Þjóðviljinn - 06.04.1973, Side 1
Enn
skips-
tapi
t gær slðdegis hvolfdi 11 tonna
bát frá Hafnarfirði, Katrfnu GK
út af Reykjanesi. Á bátnum voru
4 menn,og komust 3 strax á kjöl
en einn lenti I sjónum, cn komst
siðar á kjölinn til hinna.
Fagranes GK var þarna nærri
og tókst að bjarga mönnunum um
borð,og stuttu síðar sökk Katrin.
Ekki er nákvæmlega vitað hvað
olli þessu óhappi, en skipverjar
voru að leggja linuna þegar
óhappið varð. Ekki var vont I sjó-
inn þegar þetta gerðist.
Fagranesið sem einnig er litill
bátur var væntanlegt undir kvöld
i gær með skipverjana á Katrinu
til Grindavikur. —S.dór
,Gæti þó
orkað
tvímælis’
Dagblaðið Visir skýrir frá þvi i
gær, að Gunnar Thoroddsen hafi
nú failizt á að gefa Jóhanni Haf-
stein grið á komandi landsfundi
Sjálfstæðisflokksins og sé hættur
við aö keppa að formennsku i
flokknum á þessum landsfundi.
Jafnframt skýrir blaðið frá þvi,
að i hlut Gunnars komi hins vegar
formennska i þingflokknum.
Visi þykja þetta greinilega slik
stórtiðindi, að blaðiö gripur til
heimsstyrjaldarleturs til að koma
þeim á framfæri — enda bætir
blaðið við þegar tiðindunum hefur
verið komið á framfæri: — ..voru
menn ekki á eitt sáttir um, hvaða
menn væru bezt til forystu falln-
Hér hefur að sjálfsögðu það eitt
gerzt, að frestað hefur verið um
sinn uppgjöri i þeim hrikalegu
átökum um valdastöður sem
Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið
heltekinn af um langan tima.
Gunnar veit sem er, að flokks-
menn munu aldrei þola Jóhann
Hafstein i formannssæti, nema
skamma hrið. Þykist hann nú
hafa náð forskoti fram yfir Geir
Hallgrimsson varðandi það að
taka við formennsku, þegar Jó-
hanni hefur orðið enn frekar á i
messunni, þar sem embætti for-
manns i þingflokknum sé þó
altént sterkara en að vera bara
varaformaður.
Gunnar hefur sjálfsagt einnig
haft i huga, það sem segir i ritinu
„Stjórnskipun íslands” eftir nú-
verandi forsætisráðherra, en þar
segirsvo um myndun rikisstjórn-
ar, ef fela á flokki stjórnarmynd-
un, en sami maður gegnir ekki
formennsku i flokknum og i þing-
flokknum: — „gæti þá orkað tvi-
mælis til hvors formanns forseti
ætti að snúa sér”.
Gunnar Thoroddsen mun nú
fást við að kenna þau fræði sem
hér var vitnað til við Háskólann,
en Jóhann hins vegar ugglaust
farinn að ryðga i þeim efnum eins
og fleirum. Ekki er þvi vist að Jó-
hann hafi skilið, hvar Gunnar sá
fisk liggja undir steini, þegar
hann féllst á að taka formennsku i
þingflokknum. En ugglaust hefur
handtakið verið mjúkt og hlýtt,
ekki siður en þegar Gunnar
kvaddi Geir Hallgrimsson á
landsfundinum i fyrra og myndin
birtist i Morgunblaðinu.
1 gær fögnuðu nemendur i fjóröa bekk Menntaskólans við Tjörnina fyrst^ degi upplestrarfris. Þeir fóru i blysför umhverfis Tjörnina, og haldin var
samkoma á sal, þar sem kennarar fengu heiðursskjöl meö viðeigandi málsháttum og spakmælum. Siðan fóru nemendur I skemmtiferö austur
fyrir fjall. Myndin er af nokkrum hressum f jórðubekkingum sem verða aö öllu forfallalausu meö hvlta húfu I sumar og þar með i fyrsta
stúdentahópnum er útskrifast frá MT. (Ljósm. sj)
Jakob Jakobsson athugaði hvað Bretarnir veiddu:
Aðallega ókyn-
þroska þyrsklingur!
,/Mér finnst því mál að
linni þeirri margítrekuðu
staðhæfingu, að helztu
fiskistofnar við Island séu
fullnýttir". Þannig kemst
Jakob Jakobsson að orði í
nýútkomnu hefti af Ægi
og niðurstaða hans er
þessi: Þorskstofninn er
gjörsamlega ofnýttur.
Grein Jakobs i Ægi er opið
bréf til ritstjóra timaritsins.
Þar færir hann fram visindaleg-
ar röksemdir fyrir niðurstöðu
sinni um ofveiði þorskstofnsins:
„fæ ég ekki betur séð en stofn-
inn hafi á undanförnum árum
verið ofnýttur eða ofveiddur, ”.
1 lok greinar sinnar nefnir
Jakob eftirfarandi dæmu um þá
rányrkju sem Bretar hafa
stundað hér við land:
„Sem dæmi..iget ég nefnt, að i
loönuleitarleiðangri, sem farinn
var á Arna Friðrikssyni i janúar
1973, lá leið okkar oft um fiski-
slóðir brezka togaraflotans, þar
sem hann var að veiðum innan
50 sjm. fiskveiðilögsögunnar úti
af Austfjörðum. Oftast sýndu
þeir okkur talsverða áreitni, þar
sem þeir töldu, að hér gæti verið
um einhvers konar njósna- eða
varðskip að ræða. Eitt sinn i
þoku virtust þeir ekki gefa okk-
ur gaum, og datt mér þá i hug að
toga þarna-og sjá, hvers konar
fisk þeir væru að fá. Togað var
stutt, enda afli litill hjá okkur —
aðeins 1 1/2 karfa. Þegar talið
var upp úr körfunum kom i ljós,
aö við höfðum fengið 51 þorsk,
enda var þetta aðallega 2 ára
ókynþroska þyrsklingur, og get-
ur þá hver sem er gert sér i
hugarlund, hvort hér hafi verið
stundaðar veiðar, sem leiði á
einn eða annan hátt til fullnýt-
ingar stofnins. öðru nær. Brezki
togaraflotinn var hér að sjálf-
sögðu að fremja hreinræktaða
rányrkju.
Mér finnst þvi mál að linni
þeirri margitrekuðu staðhæf-
ingu, að helztu fiskistofnar við
fsland séu fullnýttir. •»
Ný hringvegsskuldabréf að koma út
Osóttir vinningar fyr-
ir meira en milj ón kr
Margur er rikari en hann hygg-
ur sig, er stundum sagt, og það á
við um nokkra eigendur happ-
drættisskuldabréfa rikissjóðs,
sem gefin voru út vegna hring-
vegarins i fyrra og seldust upp á
svipstungu. Nema ósóttir vinn-
ingar hvorki meira né minna en
1.150.000 krónum og þar af er einn
vinningur á hálfa miljón og fjórir
á 100 þús. kr.
Þetta kom fram á blaðamanna-
fundi sem haldinn var i gær til að
kynna útgáfu á nýjum flokki
happdrættisskuldabréfa vegna
framkvæmdanna á Skeiðarár-
sandi, B-flokki. Sala á þeim hefst
á þriðjudaginn kemur, 10. april,
og eru þau 1000 kr. hvert að upp-
hæð, en samtals fyrir 130miljónir
og verður nánar skýrt frá þessu i
Þjóðviljanum á morgun.
f tilefni af þessu skýrði Svan-
björn Frimannsson bankastjóri
Seðlabankans frá sölu bréfanna i
A-flokki, en i honum var dregið
f5. júni sl. Kom þá fram, að enn
voru ósóttir vinningar fyrir yfir
miljón krónur, og ættu nú þeir,
sem gleymt hafa skuldabréfunum
á skúffubotninum hjá sér að
kikja, hvort þeir eru kannski
orðnir fleiri þúsundum eða hálfri
miljón rikari.
Ösótti vinningurinn á hálfa
miljón er á númeri 18872 og vinn-
ingarnir fjórir á 100 þúsund á nr.
67624 — 71005 — 85501 Og 96692
Framhald á bls. 15.
Nýr skuttogari til
Raufarhafnar:
Sannkölluð
almennings-
eign
1 gær kom nýr 460 lesta skuttog-
ari til Raufarhafnar, en hann var
smiðaður i Japan og heitir Rauði
núpur; eigandi er Jökull h/f sem
er hlutafélag sveitarfélagsins og
ibúa þess; og að sögn Karls
Agústssonar, eins af stjórnar-
mönnum Jökuls h/f, á hvert ein-
asta heimili i hreppnum hlutabréf
i félaginu.og á mörgum stöðum á
hver fjölskyldumeðlimur hluta-
bréf. Þessi togari svo og frystihús
sama félags á Raufarhöfn er þvi
sannkölluð almenningseign.
Togarinn var 54 daga á leiðinni
frá Japan til íslands, þar af var
skipið 48 daga á siglingu og
reyndist það i alla staði vel. Það
hreppti mjög vont veður i fyrra-
kvöld er það var að koma til
heimahafnar og varð að doka við
fyrir utan innsiglinguna en komst
svo inn i gærmorgun.
Að sögn Karls Agústssonar
binda Raufarhafnarbúar mjög
miklar vonir við þetta skip og-«tr
það muni eyða fyrir full og allt
hinu erfiða timabundna atvinnu-
leysi á Raufarhöfn, sem verið
hefur yfir veturinn allt siðan sild-
arævintýrið var úti þar nyrðra.
Karl sagði, að einungis litlir
bátar hefðu lagt upp frá frysti
húsinu undanfarin ár og afli
þeirra veitti alls ekki næga
vinnu i þvi, sem vonlegt væri, en
nú standa vonir til að þetta fari að
lagast með komu togarans.
Frystihúsið á Raufarhöfn var
gert upp i vetur þannig að það er
nú með glæsilegri frystihúsum
landsins og stenzt allar þær
hreinlætiskröfur sem gerðar eru
til 1. flokks frystihúss.
Þess má að lokum geta aö
Rauðinúpur fer á veiðar seint i
næstu viku. —S.dór