinaðs þings
i gær. t meirihluta nefndarinnar
eru ásamt honum þeir Jón
Skaftason (F), Birgir Kjaran (S)
og Lárus Jónsson (S). Aðalrök-
semd Björns fyrir þvi, að þing-
heimur skuli ekki taka efnislega
Ný lög um trygginga-
félög í undirbúningi
A.m.k. 50 tryggingafélög eru i landinu
Á fundi Neöri deildar i fyrra-
kvöld iauk annarri umræöu um
frumvarp rikisstjórnarinnar um
vátryggingarstarfsemi. Heii-
brigöis- og trygginganefnd deiid-
arinnar hefur haft frumvarpiö til
athugunar um hrið, og bar hún
fram nokkrar breytingartiiiögur
við þaö. Var frumvarpiö meö
breytingartillögum nefndarinnar
samþykkt einróma og visaö til
þriöju umræöu.
Endurskoðun laga um vátrygg-
ingar hófst 25. marz 1970, en þá
skipaöi Eggert G. Þorsteinsson,
þáverandi heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðherra nefnd til að
semja frumvarp til laga um vá-
tryggingafélög og starfsemi
þeirra. Núgildandi lög um þessi
mál eru gömul að stofni til og álit-
Framhald á bls. 15.
afstöðu til þessa máls, var, að
húsnæðismálin i heild eru nú til
endurskoðunar hjá rikisstjórn-
inni. Þvi væri ekki eðlilegt á
þessu stigi málsins að taka af-
stöðu til afmarkaðra leiða i lög-
gjöft það ætti að biða niðurstaðna
könnunar rikisstjórrnarinnar.
Sem endanlega lausn þessara
vandamála ræddi Björn um al-
hliða, skipulega og markvissa efl-
ingu landsbyggðarinnar.
Það bæri sizt að undrast, þó að
menn hefðu áhyggjur af þessum
málum, svo hefði lengi verið. Hitt
heföi jafnan vafizt fyrir, hvernig
við skyldi bregöast.
Ragnar Arnalds benti á, að
ástandið i húsnæðismálum hefði
aldrei verið verra en nú og að
hækkun húsaleigu siðustu mánuð-
ina væri iskyggileg. Nýbyggingar
hefðu ekki gert meira en að halda
i horfinu og ástandið hefur
versnað að mun við eldgosið i
Vestmannaeyjum.
Hann taldi það undarlega af-
stöðu að vera á móti þvi, að þing-
heimur tæki efnislega afstöðu til
tillögunnar. I henni væri aðeins
skorað á rikisstjórnina að undir-
búa frumvarp um þessi mál;
siðan myndi Alþingi fjalla um
einstaka greinar þess frumvarps.
Sá afgreiðslumáti, er meirihluti
nefndarinnar boðaði, væri alls
ekki nógu jákvæður i máli, er
þyldi enga bið. Slikar aðferöir
kæmu vissuiega til greina, ef um
væri að ræða ný mál, en i þessu
gamalkunna vandamáli væri
sjálfsagt, að Alþingi mótaði ein-
Framhald á bls. 15.
Athugasemd
Vegna frásagnar af at-
kvæðagreiðsium um frum-
varp til laga um þátttöku
rikisins i kostnaði og rekstri
dagvistunarheimila i biaðinu i
gær er nauðsynlegt að taka
fram eftirfarandi:
Þegar frumvarpið var lagt
fyrir var gert ráð fyrir að rikið
greiddi 25% stofnkostnaðar
leikskóla, en 50% stofnkostn-
aðar dagheimila. Þá átti rikið
að greiða 20% reksturskostn-
aðar leikskóla en 30% rekst-
urskostnaðar dagheimila.
íhaldið lagði til að rikið tæki
engan þátt i reksturskostnaöi
þessara stofnana og þau
ákvæði þvi felld úr frumvarp-
inu. Tilgangurinn með hlut-
deild rikisins I rekstrinum var
gagngert sá að unnt yrði að
halda niðri daggjöldum, en
um leið og ihaldið vildi fella
niður hlut rikisins i rekstrar-
gjöldum vildi það hækka hlut
þess i stofnkostnaði.
Er málið kom til 2. umræöu
voru tillögur íhaldsins felldar,
nema sú sem gerði ráð fyrir'
þvi, aö hlutdeild rikisins I
stofnkostnaði leikskóla
hækkaði. Til þess að gætt
yrði samræmis við upphaf-
lega frumvarpið lagði Ragn-
ar Arnalds formaður
menntamálanefndar efri
deildar, en hún fjallaði um
málið, til að stofnkostnaðar-
Framhald á bls. 15.
/«j\ íjjviat\ «•, Fý;
t wS lííll ítt n
j
þingsjá þjóðviljans