Þjóðviljinn - 06.04.1973, Qupperneq 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 6. apríl. 1973
sjónvarp nœstu viku
Sunnudagur
17.00 Endurtekið efni.Grlmur
og Grilló.Viðtalsþáttur, tek-
inn í Grimsey, við Grim
Guttormsson, kafara frá
Færeyjum, sem lengi hefur
verið búsettur hér á landi,
og viða kafað i sjó við Is-
landsstrendur. Umsjónar-
maður ólafur Ragnarsson.
Áður á dagskrá 29. septem-
ber 1972.
17.20 Kvöldstund I sjónvarps-
sal. Skemmtiþáttur með
blönduðu efni. Áður á dag-
skrá 24. febrúar 1973.
18.00 Stundin okkar.Baldur og
Konni koma i heimsókn.
Siðan verður sungið og
sagðar sögur, og að þvi
búnu sýna telpur úr Mela-
skóla leikfimi. Loks verður
svo spurningakeppni skól-
anna haldið áfram.
Umsjónarmenn Sigriður
Margrét Guðmundsdóttir og
Hermann Ragnar Stefáns-
son.
18.50 Enska knattspyrnan,
Bjarni Felixson flytur for-
mála og sýnd verður mynd
frá leik Aston Villa og Ox-
ford United.
19.50 Hlé.
20.00 Fréttir,
20.20 Veður og auglýsingar,
20.25 Wimsey lávarður.Saka-
málaflokkur frá BBC. 4.
þáttur. Þýðandi óskar Ingi-
marsson. Parker leynilög-
reglumaður spyrst fyrir um
feril Cathcarts i Paris. Fyr-
ir hreina tilviljun rekst hann
á skartgripaverzlun, sem
selur sams konar verndar-
gripi og þann, sem fannst á
morðstaðnum. Skartgripa-
salinn staðfestir að lafði
Maria hafi verzlað þar fyrr
á árinu, eða að minnsta
kosti kona, sem hefði getað
verið hún. Wimsey lávarður
fer með dóttur lögreglufor-
ingjans á samkomu hjá
Anglo-Sovétklúbbnum'. og
hjá henni fréttir hann að
lafði Maria hafi fyrrum ver-
ið virkur þátttakandi i sam-
tökum þessum og i miklu
vinfengi við áhrifamann
þar. Þessi sami áhrifamað-
ur kemur brátt á vettvang,
en þegar hann sér lávarð-
inn, ieggur hann á flótta og
beitir jafnvel skammbyss-
unni til að komast undan.
En nú er lávarðinum ljóst
að þar fer sami maðurinn og
var á ferð við hús bróður
hans morðnóttina.
21.15 A ferö með „teinatrillu”.
Stutt, kanadisk kvikmynd
með gamanleikaranum
góðkunna, Buster Keaton,
sem hér bregður sér i ferða-
lag þvert yfir Kanada i
handknúnum járnbrautar-
vagni.
21.40 Barnasaugu, Brezk
fræðslumynd um lif og
kennslu blindra barna i
brezkum heimavistarskóla,
sem eingöngu er ætlaður
blindum eða mjög sjón-
döprum, börnum. Þýðandi
Jón O. Edwald.
22.30 Að kvöldi dagsJSr. Ólafur
Skúlason flytur hugvekju.
22.40 Dagskrárlok.
Mánudagur
20.00 Fréttir,
20.25 Veður og auglýsingar.
20.30 Ubbi kóngur. Adeiluleik-
rit i formi gamanleiks eftir
franska rithöfundinn Alfred
Jarry, sem uppi var frá
1873-1907. Þessi upptaka var
gerð i Marionetteatern i
Stokkhólmi, og eru per-
sónurnar jöfnum höndum
sýndar sem lifandi fólk,
brúður, pappirsfigurur eða
teikningar, en raddirnar,
sem þeim eru lagðar i
munn, eru þegnar frá
nokkrum frægustu leikurum
Svia. Þýðandi Jón O. Ed-
wald. (Nordvision —
Sænska sjónvarpið)
21.40 Jazz-tónleikar. Norska
útvarpshljómsveitin leikur
verk eftir Seiber, Dank-
worth og östereng. Sverre
Bruland stjórnar. (Nord-
vision — Norska sjónvarp-
ið)
21.55 BerlInJ4ý, hollenzk kvik-
mynd úr flokki um þróun
nokkurra stórborga frá
striðslokum. Hér er fjallað
um Vestur-Berlin og upp-
byggingu hennar. Rætt við
borgarbúa og kannað
ástand i atvinnu- og hús-
næðismálum. Þýðandi og
þulur óskar Ingimarsson.
22.35 Dagskrárlok.
Þriðjudagur
20.00 Fréttir,
20.25 Veður og auglýsingar.
20.30 Ashton-f jölskyldan 48.
þáttur. Þýðandi Heba
Júliusdóttir. Efni 47. þáttar:
John Porter hefur fengið
ákafan áhuga á stjórnmál-
um og vinnur nú öllum
stundum á kosningaskrif-
stofu Verkamannaflokks-
ins. Þar vinnur Marjorie
kennslukona lika, og brátt
tekur að gæta nokkurrar af-
brýðisemi hjá Margréti.
Davið er óánægður með
starf sitt, en er þó ákveðinn
að þrauka, unz annað betra
býðst. Edwin er leiður á iif-
inu og getur ekki fyrirgefið
Tony Briggs, að hann skyldi
styðja föður sinn og sam-
þykkja sölu prentsmiðjunn-
ar.
21.25 Á að halda þjóðhátið á
Þingvöllum? Umræðuþátt-
ur i sjónvarpssal, þar sem
talsmenn og andstæðingar
fjöldasamkomu á Þingvöll-
um næsta sumar bera sam-
an bækur sinar. Umræðum
stýrir Guðjón Einarsson.
22.05 Ilann Gagarin okkar.
Sovézk mynd, gerð i tilefni
alþjóðageimferðadagsins
12. april, en þann dag árið
1961 fór Júri Gagarin fyrst-
ur manna út i geiminn. Þýð-
ing myndarinnar er gerð á
vegum sovézka sendiráðs-
ins.
22.35 Dagskrárlok.
Miðvikudagur
18.00 Jakuxinn. Þýðandi Jó-
hanna Jóhannsdóttir. Þulur
Andrés Indriöason.
18.10 Dagur i iifi Steinunnar.
Dönsk kvikmynd, tekin i
fyrra hér á iandi. I mynd-
inni er fyigzt með daglegum
störfum og leikjum ung-
lingsstúlku i Vik i Mýrdal.
(Nordvision — Danska sjón-
varpið)
18.35 Hvernig verður maður til.
Annar þáttur brezka
myndaflokksins með lif-
fræðslu og kynfræðslu fyrir
börn. Þýðandi Jón O. Ed-
wald. Þulur og umsjónar-
maður JónÞ. Hallgrimsson,
læknir.
18.50 Hlé.
20.00 Fréttir.
20.25 Veður og auglýsingar.
20.30 Þotufólk. Þýðandi Jón
Thor Haraldsson.
20.55 Vaðlahaf. Hoilenzk
fræðslumynd um grynn-
ingasvæði i Norðursjónum,
þar sem bæði eru miklar
hrygningar- og uppeldis-
stöðvar ýmissa fiska og án-
ingastaður farfugla á leið
milli heimshluta. Þýðandi
og þulur GIsli Sigurkarls-
son.
21.35 Atta banaskot. Finnskt
leikrit, byggt á sannsögu-
legum atburðum. Siðari
hluti. Leikstjóri er Mikko
Niskanen, sem einnig fer
með annað aðalhlutverk
leiksins. Þýðandi Kristin
Mantyla. I fyrri hluta leik-
ritsins, sem sýndur var sið-
asta miðvikudag, greindi
frá daglaunamanninum
Pasi og drykkjuskap hans.
Pasi bruggar brennivin úti i
skógi, ásamt vini sinum. 1
fyrstu er þetta mest til gam-
ans gert, en brátt verður
Pasi háður drykkjunni og
getur ekki við sig ráðið.
(Nordvision — Finnska
sjónvarpið)
22.45 Dagskrárlok.
Föstudagur
20.00 Fréttir.
20.25 Veður og augiýsingar.
20.30 Karlar i krapinui»ýðandi
Kristmann Eiðsson.
21.20 Sjónaukinn.Umræðu- og
fréttaskýringaþáttur um
innlend og erlend málefni.
22.05 Kátir söngvasveinar.
Bandariskur skemmtiþátt-
ur. Kenny Rogers og
„Frumútgáfan” leika og
syngja. Gestur þáttarins er
B.B.King. Þýðandi Jóhanna
Jóhannsdóttir.
22.30 Dagskrárlok.
Laugardagur
17.00 Þýzka I sjónvarpi,
Kennslumyndaflokkurinn
Guten Tag. 20. og 21. þáttur.
17.30 Minningar úr myllu,
Mynd um gamla vatnsmyllu
skammt frá Stavangri. Þýð-
andi Jóhanna Jóhansdóttir.
(Nordvision — Norska sjón-
varpið)
18.00 Þingvikan. Þáttur um
störf Aiþingis. Umsjónar-
menn Björn Teitsson og
Björn Þorsteinsson.
18.30 íþróttir.Umsjónarmaður
Ómar Ragnarsson.
Hlé.
20.00 Fréttir.
20.20 Veður og auglýsingar.
20.25 Vaka.Dagskrá um bók-
menntir og listir á liðandi
stund. Umsjónarmenn
Björn Th. Björnsson,
Sigurður Sverrir Pálsson,
Stefán Baldursson, Vésteinn
Ólason og Þorkell Sigur-
björnsson.
21.05 Ziegfeid hinn mikli (The
Great Ziegfel). Bandarisk
Óskarsverðlaunamynd frá
árinu 1936, byggð á ævi-
atriðum eins sérkennileg-
asta brautryðjanda i leik-
húsmálum i Bandarikjun-
um. Florenz Ziegfeld fædd-
ist árið 1867 og vann ungur
að ýmsum störfum i leik-
húsum. A fyrstu árum þess-
arar aldar vakti hann at-
hygli með óvenjulega viða-
miklum skrautsýningum,
sem hann hélt áfram til
dauðadags. Leikstjóri Rob-
ert Z. Leonard. Aðalhlut-
verk William Powell,
Myrna Loy og Luise Rainer.
Þýðandi Guðrún Jörunds-
dóttir.
23.55 Dagskráriok.
A þriðjudaginn er sovézk mynd sem nefnist HANN GAGARIN
OKKAR. Myndin er gerð I tilefni alþjóðageimferðadagsins sem
er 12. apríl. Þessi ljósmynd var tekin af Gagarin, er hann hafði
eftirminnilega viðdvöl á Keflavikurflugvelii á ieið tii Kúbu.
T
Hér er fjölskyIdumynd af þotufólkinu vinsæla, sem verður á
skerminum miðvikudaginn 11. april.
Árni Björnsson
Skemmdar-
verk
Örðugara, en
ekki öruggara fyrir
forseta ASÍ
Handbendi Björns Jónssonar
hafa lætt svivirðilegu orðabrengli
inn i pistil minn í gær. Prófarka-
lesari Þjóðviljans er með I sam-
særinu. 1 fyrsta dálki, 53—62. linu,
átti að standa: „Það hefði tam.
verið örðugrafyrir forseta ASI að
krefjast gengislækkunar i des-
ember með úrslitakostum, ef
miðstjórn Alþýðusambandsins
hefði strax og álit valkosta-
nefndar kom fram gert þá álykt-
un gegn gengisfellingu, sem
meirihluti hefði verið fyrir”.
Þarna hafa hryðjuverka-
mennirnir sett orðið öruggara i
stað örðugra, sem gjörbreytir
merkingunni. Hvergi er maður
óhultur. Ég krefst hreinsunar.
Árni Björnsson
Prédikar
sig í svefn
LONDON — Enskur prestur,
Peter Collins að nafni, hefur
fundið mjög gott ráð við svefn-
leysi, sem hann segir að aldrei
bregðist. Fer hann með pré-
dikanir sinar i rúminu.
Presturinn segir i lesendabréfi
til Times, að hann sé venjulega
sofnaður svefni réttlátra löngu
áður en hann hefur endurtekið
fyrir sjálfum sér prédikun þá,
sem hann flutti sóknarbörnum
siðan næstliðinn sunnudag.
Ástæðan til þess að klerkur
gerðist svo hreinskilinn er sú, að
hann vill gjarna vita, hvort
stjórnmálamenn og fyrirlesarar
nota sinar eigin ræður einnig á
þennan hátt.
Collins tekur þvi miður ekki af-
stöðu til þess gamal vandamáls,
hvað prestur eigi til bragðs að
taka þegar sóknarbörn hans
sofna undir messu.
Sveitarstjórn*
armál 5.
tbl. komið út
Sveitarstjórnarmál, nýútkomið
tölublað, flytur m.a. grein eftir
Magnús Kjartansson, heilbrigðis-
og tryggingamálaráðherra, er
hann nefnir: Hagvexti eru tak-
mörk sett. Jóhann T. Bjarnason,
framkvæmdastjóri Fjórðungs-
sambands Vestfirðinga, skrifar
um Inn-Djúpsáætlun. ólafur
Erlingsson, verkfræðingur, um
gatnagerð úr varanlegu efni á
Vestfjörðum og Hjörleifur Gutt-
ormsson, kennari, um fyrirhug-
aða Safnastofnun Austurlands.
Birtar eru fréttir frá sveitarfélög-
um, frá Fjórðungssambandi
Vestfirðinga, Samtökum sveitar-
félaga i Austurlandskjördæmi og
kynntir þrir nýráðnir bæjar- og
sveitarstj. Einnig eru fréttir
frá stjórn Sambands isl. sveitar-
félaga og formaðurinn, Páll Lin-
dal, skrifar forustugreinina:
Sveitarfélögin og þjóðhátiðin
mikla.