Þjóðviljinn - 04.04.1973, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 04.04.1973, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 4. april. 1973 1>JÓDV1LJINN — SÍDA 5 i Bretton YVoods i Bandarikjunum var á ráðstefnu áriO 1944 komið á þvi kerfi gjaldeyrismála sem hefur vcrið að hrynja á undanförnum misserum. Þá var Alþjóðabankanum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum komið á laggirnar. Teiknarinn telur að litið standi nú eftir af þeirri byggingu er þá var reist. Þröstur Ólafsson, hagfrœðingur: GJALDEYRIS^ KREPPAN FYRRI GREIN Dollarakreppa sú sem gengið hefur yfir heiminn að undanförnu er tákn þeirrar alþjóðlegu gjald- eyriskreppu, sem nú einkennir peningamarkaði Vesturlanda og bendir óþyrmilega á þá stað- reynd, að auðvaldsheimurinn er ekki jafn stöðugur og fullyrt hefur verið. Að sjálfsgöðu bendir doll- arakreppan fyrst og fremst á kreppu i bandarískum kapital- isma, sem á sér tvær megin orsakir: t fyrsta lagi hefur striðið i Viet- nam gengið nærri efnahagslegum auðlindum landsins, þrátt fyrir ötult arðrán og nýtingu auðlinda annarra landa út um allan heim. Innri mótsetningar i Bandarikj- unum hafa stóraukizt og dregið úr afköstum og aukið á sundr- ungu. t öðru lagi hefur á sama tima harðnað samkeppni auðvalds- heimsins einkum frá hinum tveimur kjörnum þess — Efna- hagsbandalaginu og Japan. Gjaldeyriskreppan á sér þvi stórpólitiskar forsendur. Forræði Bandarikjanna meðal auðvalds- rikja er að ljúka en Evrópa að taka við þvi. Þegar Nixon forseti, árið 1968, afnam innlausnarskyldu dollar- ans i gulli, fór fyrir róðann alþjóðlegt gjaldeyriskerfi, sem sett var á laggirnar 1944 og sem byggði á dollaranum — vegna innlausnarskyldu hans kallaður „nærri þvi gull”, — sem eina alþjóðlega gjaldmiðlinum. Það er langt siðan seðlabankar Evrópu hófu stuðning sinn við dollarann. Það hófst i þvi formi, að Bandarikjastjórn greiddi halla á greiðslujöfnuði sinum með skuldayfirlýsingum i stað inn- leysanlegra dollara. Hallinn átti einkum rætur sinað að rekja til fjárausturs vegna striðsrekstrar og herstöðvastefnu Bandarikj- anna viðs vegar um heim — eða m.ö.o. þeir höfðu ekki efni á þvi að framfylgja heimsveldisstefnu sinni. Þannig fjármögnuðu fjöl- margar Evrópuþjóðir i Vietnam. 1 krafti herveldis- og efnahags- stöðu sinnar eftir siðari heims- styrjöldina náðu Bandarikin þeim völdum i auðvaldsheiminum, að þau gátu farið þar sinu fram án nokkurrar andstöðu frá Evrópu eða Japan, sem voru þeim háð. Kalda striðið var nauðsynlegt Bandarikjunum til að halda þess- um völdum og þeim efnahagslegu forréttindum, sem þeim fylgdi. Kalda striðið var þvi ekki siður tæki innan auðvaldsheimsins.til að halda hjörðinni undir verndar- og valdavæng stórabróður i vestrinu, heldur en átök við Sovétrikin. Þessi völd notuðu Bandarikin til að skrá gengi dollarans rangt, þ.e. hann var of hátt skráður, sem þýðir að raunverulegur kaup- Listkynning á Isafirði Nemendur Menntaskólans á tsafirði efndu tii listkynningar i Alþýðuhúsinu siðastliðið sunnu- dagskvöld. Kynnt voru Ijóð Jóns úr Vör. Auk þess skemmtu lista- mennirnir Jósep Magnússon flautuleikari og Guðmundur Jónsson óperusöngvari, en undir- leikari ineð þeim báðum var Ólafur Vignir Albertsson pianó- leikari. Formaður skólafélagsins, Friö- bert Traustason, setti samkom- una, og gat þess meðal annars, að nemendur Menntaskólans á tsa- firöi ætluðu sér að efna til slíkrar listkynningar að minnsta kosti árlega, og leggja þar með sitt af mörkum til menningarlifs bæjar- Fyrsta skemmtiatriðið var flautuleikur Jóseps Magnússon- ar. Þá flutti Jón úr Vör nokkrar skemmtilegar minningar. Guð- mundur Jónsson söng við undir- leik Ólafs Vignis Albertssonar, sem einnig lék undir flautuleik Jóseps Magnússonar. Fjórir nemendur, Kristján Viggósson, Jóna Árngrimsdóttir, Guðmundur Stefán Mariasson og Elin Artúrsdóttir lásu kvæði eftir Jón úr Vör og einn nemandi Valdimar Jón Halldórsson lék undir. Að siðustu söng kór Menntaskólans. Tónlistamenn- irnir komu tvisvar fram á skemmtuninni. Kynnir var Val- gerður Jónsdóttir. Skemmtunin var vel sótt og nemendum skólans til sóma. Hó Þröstur ólafsson máttur hans var minni, i saman- burði við ýmsa aðra erlenda gjaldmiðla, en skráð gengi hans. Þetta hafði m.a. i för með sér að auðvelt reyndist bandariskum auðhringum að kaupa upp evrópsk fyrirtæki og sölsa undir sig auölindir i þriðja heiminum, en sú athöfn er einnig kölluð f jár- festing. Útflutningur iðnaðar- varnings var Bandarikjamönnum ekkert vandamál. Framleiðni þeirra var meiri en i nokkru öðru landi og framleiðslugeta um- heimsins takmörkuð eftir lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Sterk efnahagsleg afstaða gerði þeim kleift að deila og drottna og var forsenda heimsvaldastefnu þeirra. Þegar Bandarikjunum fer að hraka sem heimsveldi en Evrópuþjóðirnar styrkjast skell- ur á verzlunarstrið milli þeirra, þvi gjaldeyrisátök eru ekkert annað en verzlunarstrið. Ódýr dollari örvar bandariskan út- flutning en dregur úr útflutningi til Bandarikjanna og innflutningi þeirra. Manni verður ósjálfrátt hugsað til þriðja áratugsins, þeg- ar heimskreppan skall á, milli- rikjaverzlun hrundi saman, framleiðslan minnkaði og at- vinnuleysið jókst. Það kostaði fasisma og heila heimstyrjöld milli auðvaldsþjóðanna að koma valdahlutföllum heimsins á hreint, en óyfirstiganlegar mót- stæður hagkerfisins eru nú á ný að endur kipuleggja valdahlut- föllin, bæl milli einkaauðvalds- rikjanna i vestri og rikja, sem kenna sig við sósialisma i austri, svo og innan beggja þessara hópa. I næstu grein skulum við athuga það nánar, hvernig núver- andi pappirsgullkerfi hefur starf- að og stöðu tslands i þessum um- breytingum. ||| ÚTBOÐ Tilboð óskast í að byggja fyrir Reykjavikurborg viðbygg- ingu við Sundlaug Vesturbæjar hér i borg. Útboðsgögn eru afhent I skrifstofu vorri gegn 5.000,- króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 2. mai n.k. kl. 11,00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Frá Stýrimanna- skólanum í Reykjavík í ráði er að halda námskeið i Stýrimanna- skólanum til endurhæfingar fyrir skip- stjórnarmenn dagana 14.-26. mai, ef næg þátttaka fæst. Við fangsefni námskeiðisins verða m.a.: 1. Siglinga- og fiskleitartæki, Gyro-kompás og sjálfstýring. 2. Stöðugleiki skipa. 3. Nýjustu og einföldustu aðferðir við út- reikninga á himinstaða-linum. Ýmislegt fleira verður tekið fyrir á námskeiðinu. Þátttakendur skulu hafa lokið a.m.k. 1. stigs prófi eða minna fiskimannaprófi. Upplýsingar eru gefnar i Stýrimannaskól- anum, simi 13194. Bréflegar umsóknir þurfa að hafa borizt fyrir 1. mai. Skólastjórinn Iðnaðarbanki islands h.f. I ARÐURTIL T HLUTHAFA Samkvæmt ákvörðun aðalfundar hinn 31. marz s.l. greiðir bankinn 7% arð til hlut- hafa fyrir árið 1972. Arðurinn er greiddur i aðalbankanum og útibúum hans gegn framvisun arðmiða merktum 1972. Athygli skal vakin á þvi, að réttur til arðs fellur niður, ef arðs er ekki vitjað innan þriggja ára frá gjalddaga, samkv. 5. gr. samþykkta bankans. Reykjavik, 3. april 1973 IÐNÁÐARBANKI ÍSLANDS H.F. BUXNAÚRVAL Drengj abuxur Telpnabuxur Dömusíðbuxur, nýjustu litir, nýjustu sniðin. Yerðið hvergi hagstæðara. Póstsendum. O.L, Laugavegi 71, sími 20141.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.