Þjóðviljinn - 06.04.1973, Side 5

Þjóðviljinn - 06.04.1973, Side 5
Föstudagur 6. apríl. 1973 I>.IÓDVI1.JINN — SÍÐA 5 Hlöðver Sigurðsson skólastjóri Það er misjafnt hvað menn telja sóma sinn bað er alkunnuet. að nft vilia einstök spakmæli eða orðs- kviðir verða almenningi svo munntöm, að þau verða ná- lega á hvers manns vörum og við hin sundurleitustu tækifæri. Menn hafa þetta hver eftir öðrum og þykjast góðir af, rétt eins og þeir hefðu skapað þessi snilliyrði sjálfir af miklum frumleik, þótt þeir hafi reyndar ekki brotið þau til mergjar eða gert sér fyllilega ljósa merkingu þeirra, og jafnvel ekki gert sér ljóst, hvort þau hafi nokkurn tima haft sannleik að geyma. Mig langar i þessu stutta erindi um dag og veg að hugleiða litils háttar eitt þeirra spakmæla, sem orðið hafa að nokkurs konar allra gagni, sem allir þykjast geta skreytt sig með. þá á Bretland • - |H eina sal Við getum vist öll verið sam- mála um að Einar Benediktsson hafi verið mikið skáld og vitmað- ur, enda var það svo i æsku minni og eimir reyndar af þvi enn, að ef menn vildu fá gáfumannastimpil, var öruggasta ráðið að hafa skáldskap Einars á hraðbergi og vitna i hann seint og snemma, þvi að það var talið að ljóð hans skildu ekki aðrir en einstök gáfnaljós. bó var þetta ekki alltaf svo erfitt, þvi að ekki þurfti annað en að læra nokkrar tilvitnanir i ljóð Einars og nota þær nógu oft. Engar tilvitnanir i ljóð hans munu þó hafa fengið þannig aðra eins meðferð og tvær ljóðlinur úr kvæðinu Tinarsmiðjum: ,,begar býður þjóðársómi, þá á Bretland eina sál”, og mætti reyndar segja mér, að ýmsir þeirra, sem oftast hafa þessar ljóðlinur yfir, hafi aldrei heyrt neitt annað úr nefndu kvæði. Sómi að skömmunum Eg er fákunnandi i brezkum bókmenntum, en mér hefur stundum orðið að spyrja sjálfan mig, hvort nokkurt brezkt skáld hafi nokkurn tima látið sér um munn fara svo afdráttarlaust lof um ensku þjóðina. Og ef svo skyldi nú ekki vera, þá vakna aftur nýjar spurningar. Eru brezk skáld svona hógvær og af hjarta litillát, eða þekktu þau þjóð sina fuilt svo vel og hið is- lenzka skáld, þótt fjölfrótt væri og viðförult. En þá kemur lika að þvi að kryfja merkingu þessara ljóð- lina. bað er, held ég, likt farið með þjóðir og einstaklinga. bað er misjafnt, hvað merin telja sóma sinn, og þvi er lika sagt, að sumum þyki sómi að skömmun- um, það er að segja telja sér sóma i þvi, sem aðrir telja til skammar. Stórbokkinn þykist ekki sóma sins vegna geta látið hlut sinn fyrir kotungnum, þótt hinn siðarnefndi hafi jafnvel rétt- inn sin megin. Háttsettur embættismaður telur það æru- krenkjandi að viðurkenna mistök sin fyrir þeim sem lægri hafa metorðin, og stórveldin eru þeim mun ósveigjanlegri og yfirgangs- samari við smáþjóðir sem þau eru sómakærari. barna rikir fullt samræmi. Sé hins vegar litið á viðhorf þeirra sem minna mega sin, verða viðhorfin sundurleitari. Sumir telja það sæma bezt smæl- ingjunum að sýna auðmýkt og undirgefni þeim sem valdið hafa, gott ef ekki ,,siðlaust athæfi” að risa gegn valdinu. Aðrir telja hans sóma þvi meiri sem hann heldur fastar á rétti sinum, þótt hann leggi nokkuð i hættu, og þá mestan, er hann leggur mest i hættu. ,,bað eru ekki iömbin, sem láta sig flá, en lofðungar dýranna mörkunum á, sem lifið til lotning- ar beygja. beir þylja ekki bænir, þeir biðja ekki um grið, en böðul sinn helskotnir glima þeir við. Svo kunna ekki dónar að deyja”, segir skáldið borsteinn Erlíngsson. Annars væri gaman að hugleiða það nú i þorskaslriði Breta við okkur Islendinga, hvernig það er með þjóðarsómann. Sumir þeirra telja aflaust að þjóðarsómi þeirra liggi við, að þeir haldi þvi, sem þeir kalla rétt sinn. En ekki hafa þeir þó eina sál, hvað það snertir. Féllum við á þvi prófi? En það sem mig langaði nú mest til að hugleiða, er það, hvernig þessi orð skáldsins eiga við hans eigin þjóð, okkur tslend- inga, en eins og kunnugt er reynir nú hver um annan þveran að heimfæra þau upp á okkur sjálfa, enda höfum við vist mikið oftar reynt að nota þau þannig, en til þess að prisa brezku þjóðina eins og skáldið ætlaðist til. Vissulega væri það ánægjulegt, ef við gæt- um sjállir eignað okkur þessi um- mæli með réttu, ekki sizt, ef brezka þjóðin þyrfti ekki á þeim að halda. bó er ég smeykur um, að við kynnum að falla þar á prófi, og skal ég nú leiða að þvi nokkrar likur. begar við deildum viö Dani um handritin i Árnasafni, var reynt að koma af stað fjársöfnun til að byggja hús á tslandi yfir Arna- safn. Átti þetta að sýna að þjöðin væri einhuga i þessu máli. Svo fór þó, að undirtektir urðu svo til engar og málið féll niður. bað fór lika svo, að handritamálið varð Dönum til meiri sóma en okkur lslendingum, ekki sizt af þessum sökum, og tel ég þó vist, að enginn tslendingur hefði viljað gefa eftir þann sögulega og siðferðilega rétt, sem viö töldum okkur eiga til handritanna. bað mál hefði vist litið þýtt að sækja fyrir Alþjóða- dómstólnum i Haag. En fram- koma Dana i þvi máli varð þeim til svo mikils sóma, að þess munu fá dæmi, og áttu þeir þar þó ekki eina sál. Grimseyingar og aðrir bá skulum við lita okkur nær og skoða viðbrögð okkar i landhelg- ismálinu. bað var talið, að náðst hefði fullt samkomulag og þjóð- arsóminn sæti nú fyrir öllu, enda var nú lika fleira i veði, eða litil- ræði eins og tilvera þjóðarinnar. En livað gerist næst? Nefnd skip- uð mönnum úr öllum flokkum beitir sér fyrir fjársöfnun i land- helgissjóð. Nú átti að sýna að þjóðin væri einhuga og vildi ein- hverju fórna fyrirgóðan málstað. En árangurinn var grátlega litill. Ekki vegna þess, að allir væru ekki sammála um nauðsyn land- helginnar. En það voru aðeins ör- fá byggðarlög og þau flest af- skekkt eins og Grimsey, og nokkrir einstaklingar, sem komu þar fram af fullum sóma. bó mátti draga þessi framlög frá við skattframtöl, svo að flestir gátu fengið næstum helminginn aftur i lækkuðum sköttum. Og nú verður ekki betur séð en að sumir telji það miklu brýnna eri sjálft land- helgismálið a$ skipta um rikis- stjórn. En til hvers? begar eld- gosið byrjaði i Vestmannaeyjum hefði nú mátt ætla, að allir yrðu samtaka, flokkadrættir réðu ekki gerðum manna. bá sýndi það sig, sem allir vissu þó fyrir, sem vildu vita og við það kannast, að nor- ræn samvinna er meira en nafnið tómt. Reyndar vissu það allir, sem kunnugir eru á Norðurlönd- um, að þar höfum við jafnan átt vinum að mæta, þótt sumir vilji heldur kalla aðra vini sina, af þvi að þeir eru stærri og voldugri, þótt þeir hafi sýnt okkur minni vináttuvott, svo ég ekki segi hið gagnstæða. Mætti kannski minna á landhelgismálið. Þorbjörn i Kirkjubæ — sannur fulltrúi En hvernig hafa svo lslending- ar sjálfir brugðizt við? Ég tel að bæjarstjórn Vestmannaeyja, rikisstjórn, almannavarnaráö og aðrir opinberir aðilar hafi staðið sig vel i erl'iðu hlutverki. Flestir Vestmannaey ingar hafa lika sýnt frábæran kjark og sannan mann- dóm. Eg vil trúa þvi, að borbjörn i Kirkjubæ meðsitt karlmannlega æðruleysi megi teljast sannur fulltrúi þorra Vestmannaeyinga. En hefur þjóðin eina sál i þessum erfiðleikum? bað held ég verði þvi miður ekki sagt. Ég fæ ekki betur séð, en að til séu ein- staklingar og jafnvel hópur manna, sem gjarnan vildu nota þessa atburði til að klekkja á pólitiskum andstæðingum og koma þeim á kné. bað er reynt að láta það i veðri vaka, að þessir at- burðir hafi engin áhrif á efna- hagslif þjóðarinnar. bó er imprað á þvi, að við eigum að seilast i al- þjóðlega sjóði, sem ætlaðir eru sveltandi striðsþjáðum þjóðum. Mundum við þó tæplega vilja skipta kjörum við þær, þó að við eigum nú i timabundnum erfið- leikum. barna getur að lita græðgina i algleymingi. Ekki lái ég rikisstjórn, þótt hún kjósi að ná fullri samstöðu um ráðin til hjálp- ar Vestmannaeyingum. Að minu viti hefði þó verið hreinlegra og heiðarlegra að fresta kauphækk- unum i nokkra mánuði, en að leggja á hækkaðan söluskatt. Það andlit er griina Kemur þar einkum tvennt til. bað er grunur margra, svo maður segi ei opinbert leyndarmál, að söluskattur komi ekki allur til skila og eitthvað af honum lendi þar sem sizt skyldi. Onnur ástæða og veigameiri er þó það, að sölu- skatturinn kemur harðast niður á lágtekjumönnum og barnmörg- um fjölskyldum, en kauphækkun- in er hagstæðust fyrir hátekju- manninn. Til að fyrirbyggja misskilning, skal ég geta þess, að hinar upphafl. tillögur, það er frestun kauphækkunar, hefðu að likindum kostað mig persónulega helmingi meira en þau úrræði, sem nú hafa verið tekin. En ég er hræddur um, að nágranni minn sem er verkamaður með 8 manna fjölskyldu, þar af 6 börn i ómegð, hafi ekki sömu sögu að segja. bá hef ég spurt marga um álit þeirra á þvi að taka hækkun áfengis og tóbaks inn i visitöluna, og hef engan fundið, sem telur ástæðu til þess. bað getur verið, að ein- hýerjir verkalýðsforingjar þykist halda betur andlitinu eins og sagt er, ef haldið fast við bókstafinn, þótt þeir séu einmitt með þvi að skerða kjör þeirra sem verst eru settir. bá held ég að það andlit sé grima og hún sé ei sérlega fögur, enda býsna auðvelt að sjá i gegn- um hana. Við teljum okkur búa i velferðarþjóðfélagi, en þvi aðeins getum við kallað það þvi nafni, að bætt sé aðstaða þeirra, sem erfið- ast eiga. Kaupvisitalan á fyrst og fremst að tryggja öllum viðun- andi kjör, en ekki auka misréttið i þjóðfélaginu, en það gerir hún einmitt, ef hún byggist að miklu leyti á verði þeirra vara, sem engir geta veitt sér nema há- tekjumenn. bá ætti hún ekki Óflutt útvarpserindi um dag og veg fremur að verða til að auðvelda og auka neyzlu skaðnautna meðal þjóðarinnar. bað er ekki fráleitt að láta sér detta i hug, að ein- hverjir vildu reikna verð á hassi með kaupgjaldsvisitölunni, að minnsta kosti, ef neyzla þess yrði leyfð eins og sumir vilja. baö væri vissulega gleðilegt, ef við gætum lýst þvi yfir, og það i fullri alvöru, að við ættum eina sál, þegar þjóðarsómi býður. En ef sú yfirlýsing er bara falsið eitt, þá er betra að hún sé aldrei fram borin. Blæja hégómatildurs Aður en ég lýk máli minu lang- ar mig að fara nokkrum orðum um væntanlega þjóðhátið 1974. Eg gæti mæta vel tekið undir með þeim fjölmörgu, sem alveg vilja fella hana niður, en sem varatil- lögu vil ég beina þeirri ósk til þjóðhátiðarnefndar að stilla öll- um kostnaði i hóf, en þó sér i lagi að forðast allt tildur og hégóma- skap. bað væri fremur ógeðfelld hugsun, ef við héldum þjóðhátið, sem hefði það helzt sér til ágætis að verða aðhlátursefni, ekki að- eins erlendra þjóða, en lika öllum komandi kynslóðum á lslandi. Eg minnist þjóðhátiðarinnar 19:10, þótt ekki hefði ég ráð á þvi að vera á bingvelli, það var of- vaxið fjárhagsgetu félauss og skuldugs farkennara. En við sem þá sátum heima fengum þó meira en reykinn af réttunum. bá var þjóðin öll i hátiðaskapi, og ég held, að sá eldmóður, sem greip hana þá, hafi átt mikinn þátt i að fleyta henni yfir kreppuárin, sem á eltir komu. Arið 1944 héldum við lika þjóðhátið. bá bjuggum við i hersetnu landi, og einhvern veg- inn fannst mér fögnuður þjóðar- innar ekki eins einlægur og 14 ár- um áður, og hefði þó ef til vill virzt ennþá meiri ástæða til að fagna. En þó langaði mig ekkért á bingvöll þá'. En ég var á bingvöll- um 1960 i hópi manna hvaðanæva af landinu, fólks sem hafði hug- sjón. bað voru hamingjusamir dagar. bær minningar munu ylja mér innanbrjósts meðan ég held ráði og rænu. En nú langar mig ekkert á hátið á bingvöllum 1974. Eg óttast nefnilega, að þá muni þjóðin okkar leitast við að breiða blæju hégómatildurs yfir smán sina og drekkja vonbrigðum sin- um i vimu áfengis, og þvi sem kannski er ennþá verra, vimu sjálfsblekkingar. Ofurlitill eftirmáli Meðal manna hafa orðið nokk- uð skiptar skoðanir um sam- þykktir Húseigendafélags Vest- mannaeyinga. Sumum finnast kröfur þess nokkuð óbilgjarnar, og hræddur er ég um, að það valdi þvi, að mjög hefur dregið úr f jár- framlögum til hjálpar Vest- mannaeyingum i seinni tið, og er það illa farið, ef svo væri. Sú ósvifni, að visa Vestmannaeying- um úr landi, eins og ein frú lét sér sæma, tekur engu tali. Ég vona, að við eignumst aldrei framar svo ráðlaus stjórnvöld, að það þurfi að senda Islendinga úr landi til að leita sér lifsbjargar. En mig lang- ar aðeins að beina þeirri athuga- semd til Jóns Hjaltasonar, sem ég tel að hljóti að vera maður greindur og góðviljaður eins og hann á kyn til. Hvernig litur það út frá lögfræðilegu sjónarmiði, að einn aðili selji öðrum fasteign á föstu verði, en kaupandi skuld- bindi sig um leið til að skila eign- inni aftur fyrir sama verð — væntanlega sömu krónutölu — að fimm árum liðnum?Mér skilst, að þá verði kaupandi að halda eign- inni við i þessi fimm ár, en geti ekki haft hennar nein not. Ég trúi þvi ekki, að allir Vestmannaey- ingar séu á þessari skoðun. Vissu- lega eru eflaust margir Vest- mannaeyingar, sem þurfa að fá fullar bætur eigna sinna, en ef við erum ekki færir um að bæta það allt, sem farið hefur forgörðum, þá verður að taka tillit til að- stæðna einstaklinganna. Trygg- ingar eru ekki nýjar á Islandi. Áður en við eignuðumst alþingi, mynduðu landnámsmennirnir hreppana, sem voru þeirra tima tryggingarfélög, en þar mun hafa verið bætt tjón eftir efnum og ástæðum. Voru landnámsmenn- irnir ef til vill meiri félagshyggju- menn en við?

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.