Þjóðviljinn - 04.04.1973, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 04.04.1973, Qupperneq 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 4. april. 1973 I F.IKFF.I.AG AKUREYRAR FJALLA- EYVINDUR Eftir Jóhann Sigurjónsson. Leikmynd: Magnús Pálsson. Leikstjóri: Magnús Jónsson. Halla og Eyvindur (Sigurveig Jónsdóttir og Þráinn Karlsson) Það er einkennileg tilfinning að sjá aftur Fjalla-Eyvind eftir að hafa ekki leitt hugann að leikritinu f langan tima. Að undirrituðum læddist sú hugsun i fyrsta þætti, að ef til vill .væri þetta leikrit orðið úrelt og hætt að höfða til manns. Upphafsþættirnir tveir eru öðrum þræði einhvers konar glansmyndir af islenzku sveitalifi og þjóðtrú, ætlaðar dönskum áhorfendum. Ekki fer hjá þvi, að þessi atriði verki sums staðar barnaleg og óþörf á islenzka áhorfendur nú. En þegar á leið leikritið i hinni áhrifariku og vel unnu sviðsetningu Leikfélags Akureyrar, viku slikar efasemdir eins og dögg fyrir sölu. Siðari hluti leikritsins er svo meistara- lega skrifaður og gefur svo rika túlkunarmöguleika, að það á vafalaust lengi eftir að hrifa leik- húsgesti. Sviðsetning Ejalla-Eyvindar virðist lengstaf hafa fylgt talsvert fastmótaðri hefð. Þjóðlifslýsingin hefur t.a.m. skipaö mjög mikið rúm sem eins konar rómantisk óskamynd fortiðarinnar — og þá óhjákvæmilega á kostnað megin- hugmyndar leikritsins, sem hverfist um samskipti og ást þeirra útlaganna. I annan stað hefur persónusköpunin verið með upphafnara móti. Halla og Eyvindur hafa komið fram sem fagrir og frjálsbornir einstakl- ingar, sem hlýða rödd ástar sinnar og leggja ótrauð inn á óblið öræfin með hana eina að leiðar- ljósi. Slika túlkun virðist þó skorta ákveðið jarösamband, þá skapgerðarlýsingu, sem er nauð- synlegur undanfari 4. þáttarins. Það er einmitt einn af meginkost- um sviðsetningar Magnúsar Jónssonar hversu óbundin hún er af viðtekinni hefð. Leikritið hefur verið tekið til gagngerðs endur- mats, og niðurstöðum þess er ég yfirleitt algerlega sammála. Meginatriði felst i persónusköpun aðalpersónanna, eins og siöar verður vikið að. Þjóðlifsmyndin skipar tiltölu- lega litiö rúm utan þess að gefa framvindu leikritsins æskilegan ramma. Andrúmsloftið kemst samt fyllilega til skila, i stilfærðri og listrænni leikmynd Magnúsar Pálssonar, i fornlegri áferð bún- inga, allt frá sauösvörtu og gráu yfir i brúnt og mosagrænt. Persónur þjóðsögunnar og leikritsins eru auðvitað sitt hvað. „Skapgerð Höllu er mótuð eftir sál danskrar konuj’ skrifaði Jó- hann Sigurjónsson i danska útgáfu Fjalla-Eyvindar. Leikritið fór að taka á sig fasta mynd vet- urinn 1909—10, þegar Jóhann var á ferðalagi suður i álfu ásamt ást- konu sinni, sem þá var velmetin kafteinsfrú. Siðasta þáttinn samdi hann fyrst sem einþáttung, en siðar prjónaði hann upphafið framan við. Við þurfum reyndar ekki að lita til sköpunarsögu leikritisins til að sjá, að Halla er aðalpersóna þess. Allt miðar að þvi að skýra og dýpka mynd þessara stórbrotnu konu, sem fórnar öllu fyrir ást sina og lifir aðeins i henni. Sigurveig Jóns- dóttir fer með hlutverk Höllu á mjög áhrifarikan hátt. Leikur hennar er borinn uppi af rikri inn- lifun og ástriðuhita, sem nær hæst i átökum 4. þáttar. Þessi frum- raun Sigurveigar i aðalhlutverki á vegum Leikfélags Akureyrar er mikill og eftirminnilegur leik- sigur, sem hvergi ber skugga á Eyvindur er lagður upp nokkuð öðru visi i þessari sýningu en tiökazt hefur. Oftast hefur hann verið sýndur sem hetja og ofur- hugi, eins konar glæsilegur ofjarl öræfanna. En fyrir slikri túlkun eru mjög hæpnar forsendur. Þegar Eyvindur segir: ,,Ég er auðugur. Ég er konungur fjall- anna... Þegar ég reiðist, bólgna fljótin og grjótið urgar botninn”. er það aðeins þáttur i baráttunni milli þeirra Höllu, hliöstætt þvi atriði i 4. þætti, þegar Halla særir hann til ástarjátningar með þvi að þykjast hafa hlaupizt á brott meðhonum af eintómrifáránlegri ævintýraþrá. Sá skilningur, sem Þráinn Karlsson og leikstjórinn, leggja i hlutverkið, er fyllilega sannfærandi. Eyvindur er vask- legur, einlægur og drenglyndur i meðförum Þráins, en langt frá þvi að vera eins stór i sniöum og Halla — og istöðulaus, þegar raunverulega reynir á. Þessi túlkun kemur vel heim og leggur sálrænan grundvöll að átökunum i 4. þætti, sem eru hápunktur leik- ritsins. Jón Kristinsson fer með hlut- verk Arnesar. I 1. þætti er svolitið erfitt að átta sig á túlkuninni. Arnes mun eiga að vera hress og kátur i þessum þætti til móts við þunglyndið i 3. þætti. Þetta glað- lyndi dregur Jón fram með þvi að kumra á eftir flestum setningum, en yfirbragð hans er ekki annars verulega glaðlegt. Eins virðist einhver beiskja runnin saman við drykkjulæti hans i 2. þætti. Arnes sýnir þannig hvergi það léttlyndi sem honum er eignað, og nær þvi ekki æskilegum andstæðuáhrifum i átökunum gagnvart Höllu i 3. þætti. Annars var leikur hans i þvi atriði mjög góður og sannfær- andi. Marinó Þorsteinsson bregður upp snjallri og talsvert skoplegri mynd af Birni hrepp- stjóra og er mjög samkvæmur sjálfum sér. Hópatriðin tvö virðast vel af hendi leyst. Fyrsti þáttur er nokkuð hægur og dauf- legur sums staðar, en er lifgaður af hressilegum leik Viðars Eggertssonar i hlutverki smalans. Ég er sannfærður um, að Akureyringar eiga eftir að sækja þessa leiksýningu, en það er full ástæða til að benda gestum af öðrum landshornum á að láta ekki þessa markverðu sýningu fram hjá sér fara. Þorleifur Ilauksson. RAGNAR GUÐJÓNSSON SKRIFAR FRÉTTABRÉF FRÁ TROMSÖ Norðmenn búnir að fá 8Y2 miljón hektólítra af loðnu Tromsö i marzlok 1973. Ég var vist búinn að gefa ádrátt um að skrifa Þjóðvilj- anum einhverjar fréttir af ferðalagi minu hingað til Norður-Noregs, ef þær væru einhverjar að hafa. En þá kemur nú spurningin: Hvað eru fréttir? Ég kom hingað til Tromsö fyrir viku i ágætu veðri, en þó var nokkur snjókoma. Hér snjóaði ekkert að ráði, og náði varla að festa snjó, fyrr en i byrjun marz, en siðan hefur snjóað drjúgt þvi nú er komið um 1 1/2 m. snjóþykkni á jörð. En veöur hér i eyjunum hefur verið kyrrt, að sagt er, svo ekki hefur dregið mjög i skafla og þvi ekki teppt svo mikið umferð. Hér fyrir utan gluggann minn er likneski af Amundsen á stalli; er það i fullri likams- stærð og andlitið horfir til suð- urs. Ekkert aumkast ég nú yfir karlinn þótt hann standi i hné á stalli sinum i snjó og hafi prestakraga og hvita húfu. Hann fékk vist að reyna meiri snjó, is og kulda en þetta. Frostið s.l. nótt var 11 gráður. Það þykja ekki fréttir hér þótt mestur hluti loðnuaflans, sem Norðmenn afla, streymi hér i gegnum þetta 700—800 m. breiða sund, sem er á milli Tromseyjar og lands. En svona er þetta samt. öll veiðin er norður við Finnmörk, og allar verksmiðjur hér norður- frá eru fullmettaðar, svo skip- in verða að sigla með aflann 5—6 daga siglingu suður með landi. Svo það eru fleiri en Isiendingar, sem hafa langt að fara með loðnuaflann, en hér er þó sá munur á, að þetta má heita allt innan skerja þótt farið sé til Kristjánssands og Alasunds, en á báða þessa staði hefur borizt mikill afli af loðnu. Hér i gegnum sundið og undir brúna, sem tengir eyj- una við land og er röskur km á lengd, er alltaf straumur loðnubáta, fullfermdir suður, tómir norður. Ég spurði á hafnarskrifstofunni hér hvort talið hefði verið hvað mörg skip og bátar færu hér um á sólarhring. Nei, þeir hristu bara höfuöin og glottu. En þótt Tromseyingar gefi ekki einu sinni hornauga verðmætun- um, sem fljóta suður, eru þeir ekki i neinum vanda, þvi hér virðist vera nægilegt að starfa. Hér eru 2 sildar- eða loðnu- verksmiðjur og þær taka bara eftir þörfum. Annars hefur þorsk- ufsa- og ýsuveiði verið hér mjög treg i vetur. Ein- hvern hér i ishúsi heyrði ég segja, að þorskurinn væri að verða búinn eins og allur ann- ar fiskur, og hann bætti þvi við að nú væru Bretar að reyna að næla sér i þá siðustu við Is- land. Þegar landhelgisdeiluna við Island ber á góma i viðræðum við einhvern er þar alltaf jákvæður tónn. Ég hef fariö hér vestur i eyj- ar og fundizt ég mæta þar litlu islenzku fiskiþorpunum. Þar iðar allt af önn, — landa fiski úr smábátum, greiða net og gera að fiski ýmist á bryggj- um eða inni i húsi. 1 öðru frystihúsinu út i Sommeröy voru þeira að ganga frá loðnu til frystingar fyrir Japans- markað. Verkstjórinn sagði mér, að þeir tindu úr það mikið af hæng að hver pakki innihéldi 60—65% af hrygnu, og til væri að sortera þannig að pakkinn innihéldi 100% hrygnur, enda væri verðið þá mjög gott. Ég talaði um að þetta starf myndi nú kosta nokkuð. Já, en við viljum láta okkar fólk fá peningana fyrir þetta starf heldur en selja loðnuna ósortéraða fyrir langtum minna verð. Hvað gerið þið við hænginn, sem þið tinið úr? Hann fer i dýrafóður. Nú þessa dagana eru Norð- menn sifellt að friða fleiri og fleiri loönusvæði vegna hrygn- ingar loðnunnar. Loðnan kom upp að landi miklu norðar og austar en i fyrra, og hrygning- arsvæðið er mikið austar, svo fiskifræðingar gera ekki ráð fyrir að loðnan gangi hingað vestur i sundin kringum Tromsö, hvað þá suður til Lófót eins og hún gerði i fyrra. Samkvæmt dagblaðinu „Lófótposten” i gær var loðnuaflinn orðinn rúmlega 8 1/2 miljón hl. og þar af búið að frysta 10 þúsund tonn fyrir Japansmarkað. Ekkert get ég sagt um pólitikina hér, en svo mikið veit ég, að blöðin hafa siðustu viku eytt mikilli prentsvertu á sjávarútvegsráðherrann, Tryggva Olsen. Fyrst og fremst vegna þess að hann gaf sinum eigin togbát leyfi til fiskveiða innan marka, sem að visu aðrir bátar af sömu stærð höfðu fengið. Þetta varð mikiðhitamál i Stórþinginu og voru sumir farnir að spá stjórnarkreppu. Ragnar Guðjónsson. Frá Tromsö

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.