Þjóðviljinn - 06.04.1973, Side 6

Þjóðviljinn - 06.04.1973, Side 6
6 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Fimmtudagur 5. april 1973. MÓMU/M MÁLGAGN SÓSIALISMA/ VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Ctgefandi: Útgáfuféiag ÞjóOviljans Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson (áb.) Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur). Askriftarverö kr. 300.00 á mánuði. Lausasöluverð kr. 18.00. Prentun: Biaöaprent h.f. VIÐ BIÐJUM UM EITT DÆMI Fyrir nokkrum dögum fór Þjóðviljinn þess á leit, að Morgunblaðið gerði grein fyrir afstöðu sinni og Sjálfstæðisflokksins til kröfu heildsalanna um 36% hækkun álagningar. Enn hefur Morgunblaðið ekki séð sér fært að verða við þessum tilmæl- um. En þögnin segir lika sina sögu. Stað- reyndin er sú að hinir ýmsu atvinnurek- endur og milliliðir, sem flestir eru i Sjálf- stæðisflokknum hafa ekki linnt látum sið- asta árið að heimta langtum meiri verð- hækkanir, en heimilaðar hafa verið af stjórnvöldum. Þarna hefur ihaldsmeirihlutinn i borgarstjórn Reykjavikur reyndar verið i fararbroddi og heimtað allt upp i 80% hækkanir á einu bretti. Og nú ættu menn að rifja upp, hver hafi verið afstaða Morgunblaðsins og annarra málgagna Sjálfstæðisflokksins til hinna margvislegu hækkunarkrafna. Minnast menn þess, að Morgunblaðið hafi lýst and- stöðu við nokkrar af þessum kröfum? — Nei, þvert á móti hafa málgögn Sjálf- stæðisflokksins leikið þann skollaleik, að styðja allar hækkunarkröfur milliliðanna, en hrópa jafnframt að rikisstjórninni, að hún beri sök á verðhækkunum. Meðan við biðum eftir svari Morgunblaðsins og hinna málgagna ihaldsins við spurning- unni um afstöðu Sjálfstæðisflokksins til kröfunnar um 36% hækkun til heildsal- anna, berum við fram önnur tilmæli til sömu aðila. Vildu þessi blöð vera svo vinsamleg, að upplýsa þjóðina um eitt, við segjum eitt, dæmi um það að núverandi stjórnvöld hafi heimilað verðlagshækkun, sem Sjálf- stæðisflokkurinn og Morgunblaðið telja, að viðkomandi aðili, sem hækkunar krafðist, hafi ekki átt rétt til? Jú, landbúnaðarvörurnar, kynnu menn að segja, Morgunblaðið var þó alltaf á móti hækkun þeirra. Gott og vel, en ekki var Morgunblaðið þó á móti lögboðinni hækkun á kaupi bóndans til samræmis við laun annarra vinnustétta, eða hvað? Nei, en það eru niðurgreiðslurnar, dettur e.t.v. einhverjum i hug. — Og mikið rétt, verð á landbúnaðarvörum til islenzkra neytenda er háð tvennu, annars vegar þvi, sem bóndinn fær i sinn hlut, og hins vegar niðurgreiðslum úr rikissjóði. Samkvæmt upplýsingum i ritstjórnar- grein Alþýðublaðsins þann 29. marz hafði framleiðsluverð smjörs hækkað um 59% i tið núverandi rikisstjórnar, en verð til neytenda um 26%. Framleiðsluverð súpu- kjöts um 51%, en búðarverð um 27%, framleiðsluverð mjólkur um 46% en búðarverð um 27% Sá mismunur, sem hér kemur fram á búðarverði og framleiðsluverði, byggist að sjálfsögðu á auknum niðurgreiðslum, en athyglisvert er að jafnvel framleiðslu- verðið hefur hækkað minna i krónum talið, en nemur krónuhækkun timakaups verkafólks á sama tima,en hún nemur hjá verkafólki 55—60% og hjá opinberum starfsmönnum um 80% Hvað hefur nú gerzt i sambandi við verðlagsþróun landbúnaðarvara siðustu tvö ár? — Einfaldlega það að bændur hafa fengið bætt kjöij þó neytendur i bæjum og þorpum greiði nú mun minni hluta af launum sinum fyrir sama magn af land- búnaðarvörum og áður. Það er rikissjóður sem ber aukinn kostnað i formi niður- greiðslu. Hvað finnst stjórnarandstöðuflokkunum og málgögnum þeirra rangt við þetta? Er kaup bóndans of hátt? — eða verðið til neytandans of lágt? — Ef hvorugt af þessu, þá er ekki annar möguleiki eftir, en niðurgreiðslurnar úr rikissjóði ættu að vera hærri, en hvers vegna voru þær þá mun lægri en nú á viðreisnartimanum, þegar ærið lengri tima tók að vinna fyrié kjötkilói og mjólkurlitra en nú? Hér verða stjórnarandstöðuflokkarnir og málgögn þeirra að gera hreint fyrir sinum dyrum, ekki siður en i sambandi við kröfur heildsalanna, þvi að annars tekur enginn sæmilegur maður mark á blaðri þeirra og sizt húsmæður. Hér skal að lokum litið aftur á verð- hækkunarkröfur atvinnurekenda og milli- liða, sem minnzt var á i upphafi. Vist hafa slikir aðilar i ýmsum tilvikum getað fært nokkur rök fyrir hækkunarkröfum sinum, þó að þeir hafi farið bónleiðir til búðar af fundi stjórnvalda. Þeir hafa orðið fyrir kostnaðarauka, það er rétt. En munurinn á stefnu núverandi rikis- stjórnar og viðreisnarinnar kemur m.a. fram i þvi, að nú verða milliliðirnir að taka þennan kostnaðarauka á sie siálfa i verulegum mæli, i stað þess að áður var öllu velt viðstöðulaust út i verðlagið, yfir á bök alþýðu landsins. Það er nefnilega verið að flytja til fjár- muni i þjóðfélaginu ekki siður nú en þá, — bara ,,hina” leiðina, frá gróðalýðnum til fólksins. Og nú eru heildsalarnir farnir að hóta vöruskorti, ef þeir fái ekki kjör sin bætt um 36%, en i tilkynningu frá Verzlunar- ráði íslands, sem barst nú i vikunni segir: ,,Verði þessar kröfur ekki teknar til greina er fyrirsjáanlegt að verulegur skortur verði á þessum vörum i verzlun- um, þar sem innflutningur þeirra borgar sig ekki”. Þeir sem lftinn mun sjá á þessari rikis- stjórn og hinni fyrri mættu velta þvi fyrir sér, hvort slikir kveinstafir hafi nokkru sinni heyrzt frá gróðabrallsmönnum meðan flokkur þeirra sjálfra fór með völd og þóknaðist að nýta dr. Gylfa i sæti við- skiptaráðherra. Einu sinni ætlaði Gylfi að fækka bænd- um, en skyldi nú verða héraðsbrestur, þó að drjúgur hluti af nær 1000 heildsölum Reykjavikur, sneru sér að öðrum störfum um sinn, þar sem þeir telja sina fyrri at- vinnugrein ekki lengur arðbæra? Lögmenn og fréttamenn á sameiginlegum fundi: Sammála um nafnbirtingar í vissum tegundum sakamála Lögfræðingafélagi Islands héít fund í fyrrakvöld þar sem m.a. var rætt um sam- skipti dómstóla og fjöl- miðla, og nafnbirtingar af- brotamanna. Þórður Björnsson.sakadómari, var málshef jandi og ræddi hann i byrjun um ástæður þess aö réttarhöld væru opin almenningi — það væri dómurum og lög- mönnum hvatning til að vinna sem bezt að málum og það yki réttarvitund almennings. Hvergi tlðkast að hafa öll réttarhöld opin. Opið dómþing getur verið þungur kross fyrir sökunaut, þvi að oft er um að ræða ýtarlega rannsókn á persónulegum högum fólks, hjú- skapar- og kynlifshegðan og fjár- hag þess. Flestir væru liklega á sama máli um, aðslikar frásagnir séu ekki til þess fallnar að birtast i blöðum. Dómari getur ákveðið að rannsókn máls fari fram fyrir luktum dyrum, ef um njósna- eða rikisleyndarmál er að ræða, eða af velsæmisástæðum og ef við- komandi er undir 18 ára aldri. Ennfremur til hlifðar sökunaut I sérstökum tilfellum. Viða erlendis er i dómsölum á- kveðin sæti fyrir almenning og fulltrúa fjölmiðla. Dómarar er- lendis eiga aldrei þátt i að miðla fréttum úr dómssölum til fjöl- miðla. Hér búa fjölmiðlar við svo slæman fjárhag, að skiljanlegt er að þeir hafi ekki efni á að hafa sérstaka fréttamenn viðstadda er mál eru flutt. Þessvegna hafa dómarar og lögmenn oft veitt fjölmiðlum liðsinni, skýrtþeim frá niðurstöðum dóma og gangi mála i sumum tilfellum, en slikt þekk- ist hvergi nema hér á landi. Þó hefur oft heyrzt kvartað yfir að lögmenn séu of þagmælskir, sér- staklega ef mál eru á byrjunar- stigi. Fréttir af dómsmálum i fjölmiðlum eru yfirleitt tilvilj- unarkenndar og handahófslegar og breytingar þar á vissulega æskilegar. Þórður kvað það skoðun sina, að eðlilegt væri að gefa fjölmiðl- um upplýsingar ef áfanga er náð i máli, eða ef það vekur almenna athygli, en þess þurfi vandlega að gæta að fjölmiðlar sitji allir við sama borð. Þá sagði Þórður, að sér fyndist rétt að dómari vekti athygli að fyrra bragði á niðurstöðu i eftir- farandi málaflokkum: 1) Þegar ákærði er dæmdur i fangelsi óskilorðsbundið. , 2) Þegar ákærði er sakfelldur fyrir afbrot i atvinnuskyni, t.d. smygl, skattsvik eða verðlags- brot. 3) Ef ákærði missir ævilangt ökuleyfi, verzlunarleyfi eða er dæmdur til að öðlast ekki slikt leyfi ævilangt. 4) Ef ákærði er sýknaður. 5) Ef dómurinn er talinn hafa al- menna þýðingu. A að nafngreina sakfellda menn? Ég er að hallast meir np meir að því að auka nafnabirting ar og er sannfærður um að það heyrir framtiðinni til. Ég tel að i dag ætti að nafngreina þá sem dæmdir eru i fangelsi óskilorðs- bundið og þá sem dæmdir eru fyrir brot i atvinnuskyni. Það er spurning hvort eigi að nafngreina þá sem t.d. eru ævilangt sviptir ökuleyfi. Þá skýrði Þórður frá þvi, að i Sakadómi Reykjavikur hefðu á siðasta ári 111 menn verið dæmd- ir i óskilorðsbundið fangelsi, 6 menn verið sýknaðir, 86 verið sviptir ökuleyfi ævilangt, 12 menn verið sviptir ævilangt að öðlast Frh. á bls. 15 Allir voru á einu máli um að birta skyldu nöfn manna, sem dæmdir eru fyrir að vera ölvaöir undir stýri.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.