Þjóðviljinn - 06.04.1973, Qupperneq 2
2 SÍÐA — ÞJODVILJINN; F5studagur 6- aPrn- 1973
IVAR ESKELAND
heldur fyrirlestur i fundarsal Norræna
hússins sunnudaginn 8. april kl. 20.30 og
ræðir um möguleika á samnorrænum
bókamarkaði og stofnun þýðingarmið-
stöðvar.
Aðgangur öllum heimill.
Verið velkomin.
NORRÆNA
HÚSIÐ
Vinnuveitendasamband
íslands
heldur aðalfund sinn 12. og 13. april n.k.
eins og áður hefur verið tilkynnt félags-
mönnum. Hefst fundurinn kl. 13.30
fimmtudaginn 12. april i fundarsal Vinnu-
veitendasambandsins, Garðastræti 41.
Dagskrá:
1. Veniuleg aðalfundarstörf skv. lögum
sambandsins.
2. önnur mál.
Vinnuveitendasamband íslands.
AÐALFUNDUR
Lögmannafélags íslands
verður haldinn að Hótel Esju laugar-
daginn 7. april 1973 og hefst kl. 13.30.
Dagskrá samkvæmt 19. gr. samþykkta
félagsins.
Árshátið
félagsins verður vonandi haldin á sama
stað um kvöldið og hefst með borðhaldi kl.
19.
Stjórnin.
Réttindi
A siðasta fundi byggingar-
nefndar Reykjavíkur voru
samþykkt réttindi til Kristins
Oskarssonar til að mega
standa fyrir byggingum i lög-
sagnardæmi Reykjavfkur sem
húsasmiður. Þá var samþykkt
leyfisveiting til Benjamins
Magnússonar og Asmundar
Harðarsonar arkitekta til að
mega gera uppdrætti að
húsum til bygginganefndar.
Verzlunarhallir
Byggingarnefnd hefur sam-
þykkt að veita Armannsfelli
hf. leyfi til að byggja
verzlunar- og iðnaðarhús úr
steinteypu að Funahöfða 19.
Fyrirhuguð stærð er 322 ferm,
3010 rúmm.
Þá hefur Gunnar Sigurðsson
sótt um leyfi til byggingar
verzlunar- og skrifstofuhússað
Armúla 26, stærð 460 ferm.,
3787 rúmm. Og samvinnu-
bankinn hefur sótt um að fá að
stækka bankahúsið að Banka-
stræti 7 um 228 ferm, 3025
rúmmetra.
Dreifi- og tengistöðvar
Rafmagnsveitan hefur
fengið leyfi til að reisa dreifi-
stöð að Furugerði 5 og Hita-
veitan til að reisa tengistöð
norðan Stekkjabakka, á móti
dælistöð Hitaveitunnar.
Keyptir nýir bílar
Borgarráð hefur heimilað
kaup á 15 nýjum bilum fyrir
Vélamiðstöðina frá Heklu hf.
og sölu á jafnmörgum
notuðum bilum i staðinn, svo
og á varahlutum er þeim
fylgja. Var Innkaupastofnun-
inni falið að annast bæði kaup
og sölu.
Ráðnir
Borgarráð hefur samþykkt
ráðningu Ara Ólafssonar og
Heiðars Hallgrimssonar i
störf deildarverkfræðinga
gatnamálastjóra.
Teiknikostnaður
Samkvæmt tillögu fræðslu-
ráðs hefur borgarráð sam-
þykkt að borgarsjóður greiði á
þessu ári allt að 250 þús. kr. i
teiknikostnað , barnamúsik-
skólans til jafns við framlag
rikissjóðs á fjáriögum 1973.
Skólalóðin verði girt
Skólastjóri og yfirkennari
Austubæjarskólans hafa
skrifað borgaryfirvöldum
varðandi girðingu um lóð
skólans og fleiri atriði, en sem
kunnugt er, er lóðin stór og litt
skipulögð og skortir aðstöðu
td. til boltaleikja. Þar sem
lóðin liggur að mikilli
umferðargötu, Barðnsstig,
skapar girðingarleysið
börnunum talsverða hættu.
Fræðsluráð hefur f jallað um
bréfið og samþykkt að láta
athuga möguleika á gerð
skólagirðingar og leikvalla á
lóð skólans.
Betri nýting
Skólastjóri Laugarnes-
skólans hefur skrifað fræðslu-
ráði og beðið um athugun á
húsnæði skólans með betri
nýtingu þess i þágu skólans
fyrir augum.
Það er gamla heimavistar-
húsnæðið i Laugarnesskóla,
sem þarna er um að ræða, en
það hefur að undanförnu verið
notað i þágu blindraskólans,
en nýtzt illa. Vilja starfsmenn
skólans fá þetta húsnæði
innréttað með þarfir skólans
sjálfs i huga, bæði fyrir bóka-
safn skólans og til kennslu.
Kennsla hefst 17. sept.
A siðasta fundi fræðsluráðs
var samþykkt, að kennsla i
gagnfræðaskólum borgar-
innar hefjist á næsta hausti
þann 17. sept.
Frá aðalfundi Iðnaðarbankans
Innlán bankans
VÉLSTJÓRAR
Þar sem stjórnarkosningu fer að ljúka eru
þeir félagsmenn sem ekki hafa skilað
atkvæðaseðlum beðnir að gera það hið
fyrsta.
Þeir sem ekki hafa fengið kjörgögn eru
beðnir að gera skrifstofunni viðvart.
Vélstjórafélag íslands.
Laust starf
Starf ems fangavarðar við Hegningar-
húsið i Reykjavik er laust til umsóknar.
Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri
störf sendist skrifstofu sakadóms Reykja-
vikur að Borgartúni 7 fyrir 25. april næst-
komandi.
Y firsakadómari.
jukust um 17%
Aðalfundur Iðnaðar-
banka Islands h.f. var
haldinn s.l. laugardag að
Hótel Loftleiðum. Heildar-
innlán bankans námu um
s.l. áramót 1.261.6 milj. kr.
og höfðu aukizt á árinu 1972
um 183.1 milj. kr. eða 17%.
Heildarútlán bankans
námu í árslok 1.118.9 milj.
kr. og höfðu aukizt á árinu
um 140.6 milj. kr. eða
14.4%.
Fundarstjóri á aðalfundinum
var kjörin Ingólfur Finnbogason,
húsasmiðameistari, en fundar-
ritari Helgi Guðmundsson, lög-
fræöingur, Fundurinn var mjög
fjölsóttur, og meðal fundarmanna
var Magnús Kjartansson,
iðnaðarráðherra.
Formaður bankaráðs, Sveinn
B. Valfells, flutti skýrslu banka-
ráðs um starfsemi bankans á s.’.
ári. Ræddi hann fyrst aðdragand
að stofnun Iðnaðarbankans en
júni á þessu ári eru 20 ár liðin fr.
þvi bankinn tók til starfa. Brag
Hannesson, bankastjóri, skýrð
þvi næst reikninga bankans
Fram kom i ræðu hans, ai
heildarinnlán bankans hefði
aukizt á árinu um 183.1 milj. kr
eða 17% og hefðu i árslok numii
1.261.6 milj. kr. Heildarútlán
jukust á árinu um 140.6 milj. kr.
eða 14.4% og námu i árslok sam-
tals 1.118.9 milj. kr. Bundin inni-
stæða Iðnaðarbankans i Seðla-
bankanum nam um s.l. áramót
252.6 milj. kr. og hafði aukizt á
árinu um 30.3 milj. kr. Reksturs-
afkoma bankans var betri en áriö
áður. Tekjuafgangur án afskrifta
nam um 3.8 milj. kr.
A aðalíundinum var staðfest
ákvörðun bankaráðs frá siðasta
ári um útgáfu jöfnunarhluta-
bréfa, og er hlutafé bankans nú 30
milj. kr. Heildar eigið fé bankans
nam um s.l. áramót rúmlega 55
milj. kr. A aðalfundinum var
samþykkt að greiða 7% arð af
hlutafénu.
Pétur Sæmundsen, bankastjóri,
gerði grein fyrir rekstri og hag
Iðnlánasjóðs. Kom fram i ræðu
hans, að á árinu 1972 voru veitt
samtals 207 ný lán að upphæð
176.3 milj. kr. útistandandi lán i
árslok voru samtals 1.405 að
upphæð 673.4 milj. kr. Eigiö fé
sjóðsins jókst á árinu um 94.4
milj. kr. og nam i árslok 459.4
milj. kr. Þá kom fram i ræðu
Péturs, að árið 1972 hefði verið
fjallað um 250 lánsumsóknir og
hefðu heildarlánsbeiðnir þessara
umsókna verið um 419 milj. kr.
I bankaráð voru kjörnir:
Sveinn B. Valfells, forstjóri, Vig-
fús Sigurðsson, húsasmiða-
meistari,og Haukur Eggertsson,
framkvæmdastjóri. 1 varastjórn
voru kjörnir: Bragi Ólafsson,
verkfræðingur, Ingólfur Finn-
bogason, húsasmiðameistari, og
Kristinn Guðjónsson, forstjóri.
Iðnaðarráðherra skipaði þá
Benedikt Daviðsson, húsasmið.og
Guðmund Agústsson, hagfræðing,
aðalmenn i bankaráðið og sem
varamenn þá Magnús H.
Stephensen, málara, og dr. örn
Erlendsson, hagfræðing. Endur-
skoðendur voru kjörnir Haukur
Björnsson framkvæmdastjóri og
Otto Schopka, framkvæmda-
stjóri.
AUGLÝSINGASÍMINN ER 17500. ÞJÖÐVILJINN