Þjóðviljinn - 04.04.1973, Page 11

Þjóðviljinn - 04.04.1973, Page 11
Miðvikudagur 4. april. 1973 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 GETRAUNASFÁ Talan 13 reyndist okkur ekki happatala að þessu sinni á get- raunaseðlinum, þvi að við vor- um aðeins með 5 rétta, á 13. seðlinum, sem eflaust má þó teljast sæmilegt miðað við þann aragrúa af óvæntum úrslitum sem urðu i ensku knattspyrn- unni um siðustu helgi. Þar má fyrst telja tap Arsenal-liðsins á heimavelli fyrir Derby, sigur Crystal Palace yfir Chelsea, sigur Man. City yfir Leeds og siðast en ekki sizt stórtap Burn- ley fyrir Nottingham Forest. Þetta eru úrslit sem maður átti sannarlega ekki von á en sýna okkur enn einu sinni að ekkert er öruggt i ensku knatt- spyrnunni, þar er ekkert lið svo sterkt að það geti ekki tapað fyrir hvaða liði sem er i deildun- um. A næsta seðli er nokkuð um erfiða leiki og nefnum við þar fyrst leiki Arsenal og Sunder- land og Leeds og Úlfanna i bikarkeppninni. 'Þessir leikir fara allir fram á hlutlausum völlum og gerir það manni enn erfiðara fyrir um spána. En snúum okkur að seðlinum og sjáum hvernig fer. Arsenal — Sunderland 1 Telja má vist að Arsenal hafi misst af lestinni i deildarkeppn- inni með tapinu fyrir Derby um siðustu helgi og þvi mun liðið sennilega leggja sig fram um að vinna bikarinn i staðinn og gegn 2. deildarliði Sunderland ætti Arsenal að vera nokkuð öruggt (??) um sigur. Leeds — Wolves 1 Þetta er leikur sem enginn leið er að spá um úrslit i með nokkurri vissu. Við teljum Leeds sigurstranglegra en bendum á að sigur Úlfanna kemur sterklega til greina sem og jafntefli. Chelsea — Stoke 1 Það ætti að vera óhætt að spá Chelsea sigri yfir Stoke á heimavelli, en þess ber þó að gæta að Chelsea tapaði óvænt um siðustu helgi en Stoke vann aftur á móti góðan sigur. Þann- ig að jafntefli eða jafnvel útisig- ur kemur til greina. Everton — Coventry x Þetta er erfiður leikur. Ég hef ekki trú á að Everton nái meiru en jafntefli i þessum leik en bendi á að útisigur kemur til greina og það mjög sterklega. Ipswich — Man.City 1 Hér- er enn einn erfiður leikur að spá um úrslit i. Ég hef ekki trú á sigri City en tel að jafntefli kæmi til greina, þótt ég hallist frekast að heimasigri. Man.Utd. — Norwich 1 Það ætti ekki að vera neinn vafi á þvi, að Manchester-liðið vinni þennan leik. Liðið er að ná sér á strik og er sennilega slopp- ið úr allri fallhættu á meðan allt gengur á afturfótunum hjá Nor- wich, en þó gæti jafntefli komið hér til greina þótt frekar sé það ótrúlegt. Newcastle — West Ham x Hér kemur nokkuð erfiður leikur. Sennilega ætti maður að setja einn við þennan leik en við látum exið standa sem likleg- ustu úrslitin enda tvö frábær lið sem þarna eigast við. allt eins kæmi útisigur til greina sem og heimasigur. WBA er nú i mestri fallhættu allra ensku lið- anna i 1. deild og kannski sú vissa gefi liðinu þann aukakraft sem þarf til að vinna þennan leik? Annars höfum við mesta trú á jafnteflinu. Oxford Utd. — QPR 2 Þetta er eini 2. deildarleikur- inn á seðlinum og við teljum sig- ur QPR nær öruggan enda er liðið orðið öruggt um sæti i 1. deild næsta keppnistimabil og hefur verið ósigrandi um nokk- urt skeið. Staöan i 1. og 2. deild er nú þessi: 1. deild Burnley 36 19 13 4 59:34 51 QPR 35 19 12 4 71:35 50 Blackpool 37 16 10 11 52:46 42 Sheff. Wed. 37 16 9 12 56:48 41 Aston Villa 36 15 11 10 43:42 41 Fulham 36 14 11 11 52:42 39 Oxford 36 16 6 14 46:37 38 Luton 35 14 10 11 42:41 38 Middlesbro 37 13 12 12 35:39 38 Bristol City 37 13 12 12 52:47 38 Nottm.For. 36 13 11 12 42:40 37 Millvall 36 14 7 15 50:43 35 Sunderland 32 12 10 10 47:50 34 Huil City 34 11 11 12 54:51 33 Carlisle 36 11 9 16 46:43 31 Swindon 37 9 13 15 43:57 31 Portsmouth36 10 10 16 38:52 30 Preston 36 10 10 16 33:57 30 Orient 35 9 11 15 38:44 29 Huddersf. 36 7 15 14 33:47 29 Cardiff 34 10 7 17 35:49 27 Brighton 36 7 10 19 40:73 24 2. deild Liverpool 36 22 9 5 65:37 53 Arsenal 37 22 8 7 51:33 52 Leeds 34 18 10 6 57:35 46 Ipswich 35 16 10 9 49:36 42 Newcastle 36 15 11 10 54:42 41 Wolves 35 15 10 10 53:43 40 West Ham 36 15 9 12 58:45 39 Derby 36 15 7 14 47:51 37 Tottenh 34 13 10 11 46:37 36 Coventry 35 13 9 13 38:40 35 Chelsea 35 10 14 11 43:33 34 South.ton 36 9 16 11 35:41 34 Manc.C 36 12 9 15 47:54 33 Leicester 36 9 14 13 37:42 32 Birmingh. 36 10 11 15 42:49 31 Sheff. Utd 36 11 9 16 39:51 31 Everton 34 11 8 15 32:36 30 Stoke 36 10 9 17 50:50 29 Manch.Utd 35 9 11 15 37:55 29 C.Palace 35 8 11 16 36:44 27 Norwich 35 8 9 18 30:54 25 WBA 36 7 9 20 30:54 24 Birminghain — Liverpool 2 Her erum við komin i deildar- keppnina og svo sannarlega er hann erfiður þessi leikur. Lið Birmingham hefur sýnt hvern stórleikinn á fætur öðrum undanfarnar vikur og gæti vissulega yljað Liverpool-liðinu undir uggum á heimavelli sin- um á laugardaginn. En ætli við spáum ekki samt Liverpool sigri þó ekki væri nema af göml- um vana. Sheff. Utd. — C. Palace 1 Var sigur Palace yfir Chelsea aðeins tilviljun eða er það fyrir- boði um það að þetta dýrasta li.ð Englands sé að byrja að rétta úr kútnum? Ef liðið er að byrja að ná sér á strik ættum við eflaust að spá útisigri eða i það minnsta jafntefli en við sjáum hvað setur og spáum hér heimasigri svona meðan við erum að sjá til hvort liðið er að rétta úr kútnum fyrir alvöru, eða ekki. Tottenham — Southampton 1 Ef hægt er að tala um létta leiki i ensku knattspyrnunni að spá um úrslit i þá er þessi einn af þeim. Við teljum ekke.rt ann- að en sigur Tottenham koma hér til greina. WBA — Leichester x Þetta er afar erfiður leikur og Stór- leikur í sjón- varpinu Óm ari Ragnarssyni iþróttarféttamanni sjón varpsins tókst eftir mikið erfiði að fá hingað til lands filmu af leik Ajax og Bayern Miinchen i Evrópu- keppni meistaraiiða sem fram fór i Milnchen fyrir stuttu. Þessi leikur verður svo sýndur i sjónvarpinu I kvöld kl. 18.50. en Ómar sagði að ekki hafi verið hægt að fá annan og heppilegri tima fyrir leikinn I sjónvarpinu. Það má fastlega gera ráð fyrir að þúsundir manna vilji horfa á þennan stórkostlega leik en afstaöa „synfóníumaf- funnar” í útvarpinu veröur sennilega til þess að færri geta séð leikinn en vilja vegna timans sem hann er sýndur á. Dagblaðið „Washington Evening Star” skrifar um sýningu sovézku fimleikakvennanna Ihöfuðborg Bandarikjanna og segir, að þetta kvöld muni iengi lifa I minnum áhorfenda. Þegar hin 17 ára Olga Korbut kom inn á sviðið, risu áhorfendur á fætur og fögnuðu henni. Inn á milii fagnaðarópanna heyrðist kallað „Halió Olga”. „Washington Evening Star” segir, að æfingar Ljúdmiiu Túrishjevu hafi verið ákaflega failegar. Frjálsar æfingar hennar voru fullar lifs- gleði og orku, en jafnframt mjúkar og ljóörænar. t greininni er einnig fjailað um frammistöðu annarra fimleikakvenna. Þar segir, að Anton- ina Koshel og Rusudan Sikhapulidze hafi sýnt afburðaleikni á slá. Dag- blöðin I Washington birta mikið af ljósmyndum af sovézku fimleika- konunum. Tveir góðir saman á þessari mynd og nú er þaö spurningin hvort þeir Alan Clark og Mick Jones (9) fagna sigri Leeds gegn Ulfunum á laugardaginn kemur I bikarkeppninni. Landsleikur í borðtennis við F æreyinga Fyrsti landsleikur okkar islcndinga i borðtennis fer fram um næstu helgi og veröur hann við Færeyinga og fer fram ytra. Það er Borðtennissamband tslands i samráði við tSF sem hefur komið þessum leik á og er ákveöið að landsieikur i borð- tennis milli islendinga og Fær- eyinga verði árlegur atburður og að leikið verði heima og heiman. Valdir hafa verið 8 menn til fararinnar ásamt fararstjóra. Það verður sannarlega fróðlegt að sjá hvernig þessi fyrsti landsieikur okkar í borðtennis gengur, en Færeyingar eru snjallir I borðtennis og alls ekki vist að okkur takist að sigra þá, öðru nær. Þá má geta þess, að tslands- mótið i borðtennis fer fram dagana 27. april til 1. maí, en þá daga fara úrslitaleikirnir fram Þátttökutilkynningar verða að berast fyrir 14.4. nk. Umsjón: Sigurdór Sigurdórsson

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.